Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
✝ Jóhanna Ólafs-dóttir fæddist á
Reynisvatni 21.
mars 1931. Hún
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 8.
apríl 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Þóra Petr-
ína Jónsdóttir frá
Breiðholti og Ólaf-
ur Jón Jónsson frá
Stöðlakoti. Jó-
hanna ólst upp á Reynisvatni í
hópi systkina sinna, en þau
voru níu talsins.
Þann 3. október 1953 giftist
Jóhanna eftirlifandi eiginmanni
sínum, Þorgeiri Þorkelssyni
vörubílstjóra, f. 27. febrúar
1929. Börn þeirra eru 1) Þóra
Ólöf Þorgeirsdóttir, f. 1954,
hennar maður er Magnús S.
Þorvaldsson, eiga þau þrjár
dætur, níu barnabörn. 2) Ást-
ríður Þorgeirsdóttir, f. 1956,
hennar maður er Guðni Haukur
Sigurðsson, eiga þau þrjár
dætur og 11 barna-
börn. 3) Jón Þor-
geir Þorgeirsson, f.
1959, hans kona er
Elín Guðrún Páls-
dóttir, eiga þau tvö
börn. Jón Þorgeir
á eina fósturdóttur
og á hún fimm
börn. 4) Halldóra
Þorgeirsdóttir, f.
1965, hennar mað-
ur er Björn Jó-
hannsson og eiga þau fimm
börn og fimm barnabörn. Jó-
hanna gekk í Brúarlandsskóla
og lauk þaðan grunnskólaprófi.
Þegar hún var 21 árs fór hún í
Húsmæðraskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði. Jóhanna helg-
aði líf sitt heimili og börnum,
fyrir utan nokkur ár sem hún
vann í Stellu í Bankastræti og
Tímadjásni í Grímsbæ.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
16. apríl 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Þegar ég sit og minnist elsku
mömmu minnar kemur fyrst upp í
huga mér hversu hjartahlý mann-
eskja hún var sem mátti ekkert
aumt sjá. Hún sá ávallt hið góða í
öllum.
Margar bjartar og góðar minn-
ingar á ég í hjarta mínu um elsku
mömmu. Mömmu að segja mér
framhaldssögu sem hún spann
upp á kvöldin. Þessi saga var um
mús og þar sem ég hafði ekki
stórt hjarta sem barn mátti sagan
aldrei enda illa. Ég fæ oft að
heyra það frá eldri systrum mín-
um að þær hefðu ekki fengið þess-
ar sögur eins og ég, einkasonur-
inn, en allt er það sagt í léttum
tón. Alltaf gat ég leitað til
mömmu og ósjaldan sátum við tvö
við eldhúsborðið og ræddum um
heima og geima og ekki má
gleyma þeim mörgu skiptum þar
sem mamma spáði í bolla fyrir
mig. Margt rættist sem mamma
sá í bollunum.
Takk fyrir allt, elsku mamma.
Sé þig síðar. Þinn sonur,
Jón (Nonni).
Hún móðir mín var einstök,
hún var sú besta, hún var stoð
mín og stytta alla tíð, vinur í raun
og dæmdi mig aldrei. Get ég beðið
um betri móður, nei ég held ekki.
Mamma gaf mér allt það besta
sem til er, hún var staðföst, blíð
og dugleg, dæmdi aldrei neinn
mann, heldur sá það góða í öllum.
Hún var félagslynd með eindæm-
um, naut sín vel innan um fólk og
ég tala nú ekki um ef tekið var í
spil. Í mörg ár sótti hún félagsvist
hjá eldri borgurum og eignaðist
góða félaga þar. Ég get ekki ann-
að en sagt frá natni hennar við
börn mín og elskulegheitum sem
ég fæ aldrei nóg þakkað fyrir, þau
búa að því alla ævi hvað þau áttu
góða og yndislega ömmu.
Mamma átti farsælt lífshlaup, var
heilsuhraust fram á síðustu
metra, hógvær og alltaf sátt við
það sem hún hafði, öfundaði eng-
an og samgladdist öllum af öllu
hjarta. Vonandi get ég einhvern
tímann tileinkað mér hennar
góðu mannkosti. En umfram allt
er ég þakklát fyrir skilyrðislausa
ást hennar til mín og minna. Við
gjöldum kærleikann með sorg-
inni, mamma mín. Þetta eru síð-
ustu orð litlu stelpunnar þinnar til
þín. Mamma, ég elska þig.
