Morgunblaðið - 16.04.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Hindberjajógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er mikilvægt að koma til
móts við sjúkraliða í næstu kjara-
samningum og gera breytingar á
starfsumhverfi. Sjúkraliðar eru
sú stétt heilbrigðisstarfsfólks sem
er í hvað mestu návígi og bestum
tengslum við sjúklinga og þekkja
einkenni veikinda og sjúkdóma.
Starfið er þó oft vanmetið, þarf
að vera sýnilegra og því vil ég
breyta,“ segir Sandra Bryndísar-
dóttir Franks, nýr formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
Fleiri stráka í stéttina
„Vinnutími þarf að vera fjöl-
skylduvænni og hóflegri, þannig
að hefðbundin vinnuvika verði 36
stundir í stað 40 eins og nú er og
að 80% vaktavinna teljist fullt
starf eins og hún er í raun og
veru. Sjúkraliðar sinna störfum
sem fylgir mikið líkamlegt og
andlegt erfiði og það segir sína
sögu að þeir eru tíundi hver
skjólstæðingur Virk – starfs-
endurhæfingarsjóðs. Kjarasamn-
ingar okkar eru lausnir í mars á
næsta ári og ég er mjög vongóð
um að þar náum við mikilvægum
hagsmunamálum okkar í gegn,
svo sem að vinnutíminn geti orðið
betri eins og ég lýsti áðan. Þá
viljum við halda okkar hlut í
launum en í dag eru algeng
grunnlaun sjúkraliða um 380 þús-
und krónur og gjarnan um 80% af
launum hjúkrunarfræðinga sem
er ein af þeim fagstéttum sem við
vinnum náið með,“ segir Sandra.
Þegar best lætur er sjúkra-
liðanám í boði við 13 framhalds-
skóla á landinu, þó að framboðið
ráðist af áhuga og eftirspurn á
hverjum tíma. „Við þurfum fleira
fólk í stéttina og auðvitað fleiri
stráka. Stéttin er líka að eldast,
meðalaldur félagsmanna er 47 ár.
Fyrirkomulag náms er í góðum
farvegi en við þurfum ef til vill að
auka möguleika okkar fólks á að
geta sérhæft sig, til dæmis við að
sinna öldruðum eða fólki með
geðraskanir. Svo eru auðvitað
margir sem vilja úr sjúkraliða-
starfinu og fara í frekara nám til
dæmis í hjúkrun og þar þarf að
vera greið leið á milli, þar sem
horft væri meðal annars til þeirr-
ar starfsreynslu sem sjúkraliðar
hafa,“ segir Sandra sem tekur
formlega við formannsembættinu
hinn 15. maí næstkomandi.
„Nei, að fara í þetta forystu-
starf var alls ekki markmið mitt.
Hins vegar varð hvatning vinnu-
félaga minna, sem töldu mig hafa
margt fram að færa í kjarabar-
áttu sinni, til að hreyfa við mér
svo ég tók slaginn. Ég er þakklát
fyrir þann góða stuðning sem ég
fékk, það er gott veganesti að
hafa fengið 71% greiddra at-
kvæða. “
Sjúkraliðar gefast
upp vegna álags
Sandra kveðst munu byrja
nýtt starf á að setja sig vel inn í
þau verkefni sem nú þegar eru í
deiglunni á vettvangi sjúkraliða.
Framhald og áherslumál sín ráð-
ist af því.
„Það er ljóst að grípa þarf til
ráðstafana sakir þess að sjúkra-
liðar gefast oft upp vegna álags
eða eru frá vinnu um lengri tíma.
Slit í baki og mjöðmum er al-
gengur vinnusjúkdómur okkar.
Þennan vanda þurfum við að
greina betur og leggja svo fram
gögn í næstu samningagerð. Það
er hagur viðsemjenda okkar að
skapa betri aðstæður í starfi í
stað þess að missa fólk úr vinnu
vegna veikinda sem mætti af-
stýra,“ segir Sandra.
„Við fjölskyldan höfum
sumardvöl á Húsavík. Maðurinn
minn, Árni Björn Kristbjörnsson,
gerir út trillu og hefur verið á
strandveiðum á sumrin. Mig lang-
ar auðvitað að taka nokkrar vakt-
ir á sjúkrahúsinu og halda þannig
snertingu við líf og líðan sjúk-
linga og vera í starfi sem ég ann.
En líklega þarf ég að gefa félag-
inu minn tíma og setja mig vel
inn í þetta nýja starf.“
Nýr formaður sjúkraliða vill styttri og fjölskylduvænni vinnutíma
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjúkraliði Starfið er þó oft vanmetið og þarf að vera sýnilegra, segir Sandra Bryndísardóttir Franks.
Við erum í návígi og
tengslum við sjúklinga
Sandra Bryndísardóttir
Franks fæddist 1966. Hún er
sjúkraliði og stjórnmálafræð-
ingur með framhaldsmenntun í
stjórnsýslufræðum frá HÍ og
meistarapróf í lögfræði frá HR.
Um árabil var Sandra sérfræð-
ingur og verkefnastjóri hjá
Ríkisendurskoðun
Frá 2014 hefur Sandra unnið
á veturna hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins en hjá
Heilbrigðisstofnun Norður-
lands á Húsavík á sumrin.
Hver er hún?
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélag Íslands, segir hljóðið í
ljósmæðrum vera þungt en hún von-
ar jafnframt að fundur með samn-
inganefnd ríkisins í dag skili ein-
hverjum árangri.
