Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 23
tektarvert var hversu mikil
væntumþykja, vinskapur og
virðing ríkti á milli þeirra alla
tíð. Þau voru bestu vinir og
gengu samstíga í gegnum lífið,
hönd í hönd. Hvernig hann
passaði upp á Mæju sína og
sinnti í veikindum hennar var
einnig aðdáunarvert og til eft-
irbreytni.
Með ótrúlegu æðruleysi
nálgaðist hann lífslokin. Hann
horfði raunsæjum augum á það
sem koma skyldi. Lokaverkefn-
ið gekk hann í eins og önnur
verk sem þurfti að takast á við.
Og með sterkri rödd svaraði
hann iðulega að hann hefði það
„bara fínt“ þrátt fyrir mikil
veikindi og harða baráttu.
Hann var ekkert að velta sér
upp úr hlutunum. Svona var
þetta bara. Sannarlega hefði
hann viljað fá meiri tíma með
börnum sínum og barnabörnum
sem hann var einstaklega ná-
inn, bæði mikill vinur og félagi.
Þau kölluðu hvert annað „Oll-
ana“ sína, Malli og krakkarnir í
fjölskyldunni, en það voru ófáar
stundirnar sem þau horfðu
saman á íþróttaviðburði með af-
anum. Og allir höfðu sterkar
skoðanir á frammistöðu leik-
manna svo og dómgæslu. Þarna
áttu allir margar góðar og dýr-
mætar samverustundir. Malli
sá alltaf til þess að yfir áhorfi
væri til einn kaldur á línuna og
þannig deildu þau sameiginlegu
áhugamáli og skemmtu sér
saman. Hann var ekki bara afi
þeirra, heldur félagi, vinur og
jafningi.
Fram til hinsta dags hafði
hann skoðun á því sem í kring-
um hann var og stýrði því sem
hann hafði mátt til. Og í faðmi
fjölskyldunnar kvaddi hann
okkur öll sem næst honum
stóðu með þéttu faðmlagi þrátt
fyrir þverrandi mátt með orð-
unum „verið góð hvert við ann-
að“ rétt eins og hann var við
alla aðra.
Hann kvaddi sáttur við allt
og alla, vitandi það að við tæki
annar heimur. Hann vissi af
Mæju sinni í ljósinu hinu meg-
in. Og með það að leiðarljósi
gerði hann okkur hinum auð-
veldara að kveðja.
Elsku Dúddi minn, Kolla,
Lóa og fjölskyldur, missir ykk-
ar er mikill en minning um góð-
an mann lifir.
Með miklum söknuði og
þökkum fyrir allt kveð ég
elskulegan og einstakan
tengdaföður. Hans verður sárt
saknað. Hann var góð fyrir-
mynd. Kletturinn. Höfðinginn.
Fríður María
Halldórsdóttir.
Nú kveðjum við elsku afa
Malla. Hann var okkar allra
besti maður og besti vinur okk-
ar allra.
Þegar við hugsum til baka er
gleði, hlátur, virðing og ómæld
ást það sem kemur í hugann.
Stundirnar þurftu ekki alltaf að
vera merkilegar til að vera góð-
ar en oft voru þær að sitja og
hlæja yfir sjónvarpinu, segja
hetjusögur eða öskra á fótbolt-
ann. Alltaf var gleðin við völd
og sögurnar skrautlegar,
hversu sannar þær voru skipti
ekki alltaf öllu máli.
Þegar við vorum yngri vor-
um við fljót að læra að við átt-
um griðastað hjá ömmu og afa,
það var gott að flýja þangað ef
okkur líkaði t.d. ekki matseðill-
inn heima. Þegar við urðum
eldri breyttist það ekki, við
vissum að við áttum alltaf nota-
legan stað í stóru góðu þykku
höndunum hans afa Malla.
Barnabarnabörnin voru einnig
fljót að læra að gott væri að
koma til langafa Malla, svo átti
hann líka alltaf ís í skúffunni.
