Morgunblaðið - 14.04.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 14.04.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við þurfum ekki að kvarta yfir lélegri endurnýjun. Á hverju hausti liggur straumurinn til okkar af ungum söng- mönnum, allt niður í 10. bekk í grunn- skóla,“ segir Gísli Árnason, formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði, en kórinn fagnar 90 ára afmæli sínu nú um stundir. Kórinn var stofnaður í lok desem- ber árið 1927 og af því tilefni bjóða Heimismenn upp á tvenna afmælis- tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Fyrri tónleikarnir fara fram á morgun, sunnudag, kl. 15 og þeir seinni á lokakvöldi Sæluvikunnar 5. maí nk. kl. 20. Aðgangur er ókeypis en gestir þurfa að nálgast miða í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og útibúi Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Á tónleikunum verður stiklað á stóru í sögu kórsins í tónum og tali. Sýndir verða stuttir leikþættir og ljós- myndum brugðið á tjald. Að tónleik- unum loknum verða kaffiveitingar fyr- ir gesti og gangandi. Allir geta sungið Gísli segir það sérstaklega ánægju- legt hve vel hefur tekist að halda þess- um 90 ára gamla karlakór síungum. „Það er í raun magnað hvað við höfum náð að endurnýja okkur. Söngstjórinn okkar, Stefán R. Gíslason, tekur söng- menn í próf á hverju hausti og tekur ákvörðun um hverjir komast að. Yfir- leitt komast allir inn sem vilja en auð- vitað eru sett skilyrði um að þeir geti eitthvað sungið. Annars geta allir sungið, bara mismunandi vel,“ segir Gísli og hlær. Virkir söngvarar í Heimi eru tæp- lega 70 í dag. Þar af eru allnokkrir undir tvítugu. Sá yngsti er 15 ára, Guðmundur Smári Guðmundsson, sem verður 16 ára næsta haust, ætt- aður frá Tunguhálsi í Skagafirði og Fossum í Svartárdal. Elstur í Heimi er Árni Bjarnason á Uppsölum í Blönduhlíð, sem verður 87 ára í haust. Stendur keikur í fremstu röð á hverj- um tónleikum og syngur bassann eins og unglingur. „Kórinn verður að lúkka vel þarna fremst,“ hefur Árni látið hafa eftir sér, sposkur á svip. Gísli segir kórinn hafa átt mörg blómaskeið á löngum ferli. Núverandi söngstjóri, Stefán, hefur haldið á tón- sprotanum meira og minna frá árinu 1985 og starfið verið gróskumikið á þeim tíma. Stefán hefur jafnframt kennt við Tónlistarskóla Skagafjarðar í Varmahlíð en frá þeim skóla hafa fjölmargir söngmenn komið í kórinn. Áhuginn hefur verið mikill í kringum Varmahlíð en annars koma kórfélagar víða að, allt frá Höfðaströndinni aust- an vatna og langt inn til Skagafjarð- ardala í suðri, auk þess sem nokkrir koma akandi frá Akureyri. Vilja þakka fyrir stuðninginn Afmælisnefnd Heimis hefur verið að störfum undanfarið ár og ber hit- ann og þungann af afmælisdag- skránni. „Við ætluðum í fyrstu að halda eina tónleika 15. apríl en komumst fljótt að því að það væri ekki nóg. Dagskráin verður því endurtekin hér í Sæluviku í Miðgarði og við bjóðum öllum þeim sem vilja koma. Við njótum mikils vel- vilja í héraði, og höfum alltaf gert, og fyrir það erum við ævinlega þakklátir. Með þessum tónleikum viljum við þakka fólki stuðninginn. Við hefðum aldrei náð að halda úti öflugu kórstarfi öll þessi ár ef ekki hefði verið fyrir stuðning samfélagsins hér í Skagafirði og víðar um land,“ segir Gísli. Afmælisins verður einnig minnst með því að gefa út nýjan geisladisk, sem verður kynntur á tónleikunum. Um er að ræða upptökur frá tón- leikum kórsins í Hörpu og Reykholti í Borgarfirði. Jafnframt hafa verið end- urútgefnir þrír diskar sem voru löngu uppseldir. „Á tónleikunum í suðurferðinni um daginn vorum við með diska og plötur til sölu. Við tókum til á lagernum og fundum þá nokkrar vínylplötur. Við buðum þær til sölu, svona meira til gamans.“ Velunnarar um allt land „Eins og endurnýjunin hefur verið síðustu ár eru allar líkur á að kórinn nái 100 ára aldri og vel það,“ segir Gísli aðspurður. En fyrst er það 90 ára afmælið, með tónleikunum í Miðgarði á morgun og 5. maí, og til viðbótar skjótast Heimismenn yfir í Húnaþing vestra laugardaginn 21. apríl og halda þar tónleika á Hvammstanga. „Við höfum gert mikið af því að ferðast um landið, sérstaklega um Norðurland og suður yfir heiðar. Við eigum velunnara ekki bara í Skagafirði heldur um allt land og viljum rækta það samband sem allra mest.