Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta fer mjög vel af stað. Það er
ekki mikið eftir í ÁTVR og við erum
að brugga meira sem fer í sölu á
næstunni,“ segir Andri Þór Kjart-
ansson, einn aðstandenda brugg-
hússins Malbygg.
Mikil gerjun hefur verið á bjór-
markaði hér á landi síðustu mánuði
og misseri og eins og Morgunblaðið
hefur greint frá fjölgar brugghúsum
hratt. Mörg ný brugghús hafa hafið
starfsemi að undanförnu og enn
fleiri eiga eftir að bætast í hópinn í
ár ef að líkum lætur. Fæst þeirra
velja þó að selja framleiðslu sína í
Vínbúðunum en einbeita sér frekar
að veitingahúsum og börum. Öðru
máli gegnir um Malbygg sem gerir
hvort tveggja.
Um síðustu mánaðamót hófst sala
á tveimur bjórtegundum Malbyggs í
Vínbúðunum. Annars vegar er þar
um að ræða Sopa, léttan bjór af
Session IPA-gerð, og hins vegar Ga-
laxy IPA sem er einskonar stóri
bróðir Sopa. Bjórarnir eru seldir í
dósum með litríkum miðum og hafa
vakið nokkra athygli. Meðfram
þessu hafa tveir aðrir bjórar verið til
sölu á börum í Reykjavík, Galaxy
Pale Ale og Gutlari IIPA.
Andri segir að von sé á fleiri bjór-
um frá Malbygg á næstunni. „Næsti
bjór verður sumarbjórinn okkar og
hann fer í sölu 2. maí. Hann kallast
Ribbit og er súrbjór með mangó og
ástaraldinum. Við setjum hann á
dósir í næstu viku.“
Malbygg er rekið undir merkjum
JG bjór sem einnig sinnir innflutn-
ingi á erlendum gæðabjór sem seld-
ur er í Vínbúðunum og á veitinga-
stöðum. JG bjór heyrir svo aftur
undir Járn og gler sem er rótgróin
heildverslun er hefur verið í rekstri
síðan 1942. Þrír starfsmenn eru hjá
Malbygg. Auk Andra eru það Ingi
Már Kjartansson bróðir hans og
bruggarinn Bergur Gunnarsson,
sem áður var bruggari á Bryggjunni
brugghúsi. Andri segir aðspurður að
fyrirtækið sé drifið áfram af áhuga
þeirra á góðum bjór.
„Já. Okkur hefur alltaf langað til
að gera þetta og ákváðum bara að
slá til. Áhuginn á bjór er alltaf að
aukast, hann hefur aukist mikið á
síðustu árum. Það er klárlega mark-
aður fyrir þetta brugghús.“
Að ýmsu er að huga þegar brugg-
hús er opnað. Auk vöruþróunar þarf
að kaupa réttu græjurnar, laga hús-
næði að starfseminni og verða sér
úti um tilskilin leyfi. Andri segir að
Malbygg hafi fengið núverandi hús-
næði í nóvember og fyrsti bjórinn
hafi farið í gerjun í febrúar. Þeir
geta bruggað þúsund lítra í senn og
hafa engin áform um stækkun
brugghússins að sinni.
Kókosbollur í bjórinn
Andri og félagar horfa fram á veg-
inn og eru nú að prófa sig áfram með
bjór sem látinn verður þroskast á
tunnum. Malbygg festi kaup á fjór-
um hvítvínstunnum og fjórum rauð-
vínstunnum auk fjölda af bourbon-
tunnum í þessum tilgangi.
„Þetta eru annars vegar ávaxta-
bjórar og hins vegar Imperial Stout-
bjórar. Við vorum nú síðast að prófa
að bragðbæta Imperial Stout-bjór
með kókosbollum. Þetta var nú bara
eitthvað sem okkur datt í hug í miðri
bruggun. En af hverju ekki? Kókos-
bollur eru mjög góðar og okkur
fannst það að alveg þess virði að
prófa. Ef vel tekst til fær sá bjór að
liggja á bourbon-tunnum í 8-12 mán-
uði.“
Morgunblaðið/RAX
Malbygg Bergur Gunnarsson og bræðurnir Andri Þór og Ingi Már Kjartanssynir brugga ferska bjóra.
Sopinn slær í gegn
Malbygg er nýjasta brugghús landsins Selur bjór bæði á
veitingastöðum og í Vínbúðum Tilraunir með kókosbollur
Morgunblaðið/RAX
Veigar Malbygg selur nú Sopa Session IPA og Galaxy IPA í Vínbúðunum.
Brátt bætist Ribbit í hópinn, en Ribbit er súr sumarbjór.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Álagning skatta á hreina eign ein-
staklinga er orðin afar sjaldgæf í að-
ildarlöndum OECD. Samkvæmt
nýrri skýrslu um eignar- eða auðlegð-
arskatta, sem nær til 35 OECD landa,
kemur fram að árið 1990 voru eign-
arskattar lagðir á í 12 löndum en í
fyrra var slíka skatta einungis að
finna í fjórum OECD-ríkjum. Fast-
eignagjöld sem eru í eðli sínu eign-
arskattar eru undanskilin í þessum
samanburði.
