Morgunblaðið - 18.04.2018, Page 27

Morgunblaðið - 18.04.2018, Page 27
fararstjórn í Landinu helga. Hann hefur barist fyrir forgangi mann- réttinda, fram yfir trúarlegar kreddur, hefur talað fyrir kven- réttindum, réttindum samkyn- hneigðra og umhverfisvernd. Hann hefur ritað fjölda greina og tjáð sig víða opinberlega um þau mál: „Eftir dvöl mína í Jerúsalem þar sem trúarbrögðin mætast og svo margir telja sig eina hafa höndlað allan sannleikann, varð mér ljóst að okkar æðri máttur nær einungis að verka þar sem umburðarlyndi og víðsýni ríkir. Guð sjálfan er ekki að finna í neinni trúarjátningu, kirkjuhefð eða trúarbrögðum. Sjálfur Jesús setti manngildið ofar allri lögmáls- eða bókstafshyggju. Aðeins í þeirri fögru nálgun er ljósið að finna.“ Hjörtur var kjörinn maður árs- ins á Suðurnesjum, m.a. af Víkur- fréttum, fyrir framúrskarandi prestsstörf víða á Reykjanesskag- anum 1991. Fjölskylda Kona Hjartar Magna er Ebba Margrét Magnúsdóttir, f. 13.12. 1967, fæðingar- og kvensjúkdóma- læknir og formaður læknaráðs Landspítalans. Foreldrar hennar eru hjónin Magnús Lárusson og Svanhildur Gunnarsdóttir. Sonur Hjartar Magna frá fyrra hjónbandi og Guðlaugar Þráins- dóttur er Aron Þór Hjartarson, f. 7.10. 1986, MSc í rafmagnsverk- fræði, búsettur í Zürich. Börn Hjartar Magna og Ebbu Margrétar eru: 1) Ágústa Ebba Hjartardóttir, f. 8.7. 1991, að ljúka námi í læknisfræði; 2) Magnús Jó- hann Hjartarson, f. 21.4. 1998, að ljúka námi við VÍ og margfaldur unglingameistari í borðtennis, og Rut Rebekka Hjartardóttir, f. 13.3. 2004, nemi og hefur leikið, sungið og dansað í leiksýningunum Billy Elliot og Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu. Systkini Hjartar Magna eru Bjarnfríður, f. 16.2. 1946, sjúkra- liði í Garðabæ; Jóhann G., f. 24.11. 1948, fyrrv. forstöðumaður Útlendingastofnunar, búsettur í Garðabæ; Málfríður, f. 16.9. 1956, fóstra og kennari. Foreldrar Hjartar Magna voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 25.10. 1924, d. 20.3. 2010, hús- freyja í Keflavík, og Jóhann Hjartarson, f. 30.1. 1921, fyrrv. trésmíðameistari. Hjörtur Magni Jóhannsson Ágústa Sigurjónsdóttir húsfr. í Keflavík Jón Sigurðsson verkam. í Keflavík Sigríður Bjarnadóttir húsfr. í Þórukoti Sigurður Jónsson b. í Þórukoti í Njarðvík, sonur Jóns Sigurðssonar alþm. í Tandraseli á Mýrum Guðrún Lilly Steingrímsdóttir húsfr. í Keflavík Ísleifur Jónsson útfararstj. í Rvík Gunnhildur Sigurjóns­ dóttir húsfr. í Rvík Björgvin Halldórsson söngvari Halldór Baldvinsson stýrim. í Hafnarfirði Helga Jónsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Jóhanna Arnbjarnar­ dóttir húsfr. í Rvík Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Keflavík Ólafur Stephensen framkv.stj. FA Þóra Daníelsdóttir Stephensen húsfr. í Rvík Þórir Ó. Stephensen fyrrv. dómkirkjupr. og staðarhaldari í Viðey Daníel Arnbjarnarson b. og sjóm. á