Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
streymi tókst á flug um miðjan
fyrsta áratug aldarinnar og sprakk
út árið 2010,“ sagði Chris Baumann,
fræðimaður hjá háskólanum í
Stokkhólmi, fyrir skemmstu í sam-
tali við sænska flugblaðið Scandi-
navian Traveller. „Þá breytti það
hreinlega lífi fólks,“ bætti hann við.
Tímamótin má rekja til þess
þegar Netflix setti fyrstu röðina af
Spilaborg eða House of Cards í
sýningu í heilu lagi. En Baumann
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Eitt kvöldið settist þessiáhorfandi niður við sjón-varpið og naut breskssakamálaþáttar á nor-
rænni sjónvarpsstöð. Hann var
grípandi og vel gerður, persónu-
sköpun og atburðarás listilega und-
irbyggð og þegar honum lauk var
aðeins eitt að: Bíða þurfti í heila
viku eftir framhaldinu.
Fyrir nokkrum árum þótti slíkt
ekkert tiltökumál. Áratugum saman
höfðu heilu fjölskyldurnar safnast
saman fyrir framan viðtækin og
horft á vinsælar sjónvarpsseríur á
því sem nú er kallað „línuleg dag-
skrá“, þætti eins og Húsbændur og
hjú, Matador, Dallas, Twin Peaks
eða Bráðavaktina. Fólk skipulagði
líf sitt, matartíma og vinnu, sam-
kvæmi og símtöl, út frá sjónvarps-
dagskránni til að missa ekki af því
sem það vildi sjá. Því ef maður
missti af þá missti maður af. Út-
sendingin var ekki afturkræf.
Allur þessi veruleiki er nú ann-
ar, eftir að tímaflakk og ekki síst
streymisveitur á borð við Netflix,
HBO, Hulu, Amazon og Viaplay
fóru að dæla út til heimsbyggðar-
innar nýrri þáttaframleiðslu sem
fólk neytir í lotum og horfir kannski
á 10-20 þætti í röð yfir helgi.
Þróunin hefur verið leifturhröð
síðasta áratug eða svo. „Sjónvarps-
bendir á að sá markaður sem þá
leystist úr læðingi eigi sér rætur
mun fyrr eða þegar þáttaraðir
komu út á VHS-spólum, síðar DVD-
pökkum. Þar er upphafsreitur lotu-
áhorfsins.
Netflix-byltingin
Netflix hóf einmitt starfsemi
sína árið 1997 sem DVD-leiga og
bauð upp á heimsendingu diska í
pósti. Stofnandinn, Reed Hastings,
komst þó fljótlega að því að þetta
virkaði ekki nógu vel og hóf ári síð-
ar áskriftarþjónustu. Fyrir fasta
upphæð á mánuði gat fólk fengið
eins marga DVD-diska og það vildi.
Það gekk betur, en um 2010 tók
DVD-markaðnum að hnigna. Hast-
ings sá að nýir tímar voru í aðsigi:
Streymistæknin var komin til sög-
unnar. „Til að streyma sjónvarps-
efni þurfti háhraðatengingu,“ sagði
Hastings í samtali við tímaritið
Fortune árið 2009, og þess vegna
gat þessi þróun ekki hafist fyrr.
Um leið og breiðbandstæknin kom
til sögunnar gátum við látið til skar-
ar skríða. Innviðirnir voru til stað-
ar.
Eins og margir muna var fátt
um fína drætti í efnisframboði hinn-
ar nýju tæknileiðar fyrst í stað.
