Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 39
islegan vin. Hún var alltaf til
staðar og aldrei stóð á því að
hún gæfi okkur tíma. Fjöl-
skyldan minnist hennar með
söknuði og kærleika.
Mamma, ég veit að þú varst
ekki tilbúin að fara. Þú glímdir
við erfiðan sjúkdóm síðustu
æviárin. Sjúkdómurinn tók á
sig nýja mynd fyrir um mánuði
✝ Erla Haf-steinsdóttir
fæddist á Gunn-
steinsstöðum í
Langadal 25. febr-
úar 1939. Hún and-
aðist á Landspítal-
anum 8. apríl 2018.
Foreldrar hennar
voru Pétur Haf-
steinn Pétursson,
bóndi á Gunn-
steinsstöðum, f. 14.
jan. 1886, d. 28. ágúst 1961, og
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir,
f. 15. sept. 1901, d. 11. ágúst
1974. Systkini Erlu voru Pétur,
f. 13. mars 1924, d. 9. okt. 1987,
kvæntur Gerði Aðalbjörns-
dóttur, f. 6. okt. 1932, d. 12. júní
2007, Fríða Margrét, f. 21. sept.
1933, d. 7. nóv. 2005, gift Kjart-
ani Ásmundssyni, f. 8. apríl
1946, Anna Sigurbjörg, f. 9. jan-
úar 1935, d. 2. des. 2003, Magn-
ús Gunnsteinn, f. 27. maí 1941,
d. 30. apríl 1995, og Stefán, f. 24.
des. 1943.
Hinn 15. júní 1958 giftist Erla
Friðriki Björnssyni, f. 8. júní
1928, d. 3. jan. 2007. Foreldrar
hans voru Björn Jónsson, f. 15.
nóv. 1904, d. 18. feb. 1991, og
Sigþrúður Friðriksdóttir, f. 28.
30. sept. 1972, kvæntur Hörpu
Hrund Hafsteinsdóttur, f. 24.
apríl 1975. Börn þeirra eru: 5a)
Friðrik Snær, f. 1. ágúst 2001,
5b) Hafsteinn Máni, f. 24. júlí
2003, og 5c) Birta Lind, f. 27.
mars 2012. Barnabarnabörnin
eru ellefu talsins.
Erla ólst upp í stórum systk-
inahóp á Gunnsteinsstöðum í
Langadal. Hún tók landspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri.
Árið 1958 giftist hún Friðriki og
flutti þá að Gili í Svartárdal og
bjó þar til æviloka.
Árið 1982 var hún kjörin
fyrsti og eini kvenoddviti Ból-
staðarhlíðarhrepps og á tíma
hennar sem oddviti þurfti hún
meðal annars að takast á við
uppbyggingu Blönduvirkjunar
og landuppgræðslu. Hún tók
alla tíð virkan þátt í starfi Kven-
félags Bólstaðarhlíðarhrepps og
gegndi þar öllum stjórnunar-
stöðum. Auk þess sat hún í
mörgum öðrum stjórnum og
nefndum, meðal annars í upp-
rekstrarfélagi Eyvindar-
staðaheiðar, veiðifélagi Blöndu
og Svartár og var fjallskilastjóri
Bólstaðarhlíðarhrepps. Erla
hlaut einnig viðurkenningu fyr-
ir áratuga starf í þágu skóg-
ræktar frá Skógræktarfélagi Ís-
lands.
Útför Erlu fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 14. apríl
2018, og hefst athöfnin klukkan
16. Jarðsett verður í heimagraf-
reit á Gunnsteinsstöðum.
nóv. 1903, d. 16. júní
2002. Erla og Frið-
rik eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1)
Örn, f. 12. jan. 1959,
kvæntur Hólmfríði
Rögnvaldsdóttur, f.
19. nóv 1959. Synir
þeirra eru: 1a)
Björn Stefán, f. 3.
sept. 1992, og 1b)
Ægir Örn, f. 3. jan.