Þín
Halldóra.
Í dag kveð ég elskulega
tengdamóður mína eftir áralöng
góð kynni.
Jóhanna þurfti eins og svo
margir aðrir að játa sig sigraða
fyrir þeim sjúkdómi sem leggur
svo marga að velli.
Fyrstu kynni mín af Jóhönnu
og Geira voru árið 1971, þá hafði
ég verið að gera hosur mínar
grænar fyrir elstu dótturinni og
var ég búinn að lofa henni að
koma í heimsókn á Grensás-
veginn.
Ég þurfti að fara í brúðkaup
hjá vini mínum þannig að ég var
kannski örlítið seinn á ferðinni,
engir GSM-símar til í þá daga til
að láta vita af sér. Þegar ég loks-
ins kom og var búinn að brölta
upp átta stigapalla og á milli 60 og
70 tröppur sagði kærastan:
„Magnús, hefurðu smakkað vín?“
Áður en ég gat sagt nokkuð
heyrðist sagt: „Hann Magnús er
bara þreyttur, búinn að vinna svo
mikið, hann þarf bara að fá að
borða.“ Þar með stóð hún upp frá
litla eldhúsborðinu, opnaði ís-
skápinn og tók til egg og beikon.
Þetta hafði ekki gerst á Grens-
ásveginum um miðnætti á laug-
ardagskvöldi.
Rúmum tíu árum seinna flutt-
um við Þóra í okkar fyrstu íbúð og
það á Grensásveginn en þá á 1.
hæðina Þá var Hanna Dísa fædd
og það kom stundum fyrir að hún
sagði: „Það er betri matur hjá
ömmu Hönnu“ og þar með skreið
hún upp alla stigana alveg upp á
efstu hæð til að borða hjá ömmu
sinni.
Jóhanna var mikil félagsvera,
fannst gaman að spila á spil og
fara í bingó og ekki var verra ef
það var kaffi og kaka í boði. Þá
fannst henni ekki leiðinlegt ef
Geiri skrapp með hana t.d. austur
í Hveragerði til þess að fá sér
kaffibolla og rjómatertusneið. Þá
voru einnig ófáar ferðirnar sem
farið var í Mosfellsbakarí og til
Jóa Fel, það fannst henni gaman.
Hanna var mikill dýravinur og
var það fastur punktur í tilverunni
að fara vestur til Hreins og Dísu á
Berserkseyri í sauðburð. Þar
skiptust þau Hreinn og Hanna á
að taka á móti lömbunum á vorin.
Eitt er það sem ég verð að
nefna í sambandi við Hönnu, ég
hef aldrei heyrt hana tala illa um
annað fólk, og er þó af nægu að
taka í okkar þjóðfélagi.
Elsku Hanna mín, ég kveð þig
með söknuði og ef það er eitthvað
til sem heitir himnaríki, þá munt
þú svo sannarlega eiga heima þar.
Blessuð sé minning þín,
þinn tengdasonur
Magnús.
Hjartahlý og umhyggjusöm
eru orðin sem fyrst koma upp í
huga mér þegar ég minnist elsku
tengdamóður minnar, Jóhönnu
Ólafsdóttur, eða Hönnu eins og
hún var ávallt kölluð. Hanna tók
mér opnum örmum þegar ég byrj-
aði með einkasyni hennar aðeins
19 ára gömul. Ósjaldan sat ég við
eldhúsborðið hjá henni þar sem
hún spáði í bolla fyrir mér og við
spjölluðum um daginn og veginn.
Hanna bar ávallt mikla umhyggju
fyrir afkomendum sínum og
fylgdist vel með hvað hver og einn
var að gera. Hún átti líka einstak-
lega góð samskipti við tengdafólk
barna sinna og stóðu hennar dyr
ávallt opnar fyrir því. Allt fram á
síðasta dag spurði hún frétta af
mínu fólki. Hanna sá ávallt það
góða í hverjum og einum. Hún
hallmælti aldrei eða tók afstöðu
með einum eða neinum og átti það
líka við um þó að börnin hennar
ættu hlut að máli.