Afi þjálfaði fótboltalið og var
það þekkt að andstæðingurinn
var stundum hræddur við þenn-
an kall á hliðarlínunni sem
öskraði allan leikinn, en þekkti
ekki faðminn sem tók á móti
þegar leik var lokið og stappaði
í okkur stálinu, sama hvernig
fór. Það var eins almennt í líf-
inu, hann gat alveg gefið okkur
orð í eyra ef þurfti en við viss-
um að það tæki fljótt enda og
þá var faðmurinn opinn.
Afi var vinamargur enda sá
mesti höfðingi sem við þekkj-
um. Hann þekkti alla og var vel
liðinn, maður fann það að hvert
sem hann kom var mikil virðing
borin fyrir honum. Minningarn-
ar með honum á Reynis-
vellinum eru litaðar af því að
hann var aðalmaðurinn á svæð-
inu og lét vel í sér heyra, sumt
misfallegt. Svo átti hann líka
alltaf klink í vasanum til að fara
með í sjoppuna.
Hann var okkur frábær fyr-
irmynd og gerði allt sem hann
gat fyrir okkur og alla aðra.
Hann hafði alltaf mikinn áhuga
á að vita hvað við vorum að
gera hverju sinni og var dug-
legur að fylgjast með. Með til-
komu Snapchat sá hann vel
hvað við vorum að fást við
hverju sinni og fannst honum
mjög gaman að geta fylgst með
okkur og barnabarnabörnunum
þar.
Afi var harður Arsenal-mað-
ur og vorum við strákarnir svo
heppnir að fá að fara með hon-
um út á Arsenal-leik. Það var
frábær upplifun að sjá hann
fara á völlinn í fyrsta skipti og
minningarnar úr þeirri ferð eru
okkur mjög dýrmætar.
Hann var duglegur og
kenndi okkur að maður á ekki
að geyma til morguns það sem
hægt er að gera í dag. Þegar á
þurfti að halda var hann mætt-
ur með pensla og rúllur til að
hjálpa okkur við að mála, enda
mikill fagmaður. Það endaði nú
oftast þannig að hann málaði
allt sjálfur þar sem við vorum
yfirleitt bara fyrir.
En þó að afi hafi kennt okk-
ur margt í gegnum lífið lærðum
við kannski mest af honum
núna síðustu vikur og daga.
Það var ótrúlegt að sjá barátt-
una, styrkinn, gleðina og æðru-
leysið hjá honum fram á síðustu
stundu. Hann var alltaf að
hugsa um okkur og lagði okkur
reglurnar að vera góð við hvort
annað, sem er það mikilvæg-
asta.
Svo núna kveðjum við þig
Olli í síðasta sinn og segjum
„Ollivollivoll, túday“.
Kristján, María, Marel,
Magnþór, Ragnheiður,
Markús, Tómas, makar
og börn.
Hann afi var mikill höfðingi.
Og ef dyggðirnar sjö eiga við
um einhvern mann sem við
þekkjum þá eiga þær við um
hann afa. Það fylgdi honum
mikill kærleikur, við vorum
alltaf velkomin í heimsókn, og
ávallt var vel tekið á móti
manni með kræsingum og alúð.
Hann lét verkin tala og rétt-
læti var honum mikilvægt,
nema þegar það kom að bin-
góinu á ættarmótunum, þá
kenndi hann okkur snemma
hvernig best væri að svindla
pínulítið og fá þannig bestu
vinningana. Já, hann var
skemmtilegur hann Malli afi,
annað verður ekki sagt um
hann. Hann var sterkur og hug-
rakkur og lokasprettur hans
sýndi það sérlega vel hvaða
mann hann hafði að geyma.
Æðrulaus og hugrakkur horfði
hann framan í dauðann og tók á
móti þessum örlögum sínum
með von, trú og kærleik, en ein
af lokaóskum var hans að við
stórfjölskyldan stæðum saman
og værum góð hvert við annað.
Honum var umhugað um okkur
og hann vissi hvað fjölskyldan
skiptir miklu máli í lífinu. Hann
fylgdist með okkur barnabörn-
unum í hinum og þessum æv-
intýrum og ferðalögum, hvort
sem þau voru stutt eða löng, yf-
ir götuna, fótboltavöllinn eða
fljúgandi yfir hálfan hnöttinn,
og þótt það hafi oft verið langt
á milli vissum við að við áttum
bakland hjá afa. Og eftir langar
ævintýraferðir var oft komið
við eftir lendingu í Keflavík og
sagt frá ævintýrunum undir
dýrindis kræsingum.
