Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
fyrir heimilið
Æðisleg húsgögn frá Recor í háglans og eik
Fást í mörgum stærðum
Veggfastir skápar: Verð frá 149.000 kr.
Sjónvarpsskenkur: Verð frá 153.700 kr.
Fallegar vörur
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég tók áhættuna, ákvað að trúa á
þessa hugmyndafræði og að bati
væri raunverulegur – raunverulegur
fyrir alla, líka fólk eins og mig. Á því
eina og hálfa ári sem ég hef verið í
Hugarafli hef ég kynnst stórkost-
legu fólki. Ég fékk meðal annars
stuðning í Hugarafli til þess að ljúka
BA-námi í sálfræði og brautskráðist
með fyrstu einkunn,“ sagði Fanney
Björk Ingólfsdóttir, formaður Ung-
huga, ungliðahóps innan Hugarafls,
samtaka notenda geðheilbrigðis-
þjónustunnar á Íslandi.
Ummælin lét hún falla á borgara-
fundi um stöðu Hugarafls og geð-
heilsu- og eftirfylgdarteymis (GET),
sem starfað hefur innan Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins síðast-
liðin 15 ár, en til stendur að leggja
teymið niður og draga úr stuðningi
við Hugarafl. Fundurinn var haldinn
í Borgartúni í gær og var húsfyllir.
Fanney Björk er með geðhvarfa-
klofa og eru einkennin t.a.m. ofsjón-
ir, ofheyrnir, ranghugmyndir og
persónuleikabreytingar. Hún segir
starf Hugarafls skipta sig miklu.
„Hugarafl býður upp á valdefl-
ingu, raunverulega batamiðaða
nálgun, stuðning fyrir aðstandend-
ur, jafningjagrundvöll og fleira.
Hugarafl gefur fólki eins og mér
tækifæri til að eiga alvöru líf og
framtíð á okkar forsendum og á okk-
ar eigin persónulega hátt. Fyrir mér
er mikilvægi þessarar starfsemi al-
gerlega augljós,“ sagði hún.
Leggja traust sitt á þingið
Málfríður Hrund Einarsdóttir er
formaður Hugarafls. Hún segir
virka félaga þar vera á bilinu 150 til
200. „Á hverjum degi koma til okkar
40 til 70 manns. Við erum því með
mjög stóran hóp fólks sem er að
sinna sinni endurhæfingu hjá okkur
og þau munu náttúrlega glata því
fari svo að við missum húsnæði okk-
ar,“ segir Málfríður Hrund í samtali
við Morgunblaðið, en að óbreyttu
mun Hugarafl missa húsnæði sitt 1.
september næstkomandi.
Aðspurð segist hún vera ánægð
með mætingu á fundinn, yfir 100
manns, en bendir um leið á að fjórir
stólar hafi staðið auðir allan tímann.
„Þeir voru fráteknir fyrir velferð-
arráðuneytið, Embætti landlæknis
og heilsugæsluna. Fulltrúum þeirra
var boðið að koma og taka þátt í
pallborðsumræðum, en enginn
þeirra mætti,“ segir Málfríður
Hrund. „Þetta eru mjög skýr skila-
boð. Það sem blasir við nú er að
halda áfram pólitískum þrýstingi og
treystum við á velferðarnefnd Al-
þingis.“
Húsfyllir var á borgarafundi
um stöðu Hugarafls og GET
Morgunblaðið/Kristján
Fundur Vel var mætt á fund Hugarafls sem haldinn var í Borgartúni í gær. Fjórir stólar stóðu þó auðir, en þeir voru
fráteknir fyrir fulltrúa frá velferðarráðuneytinu, Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hugarafl gefur fólki tækifæri til lífs og framtíðar, sagði formaður Unghuga
Mús varð til þess að ung kona
keypti sér lottómiða í Skeljungi í
Hveragerði í ágúst síðastliðnum,
sem hún síðan vann 20 milljónir
á. Í tilkynningu frá Íslenskri
getspá segir að konan hafi verið
á ferðinni í nágrenni Hveragerðis
þegar hún fékk símhringingu þar
sem hún var beðin um að koma
við í næstu verslun sem seldi
músagildrur og kaupa eina slíka.
Í versluninni heyrði hún fólk
ræða risastóran lottópott sem
dreginn yrði út um næstu helgi
og hún ákvað að koma við í
Skeljungi og kaupa lottómiða, en
þetta var í fyrsta skiptið sem hún
keypti sér einn slíkan.