Stokkseyri Málfríður Magnúsdóttir húsfr. og kirkjuvörður Fríkirkjunnar í Rvík í þrjá áratugi Jens Johnson frá Danmörku Magnea Jensdóttir húsfr. í Keflavík Hjörtur Þorkelsson sjóm. í Hlíðarhúsum á Akranesi, síðar netagerðarm. í Keflavík Jórunn Guðrún Oddsdóttir heilari og miðill á Selfossi Oddur Halldór Ólafsson b. í Prestshúsum í Kjós Jórunn Helgadóttir húsfr. á Fellsenda í Miðdal í Dölum Þorkell Sigurðsson lengst af búsettur í Kanada Úr frændgarði Hjartar Magna Jóhannssonar Jóhann Hjartarson húsgagna­ og húsasmíðam. í Keflavík og umsjónarm. í Rvík Karl Steinar Guðna­ son kennari og alþm. Keflavíkí Edda Rós Karls­ dóttir hagfræð­ ingur og sérfr. hjá Alþjóða­ gjald­ eyris­ sjóðnum í Wash­ ington DC Gunnar Guðna­ son verkam. við Kefla­ víkur­ flugvöll Guðni Gunnars­ son lífsráð­ gjafi Karó­ lína Krist­ jáns­ dóttir húsfr. í Kefla­ vík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Keflavík, frá Akri í Njarðvík Sigurjón Arnbjörnsson sjóm. í Keflavík, systursonur Gísla í Steinskoti, langafa Þorsteins Gíslasonar fiskimálastj. og Eggerts Þorsteinssonar ráðherra, og bróðursonur Jóhanns, langafa Egils Ólafssonar söngvara og leikara ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Magnús Kristjánsson fæddistá Akureyri 18.4. 1862, son-ur Kristjáns Magnús- sonar, húsmanns þar, og k.h., Krist- ínar Bjarnadóttur. Eiginkona Magnúsar var Dóm- hildur Jóhannesdóttir húsfreyja og eignuðust þau Magnús og Dómhild- ur sex börn. Magnús nam beykisiðn á Akur- eyri og síðar í Kaupmannahöfn á ár- unum 1878-82 og lauk prófi í þeirri grein í Kaupmannahöfn. Hann sinnti verslunarstörfum á Akureyri 1882- 93, setti þá sjálfur á fót verslun og sjávarútgerð þar og starfrækti hvort tveggja til 1917, jafnframt því sem hann var afgreiðslumaður Eim- skipafélagsins á árunum 1914-20. Magnús var skipaður yfirfiskmats- maður á Akureyri 1913, var forstjóri Landsverslunarinnar 1918-27 og starfrækti jafnframt útgerð í Reykjavík frá 1924. Magnús var skipaður fjármála- ráðherra í ríkisstjórn Tryggva Þór- hallssonar 1927, en það var fyrsta ríkisstjórn Framsóknarflokksins og í raun fyrsta „vinstristjórnin“ hér á landi. Magnús sat í stjórninni, ásamt Tryggva og Jónasi frá Hriflu. Hann gegndi embætti fjármálaráðherra til æviloka. Magnús var alþm. Akureyringa 1905-1908 og 1913-23 og landskjör- inn alþm. 1926-28. Hann var forseti sameinaðs þings 1922 og 1923. Framan af sat hann á þingi fyrir Heimastjórnarflokkinn en gekk í Framsóknarflokkinn við stofnun hans, varð einn af forystumönnum flokksins og var formaður mið- stjórnar frá 1926. Hann sat í bæjar- stjórn Akureyrar 1902-1905, 1908-11 og 1913-18 og átti sæti í bankaráði Íslandsbanka frá 1927. Um Magnús segir Magnús Storm- ur í riti sínu, Ráðherrum Íslands: „Magnús var greindur maður og merkur um margt, fylginn sér og sjálfstæður í skoðunum. Hann var málstirður og fremur lítill fyrir mann að sjá en reyndist meiri fyrir sér en ætla mætti við fyrstu sýn.