Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þátttaka Íslendinga í peningaspilum jókst umtalsvert eftir efnahagshrun- ið 2008. Tvær rannsóknir sem Daníel Þór Ólason, prófessor við sálfræði- deild Háskóla Íslands, og samstarfs- fólk hans gerðu, sýna þetta. Hann segir að niðurstöðurnar gefi mikil- vægar upplýsingar um hugsanleg áhrif efnahagsþrenginga á spila- hegðun og spilavanda þjóða. Daníel Þór hefur rannsakað al- gengi spilavanda Íslendinga og þátt- töku þeirra í peningaspilum. Hann segir að meginmarkmið rannsókn- anna hafi verið tvíþætt. Annars veg- ar að fá greinargóða þekkingu á spilahegðun og spilavanda fólks og hins vegar að kanna hugsanlega áhættuþætti spilavanda. Greint er frá þessu í viðtali við Daníel Þór í Tímariti Háskóla Íslands. Daníel Þór segir þar að niðurstöð- ur beggja rannsóknanna sýni í meg- indráttum að þátttaka í peningaspil- um hafi aukist umtalsvert eftir efnahagshrunið. Það átti sérstaklega við um peningaspil eins og Lottó, bingó, flokkahappdrætti og skaf- miðahappdrætti. Hins vegar varð ekki breyting á þátttöku fólks í íþróttaveðmálum og það dró veru- lega úr notkun á spilakössum. Nánari skoðun á áhrifum efna- hagshrunsins sýndi að þeir sem áttu við verulegan fjárhagsvanda að stríða eftir hrunið voru mun líklegri til að kaupa lottó- eða skafmiða en þeir sem ekki voru í fjárhagsvanda. Engar breytingar urðu á algengi spilavanda, samkvæmt svokallaðri langsniðsrannsókn en marktæk aukning sást í niðurstöðum endur- tekinna þversniðsrannsókna. Nánari skoðun sýndi að ástæða aukningar- innar var fyrst og fremst meiri þátt- taka ungra karlmanna í peningaspil- um á netinu, aðallega í netpóker. Daníel Þór sagði í samtali við Morgunblaðið að rannsóknir sýndu að þeir sem ættu í spilavanda væru líklegri til að glíma við áfengis- og eiturlyfjavanda en þeir sem spiluðu án vandkvæða. „Við sjáum líka tengsl við streitu. Þeir sem eru með spilavanda eru líklegri til að upplifa mikla streitu, vera óánægðari með líf sitt og stríða frekar við þunglyndi og kvíða,“ sagði Daníel Þór. Ekki er ljóst hvort streitan veldur spila- vanda eða öfugt. Hvatvísi og rangar ályktanir Greina má tengsl spilavanda við hvatvísi. Hvatvísir eiga oft erfitt með að sjá fyrir afleiðingar gjörða sinna og eru líklegri en aðrir til að stríða við spilavanda. Daníel Þór benti á að hvatvísi væri eitt af þremur megin- einkennum athyglisbrests og of- virkni (ADHD). „Við sjáum að þeir sem hafa einkenni athyglisbrests og ofvirkni eru 7-8 sinnum líklegri til að stríða við spilavanda en þeir sem eru einkennalausir,“ sagði Daníel Þór. Það að draga rangar ályktanir virðist einnig stuðla að spilavanda. Það er t.d. þegar fólk telur sig geta spáð fyrir um eða fundið á sér um niðurstöðu sem byggist á tilviljun. „Fólk sem stríðir við spilavanda er margfalt líklegra en aðrir til að draga rangar ályktanir meðan það er að spila,“ sagði Daníel Þór. Þekkt- asta rökvilla spilafíkilsins er að trúa því að líkur á vinningi aukist eftir því sem hann tapar oftar í peningaspili; Önnur dæmi um slíkar rökvillur eru að vinningslíkur í lottói aukist ef hann velur sínar eigin tölur eða ef hann getur stoppað hjól spilakassans sjálfur til að fá niðurstöðu. Mæld var 21 tegund peningaspila í rannsóknunum. Þau peningaspil sem virtust hafa sterkustu tengslin við spilavanda iðkenda spilanna voru spilakassarnir. Þar næst kom póker og svo peningaspil á netinu. Daníel Þór sagði að það sem einkenndi þessi spil væri mikill hraði, tíð endurgjöf þ.e. að oft fást litlir vinningar á með- an spilað er og loks að spilaranum finnst hann hafa stjórn á spilinu. „Það skiptir máli hvað þú spilar og það skiptir máli hver þú ert,“ sagði Daníel Þór um niðurstöðu rannsókna á tengslum spilavanda og iðkenda hinna ýmsu peningaspila. Hrunið hvatti til peningaspila  Þátttaka í peningaspilum jókst umtalsvert eftir efnahagshrunið  Spilarar mynda sterk tengsl við spilakassana  Hvatvísir lenda frekar í vanda vegna spila en aðrir  Spilafíklar draga rangar ályktanir Morgunblaðið/Ómar Sálfræði Daníel Þór Ólason er prófessor við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn Spilakassar Af 21 tegund peningaspila sem tekin var með í rannsóknunum virtust spilararnir mynda sterkustu tengslin við spilakassana sem