Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú styttist ísveitar-stjórnar-
kosningar og línur
fara að skýrast.
Enn má þó búast
við að einhver fram-
boð eigi eftir að koma fram, til
að mynda í höfuðborginni, og
sum framboðin eiga eftir að
skýra stefnu sína. Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði um helgina
fram sína stefnu sem fróðlegt
verður að sjá hvernig aðrir
flokkar munu bregðast við, ekki
síst þeir sem nú fara með völdin
í borginni, einkum Samfylking-
in í skjóli nokkurra flokka.
Margt skiptir máli þegar
kjósendur gera upp hug sinn.
Þjónustan við borgarana er afar
mikilvæg þegar rætt er um
sveitarstjórnarmál. Í þeim efn-
um stendur meirihlutinn í
Reykjavík vægast sagt veikum
fótum. Hann hefur reynt að
sleppa undan þátttöku í mæl-
ingum á gæðum þjónustunnar
en hefur verið mældur engu að
síður. Þær mælingar sýna að
þjónustan í höfuðborginni er sú
lélegasta á landinu. Ekkert af
stærstu sveitarfélögum lands-
ins veitir íbúum sínum jafn lé-
lega þjónustu og Reykjavíkur-
borg. Þetta er mikil breyting
frá því sem áður var þegar
borgin þótti til fyrirmyndar.
Þetta stafar ekki af því að
borgarstjórn hafi ákveðið að
skera niður og
lækka skatta. Þvert
á móti eru skattar í
leyfilegu hámarki
og báknið í borg-
inni þenst út. Odd-
viti sjálfstæðis-
manna benti á það í grein hér í
blaðinu á dögunum að „skrif-
stofa um miðlæga stjórnsýslu“
hefði kostað 1.872 milljónir
króna árið 2011 en kosti nú
nærri tvöfalt meira, eða 3.421
milljón.
Báknið hefur blásið út hjá
meirihlutanum í Reykjavík en
það hefur ekki orðið til þess að
bæta þjónustuna, þvert á móti.
Hvert sem borgarbúar líta sjá
þeir dæmi um skort á þjónustu.
Og ástæðan fyrir þessu er
ekki að borgin hafi sýnt fyrir-
hyggju og greitt niður skuldir.
Lengi vel var borgin rekin án
skuldasöfnunar. Svo náðu
vinstrimenn völdum og þá tók
að síga á ógæfuhliðina. Nú er
svo komið að skuldir borgar-
innar eru orðnar verulegt
áhyggjuefni. Heildarskuldirnar
eru um 300 milljarðar króna og
hafa margfaldast á síðustu ár-
um. Og þó að einungis sé horft á
borgarsjóð sjálfan, A-hlutann,
eru skuldirnar komnar yfir 100
milljarða króna og hafa meira
en tvöfaldast á fimmtán árum.
Þessi mikilvægu mál er nauð-
synlegt að fái ítarlega umræðu
fyrir kosningarnar í vor.
Reykjavík safnar
skuldum samhliða
hæstu sköttum og
verstu þjónustu}
Ófögur mynd
Ýmsir gerðu sigað kjánum hér
heima þegar þeir
létu eins og Íraks-
stríðið vorið 2003
hefði oltið á af-
stöðu Íslands.
NATO tók ekki af-
stöðu til þess
stríðs. Það var einnig svo að
Þýskaland og Frakkland, sem
er eitt af neitundarvaldsríkjum
S.þ., snerust á lokaskrefum
þess máls, og það með hliðsjón
af stöðu yfirvofandi kosninga í
tilviki Þýskalands. Eftir að
ákvörðun um stríð við Saddam
Hussein lá fyrir ákvað Ísland
að það styddi málstað Banda-
ríkjanna, Breta og Dana og
fleiri aðildarríkja árasanna,
fremur en málstað fjöldamorð-
ingjans.
Í fréttum „RÚV“ í gær var
sagt frá ruglingslegum um-
ræðum í boði hússins, þar sem
látið var eins og NATO hefði
ákveðið loftárásirnar á Sýr-
land. Var vitnað í orð Stolten-
berg framkvæmdastjóra um að
allir fastafulltrúar bandalags-
ins hefðu lýst yfir stuðningi við
þessar aðgerðir. Árásirnar ultu
ekki á þeirri yfirlýsingu. Rugl-
ingstal um það að einhver ríki
hefðu getað beitt neitunarvaldi
og hefðu þá jafnvel orðið að
segja sig úr NATO
(!) fylgdi í kjöl-
farið.
Árás Bandaríkj-
anna, Breta og
Frakka var ekki
háð samþykki
NATO fremur en
öryggisráðsins,
ekki fremur en árás Trumps
fyrir ári. Fyrsta „hreina
vinstristjórnin“ er hin eina sem
borið hefur fulla og ótakmark-
aða ábyrgð á styrjöldum
NATO í „vorhreingerning-
unum“ svokölluðu og hefði get-
að komið í veg fyrir að þær
árásir yrðu gerðar í nafni
NATO. Hvaða göngugarpa á
Keflavíkurveginum forðum
hefði órað fyrir að þegar roð-
inn í austri legðist loks yfir Al-
þingishúsið við Austurvöll þá
yrði eftirminnilegasta verk ör-
eigaríkisstjórnarinnar ásamt
Icesave að fara í stríð við varn-
arlítil ríki á Norðurströnd Afr-
íku.
