Morgunblaðið - 18.04.2018, Qupperneq 25
Eina minningin af dapurlegri
stund frá þessum tíma var þegar
við höfðum dröslast heim með
kettlinga sem við fundum í verk-
smiðjunni og amma leyfði okkur
ekki að eiga, enda voru þeir víst
nokkrir.
Amma var langt á undan sinni
samtíð með áherslu á hollt mat-
aræði. Hún var alltaf með ávexti
og grænmeti á borðum og sæl-
gæti var sjaldséður lúxus á Mið-
brautinni, nema þá helst þegar
afi kom í land og dekraði við okk-
ur. Amma minntist þess of með
mikilli gleði þegar önnur okkar
hafði sagt við hana einhvern tím-
ann að hún væri hollustuamma en
ekki sælgætisamma. Það þótti
henni vænt um.
Amma undi sér vel á Dalnum
okkar og allra best þótti henni að
hafa sem flesta í kringum sig.
Hún var einstaklega flink að elda
góðan, hollan mat og vílaði ekki
fyrir sér að halda matnum heitum
klukkutímunum saman til að gefa
svöngum ferðalöngum gott í
gogginn. Við minnumst þess að
amma hafi verið nánast allan dag-
inn í eldhúsinu þegar margt var
um manninn á Dalnum.
Amma elskaði svartan húmor
og fíflagang og var alltaf til í að
taka þátt í gríni og glensi. Þær
eru ófáar myndirnar sem eru til
af henni í alls konar furðufötum
og höfum við fjölskyldan yljað
okkur við að skoða þessar myndir
eftir andlát hennar. Íslenskt mál
og málnotkun var henni mjög of-
arlega í huga og eru þau ófá
skiptin sem hún góðlátlega leið-
rétti okkur þegar við fórum ekki
rétt með. Gaman var að hringja í
þau afa þegar við vorum í námi og
vorum í vafa um málnotkun.
Hlusta á þau rökræða, fá leið-
beiningar og hugmyndir frá þeim
um það sem best var að þeirra
mati.
Amma hugsaði vel um sjálfa
sig og var alltaf vel til fara. Fór
aldrei út úr húsi nema vera vel til
höfð og með varalit. Hún hafði
mjög gaman af því að fara í búðir
og kaupa sér eitthvað fallegt.
Minnumst við þess þegar afi lá
veikur á spítala sumarið 2014, að
amma fór ekki til hans á sjúkra-
beðinn nema klædd pilsi og á
háum hælum, svo langflottust af
öllum.
Nú eru hún og afi sameinuð á
ný sem er gleðiefni því ekki verð-
ur annað sagt um þau en að sam-
rýmd og samstiga voru þau í sínu
hjónabandi alla tíð. Elsku amma
okkar, við þökkum fyrir allt sem
þú varst okkur, hvíldu í friði.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Þínar
Heiðbjört og Margrét Elísa.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Eflingar - stéttarfélags
2018
Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2018 verður
haldinn á Grand Hótel fimmtudaginn
26. apríl 2018. Fundurinn hefst kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja
frammi á skrifstofunni að Sætúni 1 /
Guðrúnartúni 1 Reykjavík frá og með
miðvikudeginum 18. apríl nk.
Félagar mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Eflingar - stéttarfélags
Aðalfundur
Landssambands
sumarhúsaeigenda
Verður haldinn, mánudaginn 30. apríl í
SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík,
kl. 20:00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins; Fulltrúi frá nefnd um
gróðurelda-brunavarnri í sumarhúsabyggð.
Kaffi.
Stjórnin.
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Grafarholtsprestakalls
verður haldinn í Guðríðarkirkju,
fimmtudaginn 3. maí 2018. kl. 18:00.
Dagskrá fundarins:
Lögbundin aðalfundarstörf.
Kosning í Kjörnefnd –í stað þeirra sem
hætt hafa.
Önnur mál.
Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals eru
hvattir til að mæta.
Sóknarnefnd
Fyrirtæki
Til sölu bílaleiga
Sem sérhæfir sig í útleigu lítilla innréttaðra
bíla með svefnaðstöðu.
Alls 48 bílar, heimasíða og símanúmer. Góð
afkoma og auðvelt að auka við veltuna
með fjölgun bíla til að anna vaxandi eftir-
spurn. Nú þegar er fjöldi bókana fyrir suma-
rið.
Sjá nánar á heimasíðunni: snail.is
Áhugasamir hafið samband
við Björgvin í síma 8920667
eða arsalir@arsalir.is
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl. 9 og foreldramorgnar eru kl.
10.30. Prjónahópur hittist kl. 13 í sófunum hjá okkur og söngstund við
píanóið er kl. 13.45. Hrafn Jökulsson kemur til okkar með bókaspjallið
góða kl 15. Hlökkum til að sjá ykkur!
