Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú virðist sjálfstraustið uppmálað í augum annarra og hefur fágaða framkomu. Einnig býrð þú yfir miklum krafti sem þú miðl- ar á fínlegan hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Sæktu þér lærdóm og lífsvisku sem þroskar þig og hjálpar þér að ná lengra á lífs- leiðinni. Þú ert bæði stöðug og traust mann- eskja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekkert að því að njóta feg- urðar hlutanna svo framarlega sem þér finnst þú ekki þurfa að eignast þá alla. Láttu ekki aðra stjórna lífi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu eins og heitan eldinn að láta einkamálin hafa áhrif á starf þitt því þetta tvennt á ekki að fara saman. Þú virðist alltaf vera ánægð/ur, alveg sama á hverju gengur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það kann að vera að fjármálin séu þér þyngri í skauti en þú vilt kannast við. Líttu í kringum þig og leitaðu eftir einhverju sem má betur fara. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þér tíma til þess að setjast niður og slappa af inni á milli þegar átök eru. Reyndu að gleðja einhvern nákominn með ein- hverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að sjá það góða í öðru fólki frem- ur en það slæma. Fólk virðist í einstaklega nei- kvæðum stellingum þessa dagana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki treysta loforðum sem vinir þínir hafa gefið þér í dag. Tilraunir þínar til að hafa áhrif á aðra mæta harðri mótspyrnu í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nán- ustu. Sýndu á þér þínar bestu hliðar til þess að allt fari vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Sýndu öðrum þolinmæði og sér- staklega börnunum sem eiga stundum bágt með að átta sig á því hvað fullorðna fólkið er að fara. Ekki hika við að biðja um hjálp eða leiðsögn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Staldraðu við og skoðaðu vandlega hvað það er sem skiptir þig máli í lífinu og hvaða þætti þú þarft að rækta betur. Sýndu sérstaka aðgæslu í fjármálum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt ekki vanmeta vinsældir þínar en mátt heldur ekki misnota þér velvild ann- arra. Mundu samt að fara fram með aðgát og umfram allt tillitssemi. Gátan er sem endranær eftir Guð-mund Arnfinnsson: Fuglinn þessi frægur er. Fordyri svo nefna má. Vera mun í mér og þér. Margur henni stendur á. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Bra, skrækir önd um ófarir, í anddyri hikar á röndinni – í hjartanu öndin samt hjarir, en húsbóndinn stendur á öndinni. Helgi Seljan svarar: Öndin flýgur út um lönd, í anddyri er hlífðin góð. Blaktir mér í brjósti önd, bara á öndinni ég stóð. Knútur H. Ólafsson sendir þessa lausn: Andrés heitir öndin fríð. Um anddyrið ég í húsið geng. Önd er í oss ár og síð, á öndinni stend ég nú í keng. Harpa á Hjarðarfelli leysir gátuna þannig: Þessi fugl er Andrés önd argandi á veröndinni. Í brjóstum okkar bifast önd. Börnin stóðu á öndinni. Þessi er lausn Helga R. Ein- arssonar: Fræðst ég hef um fjarlæg lönd, fugla séð á hæð og strönd. Nú sýnist mér við sjónarrönd sennilega vera önd. Sigmar Hannes Ingason svarar: Hann Öndólfur stóð víst á öndinni þegar endurnar flugu upp að ströndinni úr honum öndin þó ekki skrapp sem var aldeilis happ – með anddyrishúninn í höndinni. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Víðfrægur er Andrés Önd. Önd má kalla fordyrið. Gæðir öndin afli hönd. Á öndinni nú stöndum við. Þá er limra: Óskaplegt garg er í öndinni kvað Andri á sólarströndinni, sem örmagna stóð innan um fljóð algerlega á öndinni. Og að lokum ný gáta eftir Guð- mund: Vikinn burt er veturinn, vakna hress og kátur, vor í hug og hjarta finn og held mig enn við gátur: Fulllærður hann fráleitt er. Fljóð sá ekki barnar. Við hirðina þeir sómdu sér. Sonur Axlar-Bjarnar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Að varpa öndinni léttar Í klípu „LÚKURNAR HÆRRA UPP Í LOFT – OG HÆTTU AÐ HNYKLA VÖÐVANA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT BÚINN AÐ ÆFA ÞIG Í KLUKKUTÍMA OG ERT BARA BÚINN AÐ HITTA HANN EINU SINNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa til framtíðar með þér. FÖRUM AÐ KAUPA SKÓ! EÐA… KAUPUM SKÓ! VEL VALIÐ VIÐ HÖFUM RÁÐIST Á FIMM KASTALA Á EINNI VIKU! ER ÞAÐ EKKI NÓG? ÞAÐ ER ALDREI NÓG! ÉG GET EKKI SETIÐ KYRR! KANNSKI ÞARFTU BARA ÁHUGA- MÁL TIL AÐ RÓA ÞIG NIÐUR! ÉG Á ÁHUGAMÁL! ÉG ER MYNTSAFNARI! Það er hægt að gleðjast yfir því ávorin hvað það eru margir aukafrídagar. Páskarnir eru auðvitað mesta samfellda fríið sem vinnandi fólk fær fyrir utan sumarfrí þar sem ekki er hægt að treysta á jólin þar sem þau geta fallið að stórum hluta á helgi. Eftir páska er síðan gott í vændum en sumardagurinn fyrsti er almennur frídagur og líka 1. maí og uppstigningardagur. x x x Eins og flestir vita er sumardagur-inn fyrsti á fimmtudegi og sömu- leiðis uppstigningardagur. Það gerir það að verkum að vinnuvikan slitnar í sundur hjá flestum, fyrst koma þrír vinnudagar, svo einn frídagur og svo loks einn vinnudagur á föstudegi. x x x Af hverju er ekki búið að færaþessa frídaga yfir á mánudaga svo það verði til fleiri langar helgar? Eins og þetta er núna nýtast þessir frídagar lítið. Sumir geta kannski tek- ið frí á föstudegi og fengið þannig fjögurra daga helgi. Það hentar hins- vegar ekki á öllum vinnustöðum. Þetta getur skapað óþarflega mikið álag á þá sem eftir sitja. Þess vegna væri svo fínt að allir fengju þriggja daga helgi í staðinn. x x x Víkverji er aldeilis hlessa yfir því aðþað sé ekki búið að breyta þessu. Þetta myndi nýtast svo miklu fleirum. Síðan væri líka mun hentugra að það væri alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí en ekki 1. maí sem getur fallið á hvaða dag vikunnar sem er. Núna er hann á þriðjudegi sem skapar sama vandamál og fimmtudagsfrídagarnir. Sumir munu geta tekið sér langa helgi og notið lífsins á meðan aðrir þurfa að standa vaktina á mánudeg- inum. x x x Að þessu sögðu finnst Víkverja aðþað ætti að koma uppbótar- frídagur ef almennur frídagur fellur á helgi. Þjóðhátíðardagur Íslendinga 17. júní er í ár á sunnudegi og var í fyrra á laugardegi. Þetta þýðir að þessi ár fær fólk einum frídegi minna en önnur ár. Það er ekki sanngjarnt. vikverji@mbl.is Víkverji Allir vegir Drottins eru elska og trú- festi fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. (Sálm: 25.10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.