Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dómsdagsmálmur, „doom metal“ upp á enskuna, er ein af mörgum undirgreinum þungarokksins og verður henni gert hátt undir höfði á morgun, sumardaginn fyrsta, í Bíó Paradís þar sem heimildar- mynd um hana, Doom Doc, verður sýnd og á föstudagskvöld þegar þrjár dómsdagsmálmssveitir leggja Gaukinn undir sig. Sá sem veit allt um málið er Hörður Jónsson, með- limur í dómsdagsmálmssveitinni Morpholith en hún og hljómsveitin Godchilla, sem einnig helgar sig dómsdagsmálmi, standa fyrir komu þriðju sveitarinnar sem ættuð er frá Sheffield á Englandi en ber þó japanskt heiti, Kurokuma. Kuro- kuma verður einmitt nýkomin úr tónleikaferð til Japans þegar hún þrumar yfir gestum á Gauknum. Engin öskur En hvað er dómsdagsmálmur? „Það má segja að þetta sé hæg tón- list en hávær, eins og ef þú settir blús á stera. Hægur og rólegur blús en spilaður sérstaklega hátt og gerður drungalegur,“ svarar Hörður og er í framhaldi spurður að því hvort ekki sé erfitt að greina um hvað textarnir fjalli. „Það er alla vega einfaldara en í flestum öðrum „extreme“ tónlistarstefnum eins og svart- og dauðamálmi,“ svarar Hörður. „Við notum hreinan söng í efninu okkar, erum ekki með öskur eins og almennt þekkist í dauða- og svartmálminum. Þannig að það eru greinilegri textabrotin.“ –Og það er væntanlega ákveðin neikvæðni eða bölsýni nauðsynleg í textasmíðinni? „Að vissu leyti, jú, ákveðin böl- sýni á heiminn,“ segir Hörður og hlær. –Þið eruð þó vonandi ekki á því að heimsendir sé í nánd? „Nei, því miður,“ svarar Hörður. Meðlimir Kurokuma tóku þátt í framleiðslu og gerð heimildar- myndarinnar Doom Doc og er myndin ekki komin í almennar sýn- ingar heldur aðeins prufusýningar. Hún verður því bara sýnd einu sinni í Bíó Paradís og víðar um Evrópu áður en kemur að kvik- myndahátíðum. Hörður segir að myndin fjalli um dómsdagsmálmssenuna og þá eink- um í Sheffield. „Hún kemur inn á tónleikahald, hljómsveitir sem spila þar og hvernig þessu er háttað hjá þeim. Það er auðvelt að bera þetta saman við íslensku senuna og hversu svipað þetta er að miklu leyti,“ segir Hörður. En er þessi tónlist, dómsdags- málmur, vinsæl á Íslandi? „Já, hún er að vissu leyti eins og popptónlist „extreme“ tónlistarinnar. Það er meiri melódía í þessu og greinilegri og þetta er aðgengilegasta öfga- tónlistin, að vissu leyti, á meðan vissir kimar af henni eru líka óað- gengilegri en nánast allt annað, eingöngu hávaði og læti og „drone“ sem er sérstaklega erfitt að komast inn í. En mjög mörg bönd í þessari stefnu spila þannig tónlist að hún er vel aðgengileg og dregur meira frá gruggi tíunda áratugarins en einhverri „extreme“ öfgatónlist,“ svarar Hörður. Hann segir dómsdagsmálmssen- una hafa stækkað mikið hin síðustu ár. „Það hefur orðið ákveðin sprenging í þessari tónlistarstefnu og það hefur aldrei verið jafnmikið framboð á hljómsveitum,“ segir hann. Senan í Sheffield sé sterk sem megi að stóru leyti þakka því að margar dómsdagsmálmssveitir hafi viðkomu í borginni. Upphafsmenn þungarokksins Upphaflegur trommari hljóm- sveitarinnar Black Sabbath kemur mikið við sögu í Doom Doc, enda bjó sú sveit til dómsdagsmálminn, að sögn Harðar. „Þeir bjuggu til þungarokkið, má segja, á sinni fyrstu plötu og bjuggu til dóms- dagsmálminn á sama tíma og í rauninni á þessi tónlist meira skylt við uppruna þungarokksins en aðr- ar stefnur,“ bendir hann á, „þar sem enn er verið að spila tiltölu- lega hægt.“ Sé miðað við þann hraða sem færðist í málminn með Metallicu sé dauðamálmurinn hæg- ur og textarnir líka svipaðir og hjá Black Sabbath á sínum tíma. „Þeir eru algjörlega guðfeður okkar tón- listar og engin doom-bönd, nánast, sem kenna sig ekki að neinu leyti við Black Sabbath. Það eru alltaf einhver áhrif,“ segir Hörður að lok- um. Dómsdagur í byrjun sumars  Heimildarmynd um dómsdagsmálm sýnd í Bíó Paradís og þrjár dómsdags- málmssveitir leika á Gauknum Kurokuma Félagarnir frá Sheffield halda frá Japan til Íslands. Godchilla Liðsmenn dómsdagsmálmssveitarinnar Godchilla á tónleikum í Iðnó fyrr á þessu ári. Morpholith Hljómsveitarmeðlimir virða fyrir sér væna Marshall-stæðu. Hipphopp-tónlistarmaðurinn R. Kelly hefur enn eina ferðina verið kærður fyrir að brjóta kynferðis- lega gegn konum og að þessu sinni af fyrrverandi kærustu sem segir að hann hafi þvingað hana til sam- fara og smitað hana viljandi af kynsjúkdómi, að því er fram kemur á vef BBC. Brotið á að hafa átt sér stað í Dallas. Konan átti í 11 mánaða sambandi við Kelly og segir í frétt- inni að Kelly hafi reynt að fá kon- una til að ganga í kynlífssöfnuð þann sem sex konur sögðu fjöl- miðlum frá í fyrra. Þá var Kelly sakaður um að hafa heilaþvegið konur, lokað þær inni á heimili sínu, skipað þeim fyrir verkum, komið í veg fyrir að þær gætu haft samband við umheiminn og neytt þær til kynmaka. Lögreglan í Dallas segist vera að kanna hvort fótur sé fyrir ásökun- um konunnar, sem var aðeins 19 ára þegar þau Kelly áttu í sam- bandi, en hann er orðinn 51 árs. Lögmaður konunnar, Lee Merrit, segir Kelly hafa sýnt af sér villi- mannslega hegðun og beitt konuna valdi auk þess að gefa henni áfengi og eiturlyf. Kelly hefur oftar en einu sinni verið lögsóttur af konum fyrir að hafa haft samræði við þær þegar þær voru á táningsaldri auk þess að vera ákærður fyrir að búa til barnaklám með því að taka upp myndbönd af sér og stúlkum undir lögaldri í samförum. Í öllum þeim dómsmálum sem höfðuð hafa verið á hendur Kelly hefur hann sloppið við refsidóma, ýmist greitt ákær- endum bætur eða þá að dómsmál hafa verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. R. Kelly sakaður enn á ný um að brjóta kynferðislega gegn táningsstúlku Margkærður Þrátt fyrir fjölda alvarlegra ásakana um að beita konur ofbeldi og þvinga þær til kynmaka við sig, starfar R. Kelly enn sem tónlistarmaður. ICQC 2018-20 ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir mánudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 27. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.