Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Hari Öflugur Þórir Gunnarsson, Listapúki er afkastamikill málari sem hefur gleðina að leiðarljósi hvort heldur er í myndsköpun eða lífinu. Þórir hefur ekki tölu á þeim myndum sem hann hefur selt en seg- ir þær þónokkrar. Hann hefur skipu- lag á myndunum, raðar þeim í möpp- ur og merkir af hverjum myndin er. „Það hefur skapast sú hefð að þegar fólk kemur að sækja mynd- irnar þá sé tekin mynd af því þar sem ég afhendi listaverkið,“ segir Þórir Hann segist hafa teiknað stjórnmálamenn og hitt Óttar Proppé um daginn. Það hafi verið gaman. „Þegar Mosfellsbær var 30 ára bað Hilmar sem gefur út Mosfelling, bæjarblaðið okkar, mig að teikna mynd af Guðna forseta sem kom í heimsókn til okkar. Ég fékk hug- myndina að því að mála Elizu kon- una hans með,“ segir Þórir ánægður með hugmyndina en myndina af- henti hann forsetanum við komu hjónanna í Mosfellsbæ. „Það má alveg segja það núna af því að jólin eru búin, en Dagur borg- arstjóri bað mig að mála mynd af konunni sinni sem hann gaf henni í jólagjöf. Þórir málar með vatnslitum á Í sýningarskrá frá sýningu sem haldin var í Álafosskvosinni haustið 2014 skrifar Helga Þórisdóttir, lista- maður og menntunarfræðingur, um verk Þóris. Hún segir að Þórir vinni í anda næfisma. Listaheimurinn hefur skilgreint þá sem falla undir næf- isma sem listamenn sem í stað þess að notast við hefðbundnar list- fræðilegar aðferðir í listsköpun not- ast við eigin sannfæringu og tilfinn- ingar sem oftar en ekki eru sagðar einkennast af barnslegri einlægni, óvæntri litasamsetningu og frásagn- argleði. Þegar Þórir, sem er Mosfell- ingur í húð og hár, eins og hann seg- ir, er ekki að mála hleypur hann, lyftir og fylgist með handbolta. „Ég er búinn að hlaupa þrisvar sinnum í Reykjavíkurmaraþoninu og æfi hlaup með Aftureldingu. Ég hef líka mikinn áhuga á handbolta og er í vatnslitapappír og leggur áherslu á að nota góð hráefni. Á meðan hann málar hlustar hann á tónlist. „Vilhjálmur Vilhjálmsson er mitt uppáhald en ég hlusta líka á klassíska músík og fleira. Ég er alæta á tónlist og mjög músíkalsk- ur.“ Eins og margir listamenn er Þórir með umboðsmann. „Ég kalla Árna Georgsson um- boðsmann, hann er góður vinur minn og stuðningsmaður í listinni og hefur hjálpað mér mikið. Hann er búinn að gera mig frægan í Mosfellsbæ, “ seg- ir Þórir hlæjandi og bætir við aðeins alvarlegri að hann eigi sér þann draum að verða frægur listamaður um allt land. Liður í því sé viðtalið í Morgunblaðinu sem fer um allt land. Afmælissýning Þóris stendur yfir frá 13. apríl til 22. apríl á Hvirfli sem er vinnustofa Þóru Sigurþórs- dóttur, leirkerasmiðs en hún og eiginmaður hennar Bjarki hafa stutt Þóri í listinni. Málar í anda næfisma Á fésbókarsíðu Listapúkans verða settar inn upplýsingar um opnunartíma sýningarinnar. Sýn- ingin er yfirlitssýning á verkum Þór- is frá miðju ári í fyrra og verður sýnd 21 mynd í ramma auk hugsan- lega fleiri mynda. Ljósmynd/Mosfellingur Gjöf Dagur B. Eggertsson, hæstánægður með mynd af konu sinni sem hann pantaði hjá Þóri Listapúka. Myndina færði Dagur eiginkonunni í jólagjöf. „Ég kalla Árna Georgsson umboðs- mann. Hann er góður vin- ur minn og stuðnings- maður í listinni og hefur hjálpað mér mikið.“ Morgunblaðið/Hari stuðningsmannafélagi sem kallar sig, Rothöggið,“ segir Þórir sem fer á alla heimaleiki og reynir eins og hann getur að komast á alla mikil- væga útileiki. Þórir á eldri bróður, Þormar Vigni, sem er ljósmyndari og Þórir segist eiga fullt af vinum og eina sérlega góða vinkonu sem heitir Anna Helga. Vaknar hress og í góðu skapi „Ég er skemmtilegur og með skemmtilegan húmor og fæ alla til þess að hlæja að mér. Mitt lífsmottó er að vakna alltaf hress og kátur og í góðu skapi og það tekst alltaf, “ segir Þórir einlægur. Hann hefur góð ráð til þeirra sem vilja vera hamingjusamir. „Það er að lifa heilbrigðu lífi og hreyfa sig á hverjum degi því þá verður lífið skemmtilegt,“ segir Þór- ir sem þakkar foreldrunum að hann sé virðingarverður, vel upp alinn ungur maður í dag. Foreldrar hans eru Vilborg Þorgeirsdóttir og Gunn- ar Þórisson. „Pabbi er kallaður Dúddi eins og í myndinni með Allt á hreinu,“ segir Þórir og skellihlær. „Þarna sérðu karakterinn minn,“ segir Þórir hlæjandi og bætir við að öllum sé velkomið að panta myndir hjá honum á fésbókarsíð- unni, Listapúkinn. Frægð Þórir málaði hinn eina sanna Bubba Morthens. erutónleika þar sem kórinn spreytti sig á perlum úr þekktum óperum og lög eftir Sigurð Ágústsson frá Birt- ingaholti. Eiginmaður Editar, Miklós Dalmay, hefur verið píanóleikari kórs- ins öll árin sem Edit hefur stjórnað kórnum og sett sitt mark á hann. Kórinn hefur nú fengið nýjan stjórn- anda, Guðmund Óla Gunnarsson, skólastjóra Tónlistarskólans á Akra- nesi. Á fyrstu æfingu haustsins kynnti nýi stjórnandinn fyrir kórnum nýtt æf- ingaþema, lög úr íslenskum bíómynd- um í útsetningum hans. Til liðs við kórinn fengu Hreppamenn söngkon- una Kristjönu Stefánsdóttur, Vigni Þór Stefánsson píanóleikara, Jón Rafns- son bassaleikara og Erik Qvick á trommur. Þrennir tónleikar eru framundan, 19. apríl í Guðríðarkirkju í Grafarholti, 20. apríl í Selfosskirkju og 21. apríl í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum. Allir tónleikarnir hefjast kl 20. Glaðbeittir Karlakór Hreppamanna er skipaður hressum körlum söngglöðum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir Boðskort Sýningaropnun 14. apríl kl. 14 Gul viðvörun Sýning í Gallerí Fold 14. – 28. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.