Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 12

Morgunblaðið - 16.04.2018, Side 12
Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com Ég var lengi að leita aðstarfsframa. Það var lögðmikil áhersla á menntun íuppeldinu og ég vildi læra eitthvað sem ég hefði gaman af. Eftir framhaldsskóla virtust allar leiðir opnar og ég fór í alls konar nám og kúrsa á árunum fyrir hrun. Svo próf- aði ég útskurð á kvöldnámskeiði hjá Jóni Adólfi og fann mig í því,“ segir Sigríður Sigurðardóttir tréskurðar- kona. „Ég endaði svo nokkrum árum seinna í London í þriggja ára há- skólanámi í útskurði og er hér enn.“ Sigríður starfar sjálfstætt en tekur mest að sér verkefni fyrir Sands & Randall, tréskurðarfyrir- tæki sem sambýlismaður hennar á hlut í. Hún bæði hannar og sker út muni, gyllir tré og sker út letur, svo fátt eitt sé nefnt en í Bretlandi er löng hefð fyrir útskurði og mikil Tréskurður er gamaldags iðn Sigríður Sigurðardóttir tréskurðarkona er á réttri hillu í lífinu þar sem hún starfar að mestu sjálfstætt í London við að hanna og skera út muni og gylla tré svo fátt eitt sé talið. Hún tekur oft þátt í stórum verkefnum sem þarfnast margra handa, enda þurfa hinar gömlu og fögru byggingar borg- arinnar reglulegt viðhald að utan sem innan. Ljósmyndir/Úr einkasafni Tuttugu arma ljósakróna Risastór gyllt ljósakróna sem Sigríður vann ásamt fleirum fyrir galleríið Orleans House í Twickenham. Tréskurðarkona Sigríður segir að handverkið standi alltaf fyrir sínu. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Við tökum reglulega umræðu ámínu heimili um hvort sunnu-dagur eða mánudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Við erum ekki sammála og verðum það örugglega aldrei, en í mínum huga er það engin spurning. Vikan byrjar á mánudegi. Einu sinni átti ég erfitt með mánu- dagana. Vaknaði þreyttur og var lengi að koma mér í gang. Sagði ekk- ert fyrr en í fyrsta lagi á hádegi. Í dag eru mánudagar í miklu uppá- haldi hjá mér. Ég held að það sé mik- ið til vegna þess að ég upplifi mánu- daga sem byrjun. Byrjun á einhverju góðu. Hér skiptir auðvitað máli að hafa gaman af því sem maður er að fást við dags daglega og að upplifa að maður hafi tilgang í lífinu. Ég er ekki bara að tala um atvinnutengd verk- efni þótt þau dekki yfirleitt stærstan hluta vikunnar. Ég hlakka til dæmis til þess að skipuleggja æfingar vik- unnar og að skutla guttunum mínum í skólann – jú, ég geri það víst. Skutlið tekur í tíma eitt eða tvö góð lög sem við skiptumst á að velja og við náum oft líka góðu spjalli á leið- inni. Lagavalið er fjölbreytt, einn er á kafi í Eurovision, annar í kóp- vogsku rappi og bílstjórinn velur yfirleitt lög sem voru búin til áður en farþegarnir fæddust. Ég hlakka til þess að fara í gegn- um morgunrútínuna mína, læra eitt- hvað nýtt og að fara í morgungöngu í skóginum. Ég hlakka líka til vinnu- tengdu verkefnanna. Langflestra. Ég er svo heppinn að fá að sinna verkefnum sem ég hef gaman af og trúi að skipti máli fyrir þá sem taka þátt í þeim með mér. Það skiptir miklu máli og þegar maður er í þann- ig aðstöðu er virkilega gaman að vakna á mánudagsmorgnum. Í dag er mánudagur. Ég hvet þig til þess að upplifa hann sem byrjun á einhverju góðu og gefandi. Góðri viku sem er fram undan. Hún verður góð ef þú gefur þér tíma í upphafi hennar til þess að skipuleggja hana og láta þig hlakka til þess sem fram- undan er. Róleg mánudagsmorgun- ganga í íslenska vorinu er svo það sem gulltryggir góða byrjun á vik- unni. Njótum ferðalagsins! Gaui. Hugleiðingar um heilsu og hamingju Morgunblaðið/Kristinn Vor Mánudagsmorgunganga í íslenska vorinu tryggir góða byrjun á vikunni. Mánudagar gefa gull í mund Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Ein mikilvægast undirstaða þess að börn blómstri á þeirri lífsbraut sem þau velja sér er að ná tökum á læsi. Lestur hefur löngum verið tengdur við nám grunnskólabarna, en síð- ustu áratugina hafa flestir farið að líta á þróun læsis sem samvinnu- verkefni margra, sem hefjist löngu áður en börn byrja í skóla. Á fundi í röðinni Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin verður fjallað um hvernig foreldrar geta á markvissan hátt skapað ríkulegt mál- og læsis- umhverfi fyrir börn sín og ýtt undir áhuga þeirra á lestri. Fundurinn er kl. 12-13.15 í Hátíðasal Háskóla Ís- lands á morgun, þriðjudaginn 17. apríl. Þær Freyja Birgisdóttir, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Dröfn Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðju máls og læsis hjá Reykja- víkurborg, og Þóra Sæunn Úlfs- dóttir, talmeinafræðingur og læsis- ráðgjafi hjá Miðju máls og læsis, ræða um árangursríkar leiðir til að auka lestur barna og ungmenna. Fundurinn er opinn öllum áhuga- sömum en streymt verður frá hon- um á netinu. Háskólinn og samfélagið – Best fyrir börnin Hvernig geta foreldrar ýtt undir áhuga barna sinna á lestri? Morgunblaðið/Hari Að lesa og skrifa list er góð Foreldrar eru fyrstu kennararnir og hafa áhrif á líf barns og nám þótt kennarar og kennsluaðferðir skipti líka miklu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.