Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 13
að byggja upp sögur og persónur sem voru marglaga, dýpri og áhrifameiri en margar 90 mín- útna bíómyndir. Listrænt frelsi varð smám saman meira, til dæmis varðandi kynlíf, nekt og ofbeldi. Áhorfendur urðu háðir efninu og vildu meira og meira. Norræna byltingin Þessi þróun náði til Norður- landanna um miðjan fyrsta áratug aldar- innar. Í grein Nyk- änen Andersson er haft eftir danska framleiðandanum Piv Bernth, sem margir telja eiga stóran hlut í þeirri velgengni sem yf- irmaður leikins efnis hjá danska ríkissjón- varpinu, DR: „Góðir höfundar fengu áhuga á sjónvarpi vegna þess að þegar maður hefur 10-12 klukkustundir til að skapa sögu og persónur er hægt að gera hvort tveggja flóknara.“ Bernth, sem kom að gerð bæði Forbrydelsen og Borgen, segir að þegar Sören Sveistrup skrifaði fyrrnefndu þættina hafi orðið bylting: Eitt sakamál og margar persónur fengu svig- rúm í tuttugu þáttum í stað eins. „Svo kom Borgen og síðan höfum við í Danmörku framleitt gæðaefni sem sýnt hefur verið um allan heim.“ Hún segir að líkt og bíómynd- irnar hafi í öndverðu þurft að sanna sig gagnvart leikhúsinu hafi sjón- varpið þurft að sanna sig gagnvart bíómyndunum. Leikið sjónvarpsefni varð að vinna sér inn gæðastimpil. Og þar voru handritshöfundar í lykilstöðu. „Fyrir DR er mikilvægast að segja sögur sem enginn annar er að segja. Þegar allir fara í sömu átt förum við í aðra. Við þurfum að vera öðruvísi, segja sögur sem vekja umræður og spurningar. Þetta er einn mælikvarðinn sem DR beitir þegar höfundar kynna hugmyndir sínar. Og leiðin frá slíkri kynningu til frumsýningar getur tekið tvö ár.“ Og hvað svo? Þótt markaður fyrir leikið sjónvarpsefni virðist óseðjandi um þessar mundir eru blikur á lofti. Framleiðslukostnaður vex, gæða- kröfur aukast og áhugi áhorfenda er hvikull og óútreiknanlegur. Að- stöðumunurinn er töluverður: Net- flix hefur þannig ákveðið að verja 7-8 milljörðum dollara á þessu ári til framleiðslu á meðan DR hefur aðeins 580 milljónir dollara milli handa í alla dagskrárgerð sína. Til að mæta nýjum veruleika hefur Netflix hækkað áskriftarverð og aflað aukins fjár á hlutabréfamark- aði en norrænu sjónvarpsstöðv- arnar bindast samtökum um sam- eiginlega framleiðslu gæðaefnis. Piv Bernth telur möguleika á að toppnum sé náð. „Það verður alltaf þörf fyrir góðar sögur. En núna er svo mikið í boði, bæði frá- bært efni og ekki svo frábært efni. Það síðarnefnda mun víkja. Þátta- raðir munu styttast, langhundar hverfa. Viðmiðunin verður fjórir til átta þættir. Ástæðan? Fólk hefur almennt ekki tíma til að horfa á meira og fjármögnun verður of þung.“ David Wells, yfirmaður Net- flix, sagði nýlega á ráðstefnu í New York, að hin nýja dreifing sjón- varpsefnis færi fólk í öllum heims- hornum nær hvert öðru sem aftur kalli á sögur víðs vegar að, ekki bara bandarískar eða evrópskar. Undir þetta tekur Chris Baumann í Stokkhólmi. Sjónvarpið sameinar enn á ný. Nú eru það ekki aðeins fjölskyldur í einu landi sem koma saman til að horfa á eftirlætis þáttaröðina sína, heldur fólk í öllum heiminum. Sjónvarpið streymir samtímis yfir öll landamæri. Ekki er langt síðan streymis- veitur á borð við Netflix, Hulu, HBO og fleiri fóru að dæla út til heimsbyggðarinnar nýrri þátta- framleiðslu sem fólk neytir í lot- um og horfir kannski á 10 til 20 þætti í röð yfir helgi. The Wire. Breaking Bad. Stranger Things. The West Wing. House of Cards. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Garðar landsmanna eru óðum að taka stakkaskiptum þessa dagana og garðeigendur margir hverjir alveg í essinu sínu við að gera garða sína sem fegursta. Einn mikilvægasti þátturinn í garð- rækt og skógrækt er trjáklippingar. Þegar ráðast er í slíkar fram- kvæmdir er ekk- ert vit í öðru en að fara að ráðum sérfræðinga. Bókin Trjáklippingar eftir Stein Kárason garðyrkjufræðing, sem Garðmeistar- inn ehf. gefur út, getur þar komið að góðum notum, en hún hefur nú verið endurútgefin í þriðja sinn. Í bókinni, sem er með skýringarmyndum, er fjallað um klippingu á um 140 al- gengum trjá- og runnategundum og fáeinum blómum auk þess sem nefnd eru um 50 rósaafbrigði sem vænleg eru til ræktunar hér á landi. Sérstaklega er fjallað um hvernig klippa skal epla- og perutré, kirsu- berja- og plómutré, vínvið, tómata, gúrkur, melónur og papriku. Fram kemur að klippi fólk tré og runna árlega á markvissan hátt náist betri ræktunarárangur og að hægt sé að stýra vexti, hæð, blómgun og um- fangi trjáa og runna með klippingu. Trjáklippingar eru vandasamt verk en góður árangur næst með æfingu og haldgóðri þekkingu á hverri tegund. Aðalklippingatíminn er að vetri með- an gróðurinn er í mestri hvíld, enda er þá hægast að átta sig á vaxtarlag- inu. En einnig þarf að klippa að vori, sumri og hausti, allt eftir tegundum og aðstæðum. Í bókinni er m.a. sér- kafli um lífrænar varnir gegn mein- dýrum og drepið á þýðingarmikla þætti er varða lífræna ræktun. Vorverkin í garðinum Allt sem garðeigendur þurfa að vita um trjárækt og -klippingar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðvinna Trjáklippingar eru vandasamt en gefandi verk. Ljóðakvöld dauðans verður haldið á Loft hostel í Bankastræti kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. apríl. Lesnir verða textar sem fjalla um dauða, sorgir, einsemd og tilvistar- vanda. Á milli ljóðalestra kemur fram Hljómsveit dauðans, sem skipuð er einhverjum af skáldum kvöldsins auk Uglu Egilsdóttur. Hljómsveitin flytur tónlist með textum sem hæfa þem- anu; sungið verður um dauða, biturð, hatur, hótanir, svefnleysi, brjálæði og týpuálag manneskjunnar. Skáld dauðans eru Bragi Ólafsson, Atli Sigþórsson, Þórdís Gísladóttir, Kristín Ómarsdóttir, Hermann Stef- ánsson og Kristín Svava Tómasdóttir. Skáld dauðans Skáldin Kristín Ómarsdóttir og Atli Sigþórsson. Ljóðakvöld dauðans Tilvistarvandi af ýmsum toga Mörgum þykir gongslökun endurnær- andi og auk þess hjálpa þeim að öðl- ast meiri hugarró. Milli kl. 19 og 19.30 í dag, miðvikudaginn 18. apríl, mun Arnbjörg Kristín jógakennari leika á gong á Ylströndinni Nauthóls- vík og því er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta þess að hvíla líkama, huga og sál við hafið að líta þar við. Gongslökun er hugarró Jógakennari Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir í slökun á ströndinni. Ylströndin í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.