Morgunblaðið - 14.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 14.04.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Hrafnhildur Irma Baldursdóttir fagnaði afa sínum, Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra, er varðskipið Þór lagðist að bryggju við Faxa- garð í gærmorgun. Sigurður Stein- ar á að baki hálfrar aldar samfelld- an feril hjá Landhelgisgæslunni, en lætur nú af störfum, sjötugur að aldri. Landhelgisgæslan tók á móti Sig- urði með viðhöfn; heiðursverði og viðhafnarskotum skipherranum til heiðurs. Georg Lárusson, forstjóri, afhenti Sigurði gjöf og þakkaði óeigingjarnt starf. Sigurði finnst 50 árin hafa liðið ansi hratt og man vel eftir þeim degi þegar hann hóf störf á varð- bátnum Maríu Júlíu 1968. Hann var þá að skipta úr fiskimanna- yfir í farmannadeild í Stýrimannaskól- anum og vantaði siglingatíma. „Ég held ég sé ennþá að ná mér í sigl- ingatíma eða kannski dagaði mig bara uppi,“ segir skipherrann. Sigurði Steinari Ketilssyni, skipherra, vel fagnað við komuna í land eftir hálfa öld hjá Landhelgisgæslunni Morgunblaðið/Árni Sæberg „Kannski dagaði mig bara uppi“ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aldarfjórðungsgamall asparskógur í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi batt yfir 20 tonn af koltvísýringi á hektara á ári. Þetta sýna rannsóknir sem gerðar voru frá október 2014 til október 2016. Bjarki Þór Kjartansson, sérfræðingur á Mógilsá, greindi frá verkefninu Mýrviði og loftslagsáhrifum skóg- ræktar á framræstu mýrlendi á fag- ráðstefnu skógræktar sem haldin var 11. og 12. apríl. Brynhildur Bjarnadóttir við Háskólann á Akur- eyri, Bjarni Diðrik Sigurðsson við Landbúnaðarháskóla Íslands auk Bjarka, sem vinnur hjá Skógrækt- inni, unnu að rannsókninni. „Þessi mikla binding kom okkur á óvart,“ sagði Bjarki. Mýrviðarverk- efnið hófst 2014 og stendur enn. Í rannsókninni er unnið annars vegar með framræslu á votlendi og hins vegar skógrækt í slíku landi. Við framræsluna lækkar grunnvatns- staðan. Þá hefst niðurbrot með losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Skógrækt bindur hins vegar koltví- sýring. Markmið Mýrviðar-verkefn- isins var að skoða samanlögð áhrif framræslu og skógræktar á loftslag og jöfnuð gróðurhúsalofttegunda. Margvíslegar mælingar hafa verið gerðar á svæðinu og er unnið að úr- vinnslu gagnanna úr þeim. Mæling- arnar sýndu að jöfnuðurinn var já- kvæður bæði árin. Fyrra árið var hann 1.772 g/CO2/m2 eða 17,7 tonn CO2 á hektara. Seinna árið var jöfn- uðurinn 2.494 g/CO2/m2 eða 24,9 tonn CO2 á hektara. Bjarki sagði að það væru sveiflur í öllum vistkerfum og því ekkert óeðlilegt að niðurstöðurn- ar væru ólíkar fyrir árin tvö. Þessi tvö sumur gætu talist hafa verið meðalsumur. Stór hluti af kolefnisbindingunni er kolefnisforðinn í trjánum. Aspir eru fljótvaxnar og skógurinn á því aldursskeiði þegar aspirnar vaxa hvað mest. Árlegur viðarvöxtur í þeim hluta trjánna sem er ofanjarð- ar mældist 20,5 tonn CO2/ha fyrra árið og 29,4 tonn CO2/ha seinna árið. Trén eru því í örum vexti núna. Bjarki benti á að ólíkir þættir eins og veðurfar, hitastig, heilbrigði trjánna frá ári til árs og vatnsstaðan í jarðveginum geti allt haft sín áhrif á mismunandi