Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síldin kom ogsíldin fór ásínum tíma. Af því dró þjóðin þann lærdóm að „góðærin“ eiga sinn tíma, sér- staklega ef ekki er gáð að. Stundum virðast hagfræðingar enn horfa á hagsveiflur með hlið- sjón af því hvernig Jósef réði drauma Faraós, þótt þess sé hvergi getið. Á fundi í Hong Kong á dögunum minnti La- garde, æðsta spíra Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, á það að efnahagsþróunin væri sjaldn- ast línuleg heldur gengi hún í bylgjum. Nú væri heimurinn á toppi uppsveiflu sem hefði snaraukið kaupmátt og ofur- trú á framtíðina. Fyrir aðeins fáeinum vikum hefðu flestir verið samdóma um að þetta ár yrði sennilega það besta í efnahagslegum skilningi sem sést hefði um langa tíð. En framhjá því mætti þó ekki líta að óþægi- lega mörg þungbúin ský óveð- urs væru að myndast á himni efnahagslífsins. Það væri beinlínis hættulegt að horfast ekki í augu við þau merki og bregðast ákveðið við. For- stjóri IMF minnti í því sam- hengi á þau alkunnu sannindi að skynsamlegast væri að gera við húsþakið í glaða sólskini, en bíða ekki með að- gerðir þar til ský- fallið lemdi það. Ekki var þó fyllilega ljóst hvað það var sem að mati frú Lagarde hafði þyrlað svörtum skýjum upp í heiðloftin blá. Hún nefndi þó til sögunnar að gangverk alþjóðaviðskipta hefði verið ruglað nokkuð með óheppilegum inngripum. og þótti ljóst að þar væri spjótum beint að stefnumörkun stór- leikarans á stærsta sviðinu, með allt sitt tíst og uppistand í ávölu skrifstofunni vestra. Sá verður þó ekki skilinn öðruvísi en svo að hann styðji sem greiðastar leiðir í alþjóða- viðskiptum. En þær leiðir verði að vera jafngreiðar fyrir alla og þá ekki síst Bandarík- in, sem segjast hafa verið snuðuð og snýtt án viðbragða síðustu árin. Stöðva verði að stórir aðilar nýti sér hinar góðu hliðar alþjóðaviðskipta út í æsar en setji svo hömlur, þrengingar og upphækkanir á leiðir annarra leikenda þegar henti og „steli“ jafnvel lög- verndaðri framleiðslu og leiki menn grátt. Flestir viður- kenna að það sé óþægilega mikið til í slíkum ásökunum. Kreppur eru góðæri AGS. Sjóðurinn var við dauðans dyr þegar björg- unarbátur krepp- unnar birtist 2007-8} Sækir hor að góðæriskúm? Íslensku lands-liðin í knatt- spyrnu, bæði kvennalið og karlalið, hafa á undanförnum ár- um staðið sig langt umfram það sem hægt var að ætlast til. Þetta hefur orðið til þess að aukinn þungi hefur færst í umræðu um uppbyggingu betri þjóðar- leikvangs í Laugardal. Með lið í heimsklassa er eðlilegt að Ísland vilji tryggja að til sé viðunandi heimavöllur sem sómi sé að. Birt hefur verið skýrsla starfshóps ríkis og Reykja- víkurborgar og telur starfs- hópurinn margt mæla með því að núverandi þjóðar- leikvangur verði endurnýj- aður. Það sé hægt að gera með því að byggja upp opinn knattspyrnuvöll eða fjölnota- leikvang með opnanlegu þaki. Síðarnefndi kosturinn býð- ur vissulega upp á fjölbreytt- ari notkun en sá fyrrnefndi, en kostnaðurinn er líka um- talsvert meiri. Kostnaður við opinn völl er tal- inn liggja á bilinu 7-11 milljarðar króna en kostn- aður við yfir- byggðan fjölnota völl er talinn vera 11-18 milljarðar króna. Ef ákveðið verður að fara út í svo miklar framkvæmdir, hvort sem um opinn eða yfir- byggðan völl er að ræða, er ljóst að kostnaðurinn verður umtalsverður. Og reynslan sýnir að hann getur hæglega