Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Áárum áður kenndiHöskuldur Þrá-insson, nú pró-fessor emerítus við Háskóla Íslands, nám- skeið í íslenskri málfræði í Harvard-háskóla. Afleið- ingin varð sú að Noam Chomsky, frumkvöðull mál- kunnáttufræðinnar, hafði spurnir af áhugaverðum sérkennum íslensku og nýtti sér þau í kenningum sínum um mannlegt mál. Fréttunum af mikilvægi ís- lensku var m.a. miðlað til Chomskys frá nemendum hans í MIT sem sóttu tíma í Harvard; þar með var ís- lenska komin á kortið í áhugaverðustu málvís- indakenningum þeirra tíma. En allt breytist – einnig fræðimenn og kenningar þeirra. Chomsky, sem verður níræður á þessu ári, er hættur að kenna og fluttur í sólina í Arizona. Sem endranær beinir hann spjótum sínum að stjórnmálum en núna lætur hann rannsóknir á eðli tungumálsins mest- megnis öðrum eftir. Þar kemur íslenska þó eftir sem áður við sögu. Öfugt við MIT hafa söguleg málvísindi – nánar tiltekið indóevrópsk samanburðarmálfræði – löngum átt upp á pallborðið í Harvard-háskóla. Áratugum saman var Calvert Watkins, prófessor í málvísindum og forn- fræði við Harvard, nafntogaðastur samanburðarmálfræðinga vestanhafs. Aðalrannsóknasvið hans var endurgerð indóevrópska frummálsins. Með því að bera saman málfræði indóevrópskra mála á elstu tíð er gert líkan af því kerfi sem talið er að hafi legið kerfinu í einstökum málum til grundvall- ar. Óhætt er að fullyrða að málfræði frumindóevrópsku var margslungin og þetta verkefni er því býsna flókið, ekki síður en algildisrannsóknir í anda Chomskys. Watkins dó árið 2013, áttræður að aldri, en eftirmenn hans við Harvard halda áfram merku starfi hans í samanburðarmálfræði, eins og ég hef átt kost á að sannreyna undanfarna mánuði. Á efri árum fékk Watkins sjálfur þó æ meiri áhuga á skáldskaparfræði og naut þar djúpstæðrar þekkingar sinnar á fornmálunum. Hann bar einkum saman frásagnir af baráttu kappa og dreka í fornindversku vedabókunum, Hómerskviðum Forn- Grikkja og skyldum textum frá öðrum málsvæðum. Að sjálfsögðu leit hann líka til forníslenskra frásagna af víðfrægum drekabönum og fjallaði um viðureign Þórs við Miðgarðsorm og atlögu Sigurðar að drekanum Fáfni. Afraksturinn birtist árið 1995 í doðranti sem heitir How to Kill a Dragon: Aspects of Indo-European Poetics. Í „drekabókinni“ tvinnar Watkins saman á listilegan hátt gríðarmiklum lærdómi og snilldarlegri greiningu sem veitir lesanda innsýn í sameiginlegan þráð í hetjusögnum allt frá Ind- landi í austri til Íslands í vestri. Enn og aftur kemur á daginn að íslenska hefur í tímans rás gegnt veiga- miklu hlutverki í málvísindum, hvort heldur í algildismálfræði Chomskys eða indóevrópskri mál- og skáldskaparfræði eins og Watkins stundaði. Öfl- ugar rannsóknir í íslenskri málfræði á Íslandi og öðrum löndum benda ekki til annars en íslenska muni enn um hríð skipta máli. Harvard, MIT og íslensk málfræði Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Tungutak Drekabanar Calvert Watkins sýndi frásögn- um af baráttu kappa og dreka mikinn áhuga. Íhaust verða 10 ár liðin frá Hruni og má búast viðtöluverðum umræðum þegar líður á árið um þáatburði alla, viðbrögð við þeim og hvernig til hef-ur tekizt um endurreisn. Sl. þriðjudag hófst fundaröð á vegum Samtaka spari- fjáreigenda af þessu tilefni og er eins konar þema þeirra Aldrei aftur. Frummælendur á fyrsta fundinum voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Gylfi Zoëga prófessor og Bolli Héðinsson, formaður Samtaka spari- fjáreigenda. Í stuttu máli sagt var þessi fundur einstaklega vel heppnaður og