Elsku Hanna, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig í
gegnum árin. Mikið væri heimur-
inn betri ef allir bæru þína hjarta-
hlýju. Minning um vel gerða og
góða konu mun ávallt lifa í hjarta
mér. Hvíl í friði, elsku Hanna mín,
og ég veit að þú munt taka mér
aftur opnum örmum þegar við
hittumst aftur síðar.
Þín tengdadóttir
Elín.
Elsku amma mín, þú valdir ald-
eilis daginn að fara frá okkur, 8.
apríl, fermingardaginn hans Sig-
fúsar Árna. Þennan dag vorum við
búin að tala mikið um og þú ætl-
aðir að koma og fá kjúklingaspjót
og rjómatertu. En því miður var
það ekki þannig heldur varstu
bara hérna hjá okkur í anda. Sím-
talið kom klukkan 14.05 og veislan
var hjá mér klukkan 16.00. Þetta
var erfitt amma mín. Hérna áttum
við að standa og taka á móti fullt
af fólki og gerðum það en það var
erfitt, en við erum stór og sterk
fjölskylda.
Amma mín, ég á bara góðar
minningar um ykkur elsku afa.
Þið elskuðuð að koma til okkar
allra í kaffi og fá með því. Ég held
að ég geti sagt rétt frá að þið kom-
uð á meðan heilsan leyfði í hverri
viku til mín í bakaríið.
Amma mín var börnum mínum
alltaf svo góð og vildi allt fyrir alla
gera.
Amma, nú er komið að leiðar-
lokum og ég skal passa upp á afa
minn sem á svo erfitt núna. Þú
varst gull af konu og ég geymi
minningarnar í hjarta mínu.
Elsku afi, mamma mín, Ásta,
Nonni og Dóra, amma er komin á
góðan stað, því verðum við að
trúa.
Hvíldu í friði. Þín
Linda Rós Magnúsdóttir.
Elsku besta amma mín og
nafna hefur nú fengið hvíldina.
Það eru svo margar minningar
sem ég á með þér enda hafið þið
afi verið stór hluti af lífi mínu alla
tíð.
Ég var fyrsta barnabarnið þitt
og varstu alltaf dugleg að láta
flest allt afgreiðslufólk vita þegar
við vorum saman að ég væri nú
elsta barnabarnið þitt og nafna.
Allar næturnar sem ég fékk að
gista hjá ykkur afa eru svo góðar
minningar, fyrst á Grensásvegin-
um þar sem þið voruð á efstu
hæðinni og við á neðstu hæðinni.
Þá gat ég alltaf labbað upp til
ykkar (þegar ég náði aldri) ef það
var ekki nógu góður matur hjá
okkur og fengið að borða eitthvað
gott hjá ykkur, grjónagrauturinn
var í uppáhaldi. Svo fékk ég að
gista og gramsa í fötunum hjá
Dóru frænku, henni til mikillar
mæðu. Þegar þið fluttuð í Ofan-
leitið fannst mér best í heimi að
taka strætó til ykkar á föstudegi
og gista alla helgina þar sem við
byrjuðum á að fara í Fjarðarkaup
að versla, það var alveg toppur-
inn. Held ég hafi líka pakkað
nokkrum sinnum ofan í tösku á
gelgjunni og ætlað að flytja til
ykkar.
Þegar ég fór að svo að búa sjálf
voruð þið alla tíð svo dugleg að
koma í heimsókn til mín, en hjálp-
semi ykkar afa átti sér enginn
takmörk, yfirleitt var alltaf komið
með rós eða eitthvert blóm. Þú
þurftir alltaf að vera að gefa
manni eitthvað. Oft tókstu svo ut-
an um mig og sagðir mér hvað þér
leið vel að koma til mín í kaffi og
smá súkkulaði. Væntumþykjan
þín var áþreifanleg.
Það var ekki bara nafnið sem
ég fékk frá þér heldur var það
stóra ástin í lífi okkar, kökur og
súkkulaði, þú elskaðir að fá góða
rjómaköku enda var yfirleitt end-
að á kaffihúsi ef ég var að keyra
þig eitthvað, og ekki sagðir þú nei
við góðum bíltúr. Að koma við hjá
Lindu systur í Jóa Fel þótti þér
alltaf gott.
