Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 33
bera móður sinni gott vitni. Nú skilur leiðir og við biðjum frænku okkar allrar blessunar og þökkum samfylgdina. Samúð okkar er hjá börnum hennar og afkomendum. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Lilja Hilmarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir. „Gía, hvort þykir þér meira vænt um bangsann eða ljósakrón- una?“ Við lágum saman uppi í hjónarúmi á Hringbraut 15, Anna fékk að gista og við vorum að bíða eftir að svefndrunginn kæmi yfir okkur. Spurning frænku minnar varð fleyg. Hún er til marks um sérstakt sjónarhorn sem Anna var alltaf með, frumleiki var orðaður svo blátt áfram að maður mátti hafa sig allan við að setja hluti í samhengi. Hún sagði það sem hún hugsaði, var hreinlynd, góð, áhuga- söm um allt og alla og meiddi eng- an. Það var einstaklega gott og áreynslulaust að vera nálægt henni Önnu frænku minni. Nema ef mað- ur gerði henni órétt. Eins og einu sinni þegar við sátum í Hafnar- fjarðarbíói með sameiginlegan sæl- gætispoka og ég bar upp á hana að hafa tekið sér aukalega. Hneyksl- isviðbrögðin glumdu um allan bíó- salinn og ég mátti skammast mín ofan í tær. Anna var heil á alla kanta. Og var alltaf einhvern veginn að finna út úr hlutum á sinn hátt. Maður virti hana og bar elsku í brjósti til hennar alla tíð. Eins og þegar hún var búin að styðja Svenna sinn í bú- fræðináminu með því að setja sam- an heilt safn af þurrkuðum plöntum svo hann gæti skilað inn sem verkefni í skólanum. Hún sýndi mér afraksturinn í einhverri heimsókninni, alltaf sama látleysið, í mínum huga afrek. Og svo eign- aðist hún falleg og mannvænleg börn, maður fylgdist með henni úr fjarlægð í gegnum árin, en þegar við hittumst var eins og enginn tími væri í milli. Við vorum systradætur. Það var hátíð í hvert skipti sem ég fékk að heimsækja þær Önnu og Auði syst- ur hennar. Þær fögnuðu mér svo fölskvalaust. Ég finn enn fyrir hlýj- unni í hjartanu þegar ég hugsa um fallegu brosmildu glókollana, ið- andi af gleði og tilhlökkun þegar ég kom í Laufásinn. Og alltaf að segja frá einhverju spennandi. Eins og til dæmis þegar þær ultu hvor á eftir annarri aftur úr Trabanti pabba síns á fullri ferð í miðri Reykjavík – ætluðu rétt að opna dyrnar. Hvaðeina sem tengist minningu þeirra systra er bjart og ástúðlegt. Það var gott að eiga Önnu fyrir frænku og geta alla ævi ávarpað hana umbúðalaust. Núna er hún horfin. Ég sakna hennar. Ef ein- hver fær góðar móttökur á himn- um, þá er það elsku Anna mín. Ég votta börnum hennar og öðrum ættingjum mína innilegustu sam- úð. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Fjórar ungar vinkonur lögðu af stað í berjamó og þóttust tala sam- an á útlensku með því að bulla ein- hverja þvælu. Móinn var við túnfót- inn og við áttum oft leið út í móa en þar var líka álfasteinn sem í bjuggu álfar. Þar sátum við vinkonurnar stundum saman með nesti og nut- um þess að lifa í núinu. Við gengum saman í skóla í Garðahreppi, sem síðar varð Garðabær og eftir barnaskólann áttum við saman skemmtileg unglingsár. Þá flutti Anna á Selfoss og bjó með Svenna sínum og dótturinni Soffíu í Þorleifskoti. Þó kotið væri lítið var samt pláss fyrir vinkon- urnar úr bænum að gista eftir sveitaball. Svo stækkaði fjölskyld- an þegar synirnir þrír, Knútur, Bjarni og Sölvi, bættust við og þá þurfti stærra hús, svona eins og gengur, og svo voru það hestarnir. