Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Notkun örv-andi lyfjavex ár frá ári á Íslandi. Í vik- unni kom fram að í fyrra hefðu 6.965 einstaklingar fengið lyfja- skírteini fyrir metýlfenídatlyfj- um og væri þar um að ræða fjölg- un um tæplega þúsund manns. Metílfenídatlyf innihalda efni skyld amfetamíni og eru meðal annars notuð til að bregðast við athyglisbresti og ofvirkni (ADHD). Þau geta verið mjög ávanabindandi sé rangt með þau farið. Steingrímur Ari Arason, for- stjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag að þessi vöxtur hafi verið til umræðu árum saman, vonast hafi verið til þess að sér- stakt ADHD-teymi á Landspítal- anum myndi verða til þess að menn næðu tökum á notkuninni, en í raun haldi aukningin áfram. Segir hann að það sé til marks um að fullorðið fólk noti lyfin í auknum mæli. „Það liggur alveg fyrir og það sem menn hafa verið að horfa á er að það getur vel verið að þetta sé gagnlegt og réttlætanlegt, en það breytir því ekki að það er engin þjóð í heiminum sem notar þetta í jafn ríkum mæli og við nema kannski Bandaríkjamenn þar sem ekki er samræmt eftirlit og ekki greiðsluþátttaka sjúkra- trygginga,“ segir Steingrímur Ari. Í Bandaríkjunum hafa þessi lyf valdið miklum hörmungum og er notkun þeirra líkt við faraldur. Hefur stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta lýst yfir neyð- arástandi. Ólafur B. Einarsson, verk- efnastjóri hjá embætti land- læknis, sagði í viðtali við mbl.is í janúar að til að leysa vandann vegna ávanabindandi lyfja á Ís- landi yrði að setja meiri skorður á aðgengi einstaklinga að ávís- unum og efla önnur úrræði. Hann sagði að hér á landi drægju lög- legu lyfin fólk oftar til dauða en þau ólöglegu. Misnotkun þessara lyfja þekktist meðal allra vest- rænna þjóða og rannsóknir bentu til að hún héldist í hendur við heildarmagn ávísaðra lyfja. Því meira heildarmagni sem ávísað væri, þeim mun meiri líkur væru á að fólk ánetjaðist þeim. Í yfirgripsmiklum og grein- argóðum fréttaskýringaflokki, sem Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður skrifaði á mbl.is í janúar undir yfirskriftinni „Ungt fólk í öngstræti“, var þessi vandi meðal annars tekinn fyrir. Þar kemur fram að hér á landi er mun hærra hlutfall barna greint með sérþarfir en almennt gerist í Evrópu. Hlutfallið hér er 16%, en annars stað- ar í Evrópu 5-7% og segir dr. Cor J. W. Meijer, forstöðu- maður Evrópumið- stöðvar um menntun án aðgreiningar, sem gerði út- tekt á framkvæmd þeirrar stefnu á Íslandi, að það geti einfaldlega ekki staðist að 16% íslenskra barna séu með sérþarfir. Hins vegar er það þannig að 2,3% barna í Evrópu eru í að- greindum skólum, en það hlutfall er 1,3% hér á landi. Sú spurning vaknar hvort viðleitnin til að framfylgja markmiðinu um skóla án aðgreiningar eigi beinlínis þátt í tilhneigingunni til að grípa til lyfja til að bregðast við erfið- leikum. Eitthvað þurfi að gera til að skapa vinnufrið í kennslustof- unni. Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegð- unarstöðvar heilsugæslunnar, segir í viðtali í greinaflokki Guð- rúnar að lyfjagjöf eigi ekki að vera fyrsta úrræði. Margt sé hægt að gera til að bregðast við ADHD án þess að það þurfi að kosta mikið. Í greininni kemur hins vegar fram að oft sé lyfjum þó beitt. Gallinn við lyfin er hins vegar sá að þau veita ekki lækningu, þótt þau geti dregið úr einkennunum. Í gær var frumsýnt leikritið Fólk, staðir og hlutir í Borgar- leikhúsinu. Viðfangsefni leikrits- ins er fíkn. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu. Í viðtali í Morgunblaðinu á fimmtudag lýsti hann vandanum með sláandi hætti. „Fíkniefnaneysla ungs fólks og inntaka lyfseðilsskyldra lyfja virðist aldrei hafa verið meiri,“ segir Gísli Örn. „Þetta er raunverulegt þjóðfélagsvanda- mál og ég hef persónulega orðið vitni að því að of-úthlutun lyfseð- ilsskyldra lyfja hafi dregið við- komandi til dauða. Lyfin sem áttu að hjálpa urðu að dauða- gildru. Það er engum dulið að það þarf þjóðfélagsátak gegn þessu. Fjölskyldur standa ráðþrota gagnvart þessu meini aftur og aftur, kynslóð eftir kynslóð og þetta rústar heilu fjölskyld- unum.“ Gísli Örn rekur allan þann vanda og spurningar sem þetta skapar í fjölskyldum og klykkir út með að segja að leitin að svör- um og baráttan við vandann fari fram „á meðan allt flæðir í áfengi og eiturlyfjum sem gerir mót- spyrnuna nánast ómögulega“. Lyfseðilsskyldu lyfin eru hluti af þessum vanda. Gísli Örn hittir naglann á höfuðið með hrollvekj- andi hætti þegar hann segir að lyfin sem hafi átt að hjálpa hafi orðið að dauðagildru. Fíknivand- inn er nógu erfiður fyrir þótt hann sé ekki að læknisráði. „Lyfin sem áttu að hjálpa urðu að dauðagildru“} Ofnotkun lyfja Á Íslandi eru spennandi tímar fram- undan en líka vandasamir. Margt er okkur í hag en við megum ekki missa sjónar á því sem illa getur farið. Stefnan og lausnirnar þurfa að vera skýrar. Á Alþingi hefur fjármálaáætlun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verið rædd. Áætlun þessi er einskonar framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar. Margt má segja um þessa áætlun, sumt er ágætt en flest ber þess vott að verða eins konar meðaltal af stefnu Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna. Þegar þú setur saman í pott villta vinstrið og harða hægrið og kryddar það svo með bragð- lausu miðjukryddi þá færðu út flatan, óspenn- andi gráan graut. Graut sem kitlar ekki bragð- laukana, er af óljósum uppruna og fær hugann ekki til að fara á flug. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa reynt að telja okkur trú um að svona eigi stjórnmálin að vera, grá og lit- laus, þ.e. að mynda ríkisstjórn um eins lítið og hægt er svo hægt sé að mynda ríkisstjórn. Aðalmarkmiðið var að kom- ast í stólana. Stórum prinsippmálum er einfaldlega komið fyrir inni í skáp en þau verða svo tekin út fyrir næstu kosningar í von um að kjósendur hafi gleymt grautnum sem settur var á borð. Frelsis- og skattastefna Sjálfstæð- isflokksins verður dregin fram og skattagrýlan auglýst. Skattastefna VG verður líka dregin fram og varað við hin- um ríku og meintri spillingu sjálfstæðismanna. Svona eiga stjórnmál ekki að vera. Stjórnmál snúast um prinsipp en ekki valdastóla. Við vitum öll að þessi ríkis- stjórn varð