Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 19

Morgunblaðið - 16.04.2018, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 ✝ Kristín Björns-dóttir fæddist í Stykkishólmi 24. október 1931. Hún lést á Landspít- alanum 5. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björn Hildimund- arson verkstjóri, f. 2.5. 1906, d. 29.9. 1983, og Elísabet Magnúsdóttir húsmóðir, f. 21.4. 1912, d. 18.10. 1984. Kristín var elst barna þeirra. Systkini henn- ar eru Guðrún, f. 8.7. 1934, d. 26.3. 2009, Elsa, f. 6.7. 1935, Hildimundur, f. 15.1. 1938, d. 13.1. 2010, og Viðar, f. 7.8. 1943. Kristín giftist 27.12. 1952 Benedikt Lárussyni, f. 18.3. 1924, d. 29.12. 2014. Foreldrar hans voru Lárus Kristjánsson, trésmiður í Stykkishólmi, f. 2.8. 1883, d. 19.7. 1966, og kona hans Þórey Nikulásdóttir, f. 5.10. 1879, d. 5.2. 1966. Kristín og Benedikt eignuðust sjö börn: 1) Eyþór, f. 28.10. 1952, eiginkona hans er Unnur Valdi- marsdóttir og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 2) Ingi- starfaði á húsgagnaverkstæðinu Aton og sem fiskverkakona hjá Þórsnesi í allmörg ár og var einnig verkstjóri hjá Slátur- félagi Snæfellinga mörg haust. Einnig vann hún nokkur sumur á Hótel Stykkishólmi og um tíma var hún við skrifstofustörf í versluninni Hólmkjör. Hún var forstöðukona Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi frá 1990-2001 þegar hún lét af störf- um vegna aldurs. Kristín starfaði með Kven- félaginu Hringnum í Stykkis- hólmi þar sem hún var formaður um árabil og um tíma var hún einnig formaður Kvenfélaga- sambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslna. Hún var varafulltrúi í hreppsnefnd Stykkishólms 1978 og sat sem aðalmaður í hreppsnefnd og bæjarstjórn til 1990. Þann tíma lét hún málefni aldraðra til sín taka og var hún formaður stjórnar Dvalarheimilis aldraða í Stykkishólmi. Þau Kristín og Benedikt bjuggu í Stykkishólmi öll sín hjú- skaparár, lengst af í húsi sem þau reistu í Lágholtinu og síð- ustu árin í íbúð sem þau festu kaup á við Tjarnarás. Frá því í febrúar á þessu ári bjó Kristín á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Útför hennar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 16. apríl 2018, klukkan 14. björg Hildur, f. 15.10. 1954, eig- inmaður hennar er Gretar D. Pálsson, eiga þau fjögur börn og sjö barna- börn. 3) Bryndís, f. 22.11. 1956, eig- inmaður hennar er Birgir Jónsson og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 4) Björn, f. 30.11. 1957, eiginkona hans er Árþóra Steinarsdóttir og eiga þau tvo syni. 5) Óðinn Logi, f. 22.2. 1960, d. 31.7. 2014. 6) Lára, f. 28.9. 1963, hún á tvo syni. 7) Ellert Þór, f. 30.3. 1967, d. 25.3. 2013, eftirlifandi eiginkona hans er Anne Bau og eiga þau tvo syni. Kristín ólst upp í Stykkis- hólmi og eftir skyldunám var hún tvo vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Á unglingsárum starfaði hún með föðurömmu sinni, Ingibjörgu Jónasdóttur, sem ráðskona í vegavinnuflokk- um Hildimundar afa síns, aðal- lega á Vestfjörðum. Hún vann við verslunarstörf og eftir að hún giftist var heimilishaldið hennar starfsvettvangur. Hún Mig langar að minnast Kiddýj- ar tengdamóður minnar í örfáum orðum. Tengdaforeldrar mínir bjuggu lengst af í Lágholti 1, þar sem þau höfðu byggt sér myndarlegt hús. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust sjö börn. Um tíma bjuggu tengdaforeldrar hennar einnig hjá þeim. Hún var húsmóð- ir á stóru heimili og ekki veitti af að hafa stjórn á þessum stóra hóp. Þar var alltaf líf og fjör og á ég dýrmætar minningar frá þeim tíma. Þau héldu hópnum sínum vel saman alla tíð og sýndu mikinn kærleika, sem þau miðluðu til barnanna sinna. Þess sama nutu barnabörnin og barnabarnabörn- in einnig þegar þau bættust við í hópinn. Þetta var þeirra ríkidæmi. En þau hjón fengu líka að kynnast sorginni þegar þau urðu fyrir því áfalla að missa syni sína tvo með stuttu millibili. En fjöl- skyldan stóð þétt saman við þessa miklu erfiðleika. Kiddý var kraftmikil, dugleg og ákveðin kona. Það virtist fátt vefj- ast fyrir henni. Hún var einstak- lega úrræðagóð, var ekki að velta sér upp úr vandamálum, fann frekar lausnir á þeim . Kiddý var mjög smekkleg kona og hafði ánægju af að klæða sig upp. Hún lagði mikla áherslu á að kaupa sér vandaðan fatnað og vera vel til höfð. Saumaskapur var sameiginlegt áhugamál okkar Kiddýjar. Alltaf gat ég leitað til hennar og fengið ráðleggingar við saumaskap, hvort sem var að velja snið eða efni. Oft á tíðum fóru þá fram miklar vangaveltur á milli okkar. Ekki fengum við alltaf niðurstöð- ur og kom þá fyrir að hún hringdi stuttu síðar. Var hún þá búin að hugsa málið upp á nýtt og komin með nýjar hugmyndir. Hún var óspör á að hvetja mig áfram, virt- ist alltaf hafa tíma. Að leiðarlokum langar mig að þakka Kiddý fyrir samfylgdina. Betri tengdamóður hefði ég ekki geta hugsað mér. Blessuð sé minning góðrar konu. Árþóra Steinarsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu eða Kiddý ömmu eins og við kölluðum hana. Amma var hjartahlý og góð kona, hún var alltaf samkvæm sjálfri sér og mjög dugleg. Amma var ekki fyrirferðarmik- il eða stórtæk en á lífsleið sinni lét hún þó til sín taka. Fyrir utan það að halda utan um stóra fjölskyldu tók hún virkan þátt í félagsstarfi, m.a. með Kvenfélaginu til margra ára, auk þess sem hún sat í bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar. Að koma í Lágholtið, og síðar Tjarnarásinn, voru forréttindi. Þaðan fór enginn svangur eftir að amma hafði borið í mann kökur að ógleymdu besta kakói í heimi. Amma bar af hvar sem hún kom í veislu eða hvers konar samkomur, hún fór nefnilega aldrei illa til höfð á meðal fólks, ekki einu sinni í búðina. Enda átti hún mjög falleg og vönduð föt og fór vel með það sem hún átti. Amma var sterkur karakter og hafði sterkar skoðan- ir og var aldrei að skafa utan af hlutunum. Hún talaði tæpitungu- laust og lá ekki á skoðunum sín- um. Einnig var ætíð stutt í kímni- gáfuna. Þannig var amma og við erum þakklát fyrir það. Amma var nefnilega svo góð fyrirmynd fyrir okkur öll, hún hugsaði vel um fjöl- skyldu sína og kenndi okkur góðu gildin fyrir lífið og hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Það hafði augljós áhrif á hana að fylgja tveimur barna sinna til grafar, auk eiginmanns, og fór það ekki framhjá okkur. Þrátt fyrir áföll sáum við þó enn sterka, sjálf- stæða og ákveðna konu sem við erum þakklát fyrir að hafa átt sem fyrirmynd og ömmu. Hún var stolt kona og leyndi ekki ánægju sinni yfir barnabörn- unum og barnabarnabörnum. Þrátt fyrir fjöldann allan af af- komendum vissi hún upp á hár hvað hver og einn væri að gera í sínu lífi og við fundum alltaf fyrir stuðningi, ást og hlýju frá henni. Við minnumst ömmu með sökn- uði og hlýju og hugsum til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Fyrir hönd barnabarna, Gísli Sveinn Gretarsson og Hugrún Birgisdóttir. Það er skrýtið að setjast niður og skrifa minningarorð um mömmu, einhvern veginn hélt ég