orðið mun meiri en fyrr- greindar áætlanir benda til. Fara þarf varlega þegar ákvörðun verður tekin um þetta mál og hafa meðal ann- ars í huga að útreikningum um mögulegar tekjur og kostnað við slíkar fram- kvæmdir þarf að taka með miklum fyrirvara. Ekki þarf að líta lengra en niður að Reykjavíkurhöfn til að sjá nýlegt dæmi um metnaðar- fulla og glæsilega byggingu sem var fjarri því að standast forsendur um tekjur og gjöld. Gæta þarf hófs þegar opinberar framkvæmdir eru annars vegar} Þjóðarleikvangur F rístundaheimili gegna mikilvægu hlutverki í lífi flestra fjölskyldna barna á grunnskólaaldri. Þar fer fram frábært starf og á dög- unum urðu ákveðin tímamót í faglegri umgjörð þeirra þegar í fyrsta sinn voru gefin út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Starfsemi frístundaheimila hefur þróast mikið frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði um þau var sett grunnskólalög. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjöl- breyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og fé- lagsfærni þeirra. Lögð er áhersla á að um- hverfi starfsins einkennist af öryggi, fag- mennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Þessi nýju markmið og viðmið sem kynnt voru á dögunum lýsa í senn metnaði og eru skýr varðandi hlutverk, öryggi, velferð, inntak starfsins, jafnræði og fagmennsku starfsfólks frístundaheimila. Gætt var að því að þau væru ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélögin, ættu frekar að vera leiðbeinandi en þó með það að markmiði að aðbúnaður barna á grunnskólaaldri sem dvelja á frístundaheim- ilum og skóladagvistum sé góður og að tryggt sé að faglega verði staðið að rekstri slíkrar þjónustu. Mikið og gott samráð hef- ur átt sér stað í þessari vinnu við sveitar- félögin sem reka frístundaheimilin og aðra helstu hagsmunaaðila starfseminnar. Alls staðar komu fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða og rætt um þýðing- armikið skref til að efla faglegt starf frí- stundaheimila og auka þróunarstarf í heima- byggð. Nú er mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþætt- ingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum. Ég bind vonir við að sú góða vinna muni gagnast öllum þeim sem starfa að málaflokknum og verða til þess að efla starf frístundaheimilanna – nem- endum, foreldrum þeirra og starfsfólki til hagsbóta. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Metnaður í markmiðum fyrir frístundaheimili Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. liljaalf@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Bresk og bandarísk stjórn-völd vara nú sérstaklegavið netnjósnum Rússa.Viðvörunin er afrakstur samvinnu Öryggisstofnunar (DHS)- og Leyniþjónustu Bandaríkjanna (FBI) og Netöryggisstofnunar Bret- lands (NCSC) og má finna á vefsíð- unni ncsc.gov.uk. Því er haldið fram að Rússar herji sérstaklega á netkerfi og net- tæki eins og beina (e. routers), m.a. í þeim tilgangi að undirbúa árásir á stjórnkerfi og innviði annarra landa. Breska blaðið The Times grein- ir frá því að þúsundir nettækja á heimilum, hjá fyrirtækjum og stofn- unum, séu í hættu á að hakkarar nýti sér aldur, galla, veikleika í hönnun og uppsetningu stýrikerfa og hug- búnaði tækjanna, ásamt auðveldum aðgangsorðum og útrunnum vírus- vörnum. Þeir geti óséðir yfirtekið netkerfi og beina, safnað