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Önnu, alltaf eitthvað um að vera, eitthvað um að tala eða eitthvað um að hugsa. Það var allt- af eitthvað framundan. Anna var skemmtileg og hress og átti marga vini og kunningja. Hún var alltaf vel til höfð og snyrti- leg. Trygglynd, hreinskilin, dugleg og ósérhlífin sinnti hún sínu af alúð, bæði heima og í vinnu, stolt af börnunum sínum og fjölskyldunni, fallega garðinum og myndarlegu heimilinu. Við tengdumst ungar vináttu- böndum og þó stundum liði langur tími milli samfunda var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það var bara eitthvað sem myndaðist í æsku, eitthvað sem við áttum sam- an og hélt okkur saman. Við eign- uðumst góðar minningar og bjugg- umst sjálfsagt við að þeim mundi halda áfram að fjölga. En Anna veiktist. Í rúmt ár glímdi hún við krabbamein og nú höfum við misst Önnu, elsku vin- konu okkar. Þrjár vinkonur, nýkomnar af dánarbeði vinkonu sinnar, sátu sorgmæddar við kaffibolla og reyndu að hugga sig við minning- arnar, sem allt í einu voru svo ótrú- lega mikils virði. Við rifjuðum upp æsku- og ung- lingsárin sem var skemmtilegur tími í góðum og stórum vinahópi. Við rifjuðum upp síðustu ár og síð- asta ár og síðasta skiptið sem við hittumst heima hjá Önnu, fyrir mánuði síðan. Hún var kát og leit vel út, var á leiðinni til Berlínar með Ídu systur sinni og ætlaði að kaupa sér nýjan bíl þegar hún kæmi heim. Anna var svo skynsöm og dug- leg þetta síðasta ár. Lifði í núinu, var róleg og hugsaði ekki um dauð- ann. Þetta einsetti hún sér í veik- indum sínum. Það er sárt að kveðja Önnu á besta aldri en minningin um hana lifir í hjörtum okkar og hún verður alltaf ljósið í vinkvennahópnum. Börnum hennar Soffíu, Knúti, Bjarna og Sölva sendum við inni- legar samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa þeim styrk. Hrafnhildur, Gunnhildur og Þuríður. Það er skrýtið að skrifa kveðju- orð um hann Önnu eftir að hafa unnið með henni í yfir 30 ár. Ætli við höfum ekki byrjað að vinna saman árið 1985 eða 1986 hjá Sam- vinnubankanum. Tökum við kannski vinnufélögunum eins og sjálfsögðum hlut? Spáum við mikið í hverja við umgöngumst mest á lífsleiðinni. Ekki gætum við verið ólíkari sem persónur, hún með sitt skipulag en ég þessi týpa með allt út um allt skipulag. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Þessi tvö erindi eftir Tómas Guðmundsson finnst mér passa vel við hugsanir mínar undarfarna daga. Við Biggi minn sendum Soffíu, Knúti, Bjarna, Sölva og fjöl- skyldum þeirra okkar samúðar- kveðjur. Hún Anna mun lifa áfram í huga okkar. Margrét (Magga). Kynni okkar Önnu hófust er hún kom til starfa í Samvinnubankan- um á Selfossi á öndverðum níuunda áratug síðustu aldar. Vinnustaður- inn var lítill og starfsfólkið frekar ungt að árum og kom hvert úr sinni áttinni. Flestir voru á fyrri hluta starfsferils síns. Anna var ein af þeim. Hún kom mér fyrir sjónir sem hæglát og traust en gat verið föst fyrir ef því var að skipta. Ungu starfsfólki fylgir gjarnan gáski og ýmislegt var haft fyrir stafni ann- að en að sinna hinu daglega starfi. Anna var gjarnan tilkippileg ef eitthvað stóð til. Hún var glettin og góður félagi. Ég held að hún hafi verið gömul sál og við áttum ýmislegt sameiginlegt. Áhugi á hí- býlum og gömlum munum sam- einaði okkur og hún var blóma- kona. Bútasaumur og hestamennska voru líka hennar ær og kýr. Leiðir okkar á vinnustaðnum skildu um tíma en lágu aftur saman er Anna hóf störf hjá Landsbankanum á Selfossi, þá sem húsvörður. Ef undirritaðri hefur stundum dvalist um of í kjallaranum þá eru líkur á því að Anna hafi orðið á veginum og við tekið saman tal um garða og gróður og matarupp- skriftir. Ekki