Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði.
Frá og með 1. apríl 2018 tók Fastus alfarið yfir umboðið fyrir Figgjo á Íslandi.
Af því tilefni bíður Fastus 20% afs
20% AFSLÁTTUR Í APRÍL
FIGGJO BORÐBÚNAÐUR
látt af öllum Figgjo vörum út apríl.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur margvíslega hæfileika og átt
auðvelt með að gera margt í einu. Jafnframt
áttu gott með að gera hæfileika þína og kunn-
áttu að tekjulindum.
20. apríl - 20. maí
Naut Hálfnað er verk þá hafið er. Hafðu þetta
hugfast þegar þú ráðstafar tíma þínum. En ef
þú gefur þér góðan tíma ættir þú að finna
bestu lausnina á vandamálum þínum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki dagdrauma spilla fyrir ár-
angri þínum í dag. Ef eitthvað vex þér í augum
skaltu ýta því frá þér og koma að því síðar því
þá hefurðu öðlast nýja og betri sýn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ýmislegt sem þig langar til þess
að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á
að láta það eftir þér. Hamingjan helst í hendur
við nýjar upplifanir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samræður við vini öðlast aukið mikilvægi
á næstu vikum. Gættu þess bara að framkoma
þín skapi ekki óþarfa andstöðu við sjónarmið
þín.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Betri er krókur en kelda og þess vegna
skaltu taka þér allan þann tíma sem þú þarft til
þess að ganga frá hlutunum. Samræður við
yfirboðara af einhverju tagi gætu skipt máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa
athygli fer illa í þig. Sýndu sveigjanleika þegar
allir virðast vilja breyta öllu í kringum þig.
Mundu að kurteisi kostar ekkert.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þetta gæti orðið eitthvað skrýtinn
dagur í vinnunni því fólk er langt frá því að vera
samvinnuþýtt. Gættu þín, þú gætir skotið
þeim sem þekkja þig ekki vel skelk í bringu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er rangt að reyna að þröngva
fram breytingum sem þú vilt berjast fyrir.
Margar lausnir virðast vera fyrir hendi en flýttu
þér hægt því aðeins ein er rétt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur einstaka einbeitingu og
þegar þú íhugar gerast ótrúlegir hlutir. Vertu
raunsæ og varastu að láta óskhyggjuna taka
öll völd.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt auðvelt með að sjá í gegnum
aðra en vertu sanngjarn því aðrir geta líka séð í
gegnum þig. Ekki útiloka þá sem eru á önd-
verðum meiði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Forðastu að hrekja aðra út í horn þar
sem lygin er eina björgun þeirra. Það tekur á
taugarnar þegar þeir sem manni eru kærir
sýna þrjósku og afneita staðreyndum.
Hallmundur Guðmundsson yrkir„Reynsluljóð“ á Boðnarmiði:
Hann orðbragðið setti í sáldið
þá sjatnaði bullið nú dáldið.
Þess þurfti víst með
því það hafði skeð
að kjaftæði skáldaði skáldið.
Hér koma „Stefjamál“, fallegar
braghendur eftir Gunnar J.
Straumland:
Ef vaknar þú á vondum stað í veröldinni,
finndu þína sól í sinni,
sálarbirtan er þar inni.
Glitrandi í gráum skýjum geymist forð-
inn,
lífsins vatn svo lifnar storðin
líkt og þegar vakna orðin
er finna má í fylgsnum huga og fögur
ljóma
og staldra við er stuðlar hljóma.
Stefjamál í fossum óma.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich lætur fara vel um sig:
Önnum kafin er í dag,
enda bíður mikið starf.
Ég geng í það með glæsibrag
að geispa og lúra eins og þarf.
Pétur Stefánsson orti:
Á mig svífur áfengið,
innvortis mér hlýnar.
Alltaf svona við og við
væti ég kverkar mínar.
Reir frá Drangsnesi bætti við að
bragði:
Mest af öllu metur hann
mildan lýsis sopa –
nammi bragð að nýju fann
nýbúinn að ropa.