Ef einhver væri með há-
skólagráðu í að blóta þá væri
það hann afi okkar Malli, við
lærðum allavega snemma þá
setningu „á ég að lemja ykkur í
hausinn?“ sem var auðvitað
sögð í ákveðnu gríni, og síðar
var það „Helvíti maður“, en
enginn sagði það jafnvel og
hann, og þá sérstaklega á loka-
sprettinum þegar við barna-
börnin sátum inni hjá honum
eitthvað að grína og kvarta yfir
deginum og veginum, þá heyrð-
ist frá honum hálfsofandi, „ja
helvíti maður!“ og auðvitað
sprungu allir úr hlátri.
Hann var alltaf svo hress og
lífsglaður og gat alltaf komið
manni til að hlæja. Eftir að
amma dó bar hann höfuðið hátt
og hélt áfram sinni lífsgöngu
þrátt fyrir mikinn söknuð til
hennar. Þau tvö voru svo
sannarlega sálufélagar og bestu
vinir, og sýndu það í verki hvað
sönn ást og væntumþykja væri.
Þau voru svo góð hvort við ann-
að og hugsuðu svo vel um hvort
annað. Þessar síðustu vikur og
daga beið hann nú bara eftir að
fá að komast til ömmu Mæju,
og auðvitað er það yndislegt að
hann hafi fengið að fara til
hennar. Við hin kveðjum hann á
sama tíma með söknuði og
sorg. Elsku afi okkar, þín verð-
ur sárt saknað.
Einar, Maríanna, Hall-
dór, Katrín og Magnús
Þórðarbörn.
Í dag er elskulegur bróðir
okkar, Marel, borinn til grafar.
Marel var aldrei kallaður annað
en Malli bróðir í okkar hópi.
Hann var alltaf allra manna
hressastur og aldrei lognmolla í
kringum hann. Hann var senni-
lega sá háværasti í hópnum og
er þá mikið sagt. Malli bróðir
var duglegur og fylginn sér í
öllu sem hann tók sér fyrir
hendur, hvort sem það var að
þjálfa börn, atast í garðinum og
á heimilinu eða við að aðstoða
afkomendur sína. Hann var
ákafur knattspyrnuaðdáandi og
var Reynismaður í gegn. Nær-
vera hans á leikjum leyndi sér
aldrei.
Hann var líka afar hugul-
samur og nærgætinn þegar það
átti við, sem kom m.a. fram í
því hvernig hann reyndist öldr-
uðum tengdaföður sínum og
elskulegri eiginkonu sinni Mar-
íu í erfiðum veikindum hennar.
Að leiðarlokum þökkum við
af alhug samfylgdina og biðjum
guð að blessa minningu
Strandamannsins Malla bróður.
Við vottum börnum hans og
fjölskyldum þeirra innilega
samúð.
Fyrir hönd systkinanna frá
Háafelli á Drangsnesi,
Bjarni Andrésson.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, kæri vinur,
með kærri þökk fyrir allt.
Karl Ottesen, Sig-
urjóna Þórhallsdóttir
og fjölskylda.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
✝ Sigrún ÓlöfSveinsdóttir
fæddist á Raufar-
höfn 26. september
1930. Hún lést í
Reykjavík 5. apríl
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný
Þórðardóttir, f.
1899, d. 1993, og
Sveinn Guðjóns-
son, f. 1885, d.
1973. Systkini hennar eru Sig-
urbjörg Sveinsdóttir, f. 1926, d.
dísar Þorsteinsdóttur eru Guð-
mundur Gíslason, f. 1975, og
Helga Sigrún Gísladóttir, f.
1976. 2) Guðný Guðmunds-
dóttir, f. 1954, börn hennar og
Magnúsar Vals Albertssonar
eru Albert Þór Magnússon, f.
1976, Berglind Magnúsdóttir, f.