“ Ungir söngmenn ólmir í Heimi  Karlakórinn Heimir í Skagafirði fagnar 90 ára afmæli  Tvennir tónleikar haldnir og frítt inn Ljósmynd/Gunnhildur Gísladóttir Níræður Karlakórinn Heimir var stofnaður fyrir rúmum 90 árum af tíu söngelskum bændum í Skagafirði. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur tekið jákvætt í ábendingar Handknattleikssam- bands Íslands og Körfuknattleiks- sambands Íslands um nauðsynlega aðstöðu sérsambanda fyrir innan- hússíþróttir og skilgreiningu á þjóð- arleikvangi fyrir innanhússíþróttir. Jafnframt samþykkti borgarráð vilja til að settur verði á fót starfs- hópur ráðuneyta, Reykjavíkurborg- ar, HSÍ og KKÍ til að annast nauð- synlegar viðræður um málið. Formenn HSÍ og KKÍ rituðu sameiginlega bréf til Dags B. Egg- ertssonar borgarstjóra í lok mars sl. Í bréfinu benda þeir á að Laugar- dalshöllin hafi verið byggð árið 1967 sem þjóðarleikvangur fyrir innan- hússíþróttir og þar hafi allir helstu íþróttaviðburðir farið fram sl. 50 ár. Hins vegar hafi Höllin fyrir margt löngu hætt að uppfylla alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til alþjóð- legra leikja bæði í handknattleik og og körfuknattleik. Í dag eru lág- markskröfur um áhorfendaaðstöðu fyrir 5.000 manns en Laugardalshöll tekur 2.300 manns í sæti. Í áratugi hafi landsleikir í handknattleik og körfuknattleik í alþjóðlegri keppni verið spilaðir á undanþágu í Laug- ardalshöll. Ljóst sé að vinna þurfi að lausn þessara mála með íþróttaleik- vangi sem uppfylli kröfur sem gerð- ar eru til keppni í handknattleik, körfuknattleik, blaki, fimleikum, frjálsum íþróttum og öðrum íþrótta- greinum. Þeir benda einnig á að sú þróun hafi orðið við skipulagningu alþjóð- legra móta að úrslitakeppni fari fram í fleiri en einu landi. Hvorki HSÍ né KKÍ hafi getað tekið þátt í slíku samstarfi þar sem ekkert íþróttahús hérlendis uppfylli kröfur fyrir alþjóðlega keppni. Formennirnir segja í bréfinu að bygging þjóðarhallar og rekstur hennar verði ekki eingöngu á ábyrgð Reykjavíkurborgar en ljóst sé að hún verði ekki reist án aðkomu borgarinnar. Þeir segjast hafa átt fund með mennta- og menningar- málaráðherra um aðkomu ríkisins. Laugardalur heppilegur „Eins og mál standa í dag teljum við að Laugardalur rúmi slíkt mann- virki sem hægt er að nýta í sam- starfi við Knattspyrnufélagið Þrótt, grunnskóla í nágrenninu, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, vegna kennslu í íþróttafræðum. Þá gæti mannvirkið hýst alla skrifstofu- aðstöðu íþróttasambanda. Með þessu markmiði gætu önnur svæði í Laugardal nýst betur við endur- hönnun Laugardals í heild sinni,“ segir m.a. í bréfi formannanna Guð- mundar B. Ólafssonar og Hannesar S. Jónssonar. Morgunblaðið/Ómar Laugardalshöll Hefur verið vettvangur kappleikja í hálfa öld. Höllin upp- fyllir ekki lengur alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til íþróttahúsa. Starfshópur um þjóðarhöll  Laugardalshöll uppfyllir ekki al- þjóðlegar kröfur Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is MINI ONE COUNTRYMAN nýskr. 07/2014, ekinn 54 Þ.km, bensín, 6 gíra. Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 257394 VOLVOV40 CROSS COUNTRY nýskr. 07/2015, ekinn 19 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Einkabíll, innfluttur nýr! Verð 2.880.000 kr. Raðnúmer 230777 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is FORDMUSTANGGT Árg. 2006, ekinn 56 Þ.km, 8cyl bensín, sjálfskiptur. Verð 3.490.000 kr. Raðnúmer 257138 RENAULT KADJAR INTENS nýskr. 08/2015, ekinn 30 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Einkabíll! Verð 2.990.000 kr. Raðnúmer 257767 FORD TRANSIT TREND 310 L2H2 6MANNAnýr bíll, dísel, bensín 6 gíra. Verð 4.490.000+ vsk. Raðnúmer 257586 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.