gefa strax niðurstöðu í spilið. Þar næst kom póker og svo peningaspil á netinu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stofnvísitala þorsks er 5% lægri núna heldur en hún var samkvæmt meðaltali árin 2012-2017 þegar vísi- tölur voru háar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum tog- araralls eða stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærileg- um hætti ár hvert frá 1985 og fór nú fram í 34. sinn. Tillögur um aflamark í júní „Niðurstöður stofnmælingar í mars eru mikilvægur þáttur árlegr- ar úttektar Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna við landið. Þær benda til stöðugs ástands helstu botnfisktegunda. Mat á stofnstærð helstu tegunda botnfiska og tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í júní,“ segir í skýrslu um verkefnið. Stofnvísitala þorsks hefur hækk- að nær samfellt frá árinu 2007, sam- kvæmt frétt á heimasíðu Hafrann- sóknastofnunar. Vísitalan er nú lægri en undanfarin þrjú ár, en þó með þeim hæstu frá upphafi rann- sóknanna. Hækkun stofnvísitölunnar frá 2007 má einkum rekja til aukins magns af stórum þorski og í ár fékkst mikið af 60-100 cm þorski. Minna mældist hins vegar af 50-60 cm þorski sem rekja mátil lítils ár- gangs frá 2013. Árgangar 2014 og 2015 mælast nú nálægt meðaltali í fjölda. Niðurstöður staðfesta fyrra mat að 2016 árgangur þorsks sé lé- legur, en árgangur 2017 virðist vera nálægt meðallagi. Loðna var helsta fæða þorsks og ýsu eins og ávallt á þessum árstíma. Áberandi breyting hefur orðið á út- breiðslu loðnu undanfarin ár, ef miðað er við magn loðnu í þorsk- mögum. Í ár fékkst mikið af loðnu í mögum þorsks við norðanvert land- ið. Ýsa nálægt meðaltali Vísitölur ufsa, gullkarfa, löngu og langlúru eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísitölur ýsu, stein- bíts, keilu, skarkola, þykkvalúru og grásleppu er nú nálægt meðaltali tímabilsins, en stofnar hlýra, tindas- kötu og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki. Stofn skötusels fer minnkandi og nýliðun í stofninn hefur verið léleg frá árinu 2008 borið saman við árin 1998-2007. Útbreiðsla ýmissa teg- unda hefur breyst á tímabilinu, t.d. ýsu og skötusels, en stofnmælingin í ár bendir til að útbreiðsla skötusels sé farin að líkjast því sem var fyrir aldamót þegar stofninn var lítill. Rannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson og tog- ararnir Hjalteyrin EA og Ljósafell SU, og alls um100 starfsmenn, tóku þátt í verkefninu að þessu sinni. Vísitala þorsksins mæl- ist lægri en síðustu ár  Stöðugt ástand helstu botnfisktegunda á Íslandsmiðum Morgunblaðið/RAX Þorskur Mikið fékkst af stórum fiski, sem var yfirleitt vel haldinn. Niðurstöður rannsókna Daníels Þórs Ólasonar prófess- ors og samstarfsfólks hans á spilahegðun Íslendinga hafa verið birtar í tveimur vísindagreinum. Önnur rann- sóknin byggðist á endurteknu þversniði en þá voru breytingar í spilahegðun og spilavanda metnar yfir tíma með því að bera saman tíðni spilahegðunar og spila- vanda milli faraldsfræðilegra rannsókna sem gerðar voru 2005, 2007 og svo aftur 2011. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir sama hóp fólks í þessum rannsóknum. Hin rannsóknin var langsniðsrannsókn en þá var sami hópur spurður, fyrst árið 2007 og svo aftur árið 2011. Í báðum rannsóknunum voru því kannaðar breytingar á spilahegðun og spilavanda fyrir hrun og eftir efna- hagshrunið. Rannsökuðu fyrir og eftir hrun SPILAHEGÐUN ÍSLENDINGA Fátt var um fína drætti á Vest- fjarðamiðum þegar Eiríkur Jóns- son, skipstjóri á Akurey AK, stefndi skipi sínu þangað í leit að þorski í gær. „Það var lokun við suðurströnd- ina vegna hrygningar þorsksins og ég ákvað því að reyna fyrir mér á Vestfjarðamiðum. Það reyndist vera fýluferð og þorskurinn var eitthvað vant við látinn þessa dag- ana,“ lét Eiríkur hafa eftir sér á heimasíðu HB Granda í gær. Þar kemur einnig fram að þorsk- veiði hafi almennt gengið illa á tog- araslóð síðustu daga. Þannig hafi Helga María AK og Engey RE einn- ig reynt fyrir sér á Vestfjarða- miðum með takmörkuðum árangri. Þá berist einnig fréttir af því að lít- ið sé um þorsk í afla togara fyrir austan. Þorskurinn lætur bíða eftir sér fyrir vestan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.