Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl ICQC 2018-20 Árið er 1953 og Jósef Stalínheldur sovésku samfélagi íheljargreipum sínum.Ógnarstjórnin er svo grimm, að þegar harðstjórinn krefst þess að fá upptöku af tónleikum, sem ekki voru teknir upp, þora aðstand- endur ekki annað en að halda öllum í salnum og láta spila tónleikana upp á nýtt, svo koma megi til móts við óskir Stalíns. Enda vita menn að annars er voðinn vís. Í hirð Stalíns er sömu sögu að segja. Malenkov (Jeffrey Tambor), Níkita Krústjoff (Steve Buscemi), Lavrentí Bería (Simon Russell Beale) og Vjatjeslav Molotov (Michael Palin) hlæja að lélegum bröndurum yfir kvöldmatnum en þora ekki að segja nei, þegar Stalín vill horfa á banda- ríska kúrekamynd yfir eftirréttinum, þrátt fyrir að allir hafi séð hana mörg- um sinnum og vilji bara fara heim til sín í háttinn. Enda hefur enginn sagt nei við Stalín og lifað það að segja frá því í mörg ár. En þegar Stalín veikist alvarlega breytist allt. Gamlar værur koma upp á yfirborðið og ekki líður á löngu þar til baráttan um völdin nær yfirhönd- inni. Spurningin verður þá, hver skyldi verða ofan á í þeim hráskinna- leik? Dauði Stalíns (The Death of Stalin) er pólitísk ádeilumynd, sem tekur fyr- ir þessa atburði í mars 1953 og greinir frá þeim af þó nokkurri léttúð miðað við þær aðstæður sem uppi voru. Húmor myndarinnar snýst að tals- verðu leyti um þann súrrealíska veru- leika sem ríkti í sovésku samfélagi, þar sem enginn þorði í raun að vera hann sjálfur, nema hugsanlega Bería, yfirmaður leyniþjónustunnar NKVD, sem lætur útbúa langa og þykka lista yfir óvini ríkisins og skjóta hvern þann sem gæti reynst óþægur ljár í þúfu. Raunar er það visst afrek leikstjór- ans Armando Ianucci (sem annars er þekktur fyrir sjónvarpsseríurnar The Thick of It og Veep) að ná að gera ótt- ann við reiði Stalíns að hálfgerðu að- hlátursefni, án þess að hryllingur Stal- ínismans skyggi um of á hinar grátbroslegu aðstæður. Handrit myndarinnar dregur þær vel fram og er snert á ýmsum hlutum, eins og „svörtu hröfnunum“, bílum leyniþjón- ustunnar NKVD sem fóru um að næt- urlagi og gripu næstu fórnarlömb Stalíns. Tónlist myndarinnar er ákaflega vel úr garði gerð og hjálpar mikið til við að búa til andrúmsloft myndar- innar, sem og að halda henni á léttum nótum þrátt fyrir kaldranalegt við- fangsefni. Leikaralið myndarinnar gefur þeg- ar í stað til kynna að hér er valinn maður í hverju rúmi, og má sér- staklega nefna Steve Buscemi sem hinn undirförula Krústjoff eða Jeffrey Tambor (Arrested Development) sem hinn hégómlega Malenkov. Þekktir breskir grínistar eins og Paul White- house (The Fast Show) að ógleymdu gamla brýninu Michael Palin sýna síð- an hér gamalkunna takta í hlut- verkum sínum. Þá á Jason Isaacs (Harry Potter, Star Trek: Discovery) einhverja svakalegustu innkomu seinni tíma, bókstaflega, sem marskálkurinn Giorgí Zhukov, hetjan úr seinni heimsstyrjöld. Isaacs leikur Zhukov með því stórkostlega sjálfstrausti og hroka sem hreinlega hlyti að einkenna hvern þann mann sem hefði lagt Þriðja ríkið að fótum sér. Simon Russell Beale stendur þó lík- lega fremstur meðal jafningja með túlkun sinni á Lavrentí Bería, böðli Stalín. Bería er líklega einhver ógeð- felldasti maður sem saga 20. aldar- innar hefur að geyma, og er þá mikið sagt. Í myndinni er ekkert dregið und- an