Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Kór Neskirkju kemur fram á tón-
leikum í Kristskirkju í kvöld, mið-
vikudag, klukkan 20. Þar frumflytur
kórinn nýtt verk í tólf þáttum eftir
stjórnandann, Steingrím Þórhalls-
son. Verkið kallar hann Harpa kveð-
ur dyra - Tólf blik og tónar og er það
samið við tólf ljóð eftir Snorra
Hjartarson. Flutningur hvers þáttar
hefst á ljóðalestri Gunnars Þor-
steinssonar, þýðanda og þular.
Steingrímur segir einn kórfélag-
ann, sem lengi hefur haldið fram
skáldskap Snorra, hafa fyrir löngu
stungið að sér þeirri hugmynd að
semja lög við einhver ljóðanna. „Ég
náði mér loksins í safnbók með ljóð-
um Snorra, fór að lesa í haust og þá
hreinlega streymdu lögin fram,“
segir hann. „Ég ætlaði fyrst bara að
semja eitt kórlag en allt í einu voru
þau orðin sjö og grunnur kominn að
enn fleirum!
Ég vinn alltaf þannig að ég sem
lög og fæ kórnum þau strax á næstu
æfingu, og stundum samdægurs því
ég á til að vinna hratt,“ segir hann
og brosir. „Svo kom sú hugmynd að
rétt eins og grísku ljóðin þá ætti
þetta að vera verk í tólf þáttum og
með það í huga settist ég aftur við í
janúar og samdi restina. Ég henti þá
nokkrum – ætli ég hafi ekki byrjað á
sextán eða sautján lögum en þau
urðu tólf. Ég fór þá líka að sjá þetta
fyrir mér sem heila tónleika, þessi
tólf augnablik og tóna, sem vísað er
til í titlinum, og yfirskriftin er síðan
„Harpa kveður dyra“, sem er heiti
síðasta ljóðsins og vísar til árstím-
ans þegar sumarið er nú að koma.“
Hyggjast gefa út á nótum
Steingrímur segir kórinn hafa
fengið endanlegar nótur að verkinu
fyrir tveimur vikum og síðan hafa
verið stífar æfingar. Þetta sé ekki
atvinnumannakór en samt gerir
hann ríkulegar kröfur til hans og
segir kórinn mjög þéttan og góðan.
„Kórinn hefur frá upphafi verið með
í þessu verkefni á skemmtilegan
hátt, þetta hefur verið mjög lífrænt
hjá okkur. Tónskáldið getur líka
alltaf breytt hlutum á staðnum ef
þarf.
Nú höfum við sett þetta saman í
nótnahefti og vonandi getum við,
með hjálp góðra aðila, gefið þetta út
á næsta ári.“
Í ljóðum Snorra Hjartarsonar eru
miklar náttúrustemningar og marg-
víslegir litir í ljóðmálinu. Stein-
grímur segist taka mið af því.
„Ég lít á ljóðin hans sem hálfgerð
málverk. Þetta eru oft myndir og
stemningar, og gífurlega miklar og
djúpar tilfinningar sem ég tengi
beint við. Oft mikil birta.“ Hann
bætir við að lögin við ljóðin séu mis-
erfið en hann nýti kórinn til hins ýtr-
asta, tvískipti honum oft og þá
myndist „mjög þykkur vefur sem lit-
ar stemninguna.
Sumt af þessu er nú með því erf-
iðasta hljómfræðilega sem kórinn
hefur gert síðan ég tók við honum,“
segir hann. Þess má geta að Stein-
grímur hefur stjórnað Kór Nes-
kirkju í nær fimtán ár og eru um
sextíu söngvarar í kórnum.
Til Þýskalands í sumar
Þegar spurt er hvort það sé ekki
lúxus fyrir tónskáld að hafa heilan
kór sem hljóðfæri að æfa sig með,
segir Steingrímur það vissulega
rétt. „Nú eru um sex ár síðan kórinn
fór reglubundið að takast á við nýrri
verk sem reyna meira á, til að
mynda með því að tvískipta rödd-
unum, og ég hef laumað að þeim
mörgum verkum – sem þeim finnast
sum skemmtilegri en önnur.“
Kór Neskirkju er á leið í tónleika-
ferð til Þýskalands í júní og heldur
ferna tónleika. Kórfélagarnir völdu
efnisskrána sjálfir og þar á meðal
eru nokkur lög eftir Steingrím.