Núna síðustu tvo og hálfan
mánuð sem þú varst á spítala,
fyrst á Landspítalanum og svo á
líknardeildinni í Kópavogi þar
sem var hugsað svo einstaklega
vel um þig, var það svo mikilvægt
að geta setið hjá þér og haldið í
höndina þína og fundið fyrir hinni
góðu nærveru þinni, setið hjá þér
þegar þú tókst síðasta andar-
dráttinn og eytt svo restinni af
deginum öllum með stórfjölskyld-
unni okkar í fermingarveislu. Það
var mikilvægt og gott fyrir okkur
öll að vera saman, enda eru börn-
in þín og öll barnabörnin og
barnabarna börnin svo náin og
einstaklega samtaka. Við munum
passa vel upp á elsku afa, halda
áfram að vera dugleg að koma í
heimsókn og passa upp á að allt
sé í lagi.
Takk fyrir að vera yndisleg
amma sem og langamma
barnanna minna sem þykir svo
vænt um ykkur afa.
Hvíldu í friði, elsku hjartans
amma mín. Ég kveð þig með orð-
um úr uppáhaldslaginu þínu:
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir
(Hanna Dísa)
Ég sit með tárin í augunum og
á erfitt með að trúa því að nú sé
komið að kveðjustund elsku
amma mín. Stundum finnst
manni lífið bara svo ósanngjarnt
að manneskja sem maður elskar
sé tekin frá manni og ég fái ekki
að faðma þig og sjá brosið þitt
einu sinni enn. Amma var glöð,
hlý og góð kona og lærði ég mikið
af henni sem mun nýtast mér í
framtíðinni.
Allar dýrmætu minningarnar
sem ég á um okkur saman er ég
svo þakklát fyrir núna, allar
Kringluferðirnar, öll kvöldin sem
við spiluðum og spjölluðum langt
fram eftir og þú sagðir mér frá
gömlum tímum, þessar minning-
ar eru svo dýrmætar og gott að
ylja sér við þær á tímum sem
þessum.
Ég veit að núna líður þér vel
amma mín og ég veit að það var
tekið vel á móti þér hinum megin
með nóg af súkkulaði og rjóma.
Nú kveð ég þig, elsku amma
mín, og megi englar vaka yfir
þér.
Sofðu rótt.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín
Guðrún Sól.
Í dag kveð ég elskulegu ömmu
Hönnu. Hún hefur fengið frið frá
lífsins þrautum og eftir stend ég
með ljúfar minningar um góða
ömmu.
Takk fyrir allar stundirnar
okkar saman, allar pönnsurnar
sem þú bakaðir, allar Kringlu-
ferðirnar okkar saman, spilast-
undirnar við eldhúsborðið og all-
ar næturnar sem þú passaðir
mig, takk fyrir að vera mér alltaf
svona góð, elsku besta amma
mín, ég geymi þessar minningar
eins og fjársjóð. Hvíl í friði, þín
hrútastelpa,
Þóra Kolbrún.
Elsku besta amma mín. Mikið
er sárt að þú sért farin frá okkur.
Ég á svo ótrúlega mikið af fal-
legum og góðum minningum um
þig. Þú varst búin að kenna mér
að syngja yfir 20 lög áður en ég
varð tveggja ára enda var ég ekki
nema rétt þriggja mánaða þegar
þú byrjaðir að passa mig. Þegar
ég var yngri fór ég í fýlu ef ég
mátti ekki koma og gista hjá ykk-
ur afa um helgar, enda ekki skrít-
ið því hjá ykkur var alltaf svo gott
að vera. Við gátum spilað saman
heilu kvöldin og oftar en ekki var
smá súkkulaði með. Um helgar
var svo annaðhvort farið í Kola-
portið nú eða labbað í Kringlunni,
það þótti mér alltaf svo gaman.
Amma elskaði að fara í bingó og
spila félagsvist og var hún mjög
dugleg að gera það og oft fór ég
með henni og hafði gaman af. Ég
man aldrei eftir ömmu í vondu
skapi. Alltaf tók hún brosandi á
móti mér og seinna allri minni
fjölskyldu. Ég man svo vel að
þegar ég var ólétt að börnunum
mínum fór ég alltaf beint til
ömmu til að láta hana spá fyrir
mér og alltaf sá hún fóstur í boll-
anum og ég var rétt komin 5-6
vikur á leið. Amma sá margt í
bollunum sem rættist iðulega, t.d.
sagði hún alltaf að ég ætti eftir að
eignast stelpu, ég var orðin frek-
ar efins um að það myndi gerast
þegar ég varð ólétt að fjórða
barninu mínu og átti orðið þrjá
stráka! En að sjálfsögðu hafði
amma rétt fyrir sér og stelpan lét
sjá sig. Mikið er ég glöð að amma
fékk að kynnast og hitta öll börn-
in mín og þau henni. Amma var
algjör perla og ég á eftir að sakna
hennar mikið en ég á fallegar og
góðar minningar sem ég geymi
vel. Hvíldu í friði elsku besta
amma mín. Takk fyrir allt.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín ömmustelpa
Tinna Ýr.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim;
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún.)