með þá miklu persónuleikabresti sem einkenndu Bería og fær Russell Beale það mjög svo óöfundsverða hlutverk að leiða þennan misindis- mann fram í dagsljósið og gerir það svo vel að áhorfandinn fær næstum því samúð með honum. Það skal þó tekið fram, að þó að Iannucci hafi tekist að mestu að fara fínt með þann kolsvarta húmor sem myndin býður upp á, koma alveg stundir þar sem ofbeldið verður nán- ast yfirgengilegt og áhorfandinn fær samviskubit yfir því að hafa hlegið að þessum ömurlegu aðstæðum sem birt- ast á skjánum. Myndin er því ekki fyr- ir viðkvæma. Þá gæti það truflað einhverja áhugamenn um söguna, að Iannucci hefur tekið atburðarás, sem í raun og veru átti sér stað yfir nokkurra mán- aða tímabil og þjappað saman niður í um vikutímabil eða svo. Það skal þó sagt honum til hróss, að myndin virk- ar engu að síður raunsönn, þannig að áhorfandinn fær á tilfinninguna að svona hafi hlutirnir verið, þó að Ian- nucci taki sér skáldaleyfi með tíma- rammann. Dauði Stalíns er því hin fínasta gamanmynd, sér í lagi fyrir þá sem hafa gaman að svörtum húmor eða fólk sem hefur áhuga á sögu Sovét- ríkjanna og 20. aldarinnar. Kankvísir Kremlverjar Úr vöndu að ráða Þegar Stalín veikist alvarlega er voðinn vís fyrir undirsáta hans, sem brátt fara að keppa um völdin. Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Dauði Stalíns bbbbm Leikstjóri: Armando Iannucci. Handrit: Armando Iannucci, David Schneider, Ian Martin og Peter Fellows. Aðalhlutverk: Steve Buscemi, Simon Russell Beale, Jeffrey Tambor, Andrea Riseborough, Rupert Friend, Jason Isaacs, Michael Palin og Olga Kurylenko. Bretland og Frakkland, 2017. 107 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Sýning myndlistarmannsins Serge Comte, Reykjaville, verður opnuð í Listastofunni, Hringbraut 19, í dag, fimmtudag, kl. 18. „Á göngum sínum um Reykjavík er Serge Comte í senn íbúi og ferðalangur. Hann tekur myndir af borginni á farsíma og dregur fram ný sjónarhorn og myndefni sem endurspegla leit hans að sjálfsmynd sem sannur íbúi Reykjaville.“ Þrjátíu myndir úr Reykjaville- seríu listamannsins verða sýndar og eru prentaðar á sandpappír. Serge Comte hefur búið á Íslandi um árabil. Frá síðasta áratug 20. aldar hafa verk hans sprottið upp úr vídeólist og stafrænu umhverfi. Önnur verk eftir hann má sjá á sýningunni „Haïkus du Crew“, hjá Alliance française, Tryggvagötu 8. Reykjaville Hluti einnar myndar Serge Comte á sýningunni í Listastofunni. Reykjaville á sýn- ingu Serge Comte Heima er yfirskrift sýningar sem hefur verið opnuð í Skoti Ljós- myndasafns Reykjavíkur með ljós- myndum eftir Hönnu Siv Bjarnar- dóttur. Hanna heimsótti nokkra af eldri íbúum Stokkseyrar og myndaði á heimilum þeirra. Hún segir að í stuttri heimsókn sé hægt að komast að ýmsu um manneskjuna sem þar býr en heimilið endurspeglar per- sónuleika og sögu fólks. „Ég kannast við allt fólkið sem ég heimsótti en hafði komið heim til fæstra. Það er sérstök upplifun að koma í heimsókn til alls þessa fólks eftir að hafa ímyndað mér árum saman hvernig heimili þeirra er,“ segir Hanna Siv. Hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum fyrir rúmu ári og er þetta fyrsta einkasýning hennar í opinberu rými. Heima Hluti eins verks Hönnu Sivjar. Heimilismyndir sýndar í Skotinu Ljósmynd/ Hanna Siv Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.