1979, Sigrún Ýr Magnúsdóttir,
f. 1983, og Magnús Árni Magn-
ússon, f. 1994. 3) Kristinn Guð-
mundsson, f. 1957, börn hans
eru Hörður Kristinsson, f.
1977, Gísli Rúnar Kristinsson,
f. 1983, Davíð Hafþór Krist-
insson, f. 1992, og Eva Dögg
Kristinsdóttir, f. 1993. Barna-
barnabörnin eru orðin 18.
Sigrún Ólöf verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag, 18. apríl 2018, klukkan
15.
2007, Helga Krist-
rún Sveinsdóttir, f.
1928, d. 1935,
Andri Páll Sveins-
son, f. 1932, og
Helga Sveinsdóttir,
f. 1936.
Maki hennar var
Guðmundur Júlíus
Gíslason, f. 1930,
d. 1983
Börn Sigrúnar
og Guðmundar
eru: 1) Gísli Guðmundsson, f.
1952, d. 1979, börn hans og Ás-
Það ríkti alltaf eftirvænting
þegar von var á „frænkunum“ í
heimsókn, þær voru svo flottar
og fínar systurnar hans pabba,
Sigrún og Helga. Og þær komu
ekki bara til að tala við full-
orðna fólkið, þær breiddu út
ástríkan faðminn öllum börnum
til handa.
Sigrún var blíð, kærleiksrík
og afar skemmtileg kona. Hún
varð fyrir þungum áföllum á
lífsleiðinni en stóð alltaf keik
við stýrið í óveðrum lífsins,
sannfærð um að fram undan
væri bjartara líf. Við hjónin,
börnin okkar, tengdabörn og
barnabörn minnast ótal
skemmtilegra stunda að leið-
arlokum.
Elsku Guðný, Kiddi og
barnabörnin öll, söknuður fyllir
nú hjörtu ykkar, en minnist
allra gleðistundanna, þær eru
dýrmætar og munið að hún lifir
alltaf í hjörtum ykkar.
Andri og Guðrún.
Sigrún Ólöf
Sveinsdóttir
Mér brá óneitan-
lega við þá fregn að
gamall vinur og
samherji væri lát-
inn, skömmu eftir
að við höfðum hist,
þá reyndar eftir nokkurt hlé í
samskiptum. Það eru nánast 40
ár frá því fundum okkar bar
fyrst saman. Við höfðum báðir
verið í harmonikkunámi hjá
Karli Jónatanssyni, þeim mikla
hugsjónamanni um að halda
merki harmonikkunnar á lofti.
Karl fékk þá snilldarhugmynd
að stofna félag um þetta magn-
aða hljóðfæri, sem á þessum ár-
um hafði orðið að lúta í lægra
haldi fyrir gítarnum og hljóm-
borðinu eða tískustraumum í
tónlistarsögunni. Félag harmon-
ikkuunnenda í Reykjavík varð
að veruleika 8. september 1977,
þar sem Bjarni var kosinn for-
maður. Bjarni var réttur maður
til að bera þann kyndil og koma
boðskap þessa töfrahljóðfæris til
almennings, enda varð stofnun
félagsins til þess að kveikja
áhuga um allt land, hvert félagið
af öðru var stofnað í ýmsum
landshlutum. Samvinna okkar
hófst þarna strax í upphafi.
Varð undirritaður fljótlega for-
maður skemmtinefndar, en hún
hafði það hlutverk að fá hina
ýmsu harmonikkuleikara til að
koma fram og skemmta. Maður
líkir þessu oft við byltingu svo
magnaðar viðtökur og gleði
spratt út af þessu öllu saman. Á
sjö fyrstu árum félagsins var
Bjarni formaður, á þeim tíma
tókst honum að koma á fram-
færi með blaðagreinum til hvers
var ætlast með félagsstofnun-
Bjarni
Marteinsson
✝ Bjarni Mar-teinsson fædd-
ist 30. desember
1942. Hann lést 20.
mars 2018.
