Morgunblaðið - 16.04.2018, Síða 9
9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Á stofnfundi J-
lista, nýs bæj-
armálaafls í
Sandgerði og
Garði, í liðinni
viku var fram-
boðslisti fyrir
komandi sveit-
arstjórnarkosn-
ingar sam-
þykktur
samhljóða. Ólafur Þór Ólafsson,
forseti bæjarstjórnar í Sandgerði,
leiðir listann og er Laufey Erlends-
dóttir, fv. forseti bæjarstjórnar í
Garði, í öðru sæti. Í þriðja og fjórða
sæti eru þau Fríða Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi í Sandgerði, og Vitor
Hugo Eugenio, kennari í Gerða-
skóla.
Ólafur Þór segir tilhlökkunarefni
að fá að starfa að uppbyggingu líf-
legs samfélags í nýju sveitarfélagi
með öflugum hópi.
Ólafur Þór efstur á
nýjum J-lista í
Sandgerði og Garði
Ólafur Þór Ólafsson
Rósa Guðbjarts-
dóttir, formaður
bæjarráðs Hafn-
arfjarðar, leiðir
lista Sjálfstæðis-
flokksins í bæjar-
félaginu fyrir
komandi sveit-
arstjórnarkosn-
ingar. Full-
trúaráð
Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði samþykkti
listann og er Kristinn Andersen,
verkfræðingur og bæjarfulltrúi, í
öðru sæti og Ólafur Ingi Tómasson
bæjarfulltrúi í því þriðja. Helga
Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi er í
fjórða sæti og Kristín Thoroddsen,
varabæjarfulltrúi og flugfreyja, í
fimmta sæti.
„Það hefur náðst frábær árangur
á kjörtímabilinu og það er mikil-
vægt að halda áfram á sömu braut
traustrar fjármálastjórnunar og
uppbyggingar í bæjarfélaginu. Við
viljum halda því góða starfi áfram
til heilla fyrir Hafnfirðinga alla,“
segir Rósa í fréttatilkynningu.
Rósa áfram oddviti
í Hafnarfirði
Rósa
Guðbjartsdóttir
Jón Björn Há-
konarson, forseti
bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar,
leiðir framboðs-
lista Framsóknar
og óháðra í
Fjarðabyggð í
komandi sveit-
arstjórnarkosn-
ingum. Fram-
boðslistinn var
samþykktur einróma á félagsfundi
nýverið. Pálína Margeirsdóttir,
bæjarfulltrúi og ritari hjá Heil-
brigðisstofnun Austurlands, og
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir,
bæjarfulltrúi og ritari, eru í öðru
og þriðja sæti.
Jón leiðir lista Fram-
sóknar og óháðra
Jón Björn
Hákonarson
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
„Við Píratar erum aðhaldsafl gegn
spillingu og sérhagsmunagæslu alls
staðar og ætlum að halda áfram að
vera það.“ Þetta sagði Dóra Björt
Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í
Reykjavík, á blaðamannafundi
Pírata í gær um framtíðarsýn þeirra
á sveitarstjórnarstiginu.
Á fundinum voru allir oddvitar
Pírata í sveitarstjórnarkosning-
unum saman komnir, auk Halldórs
Auðar Svanssonar, núverandi
borgarfulltrúa, og kynntu þau helstu
niðurstöður uppgjörsskýrslu Pírata
fyrir síðasta kjörtímabil.
Dóra Björt þakkaði Halldóri kær-
lega fyrir hans vinnu og sagði
skýrsluna góðan grunn til að byggja
á. Hún sagði Pírata ætla að halda
áfram að iðka traust og ábyrg vinnu-
brögð og sýna að þau væru hreyfing
hins pólitíska stöðugleika. Aðspurð
sagði hún stærstu áskorunina í borg-
inni vera tregðu í kerfinu. „Kerfið
vinnur sína vinnu ekki á forsendum
notenda og einstaklinga heldur á
eigin forsendum, það er eitthvað
sem við viljum breyta með notenda-
hönnun að leiðarljósi.“
Elín Ýr Hafdísardóttir, sem leiðir
Pírata í Hafnarfirði, sagði stöðuna
vera þannig í bæjarstjórn að meiri-
hlutinn væri sprunginn. „Það er ver-
ið að halda bæjarráðinu saman með
þeim hætti sem er brot á lögum og
reglum og þetta er eitthvað sem Pír-
atar myndu ekki vilja taka þátt í. Við
viljum breyta pólitíkinni þannig að
svona starfshættir eigi sér ekki stað,
hvorki í landsmálum né sveitar-
stjórnarmálum.“
Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti
Pírata í Reykjanesbæ, sagði stærstu
áskorun bæjarins vera fjárhag og
íbúafjölgun. „Við höfum fundið það í
gegnum þau íbúasamtök sem við
höfum starfað með að það er mikið
ákall á meira íbúalýðræði í bænum
og við ætlum að svara því kalli. Það
eru mörg krefjandi verkefni í
Reykjanesbæ.“
Píratar kynntu framtíðarsýn í sveitarstjórnarmálum
Ljósmynd/Píratar
Kosningar Oddvitar Pírata boðuðu til fundar í höfuðstöðvum sínum í gær.