Nýtt hljómsveitarverk í maí
Steingrímur hefur auðheyrilega
verið upptekinn við að semja ný
verk því 13. maí mun Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna frumflytja
eftir hann nýtt hljómsveitarverk,
fyrir kór, einsöng, drengjakór, og
hljómsveit við ljóð Huldu, Unnar B.
Bjarklind. „Verkið heitir Hulda og
er samið við tvö ljóð hennar, „Segðu
af móður minni“ og Ljáðu mér
vængi“. Ég er að norðan og finnst að
þar mætti gefa gömlum sem nýjum
listamönnum meira pláss en gert er,
og hvað þá þegar um er að ræða
merka konu eins og Huldu, sem var
að semja sín góðu ljóð á fyrri hluta
20. aldar, þegar konur áttu að vera
að gera allt annað en að vera í ein-
hverju listabrasi. Þetta verk er óður
til kvenna sem voru að berjast í
slíku. Ég tileinka verkið líka þeim
konum sem hafa haft mest áhrif á
mig,“ segir Steingrímur.
„Miklar og djúpar tilfinningar“
Kór Neskirkju frumflytur á tónleikum í Kristskirkju í kvöld nýtt kórverk í tólf þáttum eftir Stein-
grím Þórhallsson, stjórnanda kórsins Steingrímur segir lögin hreinlega hafa streymt fram
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hörpuljóð Kór Neskirkju æfði í Kristskirkju í gær undir stjórn tónskáldsins, Steingríms Þórhallssonar, nýtt verk hans við ljóð Snorra Hjartarsonar.
Hinn þrítugi bandaríski rapp-
tónlistarmaður Kendrick Lamar
hreppir Pulitzer-verðlaunin fyrir
tónlist í ár. Valið á fjórðu plötu
Lamar, „Damn“, vakti hvað mesta
athygli þegar tilkynnt var í fyrra-
kvöld hverjir hlytu hin virtu verð-
laun sem veitt eru árlega í Banda-
ríkjunum fyrir blaða- og
fréttamennsku og listsköpun af
ýmsu tagi. Þetta er í fyrsta skipti
sem Pulitzer-verðlaunin fyrir tón-
list falla ekki í skaut tónlistarmanni
eða tónskáldi á sviði djass eða
klassíkur.
Plata Lamars fór á topinn þegar
hún kom út vestanhafs og vakti at-
hygli fyrir tök hans á persónu-
legum sem pólitískum viðfangs-
efnum, þar á meðal um átök
kynþáttanna, trúarbrögð og þær
byrðar sem frægðin setur á lista-
manninn. Valnefnd verðlaunanna
hrósaði meistaralegu úrvali laga á
plötunni þar sem brugðið er upp
svipmyndum úr flóknu lífi afrísks
Bandaríkjamanns í dag.
Pulitzer-verðlaunin fyrir bestu
gagnrýnina í prentmiðlum hlaut
Jerry Saltz, myndlistarrýnir New
York Magazine, fyrir óvænt og á
tíðum djörf sjónarhorn á stefnur og
strauma í myndlistinni. Less eftir
Andrew Sean Greer var valin besta
skáldsagan en hún fjallar um rit-
höfund sem þiggur hikandi boð um
að sækja bókmenntahátíðir í hinum
ýmsu löndum. Sagan hefur hlotið
mikið lof, meðal annars sagði rýnir
The New York Times hana þá
fyndnustu og mannlegustu sem
hann hefði lesið í nokkur ár.
Cost of Living eftir 33 ára pólsk-
an innflytjanda í Bandaríkjunum,
Martyna Majok, hlaut Pulitzer sem
besta leikritið og The Gulf: The
Making of an American Sea, eftir
Jack E. Davis, hreppti verðlaun
sem besta sagnfræðiritið.
Pulitzer fyrir bestu ævisöguna
hreppti bók Caroline Fraser, Prai-
rie Fires: The American Dreams of
Laura Ingalls Wilder, sem fjallar
um höfund sagnanna Húsið á slétt-
unni. Þá var Half-light: Collected
Poems 1965-2016 eftir Frank Bid-
art valin besta ljóðabókin og Pulit-
zer fyrir „nonfiction“ hreppti Lock-
ing Up Our Own: Crime and
Punishment in Black America, eftir
James Forman Jr.
Lamar fyrstur dægurtónlistarmanna og
rappara til að hreppa Pulitzer-verðlaun
Vinsæll Kendrick Lamar hreppti Pulitzer-
verðlaun fyrir fjórðu plötu sína.
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og