er útilokað að eins og ein glettin saga hafi fylgt með. Á síðustu árum hittumst við af og til. Hún bar sig gjarnan vel þótt á móti blési. Anna fór allt of snemma. Hún var enn að störfum er hinn óvel- komni gestur gerði sig heima- kominn. Hún uppskar ekki að setjast í helgan stein og njóta afraksturs hins daglega amsturs. Vonandi eru grundirnar grónar og blómst- ur frítt í sumarlandinu. Ég þakka Önnu samfylgdina. Aðstandend- um öllum votta ég samúð mína. Svanhvít Hermannsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDGEIR SIGURÐSSON húsasmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 3. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks á deild 3E, Sóltúni. Sigríður Björnsdóttir Bergþóra Oddgeirsdóttir Birna Oddgeirsdóttir Matthías Oddgeirsson Guðbjörg Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT ÖRN ÓLAFSSON, Lóulandi 6, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. apríl klukkan 13. Guðbjörg Þrúður Gísladóttir Dagmar Róbertsdóttir Ólafur Rikharð Róbertsson Halldóra Jóna Sigurðardóttir Ellen Dóra Guðbjargardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURBJÖRN HLÖÐVER ÓLAFSSON stýrimaður, Ásbraut 13, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 4. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. apríl klukkan 13. Sigurlaug Sigurðardóttir Ómar Sigurbjörnsson Kenný Aðalheiður Heiðar Sigurbjörnsson Rósa Björk Högnadóttir Oddur F. Sigurbjörnsson Unnur Runólfsdóttir Sigurður Þorsteinsson Sigurborg Sigurðardóttir Guðlaug U. Þorsteinsdóttir Ragnheiður E. Þorsteinsd. Pétur Már Ólafsson Ólafur Þór Þorsteinsson börn, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir minn og afi, ÞORSTEINN HJARTARSON, Boðaþingi 12, lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. apríl. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 13. Guðrún Einarsdóttir Rúna Björk Þorsteinsdóttir Þorfinnur Guttormsson Guðrún Embla Eiríksdóttir Ástkær faðir okkar og afi, ÁRNI EDWINS framkvæmdastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 5. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 13. Kristmann Árnason Edwin Árnason Árni Geir Árnason og barnabörn Okkar ástkæri HÉÐINN SVEINSSON lést miðvikudaginn 11. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Systkini hins látna Jón, Loftur, Rannveig, Olga, Páll Þór Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFNIR HELGASON, lést 10. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju 23. apríl klukkan 15. Birna Stefnisdóttir Aðalsteinn Steinþórsson Brynja Sif Stefnisdóttir Agnar Strandberg Sigurður Hrafn Stefnisson Hekla Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ÞÓRHALLSSON frá Botni í Fjörðum, til heimilis að Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. apríl. Útför hans verður auglýst síðar. Ragnhildur Pála Tómasdóttir Sveinn Áki Sverrisson Guðni Þórhallur Tómasson Þórdís Þórðardóttir Guðlaugur Ómar Tómasson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENNI RAGNAR ÓLASON, Böðvarsgötu 8, Borgarnesi, lést á sjúkrahúsi á Spáni laugardaginn 7. apríl. Aðalbjörg Stella Ólafsdóttir Áslaug Þorvaldsdóttir Rósa Jennadóttir Guðmundur F. Guðumundss. Birna Guðrún Jennadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR, Sigga, Miðnestorgi 3, Sandgerði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 20. apríl klukkan 14. Geir Sigurlíni Geirmundsson Regína Geirsdóttir Haukur Georgsson Hrafnhildur Geirsdóttir Ottó Þormar Sæunn Geirsdóttir Sigurpáll Sigurbjörnsson Guðrún Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.