Hallmundur Kristinsson segir að
þetta sé „að líkindum aðeins eitt er-
indi úr löngum bálki, sem aldrei
hefur verið ortur“:
Mennirnir hafa um aldir og ár
útilokunum beitt
örvasa ræfla með titrandi tár
sem tilbiðja alls ekki neitt.
„Stríðsríma 1914“ eftir Hesiodus
byrjar svo:
Nú er margur horskur haus
horfinn í dauðans móðu:
andskotinn er orðinn laus,
ekki er von á góðu.
Og lýkur svo:
Vonum allir vargöld stáls
verði endir fundinn,
í hinstu myrkrum heljar áls
herdjöfullinn bundinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af kjaftæði, sálar-
birtu og ketti
„HVAÐ HEFUR HANN VERIÐ LENGI ÞARNA
ÚTI?“
„ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA LÁTIÐ HANA
BLOTNA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ekki allt saman,
heldur það eina.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SLURP
MÚHAHAHAHAHA!
HANN SKIPTI Í
DÖKKAR KAFFI BAUNIR.
ÞVÍLÍK ILLSKA.
Í DAG ER DAGURINN!
NÚ HÆTTI ÉG AÐ VERA
GÓÐI GÆINN!
ÞÚ ÞARFT AÐ SINNA HÚSVERKUNUM!
ÞÚ LOFAÐIR AÐ HÆTTA AÐ
DROLLA!
ÉG HÆTTI
ÞVÍ!
NÚ ER ÉG AÐ ÍHUGA HVAÐ BEST SÉ AÐ GERA!
Víkverji heimsótti um helginahraunsetrið á Hvolsvelli. Hann
var ekki viss um við hverju hann ætti
að búast en getur ekki annað sagt en
að safnið hafi komið honum skemmti-
lega á óvart. Í safninu er fjallað um
jarðsögu Íslands með sérstakri
áherslu á eldvirkni og jarðskjálfta.
Sérlega vel hefur tekist að gæða efn-
ið lífi. Gagnvirkni er lykilorðið og
áhersla er á myndræna framsetn-
ingu. Reynt er að virkja sem flest
skilningarvit. Gólfið leikur á reiði-
skjálfi og gengur á með drunum.
Hægt er að sjá hvernig Ísland varð
til og á skjáum má síðan lesa um hin
ýmsu afbrigði gosa og sjá síðan með
því að draga fingur eftir skjá hvernig
þau eiga sér stað. Í einu herberginu
er líkan af kvikurásinni sem liggur
frá möttli jarðar upp að Íslandi.
Þetta er nokkuð sláandi, ef ekki ógn-
vekjandi sjón. Ísland er eins og kork-
tappi ofan á þessari voldugu kviku-
rás og virðist sáralítið þurfa til að
hann skjótist upp úr stútnum þannig
að það er eins gott að spenna beltin.
x x x
Eina athugasemd Víkverja viðhraunsetrið er nafngiftin. Setrið
heitir sem sagt Lava Center. Því
miður eru nafngiftir á ensku ekki
einsdæmi á öld ferðamennskunnar.
Nægir að nefna Icelandair og Air
Iceland Connect. Það er þó engin
málsvörn.
x x x
Sólarupprás er nú rétt fyrir klukk-an sex í höfuðborginni en upp úr
fimm á Djúpavogi. Hún sest um
klukkan níu í höfuðborginni en upp
úr hálfníu á Djúpavogi. Ef farið yrði
að vilja þeirra sem vilja flýta klukk-
unni væri sólarupprás klukkustundu
fyrr á þessum árstíma. Það myndi
litlu breyta fyrir flesta, þar sem þeir
eru sofandi. Hins vegar væri farið að
dimma klukkustundu fyrr og flestir
fyndu fyrir því.
x x x
Það fer ekkert á milli mála. Sum-arið nálgast. Blóm gægjast upp
úr mold og græn grös upp úr grænni
sinu. Sumardagurinn fyrsti er á
morgun. Víkverji er þó ekki kominn í
stuttbuxurnar.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að af náð eruð þið hólpin orðin
fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka.
Það er Guðs gjöf.
(Efesusbréfið 2.8)