til vegna stólanna. Formaður VG varð að komast í ríkisstjórn þar sem henni hef- ur mistekist að ná árangri með VG, Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki tollað í ríkisstjórn síð- an 2007 og því var um líf eða dauða að tefla á þeim bænum. Formaður Framsóknarflokksins væri komin í önnur störf ef hann hefði ekki fengið stól. Stjórnmál eiga að snúast um málefni og að- ferðir við að ná þeim málefnum fram. Þau snú- ast um að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar en ekki heiður stjórnmála- eða embætt- ismanna. þau snúast líka um að hafa rangt fyr- ir sér og viðurkenna það. Rökræða sem sumir kjósa að kalla deilur, að rífast o.s.frv. er nauð- synleg. Það er einfaldlega hluti af lýðræðinu. Það er líka hluti af því að standa á prinsipp- unum, að segja frekar nei takk við stólnum en að fórna því sem þú stendur fyrir. Þannig ætlum við að vinna í Miðflokknum, vermum frekar bekkinn en að kasta hugsjóninni. Forsætisráðherra fór í fýlu við mig er ég kallaði ríkisstjórn hennar „stjórn kampavíns og vogunarsjóða“. VG hefur reynt að skapa sér ímynd hins hreina og þess vegna var dregið fyrir í ráð- herrabústaðnum þegar skálað var fyrir gráa grautnum. Allir vita svo að ríkisstjórnin fór á taugum er vogunarsjóð- irnir urruðu. Sannleikanum er hver sárreiðastur. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Forsætis í fýlu Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í SV kjördæmi. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meirihluti nýrra lands-manna á tímabilinu2009 til 2017 er með er-lent ríkisfang. Þá er hlutfall erlendra ríkisborgara í íbúa- fjölguninni í Reykjavík nærri 80%. Þetta má lesa úr tölum Hagstof- unnar fyrir íbúaþróun milli ársfjórð- unga. Samkvæmt þeim bættust 31.060 manns við íbúafjöldann milli fjórða ársfjórðungs 2009 og 2017. Þar af fjölgaði erlendum ríkisborg- urum um 16.290. Það eru 52,4% af íbúafjölgun landsins á tímabilinu. Íbúum í Reykjavík fjölgaði um 7.840 á tímabilinu. Alls bættust þá við 6.090 erlendir ríkisborgarar við íbúafjöldann. Samsvaraði það 77,7% af íbúafjölguninni 2009 til 2017. Seltjarnarnes er í öðru sæti sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu hvað þetta hlutfall varðar. Þar fjölgaði íbúum um 200 á tíma- bilinu og voru erlendir ríkisborgarar þar af 130, eða um 65% nýrra íbúa. Hafnarfjörður var í þriðja sæti. Þar fjölgaði íbúum um 3.550 og voru erlendir ríkisborgarar þar af 1.180. Það samsvarar um þriðjungi fjölg- unar íbúa í bæjarfélaginu. Nálgast 16 þúsund í borginni Vegna þessarar þróunar hefur erlendum ríkisborgurum í þessum sveitarfélögum fjölgað mikið. Þeir voru 9.550 í Reykjavík á fjórða fjórð- ungi 2009 en voru orðnir 15.640 í lok fjórða ársfjórðungs í fyrra. Þá voru 200 erlendir ríkisborgarar á Seltjarnarnesi á þessum fjórðungi 2009 en 330 í fyrra. Þeir voru 1.650 í Hafnarfirði á fjórða fjórðungi 2009 en 2.830 í lok síðasta fjórðungs. Erlendum ríkisborgurum hefur líka fjölgað töluvert í Kópavogi. Þeir voru 1.760 í lok árs 2009 en 3.090 í lok síðasta árs. Þá voru þeir 400 í Mosfellsbæ í árslok 2009 en voru orðnir 650 í lok síðasta árs. Samanlagt hefur