En það er óþarft af núver-
andi ríkisstjórn að fara í marga
hringi í kringum sjálfa sig
vegna ábyrgðar á snarpri og
velheppnaðri árás Trumps og
félaga á Assad. Ábyrgð Íslands
nú er nákvæmlega hin sama og
var gagnvart herförinni á
hendur Hussein.
Frétta- og umræðu-
þættir „RÚV“ um al-
þjóðamál í gær náðu
því ekki að vera fyrir
byrjendur}
Vandræðagangur út af engu
Þ
að á að reka þau burt af heimilum
sínum nú í haust. Sú elsta í hópn-
um verður níræð í október og er
búin að missa sjónina. Mig langar
að segja ykkur stuttlega frá þeirri
baráttu sem hún á nú við að etja. Ég hitti hana
fyrir tveimur dögum. Ég fann hlýjuna og góð-
vildina streyma frá þessari smávöxnu og fín-
gerðu gömlu konu. Henni leið illa, var óörugg
og hrædd og sagðist lítið geta sofið fyrir
áhyggjum.
Málsókn gegn leigusalanum Naustavör
Þau voguðu sér að mótmæla óréttlætinu og
sjálftökunni sem þau máttu þola af hendi
leigusalans. Eftir langa baráttu sem engu
skilaði sáu þau enga aðra leið en leita réttar síns fyrir
óvilhöllum dómstóli. Þau höfðuðu mál gegn leigusal-
anum. Stefnendur í málinu voru þeir fimm íbúar Boða-
þings 22-24 sem skipuðu stjórn íbúafélagsins. Þau höfð-
uðu mál hvert í sínu lagi. Þetta gerðu þau fyrir hönd allra
annarra íbúa sem studdu þau með ráðum og dáð.
Ágreiningur málsaðila sneri að því að stefnandi taldi
sig ekki eiga að greiða ákveðna hluta hússjóðs sem hefði
verið notaður til þess að standa undir ýmsum kostnaði
stefnda, sem þau töldu að gæti ekki fallið undir rekstrar-
kostnað sameignar Boðaþings 22-24. Um var að ræða
stjórnunarkostnað stefnda, kostnað vegna húsvörslu,
kostnað vegna eftirlitskerfa í sameign og kostnað vegna
reksturs púttvallar. Dómar í málunum féllu í Héraðs-
dómi Reykjavíkur hinn 10. febrúar 2017.
Íbúar Boðaþings unnu málið. Þau höfðu s.s.
verið látin greiða ólögmætar greiðslur í hús-
sjóð svo árum skipti.
Viðbrögð Naustavarar við dómnum
Fljótlega eftir að dómur féll í málinu gengu
framkvæmdastjóri Naustavarar og þjónustu-
fulltrúi í allar íbúðir í Boðaþingi 22-24. Með-
ferðis höfðu þau viðauka við áðurgerðan
leigusamning íbúanna. Þau bönkuðu upp á
hjá hverjum og einum. Allir vissu að ef þeir
skrifuðu ekki undir yrði þeim gert að fara.
Þrátt fyrir að með því væri viðkomandi að af-
sala sér réttinum sem héraðsdómur dæmdi
þeim. Flestir urðu skelfingu lostnir og þorðu
ekki annað en skrifa undir. Hinum sem það ekki gerðu,
var sagt upp leigunni og gert að yfirgefa heimili sitt eigi
síðar en 1. okt. 2018
Tilvitnun í viðauka leigusamningsins:
„Leigjandi lítur svo á að alltaf hafi verið samkomulag
milli leigjanda og Naustavarar að leigjandi greiddi um-
ræddan kostnað. Við undirritun þessa viðauka sam-
þykkir leigjandi að engar kröfur séu milli aðila vegna
leigusamnings þrátt fyrir niðurstöðu áðurgreinds dóms.“
Þessi framkoma er vægast sagt dapurleg. Eru Hrafn-
istumenn búnir að gleyma einkunnarorðum sínum?
Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
Inga Sæland
Pistill
Valdníðsla?
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
Yfirlýsing Jens Stoltenberg,framkvæmdastjóra Atl-antshafsbandalagsinsNATO, á laugardag um
loftárásir Bandaríkjamanna, Breta
og Frakka í Sýrlandi lýsti fullum
stuðningi Íslands og allra hinna
bandalagsríkjanna við aðgerðirnar,
sem beindust gegn efnaverk-
smiðjum og rannsóknarstofum á
vegum stjórnar Bashar al-Assads
Sýrlandsforseta.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir að einhugur sé
innan ríkisstjórnarinnar um stuðn-
ing Íslands við yfirlýsingu NATO
um aðgerðir ríkjanna þriggja, en
boðað var til fundar í utanríkis-
málanefnd vegna flugskeytaárás-
anna í gærkvöldi, þar sem utanríkis-
ráðherra fór yfir málið með
nefndarmönnum og embættis-
mönnum úr utanríkisráðuneytinu.