„Vonandi kemur eitthvað fram
sem við getum þá unnið með. Það er
náttúrlega mjög þungt hljóð í ljós-
mæðrum í heildina, þær eru orðnar
þreyttar, búnar að missa þolinmæð-
ina og vilja náttúrlega fá úrlausn
mála. Þetta endar allt á endanum
með samningi og ég vona að það
komi eitthvað sem við getum unnið
með,“ segir Áslaug. Spurð segist hún
ekki hafa neinar sérstakar vænting-
ar til fundarins sem samkvæmt dag-
skrá ríkissáttasemjara er einungis
klukkutími. „Við komum bara með
opnum hug og vonum að það komi
eitthvað sem við getum unnið með.
Rúmar tvær vikur eru síðan ljós-
mæður og samninganefnd ríkisins
funduðu síðast og Áslaug segir að fé-
lagið hafi nýtt tímann vel. „Við höf-
um verið að velta fyrir okkur hvaða
leiðir væri hægt að fara og hvernig
væri hægt að lenda þessu. Það verð-
ur fróðlegt að vita hvað samninga-
nefnd ríkisins hefur fram að leggja
og hvort við getum einhvern veginn
fundið flöt á þessu.“
Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofu-
stjóri hjá embætti ríkissáttasemjara,
segir að ekkert hafi breyst frá fyrri
fundi. „Það hefur ekkert gerst á milli
funda, það var fundur fyrir tæpum
hálfum mánuði og ekkert að frétta
síðan þá, ekki svo við vitum. Ef það
hefði verið eitthvað á síðasta fundi
hefði verið haldið áfram þennan tíma
milli funda.“ Nóg er um að vera hjá
samninganefnd ríkisins um þessar
mundir. Viðræður eru í gangi við
ljósmæður, Starfsmannafélag Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, flugvirkja,
Landhelgisgæsluna og framhalds-
skólakennara, svo dæmi séu tekin.
Þungt hljóð er í ljósmæðrum
Samninganefnd ríkisins og Ljósmæðrafélag Íslands ræða saman á fundi í dag
Áslaug
Valsdóttir
Elísabet S.
Ólafsdóttir
Birgir Þórar-
insson, þingmað-
ur Miðflokksins í
Suðurkjördæmi,
hefur boðið sig
fram í embætti
varaformanns
flokksins, en
landsþing Mið-
flokksins verður
haldið í Hörpu
um næstu helgi.
Birgir sendi tilkynningu í gær
þar sem hann greindi frá framboði
sínu. Segist hann þar hafa fengið
hvatningu víða til að bjóða sig fram
til embættis varaformanns flokks-
ins. Þá segist hann vilja efla enn
frekar samstarfið við grasrót
flokksins.
Vill verða varafor-
maður Miðflokksins
Birgir Þórarinsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Lögreglan á Blönduósi var iðin við
að stöðva ökumenn fyrir umferðar-
lagabrot í síðasta mánuði. „Það er
búið að vera alveg hrikalega mikið
að gera og yfir 900 kærur í mars-
mánuði. Það eru um 30 á dag,“ segir
Vilhjálmur Stefánsson, lögreglu-
maður á Blönduósi. Spurður hvort
eitthvert sérstakt átak standi yfir
hjá lögreglunni segir hann svo ekki
vera. „Við erum náttúrlega með sér-
staka umferðardeild sem er að sinna
báðum sýslunum í umdæminu. Svo
eru lögreglumenn bara mjög dug-
legir við hraðamælingar.“
Lögreglan á Blönduósi hefur hins
vegar ekki bara verið iðin við hraða-
mælingar heldur hefur hún verið að
sekta fyrir önnur umferðarlagabrot
en hraðakstur í meiri mæli. „Allt
svoleiðis, stöðubrot, ekki með belti
eða í síma. Það er farið að taka
harkalegar á öllu þessu,“ segir Vil-
hjálmur.
Sektir hækka í næsta mánuði
Ný reglugerð um sektir tekur
gildi 1. maí. Vilhjálmur segir að auk-
ið umferðareftirlit sé ótengt nýju
reglugerðinni. Þegar blaðamaður
hafði samband við lögreglustöðina í
gær hafði lögreglan verið með bíl í
Blönduhlíð í Skagafirði og annan bíl
á vestursvæðinu frá morgni og fram
eftir degi. Spurður hvort þetta séu
mestmegnis ferðamenn segir Vil-
hjálmur að hópurinn sé afar bland-
aður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur einnig verið sýnileg við hraða-
mælingar síðustu daga og segir Óm-
ar Smári Ármannsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn á umferðardeild,
það vera árstíðabundið. „Reynsla
okkar er sú að þegar færðin batnar á
vorin eykst hraðinn og þá þurfum
við að spyrna við fótum og minna
fólk á að fara varlega,“ segir Ómar.
Hann segir að þess vegna sé nauð-
synlegt að vera sýnilegir við mæl-
ingar þegar það fari að vora.
Yfir 900 kærur á
Blönduósi í mars
Umferðareftirlit eykst með vorinu
Morgunblaðið/Júlíus
Sekt Lögreglan fylgist vel með á
vegum landsins um þessar mundir.
Umferðareftirlit
» Reynslan sýnir að hraði
eykst þegar færð batnar.
» Umferðareftirlit lögregl-
unnar eykst þá einnig.
» Yfir 900 kærur frá lögregl-
unni á Blönduósi í mars.