Framleiðsla á eigin efni til að full-
nægja eftirspurn þótti of dýr á
meðan markaðurinn tók sín fyrstu
skref. En fyrirmyndin var til þá
þegar: Kapalstöðin HBO frumsýndi
árið 1999 mafíuseríuna The Sopran-
os sem markaði tímamót í gerð
vandaðs sjónvarpsefnis. Áskrif-
endum HBO fjölgaði ört og fram-
leiðendur og sjónvarpsstöðvar sáu
svart á hvítu hversu mikill og vax-
andi markaður var fyrir hágæða
sjónvarpsefni sem svaraði ekki að-
eins sömu kröfum um gæði, útlit og
efni og bíómyndirnar heldur jafnvel
meiri. Dæmi: The West Wing, Six
Feet Under, The Wire. Hið sveigj-
anlega form seríanna, lengd og
fjöldi þátta, gerði höfundum kleift
Heimabíó um allan heim
Streymisveitur eru ekki
aðeins tæknibylting í
sjónvarpsáhorfi. Þær
hafa blásið nýju listrænu
lífi í gerð leikins efnis um
allan heim, kvikmynda-
gerðarfólki og áhorf-
endum til óblandinnar
ánægju og skotið hefð-
bundinni bíómyndafram-
leiðslu ref fyrir rass.
Fólk skipulagði líf sitt,
matartíma og vinnu,
samkvæmi og símtöl, út
frá sjónvarpsdag-
skránni til að missa
ekki af því sem það vildi
sjá. Því ef maður missti
af þá missti maður af.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„Línuleg dagskrá“ Íslensk fjölskylda horfir á Kanasjónvarpið árið 1961. Áratugum saman hafa fjölskyldur safnast
saman fyrir framan sjónvarpið og horft á vinsælar sjónvarpsseríur á því sem nú er kallað „línuleg dagskrá“.
Blundar listamaður í þér? Ef svarið
er já, er kjörið tækifæri fyrir þig að
taka þátt í myndasögusamkeppni
Borgarbókasafnsins og Myndlista-
skólans í Reykjavík sem haldin er í
samstarfi við Nexus þetta árið.
Þema keppninnar er kynjaverur
og þátttakendur mega vera á aldr-
inum tíu til tuttugu ára. Hámarks-
lengd hverrar sögu er tvö A4-blöð
eða eitt A3 og aðferðin er frjáls.
Skilafrestur er til mánudagsins
30. apríl. Verðlaun eru í boði fyrir
þrjár bestu sögurnar og verða úr-
slit tilkynnt kl. 15 laugardaginn 5.
maí um leið og opnuð verður sýn-
ing í Borgarbókasafninu, Grófinni,
á völdum sögum sem berast í
keppnina. Sýningin mun standa yf-
ir í mánuð.
Nexus gefur þremur þátttak-
endum teiknisett og -blokkir og
fyrstu verðlaun eru teikninámskeið
hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Þátttakendur skulu senda
myndasöguna sína á Borgar-
bókasafnið, Grófinni, Tryggvagötu
15, í umslagi merktu „Kynjaverur“.
Borgarbókasafnið og Myndlistaskólinn í Reykjavík
Kynjaverur með frjálsri aðferð
í myndasögusamkeppni
Sýning Skilafrestur er 30. apríl og verða valdar sögur síðar á sýningu í Grófinni.
Námskeið í japanskri mosaboltagerð,
eða Kokedama, eins og það heitir á
frummálinu, verður haldið kl. 21 í
kvöld, miðvikudaginn 18. apríl, í sal
Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.
Námskeiðið er á vegum Álfagarða,
sem eru sölu- og dreifningaraðilar á
hnoðramottum (Sedum-þökum) frá
Hollandi.
Kokedama mosaboltagerð þróaðist
út frá Bonsai, hinni aldagömlu jap-
önsku plöntugerðarlist. Kokedama er
þó mun fljótlegra og auðveldara í
framkvæmd en Bonsai og er hægt að
gera nokkra Kokedama eða mosa-
bolta á einu kvöldi.
Skráning á Facebook-síðu Álfta-
garða: www.facebook.com/
elfgardens.
Japönsk plöntugerðarlist
Punt Kokedama í mörgum útgáfum.
Kokedama
mosaboltagerð
Kjallarabandið
leikur miðviku-
djass kl. 21 til
miðnættis í kvöld,
miðvikudaginn 18.
apríl, í Stúdenta-
kjallaranum. Liðs-
menn munu
tvinna litríka
samba-ryþma og
almenna gleði inn í grámóskulegt há-
skólasamfélagið og bjóða alla vel-
komna að stíga fram í sviðsljósið og
syngja, dansa eða spila á hljóðfæri.
Endilega …
… hlýðið á
miðvikudjass