1995. Dóttir Hólm-
fríðar er Hrafnhildur Ása Ein-
arsdóttir, f. 29. apríl 1976. 2)
Guðríður Erla, f. 31. jan. 1960,
gift Jóni Halli Péturssyni, f. 20.
apríl 1959. Dætur þeirra eru:
2a) Guðrún Margrét, f. 5. ágúst
1991, og 2b) Auður Anna, f. 31.
ágúst 1993. 3) Hafrún, f. 28. des.
1961, sambýlismaður Gauti
Höskuldsson, f. 26. ágúst 1961.
Synir þeirra eru: 3a) Óðinn, f.
12. apríl 1982, og 3b) Friðrik
Freyr, f. 27. nóv. 1986. 4) Sig-
þrúður, f. 24. apríl 1964, sam-
býlismaður Guðmundur Guð-
brandsson, f. 12. apríl 1960.
Dætur þeirra eru: 4a) Erla Rún,
f. 9. júní 1989, og 4b) Friðrún
Fanný, f. 6. okt. 1996. Sonur
Guðmundar er Lárus Kristinn, f.
8. mars 1984. 5) Björn Grétar, f.
Elsku mamma.
Það er með tár í augum og
sorg í hjarta sem ég rita þessi
orð til þín. Það er ekki auðvelt
að kveðja móður sína óháð aldri
og aðstæðum. Mamma er óneit-
anlega fyrsta ást allra.
Síðastliðnar vikur og mán-
uðir voru þér erfiðir en þú
barðist hetjulega allt til enda.
Við systkinin áttum góða
æsku hjá þér og pabba. Við
höfðum frelsi til þess að þrosk-
ast og dafna en þið brýnduð
einnig fyrir okkur að standa
okkur vel í hverju sem við
tækjum okkur fyrir hendur.
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann á þess-
ari stundu. Þær einkennast af
mannfjöldanum heima á Gili.
Þú varst orðin þriggja barna
móðir 22 ára sem er meira en
flestir takast á við á lífsleiðinni.
Fleiri voru þó alltaf velkomnir
á Gil og þú kvartaðir aldrei
þótt þú hafir eflaust oft verið
uppgefin. Æskan var lituð af
ærslagangi, gleði og stundum
líka sorgum. Þetta er lífs-
reynsla sem gerði mig að þeim
einstaklingi sem ég er í dag.
Þú varst sú stoð sem við öll
gátum reitt okkur á en nú er sú
stoð farin og við verðum að
reiða okkur hvert á annað eins
og þú vildir. Það að standa
saman sem fjölskylda var þér
alltaf mikilvægt og það munum
við gera.
Þrátt fyrir miklar annir inn-
an heimilisins var stór hluti
starfsferils þíns utan þess.
Kennslustörf og sveitarstjórn-
arstörf fórust þér vel úr hendi.
Eftir að pabbi féll frá fyrir
ellefu árum var Sissú þín helsta
stoð í öllu því daglega amstri
sem fylgir búskapnum. Sér-
staklega síðustu árin þegar
heilsu þinni fór að hraka var
hún þér ómetanleg sem dóttir,
vinur og félagi. Hvíl þú í friði.
Þín dóttir,
Hafrún.
Mamma hafði mikil áhrif á
mig og allt mitt líf. Henni þótti
afar vænt um fólkið sitt og var
mikið í mun að öllum liði vel.
Stundirnar við eldhúsborðið á
Gili munu seint gleymast. Þar
var enginn að flýta sér og mál-
efnin rædd í þaula. Oftar en
ekki var gripið í spil enda höfð-
um við fjölskyldan unun af því
að spila brids. Þessar nærveru-
stundir voru mömmu og fjöl-
skyldunni mikilvægar. Þær
sköpuðu samheldni og góðar
minningar sem munu lifa með
okkur.
Mamma var hlýr persónu-
leiki sem kallaði fram það besta
í þeim sem hún umgekkst. Hún
kenndi okkur margt og var góð
fyrirmynd. Hlustaði ávallt af
athygli og var okkar stoð og
stytta fram á síðasta dag. Fjöl-
skyldan var alltaf í fyrsta sæti
og umvafði hún okkur ást og
umhyggju eins og henni einni
var lagið.