Það er erfitt að fara að skrifa
minningargrein um frænku mína
sem var mér mjög kær. Þegar
stundin er komin brestur eitt-
hvað í hjarta manns, jafnvel þótt
ég hafi vitað um veikindi hennar
og að líða færi að endalokum
þessarar jarðvistar. Ég fór níu
ára til Hönnu minnar og Geira til
að passa Nonna son þeirra og þar
kynntist ég allri góðmennsku
hennar í minn garð. Oft á lífsleið-
inni kom ég í heimsókn til þeirra
og þá var iðulega hellt upp á kaffi
og bolla hvolft að því loknu. Hún
Hanna mín var þeim hæfileika
gædd að hún sá í bollanum oft
það sem aðrir sáu ekki og yfirleitt
komu þeir spádómar fram eins og
hún hafði sagt til um. Það hafa
verið margar góðar stundir á
liðnum árum þar sem ég hef setið
á spjalli í heimsókn til þeirra
hjóna og oft þegar ég ætlaði að
standa upp og fara, sögðu þau:
„Æ, Bagga, liggur þér nokkuð
á?“ og oftast fór ég ekki fyrr en á
miðnætti. Ég rifja líka oft upp
þann tíma þar sem við sátum við
að skoða myndaalbúmin hennar,
þar sem var hafsjór af góðum
minningum. Jafnvel gamlar
myndir af ættmennum okkar sem
hvergi voru til annars staðar og
hafði hún nöfnin á þeim á reiðum
höndum.
Ég held að hún Hanna hafi
munað flesta afmælisdaga ætt-
menna okkar og hafði hún sér-
stakan áhuga á í hvaða mánuði
hver átti afmælið til að staðsetja
hann í tilheyrandi stjörnumerki
og út frá því gat hún lýst eigin-
leikum viðkomandi nokkuð
glögglega. Ég minnist þess sér-
staklega þegar ég var í vistinni
hjá þeim, hvað það var alltaf gam-
an þegar við á sunnudögum fór-
um upp að Reynisvatni. Þá sat ég
yfirleitt á pallinum á vörubílnum
hans Geira og var stranglega
áminnt um að halda mér fast.
Elsku Hanna mín, nú er komið
að kveðjustundinni, þakka þér
fyrir öll árin sem við áttum sam-
an og voru svo gefandi. Nú ertu
komin til allra systkina þinna og
foreldra.
Elsku Geiri og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Þóra Björg Ólafsdóttir.
Jóhanna
Ólafsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma okkar,
í dag kveðjum við þig
hinstu kveðju með þökk í
hjarta fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur, þú
varst einstaklega glæsileg
og góðhjörtuð langamma.
Hvíl í friði, elsku fallega
og góða langamma Hanna
okkar.
Við sendum þér knús og
biðjum englana að passa
þig.
Bjarki Már, Smári
Björn og Embla Dís.
Elsku langamma okkar.
Takk fyrir að vera alltaf
svona góð við okkur, við
eigum eftir að sakna þín
mikið.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu
mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út
á haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Hvíldu í friði.
Þín langömmubörn,
Daði Þór, Ægir Dór,
Breki Dan og Hrafn-
tinna Rún.
Elskulegur mágur minn og frændi okkar,
ÍVAR ÁRNASON
frá Skógarseli í Reykjadal,
síðast til heimilis á
Skógarbrekku, Húsavík,
lést fimmtudaginn 5. apríl. Útför hans fer
fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal
þriðjudaginn 17. apríl klukkan 14.
Árni Bjarnason
Eyþór Árnason Elín Sigurlaug Árnadóttir
Drífa Árnadóttir Anna Sólveig Árnadóttir
Guðný Ragnarsdóttir