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 -
16. Stólaleikfimi kl. 13.30. Að því loknu rifjum við upp gamlar ferða-
sögur og fáum okkur kaffi og með því. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Smíðastofan er lokuð.
Stóladans með Þórey kl. 10. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d. vist
og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535 2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá 9-15. Harmonikkuspil og söngur kl.
13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa 9-16. Myndlist kl. 9-12.
Morgunkaffi 10-10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Börn frá leikskólanum
Stakkaborg koma í heimsókn kl. 13. Glerlist kl. 13-16. Spiladagur,
frjáls spilamennska 12.30-15.50. Opið kaffihús 14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Eldri borgarastarf í Breiðholtskirkju kl. 13.15.
"Maður er manns gaman" kveður veturinn þar sem við syngjum
skemmtileg lög, Sigurbjörn Þorkelsson kemur og les fyrir okkur úr
bókum sínum og fáum okkur gott með kaffinu. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Bústaðakirkja Í dag ætlum við að kveðja veturinn með stæl og
gæða okkur á íslenskri kjötsúpu. Herlegheitin byrja kl 12.30 og kostar
1.500 kr. inn. Félagsstarfið heldur svo áfram eftir hádegismatinn, séra
Arnaldur Bárðarson verður með hugleiðingu og bæn og Séra Arna
Ýrr Sigurðardóttur heldur erindið, Draumar-spegill sálarinnar.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.20. Boccia kl.13.30.
Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband 9-13, handavinna 9-12, tölvu-
og snjallsímakennsla fellur niður í dag! Bókband 13-17, frjáls spila-
mennska 13-16.30, myndlist 13.30-16.30. Dansleikur með Vitatorgs-
bandinu frá 14-15, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til
okkar í dag, síminn er 411 9450.
Furugerði 1 Vinnustofa opin frá 10-16. Sitjandi leikfimi og öndunar-
æfingar kl. 11. Ganga kl. 13 og Boccia kl. 14.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Vatnsleikfimi Sjál. kl. 7.40/15.15.
Kvennaleikfimi í Sjál kl. 9.30. Kvennaleikfimi í Ásg. kl. 10.40.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í
Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurðurm/ leið-
beinanda kl. 9-12. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13-16.
Félagsvist kl. 13-16. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 9.10 byrjenda-Boccia, kl. 9.30 glerlist,
kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grensáskirkja Samverstund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14-
15.30. Helgistund, fræðsla, skemmtiefni o.fl. Kaffi í lokin.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara í dag kl. 13. Hittumst í
kirkjunni kl. 13, sameinumst í bíla og förum í ævintýralega skemmti-
ferð í Árbæjarsafn og skoðum gömul hús. Síðan verður komið aftur í
Guðríðarkirkju og fengið sér kaffi og með því, kr. 500.-
Gullsmári Myndlist kl 9. Ganga kl 10. Postulínsmálun /Kvennabridge
/Silfursmíði kl 13.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans og
líkamsrækt kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Ca-
rynu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, hádegismatur kl. 11.30.
Handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl. 10, línudans með Ingu
kl. 10, Zumba dans leikfimi með Auði kl. 13, tálgun í ferskan við með
Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Upplýsingar í síma 411 2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, hópsöngur
með Jóhanni Helgasyni kl. 13 í dag. Sumarlögin og upphitun fyrir
afmælishátíðina deginum eftir, allir velkomnir.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga m.starfsmanni kl. 14, bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl.16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur
saman kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30.
Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu
Helenu í síma 568 2586.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilisins Suðurströnd kl. 9 og
13. Leir, Skólabraut kl. 9. Botsía, Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum
kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn, Valhúsaskóla kl.
13. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði
Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi
Gunnarsson.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Kjartan Jónsson.
Allir velkomnir
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
ÝmislegtBílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Heima er bezt
tímarit - 2. tölublað 2018
Þjóðlegt og fróðlegt
www.heimaerbezt.net
Til sölu
smið?
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Vantar
þig
Eldari Mána, sem þú elskaðir svo
mikið.
Elsku Breki okkar, við eigum
öll eftir að sakna þín mikið. Þú
átt stóran hluta af hjörtum okk-
ar, við hugsum til þín með hlýju,
elsku vinur og frændi. Það var
alltaf svo yndislegt þegar við
hittumst að þú heilsaðir alltaf
með faðmlagi og kvaddir líka
með fallegum orðum.
Við elskum þig og vitum að
það verður tekið vel á móti þér,
elsku strákurinn okkar. Guð
varðveiti þig og elsku Hauk bróð-
ur þinn, þið voruð yndislegir.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar elsku fjölskylda, Addi,
Dóra, Eldar Máni, Helga Brá,
Þórunn Dögg og fjölskyldur.
Áslaug og Grétar.