Á heimilinu hjá mömmu voru
allir velkomnir og ávallt tekið
vel á móti þeim sem komu til
lengri eða skemmri dvalar.
Þegar gesti bar að garði voru
þeir teknir fram yfir þau verk-
efni sem biðu sem sýnir þá for-
gangsröðun sem hún vildi hafa.
Mikið var um að ættingjar og
vinir kæmu og dveldu hjá okk-
ur og var alltaf húsaskjól og
þjónusta fyrir alla þá sem
þurftu á því að halda. Allir voru
velkomnir.
Ævistarfið helgaði mamma
heimilinu, sveitinni og landinu
okkar. Hennar draumur var að
sveitir landsins og það góða
starf sem þar er unnið nyti
sannmælis í þjóðfélaginu. Erla
vildi halda landinu okkar í
byggð, náttúrunni óspilltri og
horfði til framtíðar. Hún átti þá
ósk heitasta að jafnrétti ríkti, á
öllum sviðum, í landinu okkar
og heiminum öllum.
Mamma var náttúrubarn
sem naut þess að vinna við bú-
skap. Seinni árin tengjast
minningarnar úr sveitinni mest
sauðburði á vorin. Við höfðum
unun af því að vera saman og
sjá nýtt líf kvikna. Við tókum á
móti hverju lambi með eftir-
væntingu. Ásamt Stefáni
byggðum við stíur fyrir ærnar
og lömbin til að koma þeim fyr-
ir þegar lömbin voru tilbúin til
útiveru og veður leyfði.
Mamma unni íslenskri tungu
og talaði fallegt mál. Hún kunni
ljóð og kastaði fram vísum þeg-
ar þannig lá á henni. Eitt af
uppáhaldsljóðum hennar var
Einræður Starkaðar eftir Ein-
ar Benediktsson og fór hún
stundum með hluta úr erindinu
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Við börnin og barnabörnin
höfum ekki bara misst mömmu
og ömmu, heldur einnig ynd-
sem þú tókst á við með miklum
hetjuskap. Þú tapaðir aldrei
lífsviljanum og hélst þínum
persónueinkennum, umhyggju
fyrir öðrum, jákvæðni, skop-
skyni og þakklæti sem þú sýnd-
ir fram á þinn síðasta dag.
Takk fyrir allt og allt, þín
veður sárt saknað.
Minning um þig mun lifa
með mér og hjálpa mér að tak-
ast á við ókomin ár.
Þín dóttir,
Guðríður Erla
Friðriksdóttir.
Í dag kveð ég þig, mamma, í
hinsta sinn og á sama tíma
minn besta vin. Til þín gat ég
alltaf leitað, sama hvað var, og
þú ráðlagðir mér alltaf heilt. Þú
hafðir alla góða mannlega kosti
svo ekki sé minnst á húmorinn,
hann var einstakur og óút-
reiknanlegur. Kvæði, ljóð og
bækur var eitthvað sem þú
hafðir einstaklega gaman af en
líklega voru skepnurnar og þá
sérstaklega hrossin þitt helsta
áhugamál.
Það eru ekki til nægilega
stór og góð orð til að skrifa hér
og lýsa þér og okkar sambandi,
því ætla ég að sleppa því enda
þurfum við þess ekki, mamma,
við skildum hvor aðra. Þess í
stað læt ég fylgja ljóð úr bók
sem þú gafst mér.
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma.
Þín dóttir, sem var ávallt við
hlið þér,
Sigþrúður (Sissú).
Frá því að við vorum litlir
strákar var það fastur liður að
fara í heimsókn til ömmu.
Hvort sem það var heyskapur
að sumri, smalamennska að
hausti eða ýmsir fjölskylduvið-
burðir þá tók amma ávallt fagn-
andi á móti okkur. Ferðamát-
inn var margvíslegur, allt frá
flugvél til Blönduóss eða rútu-
ferð í Húnaver. Sama hvaða
tíma dags við komum voru kök-
ur tilreiddar og þá var oft tekið
í spil á meðan hámað var í sig.