að hún yrði alltaf til staðar. Sem barn var ég ekkert að hugsa um að mamma og pabbi hefðu mikið að gera við að halda heimili og ala upp sjö börn. Pabbi vann úti og á meðan við vorum lítil var mamma heimavinnandi og sá um heimilið og allt sem því fylgdi. Það var ekki fyrr en ég eignaðist mín börn að ég áttaði mig á því hvílík vinna þetta hefur verið. Ég spurði mömmu einhvern tímann hvort þetta hefði ekki verið erfitt með öll þessi börn. Nei, henni fannst þetta lítið mál og talaði um að við hefð- um verið svo stillt og aldrei rifist. Ég trúði því nú ekki alveg. Mamma hafði gaman af því að sauma og notaði þá kvöldin þegar komin var ró á heimilið og saum- aði á okkur, hún hefur gert ófáar flíkurnar á mig í gegnum árin og stundum fórum við saman í Vogue og Virku að velja efni. Hún var fljót að sjá falleg efni og sá fyrir sér hvernig flíkin myndi liti út, ég sá bara efnisstrangann og ekkert annað. Mamma naut þess að vera í fallegum og vönduðum fötum og henni fannst ég stundum geta gert betur í fatavali og þá átti hún til að spyrja: „Ætlar þú að vera í þessu?“ eða „Hefur þú ekkert annað til að fara í?“ Það var dæmi um velheppnaða Reykjavíkurferð ef hún komst í Bernharð Laxdal til að versla. Seinna fór hún að sauma búta- saum og saumaði teppi og dúka sem við afkomendurnir njótum nú góðs af. Hún var ekki vön að vera aðgerðalaus og ef hún settist nið- ur til að horfa á sjónvarp varði það í um hálftíma og þá rauk hún á fætur með þessum orðum: „Ég held að maður sé vitlaus á að hanga svona.“ Afkomendurnir voru duglegir að heimsækja mömmu og pabba enda alltaf gott að koma til þeirra. Hún bakaði heimsins bestu pönnukökur og stjanaði í kringum okkur. Það verður skrítið að heimsækja Hólminn og geta ekki kíkt í heim- sókn til þeirra. Elsku mamma, takk fyrir allt. Þín Lára. Þegar ég kom í fyrsta skipti til Stykkishólms um fermingu hitti ég Kristínu Björnsdóttur á heimili þeirra Benedikts Lárussonar frænda míns. Það var einstaklega gott að koma til þeirra og njóta gestrisni þeirra hjóna og vináttu. Umsvifin á fjölmennu heimili þeirra voru mikil og það fór ekki á milli mála að Kristín var stolt af sínum stóra hópi barna sem hafa öll lagt mikið til samfélagsins. Eftir að ég flutti til Stykkishólms og hóf störf sem bæjarstjóri kynntist ég Kristínu enn betur og gerði mér grein fyrir því hversu mikill skörungur þessi hægláta kona var. Störf Kristínar í þágu samfélagsins voru margháttuð. Sem bæjarfulltrúi var hún öflug, framsýn og metnaðarfull fyrir hönd bæjarins okkar og það var gott að starfa með henni svo fé- lagsvön sem hún var og hélt fast fram þeim margvíslegu málum sem hún bar fyrir brjósti sem bæjarfulltrúi. Sem formaður Kvenfélagins Hringsins var hún sívakandi fyrir þörfum samfélags- ins og það var fjölmargt sem kon- urnar í Hringnum unnu saman að og ófáar stundirnar sem Kristín gaf til samfélagsverkefna á svo mörgum sviðum. Mér er sérstak- lega minnisstætt þegar ákveðið var að Stykkishólmsbær gengi til samstarfs við Kvenfélagið Hring- inn um að stækka skrúðgarðinn Hólmgarð og Hringskonur byggðu félagsheimili sitt Freyju- lund í Hólmgarði. Þegar Kristín tók við sem forstöðukona Dvalar- heimilis aldraðra kynntist ég vel jákvæðri stjórnsemi hennar, út- sjónarsemi hennar við rekstur og umhyggju fyrir heimilisfólkinu á Dvalarheimili aldraðra. Fyrir það samstarf, sem engan skugga bar á, er ég þakklátur og það var ánægjulegt að vinna með Kristínu sem forstöðukonu og bæjarfull- trúa við að byggja upp fyrri áfanga