Morgunblaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Síðasta sýningarhelgin: Bláklædda konan
Sunnudagur 15. apríl: 2 fyrir 1 af aðgangseyri
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal
Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018
KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018
- Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019
- Valin verk úr safneign
ORKA 14.9. - 22.4.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
VIÐ MIÐ / AT PRESENT – Samstarfsverkefni Listasafns Íslands,
Listaháskóla Íslands og listfræði í Háskóla Íslands.
TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 13.5.2018
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 20.04.2018
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í ein fimm, sex ár hef ég nær eigin-
lega eingöngu málað myndir af veð-
urfari, og sjólagi. Himinn, veður og
skýjafar koma mjög við sögu í verk-
unum – lengi hef ég varla málað
nokkuð annað,“ segir Hrafnhildur
Inga Sigurðardóttir listmálari. Í
dag, laugardag, klukkan 14 - 16
verður opnuð í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg sýning á nýjum mál-
verkum eftir hana og kallar hún
sýninguna Gul viðvörun. Það er
væntanlega vísun í tilkynningar í
veðurfregnum – og tengist mynd-
efninu?
„Já, þetta hefur verið mikill
tískufrasi hjá veðurfræðingum í
vetur, þessi gula viðvörun,“ segir
Hrafnhildur Inga og hlær. „Það er
von á öllu! Mér fannst það allt í
einu smella að gefa sýningunni
þetta heiti.“
– Og heitið á vel við, það er veð-
urhamur í verkunum, og dramatík.
Hvaða senur eru þetta?
„Þetta sprettur upp í höfðinu á
mér, frekar en að ég sé að mála
skýjamyndanir og form sem ég hef
beinlínis séð. Ég er að hluta búsett
í Fljótshlíðinni og þar er skýjafarið
gríðarlega magnað. Annarsvegar
koma þar til einhver áhrif frá jökl-
unum og hlíðinni og hinsvegar frá
þessari miklu sléttu sem liggur þar
að, og þá myndast skýjafar og birta
sem mér finnst á stundum að sé
yfirnáttúruleg. Það er eins og heilu
geimförin komi svífandi! Og slíkar
aðstæður í birtu og veðri sé ég fyrir
mér, þó ég sé þá venjulega ekki
stödd í Fljótshlíðinni því ég mála
nær allt í vinnustofunni minni í
Reykjavík.
Ég er líka með vinnustofu í
Fljótshlíð en ég mála lítið þar, að-
allega þá minnstu verkin.“
Vinnur gegn fegurðinni
– Ég get tekið undir að ég hef
upplifað gríðarlega dramatík í birtu
og skýjafari í Fljótshlíðinni.
„Já, og talandi um birtuspilið fyr-
ir austan og áhrifin frá jöklunum,
þá horfi ég oft inn í Mörk þar sem
er kannski glampandi sólskin en þá
er mígandi rigning í Hlíðinni – eða
öfugt. Það getur verið gríðarlega
fallegt og áhrifamikið.“
– Þú ert úr Fljótshlíðinni og alin
upp við þessa dramatík, sem ratar
þessi árin í málverkin hjá þér. Beið
þessi skynjun þess lengi að finna
tækifæri til að brjótast út í verkum?
„Það má vera. Og það er mjög
gaman að mála þessi verk. Ég byrja
einhversstaðar og svo bara veltur
þetta fram. Það er alls ekki þannig
að ég rissi upp eitt ský hér og ann-
að þar…“
Og Hrafnhildur segir myndinar
verða til með látum, þetta séu
áhlaupsverk. „Og ég mála bara með
spaða, lagði pensilinn alveg til hlið-
ar þegar ég byrjaði að mála myndir
sem þessar.
Ég ætla mér ekki að vera með
neina dramatík en myndirnar verða
bara svona! Svo verð ég að játa að
þegar mér finnst mynd vera orðin
of „falleg“ hjá mér, þá byrja ég að
breyta henni, vinna gegn því.“
– Gerirðu hana þá grimmilegri,
eða hvað?
„Ég reyni ekki endilega að gera
hana „ljótari“, heldur forðast til að
mynda eitthvað sem mætti kalla
væmni eða sætleika.“
Von á appelsínugulri?
Hrafnhildur Inga sýnir 22 mál-
verk að þessu sinni. „Sex eru mjög
litlar en nokkrar líka mjög stórar,
allt að tveggja metra breiðar. Það
er gjörólík vinna að takast á við litl-
ar myndir eða stórar. Mér finnst
skemmtilegra að mála stórar mynd-
ir en þá er maður líka alveg gjör-
samlega búinn eftir daginn. Það er
líka mjög erfitt að mála þessar litlu,
mikil áskorun, en á allt annan hátt.
Það getur verið snúið að ná sams-
konar áhrifum fram í litlum mynd-
um og stórum.“
– Eru veðrið og dramatísk nátt-
úruöflin túlkuð á þennan hátt
ótæmandi efniviður fyrir mál-
verkin?
Hún hlær. Segist svo halda það.
„Verkin mín enda að minnsta kosti
ennþá alltaf einhvernveginn svona.
Mér finnst heldur ekki vera kominn
tími til að fara í aðra átt. Veðrið er
aldrei eins, eins og við Íslendingar
þekkjum, ætli það sé ekki bara von
á appelsínugulri viðvörun? Það
kynni að vera eitthvað fyrir mig,“
segir Hrafnhildur Inga.