upplýs- ingum, „spoofað“ (breytt tölvupósti eða spjalli í sendingu) tölvu- samskipti fólks og beðið átekta eftir skipun um árás. Þegar hafi verið brotist inn í fjölda beina frá Cisco, einu stærsta tölvuinnviðafyrirtæki landsins. Gefið er í skyn að vanda- málið sé nú þegar útbreitt og alvar- legt og Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, hafi með þessu gífurlega öfl- ugt vopn í höndunum. Jafnframt segir að bresk stjórnvöld hafi greint frá því að mik- ilvægar stofnanir og innviðir þar í landi hefðu nú þegar orðið fyrir net- árásum studdum af rússneskum stjórnvöldum. Bandarísk stjórnvöld hafi í framhaldinu sagst vera tilbúin að svara Rússum í sömu mynt. „Sá sem stjórnar beini getur fylgst með allri netumferð um hann og safnað upplýsingum eins og inn- skráningar- og lykilorðum. Þetta er gríðaröflugt vopn í höndum óvinar,“ að sögn yfirmanns netöryggismála í Hvíta húsinu, Rob Joyce. Fram kom að Rússar hafi stundað njósnir og árásir í netheimum sl. 20 ár, en aldr- ei fyrr hafi stjórnvöld á Vestur- löndum séð ástæðu til að taka jafn djúpt í árinni í yfirlýsingum og við- vörunum vegna þess. „Rússar eru sterkasti og hættu- legasti andstæðingur okkar í net- heimum,“ á yfirmaður NCSC, Ciar- an Martin, að hafa sagt, en með netárásum gætu þeir lamað mikil- væga innviði eins og t.d. orku- og vatnsveitu og heilbrigðisþjónustu. Ekki vitað um innbrot enn „Við höfum engar sannanir fyr- ir eða vitneskju um að brotist hafi verið inn í netbeina og -kerfi á þenn- an hátt hérlendis, en við vitum hérna hjá fyrirtækinu að slíkir beinar eru aðgengilegir af netinu í þúsunda- tali,“ segir Theódór Ragnar Gísla- son, tæknistjóri hjá tölvuöryggis- fyrirtækinu Syndis, en vill þó ekki útiloka að það hafi gerst þó að ekki sé vitneskja til staðar um það. Theódór segir það geta verið erfitt fyrir fólk að komast að því hvort brotist hafi verið inn í tækin þeirra eða ekki, til þess þurfi tölvu- rannsókn þar sem hugbúnaður í beinum sé óaðgengilegur og mjög sérhæfður. „Það sem fólk gæti gert er að uppfæra lykil- orðin sín og reyna að sjá til þess að hugbúnaður- inn í þeim sé reglulega uppfærður, en oft sé það ekki þannig. Svo ætti að vera skylda hjá netþjón- ustuaðilum, sem láta fólki beinana í té, að ganga úr skugga um að beinarnir þeirra séu öruggir hvað varðar uppsetningu og sam- skipti þeirra við netið.“ Rússar taldir vera að undirbúa netstyrjöld Skjáskot/Cybermap Kapersky Lab Netárásir Ísland er í 177. sæti yfir lönd sem ráðist er oftast á skv. vefkorti netöryggisrisans Kapersky Lab sem sýnir netárásir gerast í rauntíma. Skýrslunni, sem nefnist Viðvör- unin, er fyrst og fremst beint til stjórnvalda, innviðaþjónustu, fyrirtækja og netfyrirtækja sem veita þessum aðilum þjónustu. Hún tekur sérstaklega til net- kerfa og beina og segir hakk- arana m.a. nýta sér úreltan hug- búnað og/eða veikleika í uppsetningu og tengingum við netið. Þeir skimi skipulega á netinu fyrir tækjum sem notast við opin/veik tengi og þjón- ustur eins og: Telnet (oftast TCP tengi 23, en einnig TCP tengi 80, 8080 o.s.fr.v.). HTTP, tengi 80. Einföld netstjórn- unarkerfi (SNMP, tengi 161/162). Cisco Smart Install (SMI tengi 4786). Skýrslan útskýrir nánar að hverju sé að hyggja og hvað gæti gerst við innbrot. Skimað fyrir veikleikum MEÐ HVAÐA HÆTTI TENGJUMST VIÐ NETINU? Theódór Ragnar Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.