Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 1
Morgunblaðið/Eggert Sjúkrahús Fleiri sækja í aðgerðir erlendis. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur borist 31 umsókn á þessu ári frá sjúklingum sem velja að fara í liðskiptaaðgerðir erlendis vegna langs biðtíma eftir aðgerð á Íslandi. 24 þeirra hafa verið samþykktar en sjö bíða afgreiðslu. Allt árið í fyrra voru samþykktar umsóknir 48 tals- ins. SÍ er heimilt að greiða fyrir læknismeðferð erlendis ef nauðsynleg meðferð er ekki í boði innan þriggja mánaða hér á landi. Á Klíníkinni hafa verið gerðar 95 liðskipta- aðgerðir á rúmu ári og vill Hjálmar Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, meina að þær aðgerðir og aðgerðirnar erlendis eigi m.a. þátt í því að fækkað hafi á biðlistum í lið- skiptaaðgerðir hjá Landspítalanum. Því sé ekki biðlistaátakinu einu að þakka árangurinn. Þá bendir Hjálmar á að á sama tíma og að bið- listinn hafi styst eftir fyrrnefndum aðgerðum þá hafi bið eftir viðtali við bæklunarskurð- lækna Landspítalans til ákvörðunar um aðgerð lengst síðastliðið ár og að nú sé hún um sex til átta mánuðir. Þann tíma telji stjórnvöld hins vegar ekki með til biðtímans þótt sjúklingurinn þjáist af augljósum ástæðum jafn mikið í bið sinni eftir viðtali við lækni og biðinni eftir að- gerð. Aðgerðir Klíníkurinnar eru ekki greiddar af SÍ og segir Hjálmar það mismunun gagnvart sjúklingum. Bið eftir viðtali hefur lengst  Forstjóri Klíníkurinnar segir fleiri ástæður en átak stjórnvalda fyrir styttri bið eftir aðgerð MSnýst um fjármuni ríkisins og jöfn … »6 M I Ð V I K U D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  90. tölublað  106. árgangur  STREYMISVEITUR BLÁSA NÝJU LÍFI Í GERÐ LEIKINS EFNIS DÓMSDAGSMÁLMUR NÝTT KÓRVERK EFTIR STEINGRÍM FRUMFLUTT HEIMILDARMYND OG TÓNLEIKAR 33 KÓR NESKIRKJU 30HEIMABÍÓ 12 Nemendur í listdansskólum innan Félags ís- lenskra listdansara fóru á kostum í Hörpu í gær við opnun Barnamenningarhátíðar. Hátíðin stendur fram á sunnudag og frítt er á alla við- burði. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra verður víða um höfuðborg- ina, í grunnskólum, leikskólum, frístundamið- stöðvum og listaskólum, í Ráðhúsi Reykjavíkur og Hörpu. Ævintýrahöll verður sett upp í Iðnó. Í loftköstum á setningu barnamenningarhátíðar Morgunblaðið/Valli  Þátttaka í peningaspilum jókst umtalsvert í kjölfar efnahagshruns- ins 2008. Þetta kemur fram í niður- stöðum tveggja rannsókna sem Daníel Þór Ólafsson, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hans, hafa gert á spilahegðun Íslendinga. Daníel segir að þátttaka hafi sérstaklega aukist í spilum á borð við lottó, bingó, flokkahappdrætti og skafmiðahapp- drætti. Hins vegar hafi lítil breyting orðið á þátttöku fólks í íþróttaveð- málum. Þá hafi notkun á spilaköss- um dregist verulega saman. »4 Efnahagshrunið ýtti undir peningaspil Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í gær og flúði land til Svíþjóðar, fór að öllum lík- indum í gegnum Keflavíkurflug- völl án þess að hafa verið spurð- ur um skilríki. Flugmiðinn sem Sindri flaug með var á öðru nafni en hans eigin en lögreglan á Suð- urnesjum telur ekkert benda til þess að hann hafi haft fölsuð skilríki eða annars manns vegabréf undir höndum. „Þegar menn eru á ferðinni er það undir flugfélaginu komið þegar flog- ið er milli ríkja innan Schengen hvaða skilríkja það krefst. Við vitum að hann flaug á annars manns nafni, sem þýðir að öllum líkindum að hann hafi ekki verið beðinn um skilríki,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, félagsins sem Sindri flaug með til Svíþjóðar, segir að flugfélagið hafi engar upplýsingar um ferðir mannsins en almennt sé ekki gerð krafa um vegabréf í flugi milli ríkja sem eru aðilar að Schen- gen. »2 Flugmiði nóg til að flýja land Sindri Þór Stefánsson  Strokufangi aldrei spurður um skilríki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.