Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Nýlöguð
humarsúpa
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Næstkomandi
miðvikudag, 18.
apríl, boðar Fé-
lag kvenna í at-
vinnulífinu
(FKA) til stofn-
fundar FKA
Vesturland.
Fundurinn hefst
kl. 20 og fer fram
á Narfeyrarstofu
í Stykkishólmi
Í tilkynningu frá FKA segir að
FKA Vesturland verði fjórða lands-
byggðardeild félagsins en fyrir eru
starfræktar deildir á Suðurlandi,
Norðurlandi og Vestfjörðum.
Félagskonur eru í dag um 1.100
talsins og koma úr öllum greinum
íslensks atvinnulífs.
Rakel Sveinsdóttir, formaður
FKA, segir það mikið fagnaðarefni
að félagið sé núna að hefja starf-
semi á Vesturlandi þar sem hún á
sínar heimaslóðir. „Þar hafa konur
löngum verið mjög öflugar í fram-
varðasveit atvinnu- og viðskiptalífs
ólíkra atvinnugreina. Ég nefni sem
dæmi sjávarútveg, verslun og þjón-
ustu, landbúnað og ferðaþjónustu.
Eitt einkenna Vesturlands er ein-
mitt að þar er atvinnulífið ekki að-
eins blómlegt, heldur í eðli sínu
einnig mjög fjölbreytt.“ ai@mbl.is
FKA setur á laggirnar
deild á Vesturlandi
Rakel
Sveinsdóttir
módelið virki líka á öðrum mörk-
uðum.“
Í fyrstu verður stefnan sett á
Danmörku og Svíþjóð og segir Þor-
björg að þar séu stjórnvöld langt
komin í að byggja upp umgjörð fyrir
fjar-heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum
líka ákveðna kosti við það að geta
með þessu undirstrikað að Kara er
norrænt fyrirtæki, enda Norður-
löndin þekkt fyrir vandaða heil-
brigðisþjónustu og jafnt aðgengi.
Þannig orðspor myndi vera okkur
gott veganesti þegar sótt er inn á
aðra markaði í Evrópu.“
Fjárfestar vilja sjá
árangur erlendis
Fréttir úr íslenska sprotaheimin-
um gætu gefið tilefni til að halda að
hægur vandi væri fyrir fyrirtæki
eins og Köru Connect að sækja sér
fjármagn, ýmist innanlands eða ut-
an. Þorbjörg segir fjármögnunina
þó ekki hafa gengið þrautalaust fyr-
ir sig, og að aðkoma Crowberry hafi
skipt sköpum. „Við eyddum tölu-
verðu púðri í að tala við erlenda
sjóði sem voru spenntir fyrir hug-
myndinni en vildu fyrst sjá okkur ná
árangri á öðrum stöðum en Íslandi.
Ísland hefur verið okkar pruf-
umarkaður en erlendir fjárfestar
virðast vilja sjá meira,“ útskýrir
Þorbjörg. „Þá lítur íslenski fjárfest-
ingaheimurinn út fyrir að vera
stærri en hann er. Sjóðirnir eru ekki
svo margir og ekki alltaf fé á lausu.
Þar sem erlendu sjóðirnir vilja sjá
fyrirtæki eins og okkar komið á er-
lendan markað áður en þeir koma að
borðinu þá eru íslensku sjóðirnir
gríðarlega mikilvægir, og hjálpa
okkur að taka skrefið út í heim.“
Kara Connect fær 180
milljóna innspýtingu
Segir erlenda fjárfesta vilja sjá meira en árangur á Íslandi
og að stuðningur innlendra sjóða geti því skipt sköpum
Morgunblaðið/Eggert
Stórhuga Að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur verður fjármagnið notað
til frekari þróunar og til að markaðssetja Köru í Evrópu. Mynd úr safni.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Con-
nect lauk fyrir skemmstu 180 millj-
óna króna fjármögnunarlotu sem
leidd var af Crowberry Capital.
Kara var stofnuð árið 2015 og hefur
þróað n.k. stafræna skrifstofu fyrir
sérfræðinga sem gerir þeim fært að
veita ýmiss konar þjónustu yfir net-
ið, s.s. sálfræðiráðgjöf og meðferð
við tal- og námskvillum.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er
framkvæmdastjóri og meðstofnandi
Köru og segir hún fyrirtækið hafa
vaxið hratt á undanförnum misser-
um. „Nú þegar hafa um 1.100 skjól-
stæðingar fengið hjálp í gegnum
Köru Connect og mikill áhugi á
meðal íslenskra sérfræðinga að nýta
þennan vettvang,“ segir hún. „Síð-
ustu árin höfum við unnið að því að
efla kerfið og smíða heildstæða
lausn sem þjónar öllum þörfum sér-
fræðingsins og er um leið markaðs-
torg þar sem skjólstæðingar geta
fundið sér þá þjónustu sem þá
vantar.“
Hyggja á útrás til
Danmerkur og Svíþjóðar
Kara hefur m.a. hlotið styrk frá
Tækniþróunarsjóði að upphæð 45
milljónir króna, og 10 milljóna króna
markaðsstyrk. Þorbjörg segir að
það hafi reynst nauðsynlegt að fá
meiri innspýtingu í reksturinn bæði
til að standa straum af þróunar-
kostnaði og ekki síður til að ráðast í
markaðssetningu erlendis. „Við höf-
um náð góðum árangri á Íslandi en
þurfum næst að geta sýnt fram á að
Martin Sorrell hefur látið af störf-
um sem forstjóri WPP, stærstu
auglýsingastofu heims. Sorrell er í
hópi áhrifamestu einstaklinga aug-
lýsingaheimsins og snjall við-
skiptamaður en á rösklega þremur
áratugum umbreytti hann WPP úr
tveggja manna fyrirtæki í alþjóð-
legt stórveldi og eitt stærsta fyr-
irtæki Bretlands, með um 200.000
starfsmenn í 112 löndum.
