Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
✝ Lára Valsteins-dóttir fæddist
27. júní 1929 á
Þórsnesi í Eyja-
firði. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð 7.
apríl 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ólöf
Tryggvadóttir hús-
móðir, f. 29. janúar
1896, d. 26.
september 1982, og Valsteinn
Jónsson, útvegsbóndi á Þórs-
nesi, f. 11. september 1890, d.
8. júní 1974.
Lára var sjöunda í röð tíu
systkina, systkini hennar eru:
1) Jón Júlíus, f. 13. júlí 1919, d.
13. mars 1920, 2) Jóna Júlía, f.
28. júlí 1920, d. 29. janúar
2005, 3) María, f. 11. ágúst
1921, d. 26. janúar 2017, 4) Jó-
hanna, f. 27. janúar 1923, d. 23.
ágúst 2016, 5) Birna Friðrika,
f. 31. júlí 1924, d. 2. apríl 1942,
6) Hermann, f. 16. desember
1926, d. 18. nóvember 2011, 7)
Tryggvi, f. 28. nóvember 1930,
8) Jenný Ólöf, f. 4. janúar 1933,
og 9) Haraldur, f. 27. nóvember
1934, d. 14. janúar 2017.
þeirra: Róbert Leó, f. 14. mars
2013, c) Stefán Jóhann, f. 27.
apríl 1988, sambýliskona Stein-
unn Guðmundsdóttir, f. 20. apr-
íl 1989, og d) Elín Dröfn, f. 8.
september 1990, sambýlismað-
ur Hjalti Pálsson, f. 6. júní
1991. 2) Jóhannes Stefán,
starfsmaður hjá Toyota, f. 10.
desember 1959. 3) Sigurlaug
Jóhanna kennari, f. 27. janúar
1963, maki Karl Gauti Hjalta-
son alþingismaður, f. 31. maí
1959, börn þeirra: a) Alexand-
er, f. 28. janúar 1994, b) Krist-
inn, f. 29. janúar 1997, d. 11.
apríl 1997, og c) Kristófer, f.
29. janúar 1997.
Lára sótti nám utan úr Þórs-
nesi í barnaskólann í Glerár-
þorpinu á Akureyri og eftir að
skólagöngu lauk vann hún á
Ljósmyndastofu Eðvarðs Sigur-
geirssonar á Akureyri.
Lára fór til Reykjavíkur þeg-
ar Akureyrarveikin gaus upp
haustið 1948 og fyrir sunnan
kynntist hún manni sínum Stef-
áni og hófu þau fljótlega bú-
skap og við tóku húsmóður-
störf. Þau bjuggu flest sín
búskaparár í Kópavogi eða yfir
50 ár, hann sem bifreiðarstjóri
á BSR, en hún vann fyrst hjá
ORA, í Álafossi og síðast hjá
Efnalauginni Snögg.
Útför Láru fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 18. apríl
2018, og hefst athöfnin klukk-
an 15.
Lára giftist 6.
mars 1953 Stefáni
Jóhannessyni bif-
reiðarstjóra, f. 10.
ágúst 1918 á Val-
þjófsstöðum í N-
Þingeyjarsýslu, d.
18. nóvember 2001.
Foreldrar Stefáns
voru Sigurlaug
Halldórsdóttir,
húsfreyja á Einars-
stöðum í Núpa-
sveit, f. 16. apríl 1892 á Val-
þjófsstöðum, d. 31. október
1976, og Jóhannes Kristinn
Þorleifsson, bóndi og kennari,
f. 4. desember 1891 á Syðstabæ
í Svarfaðardal, d. 18. ágúst
1926.
Börn þeirra eru: 1) Ólöf
hjúkrunarfræðingur, f. 8. júní
1952, maki Jón A. Jóhannsson
læknir, f. 13. apríl 1949, börn
þeirra: a) Lára Sif, f. 1. maí
1976, maki Ólafur Pétursson, f.