Fyrst og fremst um
efnavopnin
„Öryggisráðið hefur brugðist
hvað þetta varðar, fyrst og fremst út
af því að Rússar hafa beitt neit-
unarvaldi sínu,“ segir Guðlaugur Þór
við Morgunblaðið. Í því ljósi séu að-
gerðirnar skiljanlegar, að mati ís-
lenskra stjórnvalda, sem hafi þó allt-
af talað fyrir pólitískri og frið-
samlegri lausn í Sýrlandi og lagt
áherslu á að koma því sjónarmiði á
framfæri innan Atlantshafs-
bandalagsins.
„Stóra málið er þetta, sem ég
vona að allir séu sammála um, að við
fordæmum notkun efnavopna. Þau
eru búin að vera bönnuð samkvæmt
alþjóðalögum mjög lengi af ástæðu.
Þetta eru einstaklega ómannúðleg
vopn og menn hafa áhyggjur af því
að verið sé að „normalísera“ notkun
þeirra, sem yrði gríðarlega alvar-
legt,“ segir Guðlaugur Þór.
Nokkrir þingmenn Vinstri
grænna, meðal annars Rósa Björk
Brynjólfsdóttir, varaformaður utan-
ríkismálanefndar, hafa lýst yfir and-
stöðu við loftárásirnar. Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra sagði í
gær að það væri flókin staða fyrir
Vinstri græn sem ríkisstjórnarflokk
að styðja aðgerðirnar, þar sem
flokkurinn væri á móti veru Íslands í
Atlantshafsbandalaginu.
Aðgöngumiði að ríkisstjórn
„Ef Vinstri græn héldu nú alltaf
dauðahaldi í NATO-úrsögnina vær-
um við náttúrlega aldrei nokkurn
tíma í ríkisstjórn. Það er ósköp ein-
föld formúla, ekki satt?“ sagði Ari
Trausti Guðmundsson, þingmaður
Vinstri grænna og fulltrúi í utanrík-
ismálanefnd, við Morgunblaðið fyrir
fundinn í gærkvöldi. Ari Trausti seg-
ir það skýrt í stjórnarsáttmálanum
að allir þátttakendur í ríkisstjórnar-
samstarfinu taki afstöðu með þjóðar-
öryggisstefnu landsins, sem byggist
á aðild að NATO og tvíhliða varnar-
samningi við Bandaríkin.
„Það er aðgöngumiðinn að ríkis-
stjórninni. Hún er ekki stofnuð utan
um þetta, heldur utan um ákveðin
innanlandsmál. Menn halda því til
haga einfaldlega svona, með því að
taka undir þessa þjóðaröryggis-
stefnu eins og hún er. Ef menn ætl-
uðu að koma Íslandi úr NATÓ þá
þyrfti nú fyrir það fyrsta að ná dá-
góðum hluta þjóðarinnar með á það
band og helst nokkrum stjórnmála-
flokkum, en Vinstri græn eru eini
flokkurinn af þessum átta sem hefur
þá afstöðu,“ segir Ari Trausti. Hann
vildi ekki ræða nánar um sína per-
sónulegu afstöðu til stuðnings Ís-
lands við aðgerðir vesturveldanna,
en málið verður tekið fyrir á þing-
flokksfundi Vinstri grænna í dag.
Einhugur innan
ríkisstjórnarinnar
AFP
Fánabrenna Mótmælendur í Bagdad, höfuðborg Íraks, lýstu í gær yfir
andstöðu við loftárásir Vesturveldanna og brenndu fána Bandaríkjanna.
Þingflokkur Pírata segir það
óásættanlegt að ríkisstjórn Ís-
lands hafi stutt yfirlýsingu
NATO um hernaðaraðgerðir
vesturveldanna í Sýrlandi,
sem bæði ógni öryggi al-
mennra borgara á svæðinu og
hamli rannsókn alþjóðlega við-
urkenndra eftirlitsaðila á
efnavopnaárásinni sem þar er
sögð hafa verið gerð gerð
þann 7. apríl síðastliðinn.
Þetta kemur fram í yfirlýs-
ingu.
Þingflokkurinn segist for-
dæma allan ólögmætan
árásarhernað í Sýrlandi og
einnig Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna og segir það hafa
ítrekað brugðist skyldu sinni
gagnvart Sýrlandi. Píratar
gagnrýna einnig það sem þau
kalla þögult samþykki Íslands
og annarra Vesturlanda við
þjóðernishreinsunum Tyrkja á
Kúrdum í Sýrlandi.
Ósátt við
stuðninginn
PÍRATAR ÁLYKTA