Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 27
» Sýning HrafnhildarIngu Sigurðardóttur
listmálara var opnuð í
Gallerí Fold á laugar-
dag. Sýninguna kallar
hún Gul viðvörun og vís-
ar þar til veðurhamsins
sem ríkir í verkunum,
sem lýsa mörg hver á
dramatískan hátt öldu-
róti og flugi svartra og
þungra skýjabakka.
tur í Gallerí Fold
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í mynd Listakonan og fylgjendur blönduðu geði við opnunina.
Félagar Meðal gesta voru Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins,
og Óskar Magnússon, skógarbóndi og eiginmaður listakonunnar.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s
Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 18/4 kl. 20:30 aukas. Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
í boði árið um kring og taki menn-
ingarstofnanir vel á móti börnum
og barnafjölskyldum.
Björg, sem sjálf á þrjú börn,
veit að það getur kostað sitt að
fara með alla fjölskylduna á list-
viðburð, en mikið framboð sé af
menningarlegri afþreyingu fyrir
börn sem ýmist er ókeypis eða á
mjög hagstæðu verði. „Hvort sem
um er að ræða leikhússýningar
fyrir börn, sinfóníutónleika, eða
listasýningar þá er mikill metn-
aður lagður í barnastarfið og
reynt að gera starfsemina eins að-
gengilega börnum og hægt er.“
Vafalítið langar flesta foreldra
til að veita börnunum sínum gott
menningarlegt uppeldi, svo þau
kunni einhver skil á tónlist, mynd-
list og leiklist, og rati um menn-
ingarstofnanir landsins. Björg veit
af reynslunni að það er samt ekki
alltaf auðvelt að opna augu
barnanna. „Ég hef alveg fengið að
heyra það sjálf hjá eigin börnum
að þau nenni ekki fyrir nokkra
muni að fara með móður sinni á
enn eitt safnið, hvort sem það er
til að gera okkur dagamun hér á
Íslandi eða þegar fjölskyldan
ferðast til útlanda,“ segir hún og
veitir foreldrum það heilræði að
gæta jafnvægis, og tryggja að
börnin fái notið menningar sem
hæfir aldi þeirra og gefur þeim
tækifæri á að fá útrás. „Þetta get-
ur stundum verið línudans, og gott
ef börnin fá endrum og sinnum að
ráða.“
Ef tekst að kveikja áhugann má
reikna með því að boltinn taki að
rúlla af sjálfu sér enda hafi börn-
in, í gegnum netið, aðgang að
ótæmandi uppsprettu lista, menn-
ingar og fróðleiks. Með einu litlu
forriti geta þau hlustað á meiri
tónlist en foreldrar þeirra gátu
fundið í heilli plötubúð á sínum
æskuárum, og allar heimsins óp-
erur, ballettar og meistaraverk
gömlu listmálaranna og mynd-
höggvaranna eru komin á netið.
„Það sem gerist þá er að fullorðna
fólkið þarf að vera tilbúið að svara
alls kyns krefjandi spurningum
um hitt og þetta, enda börnin ólm
að vita og skilja meira.“
í listinni
Á meðal viðburða á Barnamenningarhátíð í Reykjavík að
þessu sinni er sviðslistahátíðin UNGI sem samtökin
ASSITEJ standa að. ASSITEJ (www.assitej.is) eru alþjóð-
leg samtök sviðslistafólks sem gerir leikhús fyrir börn og
ungt fólk, og er þetta í fimmta skiptið sem samtökin
efna til hátíðar hér á landi.
Hátíð ASSITEJ fer fram í Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu
og verður boðið upp á leikrit, brúðuleik, dans og fjölleika-
hús. Tinna Grétarsdóttir danshöfundur á heiðurinn að
einu verkanna á hátíðinni, dansverkinu Fjaðrafok sem
sviðslistahópurinn Bíbí og blaka flytur. Tinna, sem sat á
sínum tíma í stjórn ASSITEJ, hefur um árabil samið og
flutt dansverk ætluð yngsta áhorfendahópnum.
Að Bíbí og blaka standa, auk Tinnu, þær Sólrún Sumarliðadóttir tónskáld
og tónlistarmaður og Guðný Hrund Sigurðardóttir, búninga- og sviðs-
myndahönnuður.
Tinna segir börn í senn krefjandi og skemmtilega áhorfendur. „Þau eru
mjög gefandi, en líka mjög hreinskilin. Ef þeim líkar ekki sýningin þá eru þau
einfaldlega farin, ýmist fram á gang eða upp á svið. Ef þeim hins vegar líkar
sýningin þá er leitun að skemmtilegri áhorfendum og halda þau ekki aftur af
sér heldur hverfa inn í söguna.“
Tinna tekur undir það með blaðamanni að enn örli á því viðhorfi að list-
sköpun fyrir börn sé ekki á jafn háum stalli og listsköpun fyrir fullorðna. Hún
segir barnadansleikhús síst minna krefjandi listform en dansleikhús fyrir
fullorðna og reyni bæði á flytjanda og höfund. „Vitaskuld má finna mismun-
andi gæði í barnamenningu rétt eins og allri menningu, en í mínu tilviki nálg-
ast ég dansverkin rétt eins og þeir sem vinna fyrir fullorðna: Ég vinn með það
að markmiði að börnin komi á sýningu, verði þar fyrir hughrifum og nái að
hverfa inn í ævintýraheim leikhússins.“
Ef eitthvað er getur dansleikhús fyrir börn verið meira krefjandi, enda sitja
börnin ekki prúð og þögul ef þeim líkar ekki það sem þeim er boðið upp á.
„Dansinn er líka gott listform til að ná til yngstu barnanna, enda eru þau sjálf
farin að dansa og hreyfa sig, og skilja látbragð líkamans löngu áður en þau
eru farin að tala.“
Lengi býr að fyrstu gerð
Tinna bendir á að barnamenning þjóni ekki bara því hlutverki að skemmta
börnunum, heldur líka að opna þeim dyr inn í heim menningar og lista. „Ef
þau kynnast ekki dansi, leikhúsi eða klassískri tónlist fyrr en þau eru orðin
fullorðin getur þeim þótt þessi heimur flókinn og framandi. Ef listir og menn-
ing eru aftur á móti hluti af umhverfi þeirra frá unga aldri þá eiga þau auð-
veldara með að skilja og njóta alla ævi.“
Víða um heim er barnamenning sett á háan stall og nefnir Tinna að Bíbí og
blaka hafi ferðast víða um heim og hópurinn m.a. komið fram í stórum barna-
leikhúsum þar sem sæti og svið hafa verið hönnuð með þarfir barna í huga.
„Það er ánægjulegt að undanfarinn áratug hefur þróunin Íslandi verið hröð
og barnamenning orðið mun stærri og eðlilegri hluti af menningarflórunni.“
Gefandi og hrein-
skilnir áhorfendur
BÖRNIN HRÍFAST MEÐ RÉTT EINS OG ÞEIR FULLORÐNU
Tinna
Grétarsdóttir