“ Magnús lést 8.12. 1928. Merkir Íslendingar Magnús Kristjánsson 104 ára Guðný Baldvinsdóttir 90 ára Salbjörg H.G. Norðdahl 85 ára Sigurður Bjarni Jóhannesson 80 ára Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir Eyjólfur G. Jónsson Kjell Folke Ingemar Friberg Ólafur Ármannsson Sigurður Þór Ólafsson Þuríður Antonsdóttir 75 ára Ólafur Kristófersson 70 ára Alda Traustadóttir Guðfinna Jónsdóttir Helga Magnúsdóttir Katrín Albertsdóttir Marta G. Sigurðardóttir Pétur Kristinsson Sólveig Stefánsson 60 ára Bryndís Bjarnadóttir Hálfdán Sigurður Helgason Hjalti Njálsson Hjörtur Magni Jóhannsson Ína Traube Óskar Tryggvi Gunnarsson Páll Kári Pálsson Randver Þ. Randversson Rúnar Antonsson Sigurjóna H. Guðmundsdóttir Valgerður Þ. E Guðjónsdóttir Wojciech Stanislaw Piotrowski Þórarinn Ingólfsson Þórarinn Már Þórarinsson 50 ára Arnbjörn Elfar Elíasson Ágústa L. Kristjánsdóttir Einar Bjarki Sigurjónsson Kristjón Grétarsson Soffía Valdimarsdóttir 40 ára Björn Ásbjörnsson Dariusz Czyzynski Dögg Stefánsdóttir Halldór Guðnason Hrönn Ívarsdóttir Ingibjörg Á. Halldórsdóttir Jurgita Navickiene Kristijan Mjertan Mikael Sindri Guðnason Piotr Marek Kozuch Rakel Breiðfjörð Pálsdóttir Rúnar Guðnason Sólveig Rolfsdóttir Steinþór Jakobsson Valdís M. Gunnlaugsdóttir Zoran Palangetic Þór Sigurðsson 30 ára Bjartur Viðarsson Eleanor May Crawley Elísa Örk E. Wellings Guðbjörg Perla Jónsdóttir Hallveig Karlsdóttir Hlynur Kristjánsson Hörður Már Kolbeinsson Ingvi Smári Hrafnsson Kamil Konrad Kozlowski Katrín Melkorka Hlynsdóttir Kristinn Gunnarsson Margrét R. Þórarinsdóttir Monica Carol Tumusiime Sigrún Baldursdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þóra Kristín býr í Reykjavík, er að ljúka ML- prófi í lögfræði og hefur verið hárgreiðslukona, lögreglumaður og flug- freyja. Maki: Davíð Gunnarsson, f. 1982, prentsmiður. Foreldrar: Sigurður Rún- ar Ragnarsson, f. 1951, sóknarpr. í Neskaupstað, og Ragnheiður Kristín Hall, f. 1955, skrifstofu- maður hjá Síldar- vinnslunni. Þóra Kristín Sigurðardóttir 30 ára Salka ólst upp í Kópavogi, býr í Reykjavík, var í Suzukiskólanum, lauk BA-prófi í leiklist fyrir hljóðfæraleikara frá Rose Bruford í London og er rappari, tónlistarkona og dagskrárgerðarmaður. Maki: Arnar Freyr Frosta- son, f. 1988, rappari og viðskiptafræðingur. Foreldrar: Guðbjörg Lóa Ólafsdóttir, f. 1964, og Hjálmar Hjálmarsson, f. 1963. Salka Sól Eyfeld 30 ára Karen býr í Reykjavík, lauk prófi í við- skiptafræði frá HÍ og starfar hjá Arion banka. Maki: Hafsteinn Unnar Hallsson, f. 1988, verk- stjóri hjá Sorpu. Börn: Heiða Sól og Nökkvi Reyr Hafsteins- börn, f. 2016. Foreldrar: Heiðar Frið- jónsson, f. 1964, löggiltur fasteignasali, og Bryndís Kristín Kristinsdóttir, f. 1964, leikskólakennari. Karen Heiðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.