„Er eins og heilu geim-
förin komi svífandi“
Hrafnhildur
Inga Sigurðar-
dóttir sýnir í Fold
Veðurhamur Belgingur, eitt málverka Hrafnhildar Ingu á sýningunni sem
verður opnuð í Gallerí Fold í dag. Veður og skýjafar kemur mjög við sögu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hrafnhildur Inga „Ég ætla mér ekki
að vera með neina dramatík en
myndirnar verða bara svona.“
Sýning á verkum mexíkóska ljós-
myndarans Alfredos Esparza Torr-
eóns, Terra Nullius / Einskis manns
land, verður opnuð í galleríinu
Ramskram á Njálsgötu 49 í dag kl.
17. Í tilkynningu segir að Terra
Nullius, eða einskis manns land, sé
orðtak úr latínu sem Evrópubúar
hafi nýtt í lagasetningar þegar ný-
lendustefnan var að þenjast út, í
þeim tilgangi að geta gert tilkall til
landa sem þeir þóttust hafa upp-
götvað. „Á þessum forsendum voru
frumbyggjar sviptir eigin svæðum
svo hægt væri að skipta þeim á milli
nýlenduríkjanna,“ segir í tilkynning-
unni.
Torreón segist hafa unnið með
tengslin milli landslags, landsvæða
og menningar í eyðimörkinni í
Mexíkó. „Ég hef áhuga á að ljós-
mynda svæði sem liggja á milli nú-
tímasiðmenningar og náttúrunnar.
Svæði sem eru varanlega menguð af
manninum. Þessar ljósmyndir skrá-
setja óhóflega nýtingu á þeim land-
svæðum sem maðurinn hefur lagt
undir sig og eru óbyggjanleg eftir
vegna ofnýtingar eigendanna og
eyðileggingar. Ástæðan er ofrækt-
un, eyðing vegna vatnsnýtingar,
vegna óhreinsuðu svæðanna, þurr-
ausnu námanna eða vegna svæða
sem eru ónýt vegna eitrunar.
Í dag eru þessi landsvæði fangar
óvissunnar þar sem maðurinn getur
ekki lengur nýtt þau og ekki er hægt
að endurreisa vistkerfi þeirra,“
skrifar Torréon.
Torreón er með meistaragráðu í
húmanískum fræðum með áherslu á
sagnfræði og útskrifaðist frá Con-
temporary Photography Seminary
of Centro de la Imagen í Mexíkó árið
2012. Hann býr og starfar á milli
Torreón og Mexíkóborgar, hefur
haldið tvær einkasýningar fyrir utan
þá sem opnuð verður í dag og tekið
þátt í nokkrum samsýningum, m.a. á
Ólafsfirði og í Stöðvarfirði, í New
York og Madrid. Sýningunni í
Ramskram lýkur 20. maí og boðið
verður upp á listamannsspjall 28.
apríl kl. 16.
Svæði varanlega
menguð af manninum
Alfredo Esparza Torreón sýnir ljósmyndir í Ramskram
Strengjasveitin Spiccato kemur
fram á tónleikum í Hafnarborg í
dag, laugardag, kl. 17. Flutt verða
tónverk eftir Vivaldi, Wasseneau,
LeClair, Tessarini og J.S. Bach en
tónskáldin voru öll uppi á barokk-
tímanum. Aðgangur er ókeypis.
Strengjasveitin Spiccato var
stofnuð árið 2012 af hópi strengja-
leikara sem vettvangur til að flytja
strengjatónverk – ekki síst frá bar-
okktímanum – þar sem jafnræði rík-
ir milli hljóðfæraleikaranna og eng-
inn einn stjórnar. Á æfingum
skiptast menn á skoðunum um túlk-
un tónverkanna og allir hljóðfæra-
leikararnir fá tækifæri til að koma
fram sem einleikarar. Á rúmum
fimm árum hefur sveitin haldið 12
tónleika, flesta í Reykjavík.
Sveitina skipa fiðluleikararnir
Martin Frewer, Hlíf Sigurjóns-
dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir,
Ágústa Jónsdóttir, Kristján Matt-
híasson, María Weiss, Sigrún Harð-
ardóttir og Sigrún Kristbjörg Jóns-
dóttir. Lágfiðluleikarar eru Sarah
Buckley og Eyjólfur Bjarni Al-
freðsson, Þórdís Gerður Jónsdóttir
leikur á selló og Páll Hannesson á
kontrabassa.
Tónskáldin, höfundar verkanna
sem flutt verða, eru misþekkt. Jo-
hann Sebastian Bach (1685-1750) er
eitt dáðasta tónskáld sögunnar og
eins er Antonio Vivaldi (1678-1741),
sem stundum var nefndur rauði
presturinn, afar þekktur og verk
hans mikið leikin. Jean-Marie Lecla-
ir (1697-1764) var franskur, mjög
virtur á sinni tíð, en lítið er vitað um
ævi Carlos Tessarinis (1690-1766),
þrátt fyrir að til séu meira en 40 út-
gefin tónverk eftir hann.
Strengjasveitin Spiccato heldur tónleika í Hafnarborg í dag.
Flytja verk frá 18. öld