íbúða fyrir aldraða við Dvalarheimilið og taka þær íbúðir í notkun. Það var því við hæfi að hún nyti þjónustu á því góða heimili eftir að hún sjálf þurfti á því að halda að fá stuðning og skjól þegar aldurinn færðist yfir hana. Við Hallgerður sendum fjölskyldu Kristínar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðr- ar konu. Sturla Böðvarsson. Kristín Björnsdóttir ✝ Vífill Búasonfæddist 20. október 1929 á Fer- stiklu í Hval- fjarðarsveit. Hann lést á Höfða hjúkr- unar- og dvalar- heimili 9. apríl 2018. Foreldrar hans voru Margrét Jóns- dóttir, f. 4. júlí 1893, d. 7. apríl 1993, og Búi Jónsson, f. 9. febr- úar 1897, d. 30. ágúst 1973, bændur og veitingamenn á Fer- stiklu. Vífill var yngstur þriggja systkina. Systkini hans voru Kristín Ríkey og Gísli sem bæði eru látin. Vífill ólst upp við venjuleg sveitastörf og gekk í farskóla sveitarinnar. Vífill var þrjá vet- ur í formlegu námi við Gagn- fræðaskóla Akureyrar áður en hann hóf búskap á Ferstiklu 18 ára gamall og bjó hann þar alla tíð. Hann kvæntist 19. apríl 1956 Guð- björgu Dúfu Stef- ánsdóttur frá Bjart- eyjarsandi, f. 7. nóvember 1934. Börn þeirra eru: Guðmundur Rúnar, f. 23. maí 1956, Búi Grétar, f. 21. nóv- ember 1957, Mar- grét Ósk, f. 12. október 1961, og Guðbjörn Smári, f. 24. febrúar 1963. Barnabörn Vífils og Dúfu eru alls 10 og langafabörnin 20. Vífill var mjög virkur í félags- málum og sat í stjórnum margra félaga og fyrirtækja sem sneru að ævistarfi hans og áhuga- málum. Hann hætti sem kúa- bóndi um aldamótin 2000 en gerðist upp úr því skógarbóndi og sinnti því til æviloka. Útför hans fer fram frá Hall- grímskirkju í Saurbæ í dag, 16. apríl 2018, klukkan 14. Elsku pabbi minn, þú kvaddir okkur á sólríkum morgni, morgni sem gaf fyrirheit um að vorið væri á næsta leiti. Þú vissir að þetta vor myndir þú ekki upp- lifa. En við vorum búin að spjalla um vorboðana í sveitinni. Rjúp- urnar sem voru mættar í skjól- beltið og þrestina sem voru farn- ir að vappa á hlaðinu. Enn var þó langt í að maríuerlan kæmi og heilsaði upp á okkur. Þú unnir sveitinni þinni, þar fæddist þú og bjóst alla tíð. Þú varst af þessari ótrúlegu kynslóð fólks sem hefur upplifað svo miklar breytingar í þjóð- félaginu. Við getum t.d. reynt að setja okkur í spor 10 ára sveita- drengs og hvernig það hefur verið þegar sveitin breyttist úr fámennu sveitasamfélagi í sam- félag þar sem fullt var af her- mönnum og öllu því sem fylgdi stríðsrekstri. Fyrir þér var þetta ævintýri og sögurnar voru margar og áhugaverðar sem þú sagðir af þessum tíma. Og enn næstum 80 árum seinna kom glampi í augun þegar þessi tími var rifjaður upp. Þú varst 18 ára þegar þú gerðist bóndi og það varð þitt ævistarf. Duglegur varst þú að vinna að umbótum á jörðinni og byggðir búið þitt upp í takt við tækninýjungar þess tíma. Þeg- ar þú lagðir svo niður hefðbund- inn búskap gerðist þú skógar- bóndi, þá 71 árs gamall. Það má með sanni segja að þú varst bóndinn sem var ötull við að yrkja jörðina, það sjá allir sem leggja leið sína um fjörðinn okk- ar fagra. Þú verður ekki hér með okk- ur þetta vorið en ég held áfram að fylgjast með rjúpunum og þröstunum. Ég fylgist líka með þegar trén fara að bruma og ég skila kveðju til maríuerlunnar. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Margrét. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Þegar ég lít til baka á þann tíma sem við áttum saman hér á jörðu man ég eftir mörgum dýr- mætum stundum. Fyrirferða- mestar í huga mínum eru allar stundirnar sem við áttum saman þar sem ég fékk að njóta alls þess fróðleiks sem þú hafðir yfir að búa. Ég fékk svo oft að heyra áhugaverðar sögur af fólki úr fortíðinni, sem stundum voru ansi skondnar og skrítnar, en stundum líka alvarlegar og sorg- legar. En sama hvert umræðu- efnið var sagðir þú alltaf svo skemmtilega og glettilega frá. Ég mun geyma þessar stundir í huga mér og hjarta. Það er skrítin tilhugsun að keyra inn Hvalfjörðinn og vita að ég fæ ekki að setjast niður með þér í eldhúsinu á Ferstiklu og spjalla við þig. Þín verður sárt saknað. Góða ferð elsku afi minn, við sjáumst síðar. Guðrún Dúfa. Elsku afi. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Minningin um góðan mann og enn betri afa mun lifa áfram í hjarta mínu. Ég man all- ar góðu stundirnar sem við höf- um átt, þá sérstaklega í sveitinni hjá þér. Ég þakka fyrir tímann sem við höfum átt saman og að stelpurnar mínar skuli hafa fengið að kynnast þér. Þú varst einstakur maður og ég mun sakna þín. Elska þig afi minn. Elsku afi ég þarf að kveðja þig það er ansi erfitt fyrir mig. Það er þó huggun að þú fórst sáttur mú passar þig okkar æðri máttur. Þegar ég mun nú hugsa til þín man ég hvernig þú brostir til mín með hvíta skeggið þitt fagra og marga skemmtilega söguna sagða. Ísafjarðarsólina kallaðir þú mig þegar ég kom og hitti þig. Hlýju og spjall þú áttir alltaf til allir ættu að eiga einn afa Vífil. Eitt vil ég að þú vitir nú uppáhald allra, það varst þú. Nú segi ég í hinsta sinn góða nótt sofðu afi minn nú loksins rótt. (Elva Rún Rúnarsdóttir) Þín Elva Rún Rúnarsdóttir. Elsku afi. Í dag kveðjum við þig í síðasta sinn. Okkur syst- urnar langar að minnast þín í nokkrum orðum sem fá þó ekki lýst til fullnustu þeirri ást og þeim kærleika sem við bárum til þín. Þú varst einstakt ljúfmenni, hjartahlýr, klár og algjör visku- brunnur. Við og fjölskyldur okk- ar viljum þakka þér fyrir þær ótalmörgu samverustundir sem við fengum að njóta með þér og þær dýrmætu minningar sem við eigum með þér. Við erum óendanlega þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an í sveitinni hjá þér og ömmu. Öll jólin sem við höfum haldið saman. Öll trén sem við höfum plantað saman í fallegu skóg- ræktinni okkar á Ferstiklu. Elsku afi, við biðjum góðan guð að varðveita þig. Hvíl í friði. Þínar afastelpur Unnur Smáradóttir og Eydís Smáradóttir. Kveðja úr Vatnaskógi. Í dag kveðja Skógarmenn í Vatnaskógi góðan nágranna og traustan vin, Vífil Búason. Hann birtist okkur sem ljúfur og glett- inn í senn en hafði afskaplega virðulegt yfirbragð og okkur yngri fannst rétt að leggja við hlustir þegar hann hafði eitthvað til málanna að leggja, enda ráða- góður nágranni. Vífill var starf- inu í Vatnaskógi mikil hjálpar- hella, þeir eru orðnir margir áratugirnir sem Vífill hefur rétt hjálparhönd til hagsbóta fyrir starfið í Vatnaskógi. Það var alltaf gott að fá þau hjón Dúfu og Vífil í heimsókn og gott að sækja þau heim. Fáir vissu jafn góð deili á svæðinu og Vífill og þær eru eftirminnilegar ferðirnar sem karlar í karlaflokki fóru um sveitirnar í kring í rútu og nutu frábærar leiðsagnar Vífils. Við fylgdumst með mikilli aðdáun þegar Vífill gróðursetti mikið magn af trjáplöntum í túninu við Ferstiklu og í dag má sjá þar blómlega skógrækt. Skógarmenn KFUM senda fjölskyldu Vífils innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. Skógarmanna KFUM, Ársæll Aðalbergsson og Ólafur Sverrisson. Vífill Búason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.