Morgunblaðið - 16.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.04.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Krónprinsinn nýtur lífsins á Íslandi 2. Gáfust upp í þriggja vikna átaki 3. Destiny’s child trylltu lýðinn... 4. Berar sig á meðgöngunni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Heima fer fram í Hafnarfirði á síðasta degi vetrar, 18. apríl, og markar upphaf Bjartra daga, bæjarlistahátíðar Hafnfirðinga sem stendur yfir 18.-22 apríl. Heima verð- ur nú haldin í fimmta sinn og fara tónleikar fram í heimahúsum í mið- bænum að vanda. Í hverju húsi spila tveir ólíkir listamenn eða hljómsveitir og Fríkirkjan í Hafnarfirði mun einnig opna dyr sínar í annað sinn fyrir há- tíðargestum og einnig verða haldnir tónleikar í Bæjarbíói. Þrettán tónlist- armenn eða hljómsveitir koma fram og það tvisvar í ólíkum húsum og Rás 2 verður á staðnum og mun útvarpa hluta dagskrárinnar. Þeir sem koma fram á hátíðinni í ár eru Valgeir Guðjónsson, Between Mountains, Úlfur Úlfur, Bríet, Bjart- mar Guðlaugs ásamt Sváfni Sigurðs- syni og Pálma Sigurhjartarsyni, JóiPé og Króli, Ylja, Í svörtum fötum, Hjálmar, Heimilistónar, Dr. Spock, Pétur Ben og Kristina Bærendsen en nokkur nöfn munu bætast á lista er nær dregur. Morgunblaðið/Eggert Tónleikar í heima- húsum í vetrarlok  Kór Neskirkju fagnar vori með frumflutningi á nýju kórverki eftir Steingrím Þórhallsson við ljóð Snorra Hjartarsonar í Kristskirkju, Landa- koti, á miðvikudaginn, 18. apríl kl. 20. Verkið, sem nefnist Harpa kveður dyra – tólf blik og tónar, er í tólf þátt- um, ofið úr tólf ljóðum Snorra og höf- undur þess er jafnframt stjórnandi kórsins. Flutningur hvers þáttar hefst með ljóðalestri Gunnars Þor- steinssonar, þýð- anda og þular. Harpa kveður dyra – tólf blik og tónar Á þriðjudag Austan13-20 m/s en dregur úr vindi þegar líður á daginn. Víða SA 8-15 um kvöldið. Rigning með köflum í flestum landshlutum en talsverð rigning SA- og A-lands. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í A 8-15, en 15-23 með S-ströndinni í kvöld. Rigning á SA-landi og A-fjörðum en þurrt N- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á V-landi. VEÐUR ÍBV og FH í undanúrslitin ÍBV og FH eru komin áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta eftir sigra í leikjum sínum í gær. ÍBV hafði betur gegn ÍR á útivelli, 30:26, í hörðum leik, þar sem fjögur bein rauð spjöld litu dagsins ljós. FH vann Aftureldingu á sama tíma í Mosfellsbæ, 27:23. Haukar komust í 1:0 gegn Val með 22:20 útisigri og Selfoss er 1:0 yfir gegn Stjörnunni eftir 33:25 sigur. »4 Íslandsmeistarar síðustu fjögur ár í körfuknattleik karla, KR-ingar, eiga möguleika á því að bæta fimmta titl- inum við. KR og Tindastóll munu eig- ast við í úrslitarimmunni um Íslandsmeistara- titilinn eftir að KR sló Hauka út í undan- úrslitum á laugardags- kvöldið. KR hafði bet- ur 3:1 en Tindastóll sló út ÍR á föstudags- kvöld. »6 KR á möguleika á þeim fimmta í röð „Samfélagsmiðlarnir hafa ekki stoppað hjá mér vegna alls kyns skilaboða og ummæla. Þetta er mjög gaman,“ sagði Andri Rúnar Bjarna- son í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hefur verið mjög atkvæða- mikill í fyrstu tveimur leikjum sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu. Andri samdi í vetur við Helsingborg í sænsku b-deildinni. »1 Samfélagsmiðlarnir hafa ekki stoppað ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tónleikarnir eru vorboði. Lífsgleðin fylgir þessari skemmtilegu árstíð