erlendum ríkisborgurum á höfuðborgar- svæðinu fjölgað úr 13.990 á fjórða fjórðungi 2009 í 23.200 á fjórða fjórð- ungi í fyrra. Fjöldi þeirra er því að nálgast íbúafjölda Hafnarfjarðar. Sé horft til þróunar milli ára 2016 og 2017 fjölgaði landsmönnum um rúmlega 10.100. Þar af fjölgaði erlendum ríkisborgurum um tæp- lega 7.600. Hlutfall erlendra ríkis- borgara í íbúafjölguninni var því um 75%. Rennir þetta stoðum undir spár um að fjölgun starfa í ferða- þjónustu myndi ýta undir aðflutning erlendra ríkisborgara til landsins. Hefði ella fækkað í borginni Athygli vekur að borgarbúum fjölgaði um 2.800 milli fjórða árs- fjórðungs 2016 og fjórða fjórðungs 2017. Hins vegar fjölgaði erlendum ríkisborgurum meira, eða um 3.140. Án aðflutnings erlendra ríkisborg- ara hefði borgarbúum því að lík- indum fækkað í fyrra. Vegna þessa hækkar hlutfall er- lendra ríkisborgara í Reykjavík úr 8% á fjórða fjórðungi 2009 í 12,4% á fjórða fjórðungi í fyrra. Áttundi hver borgarbúi er því nú erlendur ríkis- borgari. Þá má nefna að hlutfallið hefur hækkað úr 6,4% í Hafnarfirði á fjórða fjórðungi 2009 í 9,6% á fjórða fjórðungi í fyrra. Loks fór hlutfallið úr 5,8% í 8,6% í Kópavogi. Íbúasamsetningin er að breytast. 8 af hverjum 10 nýjum borgarbúum erlendir Mannfjöldaþróun á Íslandi 2009 til 2017* Mannfjöldi eftir sveitarfélögum og ríkisfangi Mannfjöldaþróun í Reykjavík 2016-2017 Hlutdeild í heildaríbúafjölgun 2009-2017 Eftir búsetu Eftir ríkisfangi Heimild: Hagstofan 70% 52% 30% 48% Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar +3.140 -340 2009 2017 Fjölgun ’09-’17 og hlutdeild erl. ríkisb. í fjölgun Reykjavík alls 118.260 126.100 7.840 þar af erl. ríkisborgarar 9.550 15.640 6.090 Kópavogur alls 30.340 35.980 5.640 þar af erl. ríkisborgarar 1.760 3.090 1.330 Garðabær alls 13.180 15.700 2.520 8%þar af erl. ríkisborgarar 430 640 210 Hafnarfjörður alls 25.890 29.440 3.550 þar af erl. ríkisborgarar 1.650 2.830 1.180 Höfuðborgarsv. alls 200.800 222.590 21.790 þar af erl. ríkisborgarar 13.990 23.200 9.210 Reykjanesbær alls 14.080 17.810 3.730 þar af erl. ríkisborgarar 1.320 3.650 2.330 Landsbyggðin alls 116.720 126.000 9.280 þar af erl. ríkisborgarar 7.670 14.750 7.080 Landið allt alls 317.520 348.580 31.060 þar af erl. ríkisborgarar 21.660 37.950 16.290 *M.v. 4. ársfj. hvert ár, allar tölur eru námundaðar 78% 24% 33% 42% 63% 76% 52% Ísl. ríkis- borgarar Höfuð- borgarsvæðið Lands- byggð Erl. ríkis- borgarar Landið allt Landið allt Eftir ríkisfangi Á fjórða fjórðungi 2009 bjuggu 7.670 erlendir ríkisborgarar á landsbyggðinni en 14.750 á fjórða fjórðungi í fyrra. Það er nær tvöföldun á áratug. Alls fjölgaði íbúum landsbyggðar- innar um 9.280 á tímabilinu og var hlutfall erlendra ríkisborg- ara í fjölguninni því um 76,3%. Eru nú 11,7% íbúa á lands- byggðinni erlendir ríkisborg- arar. Loks vekur athygli að milli fjórða fjórðungs 2016 og 2017 fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar um 1.410. Þar af fjölgaði erlend- um ríkisborgurum um 1.070, sem var 76% aukningarinnar. Tvöföldun úti á landi ERLENDIR RÍKISBORGARAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.