Sérstaklega er okkur minn-
isstætt að keyra með ömmu á
skrifstofuna í Húnaveri og sitja
undir borði að lita á meðan
amma sinnti oddvitastörfum.
Það er fyrst núna sem full-
orðnir menn og við skoðum lífs-
hlaup ömmu að við áttum okk-
ur á því hversu mikilvæg kona
hún var og snerti líf margra.
Fyrir utan að halda bú og fjöl-
skyldu gangandi dag frá degi
lét hún sig varða um fólkið og
samfélagið í sveitinni.
Stundirnar með ömmu og afa
á Gili hafa leikið stórt hlutverk
í að móta okkur og gera að
þeim einstaklingum sem við er-
um í dag. Fyrir það verðum við
þeim ævinlega þakklátir. Nú
þegar amma er farin er fastur
liður í tilverunni horfinn og við
munum sakna hennar sárt.
Óðinn og Friðrik Freyr.
Erla
Hafsteinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Erlu Hafsteinsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
BJÖRNS HERMANNSSONAR,
fyrrverandi tollstjóra,
og heiðruðu minningu hans.
Ragna Þorleifsdóttir
Þóra Björnsdóttir Jón H.B. Snorrason
Gústaf Adolf Björnsson Guðrún Gunnarsdóttir
Hermann Björnsson Eiríka Ásgrímsdóttir
Jónas Björnsson María Markúsdóttir
Hlín Brynjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
STEFÁN JÓNAS GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 27. mars.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, kærleik og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Kristmundur Stefánsson
Hanna Kristín Stefánsdóttir
Sigurlín Guðrún Stefánsdóttir
Stefán Friðrik Stefánsson
Thelma Rut Stefánsdóttir
barnabörn og langafabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samhug og vinarhug við andlát og
útför okkar kæru móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
HELGU GUÐBJARGAR
BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Víðilundi 10b, Akureyri.
Laufey Einarsdóttir Guðmundur Sigurðsson
Hulda Einarsdóttir Jóhann Steinar Jónsson
Hallfríður Einarsdóttir Jónas Sigurjónsson
Birgir Einarsson Ragnheiður Steingrímsdóttir
Anna Einarsdóttir Arinbjörn Kúld
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samkennd, hlýhug og styrk til
barnanna við andlát og útför elsku pabba
okkar, sambýlismanns, sonar, bróður og
mágs,
ARNARS SIGURÐAR HELGASONAR.
Guð blessi ykkur.
Ebba Dís
Sunna Líf
Aron Máni
Sigríður Reykjalín Hreggviðsdóttir
Berglind Sigurðardóttir
Íris Alda Helgadóttir
Helgi Steinar Helgason Todd Edward Kulczyk
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar ástkærs sonar
okkar, föður, fyrrverandi eiginmanns,
bróður, mágs og frænda,
EIRÍKS ÁRNA ODDSSONAR,
Hamarstíg 37, Akureyri.
Oddur Lýðsson Árnason Hulda Lilý Árnadóttir
Guðmundur Oddur Eiríksson
Helena Guðrún Eiríksdóttir
Tristan Árni Eiríksson
Ásdís Hrönn Guðmundsd.
Sigurður G. Oddsson Sigríður Stefánsdóttir
Arnar Oddsson
Hulda Lilý Sigurðardóttir
Hildigunnur Sigurðardóttir
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓSEF S. REYNIS
arkitekt,
Hólastekk 7,
lést að heimili sínu miðvikudaginn 4. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Innilegar þakkir til þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og
vinarhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar
Landspítalans í Kópavogi.
Einar Haukur Reynis
Edda Kristín Reynis Jóhann Stefánsson
Anna Þórunn Reynis Sigurður Sveinsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SIGURBJARGAR SÍMONARDÓTTUR,
Miðvangi 16, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks
Landspítalans á deild 11E.
Sigurður Óskarsson
Unnur Sigurðardóttir
Óskar Sigurðsson Rakel Pálsdóttir
María S. Sigurðard. Collaud Olivier Collaud
og barnabörn