Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ný súrefnis- og köfnunarefnisverk- smiðja ÍSAGA, sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra, vígði í gær við hátíð- lega athöfn í Vogum á Vatnsleysu- strönd, er sú allra nýjasta í hópi um 400 súrefnisverksmiðja þýska risa- fyrirtækisins Linde Group, eiganda ÍSAGA, um allan heim. Öllum verk- smiðjunum 400 er fjarstýrt frá Sví- þjóð. „Þetta er svipað og ef flugfélag fjarstýrði öllum flugvélaflotanum frá sama stað,“ segir Bernd Eulitz framkvæmdastjóri málefna Evrópu, Mið-Asíu og Afríku hjá Linde Gro- up, sem var viðstaddur vígslu verk- smiðjunnar, í samtali við Morgun- blaðið. Hann segir að fyrirtækið hafi fjar- stýrt verksmiðjunum síðastliðin 15 ár, með góðum árangri. Hámarks hagkvæmni náist með þessum hætti, enda sé mikil sérfræðiþekking til staðar í stjórnstöð móðurfyrirtæk- isins. Margar risastórar verksmiðjur Þó að nýja verksmiðjan sé stór á íslenskan mælikvarða, þá eru hún dvergvaxin við hlið margra annarra í eigu fyrirtækisins. „Nýja verksmiðj- an framleiðir 40 tonn á dag af súr- efni og köfnunarefni, og eingöngu fyrir íslenska viðskiptavini ÍSAGA. Verksmiðjan mun hafa um 30% meiri framleiðslugetu en gamla verksmiðjan við Breiðhöfða í Reykjavík, og vegna þessarar auknu framleiðslugetu munum við getað minnkað innflutning á efnum, eins og við höfum þurft að gera undan- farin ár. Þá er verksmiðjan hönnuð til að geta tvöfaldast að stærð í fyll- ingu tímans,“ segir Eulitz. Til útskýringar segir Eulitz að Linde Group reki til dæmis verk- smiðju sem framleiðir um 800 þús- und tonn á dag. „Annað dæmi er verksmiðja í Mexíkó sem þjónustar olíuiðnaðinn, sem framleiðir 50 þús- und tonn af köfnunarefni á dag. En það sem er mikilvægt hér á landi er að verksmiðjan er hönnuð til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Við vildum byggja réttu verksmiðj- una til að mæta þeirra framtíðar- vexti.“ Viðskiptavinirnir íslensku sem Eulitz talar um eru í fiskeldi, kísil- málmvinnslu, kæli- og frystiflutn- ingum, endurvinnslu áls, heilbrigð- isþjónustu og hefðbundnum iðnaði. Hann segir að vonir standi til að tvöföldun nýju verksmiðjunnar gæti orðið innan nokkurra ára, samfara auknum uppgangi í fyrrnefndum atvinnugreinum. Slík stækkun gæti kostað um 500 milljónir króna að hans sögn. „Ég hef grandskoðað íslenska markaðinn og íslenskan iðnað síðan ég kom til landsins fyrir tveimur dögum, og ég sé að Ísland hefur mjög áhugaverða vaxtarmöguleika, og stöðugt umhverfi, auk þess sem menn eru að fjárfesta hér í ýmsum geirum. Við sjáum áframhaldandi vöxt hér á landi, og erum mjög ánægð með að hafa náð þessum áfanga. Fjárfesting upp á 2,5 millj- arða er umtalsverð fyrir þennan iðn- að hér á landi, og við erum þess full- viss að fjárfestingin skilar sér í framtíðarvexti og mun borga sig.“ Læra af fiskeldinu Hvaða lærdóm getur Linde Group dregið af íslenska markaðnum? „ÍSAGA er hluti af þessu stóra alþjóðlega fyrirtæki, og við deilum þekkingu og reynslu frá öllum starfsstöðvum um allan heim, við- skiptavinum til heilla. Hér er til dæmis fiskeldi mjög sterkur iðnaður og margt hægt að læra af því hvern- ig við þjónustum fiskeldisfyrirtæk- in,“ segir Eulitz, en hann segir að súrefni frá ÍSAGA sé til dæmis dælt inn í eldiskvíar með sérstakri tækni til að bæta vöxt og heilbrigði fiskanna í kvínni. Þá sé hægt að nota köfnunarefni fyrirtækisins á seinni stigum við að frysta fiskinn. „Þessi miðlun á þekkingu og reynslu milli landa er kosturinn við að vera í stórri fyrirtækjasamsteypu.