ársvöxt trjánna. Aspir bundu mikið kolefni  Mýrviðar-verkefnið sýndi að asparskógur í Sandlækjar- mýri batt allt að 24,9 tonn af CO2 á hektara á ári Ljósmynd/Bjarki Þór Kjartansson Rannsóknir Brynhildur Bjarnadóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson settu upp mælitækin. Asparskógurinn í Sandlækjarmýri er um 85 hektarar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Atvinnuvegaráðuneytið hefur stað- fest ákvörðun Orkustofnunar um að sekta Orku náttúrunnar um eina milljón kr. vegna ólögmætrar og saknæmrar háttsemi við tæmingu á lóni Andakílsárvirkjunar með því að opna fyrir botnlokur stíflunnar í fyrra. Leiddi það til þess að set barst niður í ána með afleiðingum fyrir líf- ríki árinnar sem enn er ekki séð fyrir endann á. Veiðifélagið hefur ákveðið að banna veiðar í ánni í sumar. Orkustofnun taldi að Orka náttúr- unnar hefði átt að afla leyfis Orku- stofnunar fyrir aðgerðinni og til- kynna hana til Fiskistofu. Það var ekki gert. Orka náttúrunnar ber því við að þetta hafi verið reglubundið viðhald á virkjuninni. Kærði ON ákvörðun Orkustofnun- ar til atvinnuvegaráðuneytisins. Féllst ráðuneytið á að aðgerðin væri umfangsmeiri en svo hún gæti talist reglulegt viðhald. Hún hefði verið ólögleg samkvæmt ákvæðum vatna- laga, að teknu tilliti til laga um lax- og silungsveiði og varúðarreglu um- hverfisréttarins. Þá hefðu starfs- menn sýnt gáleysi við vöktun á áhrif- um vatnstæmingarinnar. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orku náttúrunnar, segir að verið sé að skoða úrskurðinn. Lítið hugað að bótakröfu Fram kemur í ákvörðun ráðuneyt- isins að tjónþolar eigi sjálfstæða skaðabótakröfu vegna tjóns sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Ragnhild- ur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræð- ingur í Ausu og stjórnarmaður í Veiðifélagi Andakílsár, segir að lítið hafi verið hugað að skaðabótakröfu. Það sé í forgangi heimamanna að hjálpa náttúrunni og reyna að laga þann skaða sem orðinn er. Þegar fyrir liggi hversu mikið tjónið er verði ef til vill hugað að bótakröfum. Orka náttúrunnar réðst í aðgerðir til að hjálpa ánni að jafna sig síðasta vor, meðal annars með því að moka upp úr hyljum. Var það gert í sam- vinnu við veiðifélagið og að ráði sér- fræðinga Hafrannsóknastofnunar. Eiríkur Hjálmarsson segir að verið sé að huga að frekari aðgerðum í vor. Ástandið verði metið eftir vorleys- ingar. Ragnhildur telur líkur á að moka þurfi meira seti upp úr ánni. Veiðifélagið hefur ákveðið að banna veiðar í ánni í sumar, eins og síðasta sumar, til þess að reyna að flýta því að lífríkið jafni sig. „Við lát- um náttúruna njóta vafans í einu og öllu. Fiskurinn sem kemur í ána hrygnir vonandi eða verður tekinn í klak,“ segir Ragnhildur. Í fyrra voru tekin hrogn úr laxi til að tryggja varðveislu stofnsins. Seið- um úr því klaki verður sleppt sum- arið 2019 og laxinn skilar sér þá fyrst í ána aftur sumarið 2020. Ekki veitt í Andakílsá annað árið í röð  Ráðuneytið staðfestir sektargreiðslu Orku náttúrunnar vegna umhverfisslyss í Andakílsá fyrir ári  Fyrirtækið og veiðifélagið meta eftir vorleysingar hvort ráðist verði í frekari hreinsun árinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.