Að sögn FT tengist brotthvarf
Sorrell ásökunum í hans garð um
ósæmilega hegðun og óeðlilega
notkun peninga auglýsingastof-
unnar. WPP hefur ekki tjáð sig
nánar um ásakanirnar að því und-
anskildu að hafa á sunnudag upp-
lýst að rannsókn stjórnar fyrir-
tækisins hafi leitt í ljós að
ásakanirnar varði „óverulegar
fjárhæðir“.
Sorrell hefur alfarið neitað ásök-
ununum en í tilkynningu sem hann
sendi starfsmönnum WPP sagði
hann það fyrirtækinu fyrir bestu
að hann stígi til hliðar, þar eð
ásakanirnar hafi sett of mikinn
óþarfa þrýsting á reksturinn.
Tveir framkvæmdastjórar WPP,
Mark Read og Andrew Scott,
munu fylla í skarðið til bráða-
birgða og deila með sér forstjóra-
skyldunum. Kaupaukaréttindi Sor-
rell, sem er 73 ára gamall og hlaut
riddaratign árið 2000, munu hald-
ast þau sömu og ef hann hefði
hætt störfum á eðlilegan hátt.
Brotthvarf Sorrells bætist við
önnur vandamál sem hrjáð hafa
WPP. Hlutabréfaverð WPP náði
hámarki í mars 2017 en hefur
lækkað um 38% síðan þá, en á
sama tíma hefur FTSA vísitalan
veikst um 1,6%. Það sem af er
þessu ári nemur lækkun WPP
11%.
Bendir FT á að voldug sérfræði-
ráðgjafarfyrirtæki á borð við
Deloitte og Accenture hafi verið að
fikra sig inn á svið sem áður
heyrðu undir auglýsingastofur og
að Google og Facebook opni aug-
lýsendum beina leið að fjölda fólks.
Mest muni þó um að aðgerða-
sinnaðir fjárfestar hafa valdið því
að margir af stærstu neytenda-
vöruframleiðendum heims hafa
dregið mikið úr útgjöldum til
markaðsmála og þar með saxað
verulega á tekjur WPP. ai@mbl.is
Sorrell hættur
störfum hjá WPP
Sætir ásökunum um ósæmilega hegðun
AFP
Grunur Sorrell hafnar alfarið þeim
sökum sem á hann eru bornar.
Brotthvarf
» Á liðlega þremur áratugum
gerði Sorrell WPP að stórveldi.
» Aðhaldsaðgerðir hjá stórum
auglýsendum hafa bitnað á
stofunni að undanförnu.
» Ekki hefur verið upplýst í
hverju ásakanirnar á hendur
Sorrell felast.
● Þó svo að Mark Zuckerberg, stjórn-
andi Facebook og fimmti ríkasti maður
heims samkvæmt lista Forbes, þiggi
ekki nema einn bandaríkjadal í laun á
ári, þá þarf samfélagsmiðillinn að
greiða mjög háan reikning vegna þeirra
starfstengdu fríðinda sem hann nýtur.
Facebook hefur upplýst að kostn-
aður vegna starfa Zuckerbergs hækk-
aði um 60% á síðasta ári, og fór úr 5,8
milljónum dala árið 2016 upp í 8,9
milljónir árið 2017. Kemur þetta fram í
tilkynningu sem send var mörkuðum.
Stærsti kostnaðarliðurinn var örygg-
isgæslan í kringum milljarðamæringinn
unga en í fyrra kostaði 7,32 milljónir
dala að hafa á honum gætur. Þá kost-
aði 1,52 milljónir dala að fljúga
Zuckerberg á milli staða með einka-
flugvélum. Engum öðrum stjórnanda
fyrirtækis á bandaríska hlutabréfa-
markaðinum tókst að eyða svo miklu í
flugsamgöngur á síðasta ári, en skýr-
ingin kann að vera að Zuckerberg not-
aði árið til að ferðast vítt og breitt um
Bandaríkin og kynnast fólkinu sem
þar býr.
Að sögn Bloomberg fengu forstjórar
fyrirtækjanna í S&P 500 vísitölunni að
jafnaði 187.000 dala virði af starfs-
tengdum fríðindum á síðasta ári.
ai@mbl.is
Dýrt fyrir Facebook að gæta öryggis Zuckerbergs