“ Stórfyrirtækið Linde Group fram- leiðir margskonar efni um allan heim, og eitt af þeim er vetni. Eulitz minnist á nýtt þróunarverkefni fyrirtækisins í Þýskalandi, en þar mun fyrirtækið sjá um að knýja 14 nýjar farþegalestar með vetni. Lest- arnar sem nú er í prófunum þar ytra, verða þær fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Blaðamaður spyr, í ljósi mikillar umræða um rafmagn í orkuskiptaumræðu samtímans, hvort að vetnið sé enn jafn sterkt inni í myndinni og áður sem framtíð- arorkugjafi. „Við erum að sjá vetn- issamfélagið í miklum vexti núna. Við höfum þróað tæknina í meira en 20 ár og nú er þetta komið á gott skrið. Ég er mjög spenntur yfir stöðunni, því þetta er framtíðin.“ Hann segir til frekari útskýringar að vetnið hafi þann góða eiginleika að hægt sé að þjappa því vel saman til geymslu, öfugt við rafmagnið, sem erfiðara sé að geyma í stórum stíl. „Ef notaðar hefðu verið rafhlöð- ur í vetnislestina, þá hefðu það þýtt 35 tonn af batteríum. Það hefði ekki gengið upp. En með vetninu gengur þetta upp. Samspil vetnis og græns rafmagns er rétta leiðin fram á við. 30% af rafmagninu sem notað er til að framleiða vetnið í lestinni er gert með vindorku.“ Ein 400 fjarstýrðra súrefnis- verksmiðja Linde Group Vígsla Nýja verksmiðjan er staðsett við Heiðarholt í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Gamla verksmiðjan að Breiðhöfða 11 í Reykjavík er 40 ára gömul.  Kostaði 2,5 milljarða króna  500 milljónir kostar að tvöfalda verksmiðjuna Framleiðsla » Loft er kælt niður fyrir -200°C til að framleiða köfn- unarefni og súrefni. » Verksmiðjan framleiðir 1.200 rúmmetra á klukku- stund, en notar samt minni orku en gamla verksmiðjan. » Eini útblástur verksmiðj- unnar er lyktarlaus vatns- gufa. » ÍSAGA var stofnað árið 1919 í samstarfi við sænska fyrirtækið AGA. » Með kaupum á AGA eign- aðist Linde Group ÍSAGA en samsteypan er stærsta gas- fyrirtæki heims í dag með starfsemi í yfir 100 löndum. » 28 starfa hjá ÍSAGA. Morgunblaðið/RAX Efnaframleiðsla Bernd Eulitz sér mikil vaxtartækifæri á Íslandi. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Hagnaður Brim- borgar dróst saman um 458 milljónir króna á milli ára og nam 260 milljónum króna árið 2017. Velta félagsins jókst um 15% á milli ára og var 20,7 milljarðar. Árin 2015 og 2016 var vöxturinn 38-39% hvort ár fyrir sig, að því er fram kemur í ársreikn- ingi félagsins. Lagt er til að arður til hluthafa nemi 20% af hagnaði eða 52 millj- ónum króna. Arðsemi eigin fjár var 12% á árinu og eiginfjárhlutfall var 20% við árs- lok. Í ársuppgjöri segir að minni fram- legð megi að að mestu rekja til nei- kvæðrar verðþróunar hjá bílaleigu í eigu Brimborgar, m.a. vegna nei- kvæðra gengisáhrifa og aukinnar samkeppni á markaði, sérstaklega í útleigu bíla en einnig í sölu notaðra bíla og ýmissar þjónustu. Árið var mjög gott fyrir Brimborg á bílamarkaði, segir í uppgjörinu, en á árinu voru nýskráðir 3.586 bílar af merkjum Brimborgar sem er 22,4% vöxtur frá fyrra ári. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, á 27% hlut í fyrirtækinu. Dregur úr hagnaði Brimborgar Egill Jóhannsson 18. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 98.71 99.19 98.95 Sterlingspund 141.36 142.04 141.7 Kanadadalur 78.54 79.0 78.77 Dönsk króna 16.388 16.484 16.436 Norsk króna 12.685 12.759 12.722 Sænsk króna 11.722 11.79 11.756 Svissn. franki 102.56 103.14 102.85 Japanskt jen 0.9215 0.9269 0.9242 SDR 143.74 144.6 144.17 Evra 122.06 122.74 122.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.7705 Hrávöruverð Gull 1344.4 ($/únsa) Ál 2358.0 ($/tonn) LME Hráolía 71.94 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.