lofar góðu um þá fundaröð sem fram- undan er. Fjöldi fundarmanna sýndi að því fer fjarri að Hrunið sé liðin tíð í hugum landsmanna. Í framsöguræðum þeirra Bolla og Gylfa komu fram tvö meginsjónarmið sem einkennt hafa umræður um Hrunið hin seinni ár. Annars vegar að það sem máli skipti sé hin efnahags- lega endurreisn en hins vegar að það sé ekki nóg. Meiri breytingar þurfi til að koma og þá ekki sízt breytt hug- arfar. Gylfi Zoëga gerði mjög góða grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur í efnahagslegri endurreisn þjóðarbúsins og þar kom ýmislegt nýtt fram. Hann benti á að það hefðu ekki sízt verið erlendir lánardrottnar íslenzkra banka og eignarhaldsfélaga, sem hefðu tapað og nefndi í því sam- bandi háar upphæðir. Rétt er að minna á sérstöðu Íslands í þessu sam- bandi. Ef við hefðum verið aðilar að Evrópusambandinu hefði íslenzka þjóðin verið þvinguð til þess að taka þetta tap á sínar herðar. Þannig var farið með Íra. Og raunar enn lengra gengið með Grikki. En fyrstu viðbrögð ríkis- stjórnar Geirs H. Haarde tryggðu að svo var ekki hér. Hinir erlendu bankar, sem enginn hafði pínt til að lána fé hingað hlutu sjálfir að taka afleiðingum gerða sinna. Þá voru athyglisverðar þær ábendingar Gylfa að áhætta íslenzkra fyrirtækja sem tóku erlend lán fyrir Hrun hafi ekki verið skráð í efnahagsreikninga þeirra og jafnframt að nú, áratug síðar, eru fjárfestingar fyrir- tækja hér að umtalsverðu leyti fjármagnaðar með eigin fé. Það verður ekki deilt um það að efnahagsleg endur- reisn Íslands á þessum síðustu tíu árum hefur tekizt ótrúlega vel, að sumu leyti vegna réttra ákvarðana strax haustið 2008 og síðan en að öðru leyti vegna heppni. Ágreiningurinn um eftirmál Hrunsins stendur hins vegar ekki um þennan árangur. Hann stendur um allt annað, þ.e. hvort og þá hvernig okkur hefur tekizt að læra af þessari lífsreynslu um uppbyggingu og þróun samfélags okkar að öðru leyti. Það kom í hlut Bolla Héðinssonar að fjalla um þann þátt málsins og hann gerði það svo vel að til fyrir- myndar var. Hann benti á að sjálftaka einstaklinga, sem blasti við á árunum fyrir Hrun sé komin aftur. Fyrirtækja„kúltúrinn“ hefði ekki breytzt, launakjör væru út úr öllu korti, allt væri þetta gert í boði lífeyris- sjóða, sem hefðu ekki samræmt stefnu sína í launa- málum stjórnenda fyrirtækja, sem sjóðir ættu ráðandi hluti í, stjórnir þeirra fyrirtækja væru leiksoppar stjórnenda þeirra. Hið sama ætti við um stjórnendur ríkisfyrirtækja, sem hefðu einfaldlega haft að engu skriflegar óskir þáverandi fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar. Eftir sæti almenningur með óbragð í munninum. Bolli lýsti þeirri skoðun, að þetta hefði gerzt vegna þess að áhrifamiklir aðilar vildu engu breyta. Almennir borgarar upplifðu þessa þróun þannig að lítið hefði ver- ið lært en miklu gleymt. Katrín Jakobsdóttir talaði tölu- vert um bankakerfið í sinni ræðu án þess að gefa skýra vísbend- ingu um hvert hún sjálf teldi að ætti að stefna. Það mátti skilja hana á þann veg að eins konar millileið í spurningunni um aðskilnað viðskipta- banka og fjárfestingarbanka væri vænlegur kostur eins og t.d. Bretar hafa kosið. Hún varpaði því líka fram hvort ríkið ætti að eiga einn banka alveg eða umtals- verðan hlut í fleiri bönkum. Því hefur verið haldið fram að miklar breytingar hafi verið gerðar á rekstrarumhverfi bankanna frá Hruni. Bolli Héðinsson benti á að þær breytingar á regluverki bankanna, sem gerðar hefðu verið, kæmu að verulegu leyti að utan og á þá væntanlega við tilskipanir frá ESB vegna EES en að litlu leyti fyrir