Miðinn reyndist sannkallaður
lukkumiði, því hún var ein af
fjórum sem skiptu með sér 1.
vinningi, sem var rúmar 80 millj-
ónir, og varð hlutur ungu kon-
unnar því rúmar 20 milljónir.
Þrír vinningshafanna gáfu sig
fljótlega fram en unga konan
gerði það ekki fyrr en nýverið.
Í tilkynningunni segir að þegar
hún var spurð að því var svarið:
„Ég hef bara ekki átt leið í bæ-
inn fyrr og var nú eiginlega bara
búin að gleyma þessu,“ sagði
unga konan sem hyggst nota
vinninginn til að kaupa sér hús-
næði.
Músagang-
ur leiddi til
vinnings
Lottó Músin reyndist sannkallað
happamerki fyrir ungu konuna.
Hafði aldrei áður
keypt lottómiða
Halldóra Mogensen, þingmaður
Pírata, er formaður velferðar-
nefndar Alþingis. Á fundinum
sagði hún geðraskanir vera
helstu orsök örorku á Íslandi.
„Það er því ljóst að þörfin fyrir
vönduð og fjölbreytt úrræði er
mjög mikil. Þjónusta GET og
Hugarafls er ekki dýr í stóru
myndinni og þjónar mjög stórum
hópi notenda. Ég mun því halda
áfram að hvetja ráðherra til að
stíga varlega til jarðar og raska
ekki þjónustu fólks sem hefur
hjálpað fjölda fólks í gegnum ár-
in, fyrr en nýtt úrræði hefur sýnt
og sannað að ekki sé þörf á
þessu.“
Þá sagðist Vilhjálmur Árnason,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
ekki skilja hvers vegna skerða
ætti starfsemi Hugarafls og GET.
Stigið verði varlega til jarðar
VELFERÐARNEFND ALÞINGIS
Stefán Jörgen
Ágústsson gerva-
hönnuður lést á
heimili sínu hinn 8.
apríl síðastliðinn, 41
árs að aldri.
Stefán Jörgen var
fæddur í Reykjavík
24. mars árið 1977.
Foreldrar hans eru
Ágúst Böðvarsson
og Þorgerður Niel-
sen. Systkini Stef-
áns Jörgens eru
Ragna Hjördís, Óli
Böðvar og Óskar
Logi.
Stefán lagði stund
á hönnunarnám við Iðnskólann í
Hafnarfirði á árunum 1993-1995.
Þá lærði hann og starfaði undir
handleiðslu gervahönnuðarins og
óskarsverðlaunahafans Dick Smith
og lauk prófi frá bréfaskóla hans
árið 1995. Stefán var að miklu leyti
sjálfmenntaður en hann sótti og
kenndi einnig ótal vinnustofutengd
námskeið í listinni hér heima. Þá
sótti hann einnig námskeið og
vinnustofur í Lundúnum. Þar lærði
hann m.a. hárkollugerð, hárvinnu
og hárgötun.
Stefán gerði mörg þeirra verka
sem prýða Sögusafnið. Þá var hann
einnig frumhönnuður að persón-
unni Glanna glæp í þáttunum um
Latabæ. Hann
hannaði einnig leik-
föng og sparibauka
fyrir Latabæ árið
1990. Þá hannaði
hann og gerði hand-
brúðurnar Búbbana
fyrir Stöð 2 árið
2006.
Hann vann einnig
að gervahönnun
fjölda kvikmynda á
árunum 1990-2014
bæði hér heima og
erlendis. Má þar
m.a. nefna mynd-
irnar Myrkrahöfð-
inginn, Letters
from Iwo Jima, Flags of our Fath-
ers, A little Trip to Heaven, Mýrin,
Köld slóð, Reykjavík Rotterdam,
Algjör Sveppi, Leitin að Villa,
Wolfman, Roklandi, Djúpið, The
Good Heart, Algjör sveppi og
töfraskápurinn og Austur fyrir
fjall.
Stefán hlaut Edduna árið 2011
fyrir gervi ársins í myndinni The
Good Heart.
Stefán hélt einnig fjölda mynd-
listarsýninga. Síðustu sýninguna
setti hann upp á vettvangi Hugar-
afls haustið 2017 en þangað sótti
hann mikinn stuðning vegna erfiðra
veikinda sem hann átti við að stríða
á síðustu árum.
Andlát
Stefán Jörgen Ágústsson