7. febrúar 1972, börn þeirra:
Jón Smári, f. 23. maí 1999, Ólöf
Rut, f. 23. júlí 2004, og Vikt-
oría Fjóla, f. 3. febrúar 2010, b)
Sonja Rut, f. 10. júlí 1979, sam-
býlismaður Eiríkur Áki Egg-
ertsson, f. 14. apríl 1977, barn
Elskuleg móðir okkar.
Við kveðjum þig með þessu
ljóði:
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson)
Minning þín lifir.
Ólöf, Jóhannes og Sigurlaug.
Komið er að kveðjustund. Til
moldar verður í dag borin tengda-
móðir mín, Lára Valsteinsdóttir
frá Þórsnesi við Eyjafjörð. Mér er
efst í huga þakklæti fyrir ljúfar
samverustundir.
Lára var fyrst og fremst hús-
móðir, það fyrsta sem hún hugs-
aði um var að allir fengju eitthvað
í svanginn. Þannig var það þegar
ég kynntist dóttur þeirra hjóna,
að þessi grindhoraði stauli, sem
mættur var inn á eldhúsgólfið hjá
þeim, yrði að fá vel útilátið á disk-
inn sinn. Á því varð ekkert lát,
þrátt fyrir að undirritaður hlæði
utan á sig eftir því sem árin liðu.
Það var alltaf notalegt að koma til
þeirra í Skólagerðið og síðar í
Lautasmárann og tók hún öllu
spaugi tengdasonarins létt og
lagði gott eitt til.
Sjálf mátti Lára muna tímana
tvenna því hún hafði unnið langa
vinnudaga við ýmis verkakvenna-
störf, ung vann hún í síld á Siglu-
firði og síðar í fiski hjá Barðanum
í Kópavogi. Síðar rétt um sextugt
og með annarri vinnu stóð hún í
uppvaski langt fram á nótt í Veit-
ingahöllinni. Aldrei kvartaði hún
og ef þurfti að mála heimilið var
hún byrjuð fyrr en nokkurn varði.
Þegar við, upp úr 1980, buðum
Stefáni og Láru með okkur í
sumarbústað tóku þau því fagn-
andi og næstu tuttugu árin fórum
við næstum á hverju sumri í þessa
árlegu ferð og þau nutu þess í
botn. Barnabörnin bættust í hóp-
inn og þessar ferðir færðu þeim
augljóslega mikla gleði. Lára vildi
þó helst sjá um öll verkin og þurfti
að bægja henni frá ef aðrir vildu
leggja hönd á plóginn.
Lára var löngum með hugann
við æskuslóðir sínar á Þórsnesi
við Akureyri og síðustu misserin
var hún oftar en ekki með hugann
þar í grænni náttúru við sjóinn,
bíðandi eftir föður sínum sem var
að sækja björg í bú.
Eftir að hafa fengið alvarlegt
hjartaáfall fyrir rúmum tíu árum
tók heilsu Láru að hraka, en hún
naut áfram samvista við sína nán-
ustu og ört stækkandi hóp barna-
barna og langömmubarna.
Ég kveð með þakklæti.
Karl Gauti Hjaltason.
Mig langar til að minnast með
fáum orðum tengdamóður minn-
ar, sem lést eftir stutta dvöl á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Hún hafði átt við langvarandi
veikindi að stríða um árabil eftir
alvarlegt hjartaáfall. Þessi veik-
indi skertu mikið lífsgæði hennar,
en það var aðdáunarvert að sjá,
hversu vel henni tókst að breyta
lífi sínu á jákvæðan hátt, þrátt
fyrir skert líkamlegt atgervi. Hún
fékk mörg ár í viðbót og gat hún
því fylgst með fólkinu sínu og séð
afkomendur sína vaxa úr grasi.