okkar eigin tilverknað. Þessi tregða til breytinga á bankakerfinu kom strax fram í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur en ætla hefði mátt að slíkar breytingar hefðu verið eitt af fyrstu málum á dagskrá þeirrar ríkisstjórnar en svo varð ekki. Hins vegar er það örugglega rétt, sem fram kom hjá forsætisráðherra á fundinum, að á næstu árum mun öll bankastarfsemi gjörbreytast og þegar hér er komið sögu hljótum við í okkar ákvörðunum að taka mið af þeim breytingum. Kjarni málsins er þessi sem vel kom fram á þessum fundi: Það er ekki deilt um að efnahagsleg endurreisn Íslands hefur tekizt vel. Það er hins vegar jafn ljóst að ekki hefur tekizt að ná fram þeirri breytingu á gildis- mati sem Katrín Jakobsdóttir gerði að umtalsefni og á meðan svo er mun ekki draga úr óánægju almennings. Fólk skilur ekki af hverju launahækkanir fámenns hóps ljósmæðra geta sett efnahagskerfið á hvolf en launahækkanir fámenns hóp embættismanna og stjórn- málamanna hafi ekki sömu áhrif að mati stjórnenda lands og þjóðar. „Eftir situr almenningur með óbragð í munninum“ „Lítið lært en miklu gleymt“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Eistlendingar héldu snemma áþessu ári upp á að 100 ár eru liðin frá því að þeir urðu fullvalda. En þeir voru svo óheppnir að næstu nágrannar þeirra eru Þjóðverjar og Rússar. Þýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguðu þjóðina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var aðeins full- valda til 1940 og síðan aftur frá 1991. Ein magnaðasta bókin, sem sett hefur verið saman um örlög Eist- lands á tuttugustu öld, Grafir án krossa, er eftir skáldið Arved Viirla- id, sem var aðeins átján ára sumarið 1940, þegar Stalín lagði undir sig land hans. Gerðist Viirlaid „skógar- bróðir“ eins og þeir skæruliðar voru kallaðir, sem leyndust í skógum og börðust gegn kommúnistum. Eftir að Þjóðverjar ruddust inn í Eistland sumarið 1941 vildi Viirlaid ekki berjast með þeim svo að hann hélt til Finnlands og gekk í sérstaka eistneska hersveit innan finnska hersins sem barðist við Rauða her- inn í Framhaldsstríðinu svonefnda, sem Finnar háðu við Kremlverja 1941-1944. Eftir að Finnar sömdu um vopnahlé við Stalín var Viirlaid sendur heim. Þaðan tókst honum að flýja til Svíþjóðar og síðan Bret- lands en hann settist loks að í Kan- ada og lést árið 2015, 93 ára gamall. Grafir án krossa er heimilda- skáldsaga, sótt í reynslu Viirlaids sjálfs og félaga hans. Gamall skóg- arbróðir, Taavi Raudoja, snýr aftur til Eistlands 1944 eftir að hafa bar- ist í finnska hernum. Kremlverjar hafa þá aftur lagt landið undir sig. Hann er fangelsaður og reynir leynilögregla kommúnista að pynta hann til sagna um vopnabræður hans. Hann sleppur úr fangelsinu og gerist aftur skógarbróðir. Kona hans og sonur eru fangelsuð. Eftir ótrúlegar raunir gengur kona hans af vitinu. Leynilögreglan lætur hana lausa í því skyni að lokka Taavi í gildru. Það tekst ekki en bardagar halda áfram milli skógarbræðra og leynilögreglunnar uns Taavi ákveður að reyna að komast úr landi og segja umheiminum frá öll- um hinum nafnlausu fórnarlömbum kommúnista sem hvíla í gröfum án krossa. Bókin er fjörlega skrifuð og af djúpri þekkingu á aðstæðum. Inn í hana fléttast sögur um ást og hatur, svik og hugrekki. Hún er um þá val- þröng sem einstaklingar undir- okaðrar smáþjóðar standa frammi fyrir. Bækur Viirlaids voru strang- lega bannaðar á hernámsárunum í Eistlandi, allt til 1991. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Grafir án krossa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.