Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 12
Þrumuguðinn Thor og þýskir nas- istar, er heiti á fyrirlestri sem haldinn verður á vegum Ásatrúarfélagsins í dag kl. 14.30. Fyrirlesturinn sem Jón Karl Helgason, prófessor við Háskóla Íslands, flytur fer fram í húsnæði Ásatrúarfélagsins í Síðumúla 15 í Reykjavík. Höfuðviðfangsefni fyrirlestursins verður röð myndasagna eftir Wright Lincoln sem líklega er dulnefni, um Þór (e. Thor) í tímaritinu Weird Com- ics árið 1940. Útgefandi myndasagn- anna var fyrirtækið Fox Feature Syndicate en meðal annarra sem þar störfuðu voru Jack Kirby og Joe Sim- on. Báðir áttu þeir eftir að skapa myndasögu um þrumuguðinn nor- ræna og verða þær bornar saman við myndasögur Lincolns. Allir eru hjartanlega velkomnir á fyrirlesturinn. Fyrirlestur Ásatrúarfélagsins í dag Þrumuguðinn Thor og nasistar Goðafræði Jón Karl Helgason prófessor heldur fyrirlestur þar sem hann ber saman myndasögur um norræna þrumuguðinn Þór á vegum Ásatrúarfélagsins. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Listapúkinn er listamanns-nafnið mitt og segir svolít-ið um karakterinn minn.Það er stundum smá púki í mér,“ segir Þórir Gunnarsson sem heldur sína fjórðu einkasýningu á vatnslitamyndum í vinnustofunni Hvirfli í Mosfellsdal.Tilefni sýning- arinnar sem var opnuð í gær var 40 ára afmæli listamannsins. Þórir kom gestum sínum á óvart við opnunina í gær. „Fyrst var skálað en svo kom grillbíllinn öllum að óvörum og gest- um var boðið upp á grillaða ham- borgara og konfekt á eftir,“ segir Þórir ánægður með opnun sýningar- innar og fertugsafmælið. Á fimmtu- dag tók Þórir forskot á afmælið og fór með súkkulaðiköku í Múlalund þar sem hann vinnur hálfan daginn við ýmis verkefni. Ekki var mögu- legt að fara með kökuna á afmælis- daginn sjálfan í gær því Þórir tók sér frí tilefni dagsins og til þess að sinna verkefnum sem fylgja því að opna málverkasýningu. Þórir segir skemmtilegt að vinna á Múlalundi. „Við fórum nýlega vinnufélag- arnir á generalprufu á Sirkussöng- leik Stuðmanna og svo hef ég líka farið með vinnunni á generalprufu á Rocky Horror,“ segir Þórir sem hef- ur teiknað frá því að hann var lítill og hafa jólasveinar verið í miklu uppá- haldi hjá honum. Málar frægt fólk Grunnurinn að listaferlinum var lagður í Öskjuhlíðarskóla. „Ég lærði hjá Elsu Guðmunds- dóttur myndlistarkennara og þar fékk ég grunninn,“ segir Þórir sem fær innblástur í verk sína af því sem á vegi hans verður. „Ég fæ hugmyndir úr umhverf- inu og er aðallega að mála tónlistar- fólk, frægt fólki, skemmtikrafta, dýr, hús og ævintýramyndir eins og til dæmis Öskubusku. Ég mála líka landsliðin okkar og núna er ég að mála keppendur í, Allir geta dans- að,“ segir Þórir og bætir við að hann máli fjölskyldumyndir og fólk geti sent inn pantanir og gefið myndirnar í jóla-, fermingar- eða afmælisgjafir. Lífsglaður listamað- ur sýnir í Mosfellsbæ Þórir Gunnarsson, sem ber listamannsnafnið Listapúkinn, fagnaði 40 ára afmæli með yfirlitssýningu á vinnustofunni Hvirfli í Mosfellsdal á vatnslitamyndum sem hann hefur málað síðastliðið ár. Grunnur að listsköpun Þóris var lagður í Öskju- hlíðarskóla en list hans flokkast undir næfisma. Þórir hefur selt töluvert af myndum. Hann hefur það markmið að vakna alltaf hress og verða frægur á Íslandi. Ljósmynd/Mosfellingur Ánægja Guðni Th. Jóhannesson fékk mynd af sér og eiginkonunni Elizu Reid frá Þóri þegar forsetahjónin mættu í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ. Ljósmynd/Mosfellingur Stuðningur Þórir styður liðið sitt, Aftureldingu af krafti í handboltanum. Karlakór Hreppamanna (KKH) fagnaði 20 ára starfsfmæli í fyrra og hélt veg- lega afmælistónleika á Flúðum þar sem Karlakórinn Fóstbræður mætti. Tvennir aðrir tónleikar voru haldnir í tilefni afmælisins; í Selfosskirkju með Karlakór Selfoss og í Víðistaðakirkju með Karlakórnum Þröstum. Einsöngv- ari með KKH á öllum tónleikum var Guðmundur Karl Eiríksson. Edit Moln- ár, stjórnandi kórsins frá upphafi og stofnfélagi, taldi tímabært að kórinn fengi nýjan stjórnanda og kvöddu kór- félagarnir Edit með söknuði og þakk- læti. Hún hefur verið vakin og sofin yf- ir velferð kórsins alla tíð og afar metnaðarfull, sem kemur fram í þeim verkefnum sem kórinn hefur tekist á við undir hennar stjórn. Nægir að nefna þar: „Liszt í 200 ár“, tónleika tileinkaða tónskáldinu Franz Liszt, óp- Lög úr íslenskum bíómyndum Hreppamenn syngja inn vorið Bókin um Kormák krummafót kemur út í dag. Höfundarnir, Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen bjóða ásamt bókaútgáfunni Sölku til út- gáfuhófs til að fagna útgáfu ofur- krúttsins Kormáks krummafótar. Útgáfuhófið fer fram á Bókasafni Seltjarnarness í dag, laugardaginn 14. apríl, kl. 14 og eru allir velkomnir. Sögupersóna bókarinnar Kormák- ur er duglegur strákur sem klæðir sig meira að segja alveg sjálfur. Mamma og Kormákur eru hins vegar ekki alltaf sammála og það getur valdið vandræðum. Óteljandi skór hrúgast upp og mamma Kormáks fær hugmynd sem á eftir að breyta öllu. Kormákur krummafótur er falleg saga um dreng sem vill fara sínar eigin leiðir. Bókin hentar vel fyrir yngstu kynslóðina. Jóna Valborg Árnadóttir og Elsa Nielsen eru einnig höfundar bók- anna, Brosbókin, Vinabókin, Knús- bókin og Hetjubókin. Í útgáfuhófinu verða léttar veit- ingar í boði. Bókin verður til sölu á góðu verði og fjör í boði fyrir krakka. Útgáfa nýrrar barnabókar fagnað í dag Sagan um Kormák krummafót Hress Kormákur krummafótur er drengur sem vill fara sínar eigin leiðir. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari - 26.900 kr. í markaðsstarfi erlendis Nánari upplýsingar og skráning á www.islandsstofa.is Hvert er gildi vottana og upprunamerkja í markaðssetningu á íslenskum matvælum á erlendum mörkuðum? Kynnt verður greining á stöðu og tækifærum í notkun vottana og upprunamerkja og fjallað um reynslu matvælafyrirtækja. Opinn fundur 18. apríl kl. 10-12.30 á Icelandair hótel Reykjavík Natura

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.