og það er gaman að syngja í slíkri stemningu,“ segir Arinbjörn Vil- hjálmsson, formaður karlakórsins Fóstbræðra. Nú eru fram undan ár- legir vortónleikar kórsins, sem verða alls fernir og haldnir í Norðurljósasal Hörpu. Hinir fyrstu verða á morgun, þriðjudag, síðan á miðvikudag og fimmtudag og hefjast allir klukkan 20. Lokatónleikarnir verða svo næst- komandi laugardag, 21. apríl, og hefjast klukkan 15. Syngja á sex tungumálum Efnisskrá vortónleikanna er fjöl- breytt en til viðbótar við sígild ís- lensk karlakóralög eru norræn lög áberandi. Kemur þar til að rætur ís- lenskrar karlakóramenningar liggja á Norðurlöndunum og norrænu lögin verða nú sungin á frummálinu. Alls verður sungið á sex tungum, auk ís- lensku, á tónleikunum, það er ensku, sænsku, latínu, þýsku, norsku og frönsku. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson, píanóleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir og einsöngvari Hildigunnur Einarsdóttir. Hin norræna áhersla helgast einn- ig af því að Fóstbræður verða í næsta mánuði meðal fulltrúa Íslendinga við opnun norrænu menningarmið- stöðvarinnar The Nordic Heritage Museum í Ballard, sem er útbær Seattle-borgar í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þangað sem margt af helsta fyrirfólki Norðurlanda mætir. Þetta verður stærsta nor- ræna menningarsetrið í Norður- Ameríku og er því mikið lagt undir við opnunina. Í Seattle býr mikill fjöldi fólks af norrænum uppruna, sem gjarnan hafði áður haft viðkomu í Minnesota og Norður-Dakota, en innflytjendur þar voru að stórum hluta frá Norðurlöndum. Kórfélagar hafa að undanförnu æft stíft fyrir þennan viðburð í Seattle og svo auð- vitað tónleikana sem nú standa fyrir dyrum. „Langholtskirkja var okkar tón- listarhús árum saman. Fyrir fjórum árum færðum við okkur yfir í Hörpu og vorum svolítinn tíma að venjast húsinu þannig að hæfði aðstæðum þar. Núna kemur þetta vel út,“ segir Arinbjörn, sem gekk í raðir Fóst- bræðra árið 2002. Skemmtilegt samfélag „Kór er skemmtilegt samfélag fólks sem sameinast í söng þótt það komi úr ólíkum áttum. Í Fóst- bræðrum eru læknar, iðnaðarmenn, kennarar, menn úr viðskiptalífinu og svo framvegis. Menn hætta líka ekki svo glatt í kórnum og sumir hafa ver- ið með okkur áratugi. Við veitum starfsaldursviðurkenningar að nor- rænni fyrirmynd og eftir fimm tón- leika að vori fá menn bronsmerki, silfrið eftir tíu og gullið eftir fimmtán og gullhörpu eftir tuttugu tónleika. Svo eru líka menn sem sprengja öll viðmið, til dæmis er Agnar Ástráðs- son að syngja á sínum 45. vortón- leikum. Þegar þannig menn eiga í hlut þurfum við að finna upp á ein- hverju sniðugu til að gefa þeim á tímamótum.“ Eigum víða vini Margir hafa sótt vortónleika Fóst- bræðra svo árum skiptir. Eru það gjarnan styrktarfélagar sem þá fá miðana heimsenda af kórfélögum. Er það einn margra skemmtilegra siða í starfi Fóstbræðra, sem sungið hafa í eina öld og tveimur árum betur. Kór- inn var stofnaður árið 1916 og hefur starfað síðan. „Þegar kór hefur starf- að svona lengi og tekist vel upp verða tengslin við samfélagið sterk. Fóst- bræður eiga víða vini,“ segir Arin- björn að endingu. Norrænir Fóstbræður syngja  Vortónleikar og kórinn er á 102. starfsári sínu Ljósmynd/Fóstbræður Hörpusöngur Karlakórinn Fóstbræður nýtur vinsælda og í þessari viku heldur hann ferna tónleika í Hörpu. Morgunblaðið/Valli Formaður Arinbjörn Vilhjálmsson hefur sungið með kórnum frá 2002.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.