Útför Bjarna fór
fram 6. apríl 2018.
inni, gefin var út
hljómplata, komið
fram í sjónvarpi,
við tókum á móti
erlendum hljóm-
sveitum o.fl. Þessi
fyrstu ár skiptu
sköpum í uppbygg-
ingu þessa fé-
lagsskapar. Trú-
lega höfðu hin
glæsilegu hjón
Bjarni og kona
hans Guðborg
Kristjánsdóttir með það að gera
hve vel var eftir okkur tekið.
Bjarni Marteins er fyrsti for-
maður félags um harmonikkuna
þar sem keppst er um að hún
haldi velli í tónlistarflóru lands-
ins og hefur það svo sannarlega
tekist. Ungir sem eldri leika nú
stoltir fyrir landslýð við ýmis
tækifæri á það sem við getum
kallað þjóðarhljóðfærið. Fyrstu
árin í sögu félags okkar með
Bjarna Marteins í fararbroddi
skópu þann stíl sem enn hefur
að mestu verið í hávegum hafð-
ur varðandi uppbyggingu fé-
lagsins. Skemmtifundir og
dansleikir héldu fram eftir ár-
um uppi blómlegu starfi. Sú
starfsemi hófst einmitt á upp-
hafsárunum og er enn við lýði.
Ég minnist oft góðs samstarfs
með Bjarna, hann var sveigj-
anlegur en umfram allt metn-
aðarfullur fyrir velferð félags-
ins. Í nóvember 2017 var haldin
stórveisla til að minnast stofn-
unar félagsins fyrir 40 árum. Þá
voru menn og konur heiðruð og
Bjarni Marteins gerður heiðurs-
félagi. Hann gat ekki verið við-
staddur vegna veikinda en
nokkrir félagar heimsóttu þau
hjónin á heimili þeirra að
Merkinesi og þökkum við Guð-
borgu fyrir yndislegar móttökur
og gestrisni. Við í félaginu sam-
hryggjumst henni og fjölskyld-
unni af heilum hug. Fyrir hönd
FHUR þakka ég farsælt sam-
starf. Megi nafn Bjarna Mar-
teins lifa um ókomin ár.
Hilmar Hjartarson.
Genginn er um Gjallarbrú
stórvinur frá menntaskóla,
Bjarni Marteinsson arkitekt.
Hann kom úr miðbænum, ég úr
Kleppsholti. Einhvern veginn
æxlaðist það svo að við dróg-
umst hvor að öðrum eins og
seglar og varð fljótt til vina.
Þetta voru góðir dagar við leik,
gleði, frelsi og áhyggjuleysi.
Bjarni skar sig fljótt nokkuð frá,
manni fannst sem hann gæti allt,
léttur, kátur, listhneigður og lið-
tækur í fimleikum og bolta-
íþróttum. Hin sanna hetja af
sama meiði og Kjartan, Gunnar
á Hlíðarenda, Kári Sölmundar-
son og ýmsir aðrir. Vel hagur og
fyrir lá framhaldsnám í arkitekt-
úr í Noregi. Mín leið var lækn-
isfræði og eftir stúdentspróf fer
taumurinn að lengjast á milli
okkar. Alltaf héldust þó vina-
böndin. Kærasta á arminn, síðar
barneignir og þessar venjulegu
athafnir. Bjarni reyndist svo
hinn ágætasti harmonikkuleikari
og starfaði um tíma mikið í þeim
hópi. Hann var og mikill nátt-
úruunnandi og endaði á ættar-
óðalinu, eins og ég kallaði það, í
Merkinesi, Höfnum. Þar held ég
að hann hafi fundið friðinn. Eftir
því sem árin liðu hrönnuðust og
vandamálin upp. Við félagar tók-
um stundum glímur allstórar við
áður þekktan grískan skógar-
mann sem skellti mönnum oft
nokkuð harkalega og illa. Ein-
hvern veginn gekk Bjarna verr
en mér að kveða Bakkus niður
og við það lengdist enn í milli-
taumnum. Slitnaði þó aldrei og
að leikslokum er hann einn sá al-
besti vinur sem ég hef átt.
Nú lýk ég þessu með orðum
skáldsins.
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
(MS)
Guðbrandur Kjartansson.