Hún hafði jafnframt mikla
ánægju af því að taka þátt í sem
flestu með stórfjölskyldunni. Hún
var alltaf tilbúin til að taka í spil,
jafnt við börn sín og barnabörn og
kenna barnabörnum sínum að
spila. Hún gat verið hrókur alls
fagnaðar á gleðistundum hjá stór-
fjölskyldunni. Hún fylgdist vel
með dægurmálum og var óhrædd
við að taka þátt í umræðum og lá
ekki á skoðunum sínum um menn
og málefni. Hún hafði yndi af því
að ferðast innanlands, en
skemmtilegast fannst henni að
heimsækja æskuslóðirnar á Þórs-
nesi við Eyjafjörð, sem er
skammt frá Akureyri og rifja upp
gamlar minningar.
Hún naut sín vel í árlegum
sumarbústaðaferðum með fjöl-
skyldum dætra sinni víða um
landið og þá var glens og gaman
og allir hlökkuðu til þessara ferða
ár hvert.
Hún var alla tíð heimakær og
henni varð að ósk sinni að fá að
vera heima hjá sér eins lengi og
stætt var með dyggri aðstoð
barna sinna.
Að leiðarlokum þakka ég sam-
fylgdina í áratugi.
Blessuð sé minning hennar og
megi hún hvíla í friði.
Jón Aðalsteinn Jóhannsson.
Elsku amma okkar er nú fallin
frá. Það eru margar minningarn-
ar sem við eigum um þig, þó flest-
ar á síðustu árum þegar við
bjuggum í bænum. Þú varst virki-
lega hress manneskja, alltaf mik-
ill hlátur og bros í kringum þig.
Við bræður munum vel eftir því
þegar við bjuggum í Vestmanna-
eyjum og komum í heimsókn upp
á land, þá tókst þú alltaf vel á móti
okkur með heitum grjónagraut
eftir langt ferðalag um land og
sjó.
Þú passaðir alltaf upp á það að
enginn færi svangur frá þér og
bauðst upp á allskyns kræsingar.
Hjá ömmu var alltaf mikið um
spil og munum við bræður eftir að
hafa spilað við þig ófá spilin. Við
fórum með þér í mörg ferðalög
um landið sem enduðu oft með
eftirminnilegri bústaðardvöl. Síð-
ustu ár voru erfið fyrir þig og von-
um við að þér líði vel á nýjum stað.
Minningin um þig lifir, elsku
amma.
Alexander Gautason og
Kristófer Gautason.
Elskuleg amma okkar er nú
fallin frá. Margar skemmtilegar
minningar koma upp í huga okkar
um ömmu. Lára amma, eins og
við kölluðum hana alltaf, var ljúf
og góð amma. Það var ætíð mikill
samgangur okkar á milli og gam-
an að koma til Láru ömmu og
spjalla við hana um allt milli him-
ins og jarðar. Hún fylgdist vel
með því sem var að gerast í kring-
um hana og var ætíð áhugasöm
um okkar hagi og fjölskyldna okk-
ar. Amma var ekki bara einstak-
lega ungleg í útliti með sitt þykka
og fallega hár, hún var líka ung í
anda. Hún var alltaf til í að gera
eitthvað með okkur, hvort sem
það var að fara út í búð saman,
kaffihús, bíltúr, horfa á sjónvarpið
eða fara í ferðalag. Alla tíð var
mikið spilað á spil heima hjá
ömmu og afa og var oft mikið stuð.
Þegar við vorum börn var alltaf
gaman að gista hjá Láru ömmu
því dekrað var við ömmubörnin á
allan hátt. Hún hafði líka gaman
af því að horfa á sjónvarpið langt
fram eftir og það leiddist okkur
ekki. Við eigum eftir að sakna
Láru ömmu mikið enda er hún bú-
in að vera stór hluti af fjölskyld-
unni og það var alltaf hægt að
skjótast til ömmu í heimsókn þar
sem hún tók á móti okkur með
bros á vör. Hún var alltaf til stað-
ar fyrir okkur. Það hafa verið
mikil forréttindi að alast upp og
eiga ömmu, hvað þá fram á full-
orðinsár.