Í fyrra voru eignarskattar ein-
göngu lagðir á hreina eign í Frakk-
landi, Noregi, á Spáni og í Sviss. Ís-
land er meðal þeirra ríkja sem voru
hvað seinust til að afnema eignar-
skatta skv. úttektinni. Eignarskattur
var lagður af á Íslandi árið 2006 en
gekk í endurnýjun lífdaganna með
innleiðingu tímabundins auðlegðar-
skatts í kjölfar fjármálakreppunnar
en hann var lagður á gjaldaárin 2010-
2014. Spánverjar gripu til sömu ráða
og tóku eignarskattt upp á nýjan leik
árið 2011.
Í skýrslu OECD er á það bent að
eignarskattar í aðildarlöndum OECD
hafa með fáeinum undantekningum
skilað hinu opinbera afar litlum
tekjum sögulega séð. Eignarskattar
hafa t.a.m. staðið undir 0,5% af heild-
arskatttekjum í Frakklandi og 1,13%
í Noregi. Á seinustu árum hafi þó
vaknað á nýjan leik umræður um og
áhugi á að taka upp slíka skatta á
eignir umfram ákveðin eignamörk til
tekjuöflunar hins opinbera og sem
leið til tekjujöfnunar í samfélaginu.
Eignarskattar hafa verið mjög mis-
munandi í OECD löndunum, flatir
eða stighækkandi og skatthlutföll
ólík. Eigarskattar hafa verið lagðir á
eignir umfram ákveðin eignamörk
sem hafa einnig verið mjög mismun-
andi í löndunum. Viðmiðið er t.d. 315
þúsund evrur í Noregi (38,5 milljónir
ísl. kr.) skv. OECD en mörkin eru sett
við 1,3 milljónir evra í Frakklandi þar
sem hann var lagður á um 351 þúsund
heimili á árinu 2016 eða innan við 1%
skattgreiðenda.Hér á landi voru fjár-
hæðarmörkin 75 milljónir kr. hjá ein-
staklingum og 100 milljónir hjá hjón-
um skv. gögnum Ríkisskattstjóra.
Í úttekt OECD er fjallað um bæði
kosti og ókosti álagningar eignar-
skatta en meginniðurstaðan er sú að
fá rök mæli með álagningu skatta á
eignir umfram skuldir fólks í þeim til-
gangi að afla tekna eða auka jöfnuð
þegar slík skattheimta er viðbót við
skatta af fjármagnstekjum, erfðafjár-
skatta og skatta á dánarbú.
Eignarskattur í 4 af 35 OECD-löndum
Skattar á hreina eign skila litlum
ávinningi samkvæmt úttekt OECD
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignir Ísland var meðal síðustu ríkja til að afnema eignarskatta.
Balaton&Búdapest
sp
ör
eh
f.
Sumar 16
Balaton vatn í Ungverjalandi er margrómað fyrir fallegar
strendur, líflega bæi og ólýsanlega fegurð og ekki að undra að
vatnið og umhverfi þess sé einn vinsælasti ferðamannastaður
landsins. Góður tími gefst til að slaka á og eiga notalegar
stundir á þessum fagra stað, kynnast menningu og mannlífi
Ungverja ásamt því að upplifa ungverskt þjóðdansakvöld.
11. - 21. ágúst
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 244.200 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
„Ég held að við viljum nú leysa þetta
mál, en það verður þá að vera gert á
réttan hátt,“ segir Bjarni Hauksson,
lögmaður og formaður úthlutunar-
nefndar bókasafnssjóðs, og vísar í
máli sínu til álits umboðsmanns Al-
þingis sem telur það ekki samrýmast
lögum að bókasafnssjóður hafi hafnað
beiðni rithöfundar um greiðslur fyrir
notkun á bókum hans á bókasöfnum.
Höfundurinn skrifar undir dulnefninu
Stella Blómkvist.
Rithöfundurinn leitaði til umboðs-
manns í febrúar 2017 og kvartaði yfir
synjunum úthlutunarnefndar á
greiðslum til sín. Af kvörtun höfund-
arins og þeim gögnum sem fylgdu
henni verður ráðið að hann hafi allt
frá árinu 2002 sent erindi til úthlut-
unarnefndarinnar, án þess að upplýsa
um nafn sitt, þar sem spurst hafi verið
fyrir um rétt hans til greiðslna. Fékk
hann þau svör að hann yrði að senda
inn umsókn með nafni sínu og kenni-
tölu. Í kvörtuninni er því haldið fram
að með þessari afstöðu sé hann settur
í þá stöðu að þurfa að velja á milli þess
annars vegar að viðhalda nafnleynd
sinni og hins vegar lögbundins réttar
til greiðslna. Komst umboðsmaður að
þeirri niðurstöðu að það sé of fortaks-
laust að greiða ekki höfundi sem not-
ar dulnefni. Segir Bjarni niðurstöðu
að vænta í deilunni á næstu vikum.
Stella Blómkvist
krefst greiðslna
Nafnleyndin sögð vera fyrirstaðan
Dularfullt Enginn virðist vita með
vissu hver rithöfundurinn er í raun.