Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 36

Morgunblaðið - 14.04.2018, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 ✝ María Ólafs-dóttir fæddist í Tröð í Bolungarvík 16. janúar 1932. Hún lést 4. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólafur Hálfdánar- son, f. 4.8. 1891, d. 1973, og María Rögnvaldsdóttir, f. 13.1. 1891, d. 1989. María og Ólafur eignuðust 15 börn, 12 voru tvíburar og þrjú einburar. Systkini Maríu eru Ósk, f. 1916, d. 2010; Guðrún, f. 1917, d. 2009; Karítas, f. 1919, d. 1919; Einar, f. 1919, d. 2010; Kristín, f. 1920, d. 2009; Rögnvaldur, f. 1920, d. 1964; Lilja, f. 1922, d. 2009; Fjóla, f. 1922; Jónatan, f. 1925; Helga Svana, f. 1926; Hálfdán, f. 1926, d. 1999; Halldóra, f. 1928, d. 2013; Haukur, f. 1928, d. 2014; Ólafur Daði, f. 1932, d. Bjarnason. 3) Eyrún Gunnars- dóttir, f. 31.10. 1956, d. 17.6. 1987, maki Jón Guðni Guð- mundsson. Börn a) Linda, sam- býlismaður Kristján Óttar Ey- mundsson. b) Guðmundur Bjarni, sambýliskona Margrét Jómundsdóttir. c) Gunnar Már, sambýliskona Harpa Sjöfn Friðfinnsdóttir. 4) Egill Gunn- arsson, f. 24.2. 1963. 5) Hjálm- ar Gunnarsson, f. 6.12. 1966, sambýliskona Linda Björk Friðgeirsdóttir. Börn þeirra: Hugrún María Júl, Friðgeir Ísak Júl og Ásgeir Kári Júl. Fyrir á Hjálmar Guðrúnu Svölu, sambýlismaður Bjarki Friðriksson, Egil Steinar, sam- býliskona Sigrún Lísa Torfa- dóttir og Eyrúnu. Barnabarnabörnin eru 20. María og Gunnar Júl bjuggu allan sinn búskap í Bolungar- vík, lengst af í Völusteinsstræti 6 þar til þau fluttu í Aðalstræti 22 í Bolungarvík. Útför Maríu fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 14. apríl 2018, og hefst athöfn- in klukkan 14. 1992. Fósturbróðir, alinn upp hjá Ólafi og Maríu, var Ár- mann Leifsson, f. 1937, d. 2006. María giftist 25. september 1955 Gunnari Júl Egils- syni, f. 4. mars 1933. Börn þeirra eru: 1) Björk Gunnarsdóttir, f. 30.9. 1952, maki Matthías Kristinsson, d. 2016. Sambýlismaður Bjarkar er Rafn Þorvaldsson. Börn a) Dagrún, maki Kristján Örn Helgason. b) Guðný, sambýlis- maður Jakob Pálsson. c) Stein- unn, maki Karl Ingi Karlsson. d) Gunnar Júl. 2) Margrét Gunnarsdóttir, f. 10.8. 1955, maki Ásgeir Sólbergsson. Börn a) María, maki Reynir Hjálm- arsson. b) Sólberg, maki Haf- rún Guðmundsdóttir. c) Eyrún, sambýlismaður Elvar Þór Í dag kveðjum við tengdamóð- ur mína, Maríu Ólafsdóttur frá Bolungavík, og á þessari stundu er mér þakklæti efst í huga. María var glaðvær og skemmtileg heim að sækja. Á slíkum tímamótum leitar hugurinn til liðinna gleði- stunda. Má þar nefna jólaboðin, afmælin og síðast en ekki síst heimsóknirnar yfir holtið þegar Gunnar tók fram „stígvélið“, setti í það, við sungum og höfðum gam- an af lífinu. Ekki er hægt að sjá fyrir í dag hvernig berjasprettan verður í Hestfirðinum í sumar en eitt er víst að hvernig sem allt veltist veit ég að þú munt koma við þar og ef ég verð á ferðinni mun ég huga að hvort þig sé ein- hvers staðar að finna. Allavega veit ég að andi þinn svífur yfir Réttareyrinni. Kæra Maja, ég þakka þér fyrir að hafa átt þig að, þegar Eyrún mín og dóttir þín veiktist og dó tæpum átta mánuðum seinna, þrjú börn; eins árs, sex og níu ára, hvað blasir við? Jú, þegar neyðin er stærst er hjálpin oftast næst og það sýnduð þið Gunnar svo sann- arlega við þær aðstæður. Þú breiddir þig yfir mig og börnin mín af hlýju og gerðir okkur kleift að vera áfram saman heima á H16 sem fjölskylda. Ekki má gleymast að þú varst á sama tíma að vinna úr þinni sorg sem ég veit að var þér mjög þung. Ekki léstu þar við sitja heldur tókst þú að þér að vera amma hennar Sigríðar Magneu okkar Guju frá því daginn sem hún fæddist og áttir í henni hvert bein ásamt öllum stóru systrum hennar. Nú hefur þú kvatt og er ég full- ur þakklætis fyrir að hafa átt þig að sem tengdamóður, vin og ekki síst ömmu barnanna og barna- barnanna minna, Majamma mun lifa áfram með þeim um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt, minning þín mun vera ljós í lífi okkar. Þinn tengdasonur Jón Guðni. Mig langar að minnast móður- systur minnar, Maríu Ólafsdóttur eða Mæju eins og hún var ávallt kölluð. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Bergi 4. apríl síðastlið- inn eftir erfið veikindi síðustu ára. Kletturinn í lífi hennar og lífsföru- nautur, Gunnar Júl Egilsson, var stoð hennar og stytta og sat yfir henni þar til yfir lauk. Það var ein- staklega fallegt samband milli þeirra hjóna og voru þau mjög samhent og ber sælureiturinn í Hestfirði þess merki. Á Réttar- eyri dvöldu þau yfirleitt frá júní og fram í september og undu sér mjög vel. Mæja var liðtæk í félagsstarfi Kvenfélagsins Brautin í Bolungarvík og lék í mörgum leik- ritum og sögn gamanvísur við ým- is tækifæri svo sem á ættarmót- um. Í júlí 2016 var síðast haldið ættarmót hjá okkur í Bolungarvík og var Mæja leiðsögumaður um staðinn og fór létt með það. Mæja og Gunnar voru mjög liðtæk með spil í höndum og oft var spilaður Rakki eftir matinn . Ég var þeirr- ar ánægju aðnjótandi að gista nokkrum sinnum hjá þeim hjón- um í sælureitnum þeirra og leið mér óvíða betur og vil ég þakka fyrir það. Elsku Gunnar og fjölskylda, ég votta ykkur mínar dýpstu samúð. Minning mín um elskulega frænku lifir í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín frænka Sólveig (Solla). Bolungavík á sjötta áratug síð- ustu aldar var eins og fyrirheitna landið, eilíf sól og við börnin lék- um okkur áhyggjulaus sumar sem vetur. Í minningunni er Bolunga- vík og Bolvíkingar æskuáranna einstök heild, en Vitastígurinn var okkar svæði og þar áttum við okk- ar nánustu ættingja og vini. Mæja frænka, systir mömmu og Gunnar bróðir pabba og við börnin í hópn- um vorum eins og ein stór fjöl- skylda. Samband foreldra okkar var einstakt og einkenndist af virðingu, kærleika og samvinnu. Þessir góðu tímar gleymast ekki þó að hópurinn hafi dreifst um veröldina og tengslin hafa alltaf haldist þó að teygst hafi á böndunum í erli daganna. Mæja frænka sem við kveðjum í dag var hæglát og yfirveguð, laus við tilgerð og sýndar- mennsku, en hún var einstaklega hlý og gefandi og eftir að við systkinin urðum fullorðin hafa tengslin við hana og Gunnar styrkst og vaxið. Þau hjónin hafa í rauninni dýpkað og mótað þann vinskap og væntumþykju sem við börnin ræktuðum með okkur í æsku og gefið okkur margar ógleymanlegar samverustundir, sem við erum mjög þakklát fyrir. Mæja hafði einstakt lag á því að gera hverja heimsókn að persónu- legri upplifun, sagði skemmtilega frá og í gegnum hana héldum við mun betri tengslum við frænd- systkinin en ella hefði orðið. Hún fylgdist af áhuga með þroska og vexti barna okkar og heimsóknir til þeirra Gunnars á Réttareyrina í Hestfirði voru börnunum alltaf spennandi tilhlökkunarefni, enda ævintýri að hlusta á þau lýsa fjöl- breyttu lífi Inndjúpsins og upplifa náttúruna og dýralífið með þeirra augum. Það er þroskandi að eiga minn- ingar um gott fólk og Mæja frænka lifir með okkur og fjöl- breyttar minningar um hana, hlýja og gleðja á tregastund. Við kveðjum Maríu Ólafsdóttur frænku okkar og vin með djúpum söknuði og vottum Gunnari og öll- um afkomendum okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd okkar systkinanna, Egill. María Ólafsdóttir ✝ Oddgeir Sig-urðsson fædd- ist á Lindargötu 36 í Reykjavík 7. febr- úar 1932. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 3. apríl 2018. Foreldrar hans voru Sigurður Hall- dórsson frá Gegnis- hólaparti í Gaul- verjabæjarhreppi, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 11. ágúst 1894, d. 16. mars 1978, og Marólína Guðrún Er- lendsdóttir, húsmóðir frá Hópi í Grindavík, f. 13. nóvember 1900, 1953, Birnu, f. 6. janúar 1958, og Matthías, f. 5. september 1960. Barnabörn Oddgeirs og Sigríð- ar eru sjö, sem og barnabarna- börnin. Hann byggði sér og fjöl- skyldu sinni reisulegt hús í Geit- landi í Fossvogi og sumarhús við Laugarvatn. Sem ungur maður stundaði hann skíðaíþróttina af kappi og fór ófáar ferðir í skíða- skála Vals við Kolviðarhól en Oddgeir var alla tíð mikill stuðningsmaður Vals. Oddgeir lauk sveinsprófi hjá Magnúsi Bergsteinssyni húsa- smíðameistara og kom að bygg- ingu margra húsa í Reykjavík. Oddgeir hóf störf hjá Skeljungi árið 1974 og starfaði þar lengst- an hluta starfsævinnar, þangað til hann lét af störfum árið 2002, sjötugur að aldri. Útför Oddgeirs fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. d. 23. maí 1973. Oddgeir var næstyngstur sex systkina. Þau eru Elín Svava, f. 1920, d. 2010, Halldór Grétar, f. 1921, d. 1982, Erlendur, f. 1924, d. 1995, og Jóna Lísbet, f. 1925, d. 2015. Eftirlifandi systir Oddgeirs er Margrét, f. 1944. Hinn 4. ágúst 1956 giftist Oddgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Björnsdóttur, f. 6. apríl 1935. Þau eignuðust þrjú börn: Bergþóru, f. 1. desember Elskulegi faðir minn, þú varst svo mikill ljúflingur, svo glaður og hafðir svo góðan húmor fyrir lífinu og sjálfum þér þrátt fyrir að þú værir orðinn heilsulítill og búinn að missa bæði sjón og heyrn. Það er ekki lengra síðan en um páskana fyrir ári að við vorum öll uppi í bústaðnum sem þú byggðir um árið á Laugar- vatni og tókum göngutúr út að horni, þú varst svo duglegur. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur og byggðir okkur öruggt heimili og fallegt sumarhús þar sem allir voru alltaf velkomnir. Okkur Braga fannst svo gott að koma og gista á hótel Geitlandi, eins og Bragi kallaði það, heimili mömmu og pabba, því þar vorum við alltaf velkomin. Það var ekki síðra að koma í bústaðinn á Laug- arvatni, þar var alltaf tekið vel á móti okkur líka. Ég á góðar minningar frá heimsóknum ykk- ar mömmu austur á Höfn, okkur fannst gaman að fara í Lónið og þar var oft líf og fjör. Elsku pabbi minn, það eru margar góðar minningarnar sem ég á um þig og geymi í hjarta mínu. Ég fer varlega elsku pabbi. Þín dóttir, Birna. Elsku pabbi minn, það er með djúpum söknuði sem ég kveð þig. Minningar streyma fram og allar eru þær ljúfar og fullar af kær- leika til þín. Trúfesti, hjálpsemi og umfram allt kærleikur og um- hyggja sem alla tíð fylgdu þér eru þær minningar sem ég á um þig. Ég hef notið þeirrar blessunar að hafa haft þig mér við hlið allt mitt líf, sem er mín gæfa. Þitt ævistarf var að hlúa að okkur, byggja okk- ur öllum hreiður þar sem við vor- um öll saman komin, hvort sem það voru börnin þín eða svo seinna barnabörn og langafa- börn. Þú og mamma voruð eitt enda voruð þig kölluð SísíogOdd- geir í einu orði þegar talað var um ykkar. Þið voruð saman í yfir 65 ár og líf ykkar endurspeglaðist af kærleika og umhyggju til allra afkomenda ykkar, vina og vanda- manna. Heimilið ykkar stóð opið öllum sem til ykkar leituðu. Elsku pabbi, ég vil þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína, hvort sem það var í vel- gengni eða mótlæti, og þegar vindar blésu sem mest hélst þú utan um mig og börnin mín. Þó að aðdragandinn hafi verið langur og okkur hafi verið ljóst hvert stefndi verður kveðjustundin alltaf erfið. Að sinni skiljast leið- ir, elsku pabbi, og söknuður og sorg sitja eftir en minningin um þig er full af kærleika og hlýju. Elsku mamma, sem alltaf hefur verið til staðar fyrir þig og okkur öll, við verðum til staðar fyrir þig. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (höf. ók.) Elsku pabbi minn, nú kveðj- umst við í bili en minning um þig verður alltaf hjá mér. Þín Bergþóra. Elsku afi minn. Í gegnum árin hefur þú staðið sem klettur við hlið okkar allra og ávallt verið til staðar þó svo þú hafir aldrei þurft að láta mikið fyrir því hafa. Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti fyrir öll árin og allar stundirnar sem ég hef fengið að eyða með ykkur ömmu. Þau ár sem ég bjó hjá ykkur sitja í minn- ingunni þar sem þú sýndir mér stuðning og stolt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, sama hversu lítið það var. Takk fyrir þolinmæðina í gegnum árin, hvort sem það var þegar þú varst að kenna mér kap- al sem lítilli stúlku eða beiðst ófá- ar stundirnar úti í bíl þegar þú varst að skutla mér hingað og þangað á unglingsárunum. Takk fyrir að hafa opnað heimilið ykk- ar ömmu í gegnum tíðina líkt og það væri mitt eigið og takk fyrir kærleikann og hlýju faðmlögin sem þú hefur gefið mér frá því ég var lítil stúlka. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sjáumst hinum megin. Þitt barnabarn, Sigríður Rakel. Elsku besti afi í öllum heim- inum. Þakklæti er mér ofarlega í huga, þakklæti yfir því að nú ertu frjáls frá sársauka og kvöl og þakklæti fyrir allt sem þú varst og kenndir mér. Kærleikur, húm- or og tryggð. Þú og amma eruð svo sterkar og góðar fyrir- myndir. Það voru forréttindi að fá að alast svona mikið upp hjá ykkur eins og raun var. Alltaf stóð faðmur ykkar og skjól opið öllum þeim sem á þurftu að halda. En þú varst ekki bara afi minn heldur varstu líka föður- ímynd mín í svo mörg ár, ég var í raun eins og fjórða barnið ykkar ömmu sem þvældist alls staðar með. Ég man nú ekki mikið eftir árunum fyrir grunnskólann en mikið var það erfitt að flytja burt frá ykkur sjö ára og á Höfn með mömmu en öll sumur fékk ég að fara heim í Geitlandið til ömmu og afa og þegar ég varð rúmlega unglingur pakkaði ég saman og flutti aftur til ömmu og afa. Þú vannst mikið alla tíð og eina ferðina sem þú komst á Höfn á stóra bílnum man ég að mér lá svo á að hlaupa til þín að ég hljóp á hurðina og fékk væna kúlu en það skipti engu máli því afi var kominn. Ég gleymi aldrei bílferðunum á Akranes eða í sumarbústaðinn á Laugarvatni þegar þú laumaðir einum beiskum í lófann á mér til að stytta ferðina. Á Laugarvatni fannst mér tilveran svo ævintýra- leg, þar gat ég dundað mér tím- unum saman og gleymdi algjör- lega stund og stað, þar fórum við líka oft í gömlu gufuna og stund- um fékk ég ís áður en við fórum aftur upp í bústað. Þú varst alltaf svo þolinmóður að við gátum spil- að olsen olsen endalaust og það sem þú þoldir að hafa mig ráfandi í kringum þig þegar þú varst að dytta að hinu eða þessu. Það er mér því ómetanlegt að hafa keypt bústaðinn af ykkur ömmu með Rúnari, þú varst svo ánægður að við keyptum hann, að hann hélst innan fjölskyldunnar og að Rún- ar sem er svo handlaginn og dug- legur að laga og bæta myndi hugsa vel um hann, húsið og land- ið var þér svo kært, enda byggðir þú það sjálfur. Það síðasta sem þú sagðir við Rúnar var að þú myndir koma beint upp í bústað, að hann yrði að sætta sig við að hafa þig þar og það gerum við svo sannarlega elsku afi. Þær eru margar minningarnar sem fljúga í gegnum hugann og ennþá fleiri munu eflaust rifjast upp næstu daga og mánuði, þú varst svo góður, alltaf svo góður. Takk fyrir allt og allt elsku afi minn, ég fer varlega og passa ömmu. Þín afastelpa, Heiða. Oddgeir Sigurðsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR M. KÁRADÓTTUR, Víkurbraut 26, Höfn, Hornafirði. Halldór Kári Ævarsson Björn Jón Ævarsson Steinar Már Ævarsson Ævar Rafn Ævarsson og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför FRIÐRIKS SIGURLÍNA FRIÐRIKSSONAR húsgagnasmíðameistara frá Húsatúni, Látrum í Aðalvík, Lindasmára 95, Kópavogi. Anna Þorbjörg Jónsdóttir Ingveldur K. Friðriksdóttir Friðrik Ari Friðriksson Sigurjón H. Friðriksson Dóra E. Sigurjónsdóttir barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.