Elsku Lára amma, við kveðjum
þig með söknuði en með hjartað
fullt af þakklæti fyrir allan tímann
sem við áttum saman.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Megi Guð styrkja og hugga
systkinin Ólöfu, Jóhannes og Sillu
en missir þeirra er mikill.
Þín ömmubörn,
Lára Sif, Sonja Rut, Stef-
án Jóhann og Elín Dröfn.
Elsku besta langamma okkar.
Mikið var nú gaman að vera með
þér og við munum sakna þess að
koma ekki í heimsókn til þín og
hlæja með þér. Þú varst svo góð
langamma og góð við okkur. Við
hugsum til allra samverustund-
anna sem við áttum með þér og nú
eru það dýrmætar minningar. Nú
ertu komin til Stefáns langafa og
líður vel og það huggar okkur.
Takk fyrir allt, elsku langamma
okkar.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson)
Þín langömmubörn,
Jón Smári, Ólöf Rut,
Viktoría Fjóla og
Róbert Leó.
Lára
Valsteinsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Minningargreinar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir
og afi,
ÁGÚST KAREL KARLSSON,
fv. forstjóri og vélstjóri,
Bjarmalandi 17, Reykjavík,
lést á líknardeild í Kópavogi laugardaginn
14. apríl í faðmi fjölskyldunnar.
Unnur Ágústsdóttir Magnús Arnarsson
Helgi Þór Ágústsson Elsa M. Finnsdóttir
Ármann Eggertsson
Unnur Karlsdóttir Úlfur Þ. Ragnarsson
Kara Magnúsdóttir
Ágúst Karel Magnússon
Tinna Magnúsdóttir
Arnar Ingi Helgason
Rakel Helgadóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORSTEINN THEODÓRSSON,
Boðaþingi 1, Kópavogi,
lést sunnudaginn 15. apríl.
Þökkum starfsfólki Landspítalans góða
aðhlynningu.
Kristín H. Þorsteinsdóttir Morten Praem
Sigurður Þorsteinsson Guðrún Guðbjörnsdóttir
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Sigurður Andrésson
Theodóra S. Þorsteinsdóttir Ólafur Viggósson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdarfaðir, afi, langafi og
langalangafi,
INGIBJÖRN HALLBERTSSON
frá Veiðileysu,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 14. apríl.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. apríl
klukkan 13.
Ragnhildur Hafliðadóttir
Jóhann Ingibjörnsson
Árni Ingibjörnsson Kolbún Kristjánsdóttir
Kristmundur Ingibjörnsson Anna Margrét Kristjánsdóttir
Sigríður Ingibjörnsdóttir Friðfinnur Skaftason
Ólafur Ingibjörnsson Kristín Hrönn Árnadóttir
Hlíf Ingibjörnsdóttir Friðgeir Axfjörð
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir, tengdafaðir og afi,
ODDGEIR KRISTJÁNSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 13. apríl.
Ingibjörg G. Haraldsdóttir
Kristján Oddgeirsson
Hólmar Freyr Oddgeirsson
Heiðar Ingi Oddgeirsson
Bryndís Ósk Efetayan Oddgeirsd. Hope Efetayan
Kristján Oddgeirsson
barnabörn og systkini
Ástkær bróðir okkar,
ÞRÁINN HLEINAR KRISTJÁNSSON
frá Neskoti,
Fljótum,
lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum, þriðjudaginn 17. apríl.
Stefanía Kristjánsdóttir
Björk Kristjánsdóttir
Sigurlaug Jakobsdóttir
Lára Kristjánsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og mágkona,
GUÐRÚN ERLA INGVADÓTTIR
kennari,
lést á Landspítala Kópavogi
laugardaginn 14. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Heiðar Pétur Guðjónsson
Emma Guðrún Heiðarsdóttir Jón Gabríel Lorange
Sæunn Sif Heiðarsdóttir
Jónína Ingvadóttir Jóhann Hjartarson