Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 67

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 67
dómsríkt.“ Steinunn var organisti í kirkju í miðborg Boston með náminu og skipulagði tónleikahald í kirkj- unni. Hún dvaldi um tíma á Spáni og kom þar víða fram sem píanóleikari. Eftir heimkomuna tóku við ýmis störf ásamt píanóleiknum, s.s. dag- skrárgerð við RÚV, en hún var m.a. framkvæmdastjóri aldarafmælis Páls Ísólfssonar árið 1993, var menningar- blaðamaður við Morgunblaðið um skeið, sat í borgarstjórn og var vara- formaður menningarmálanefndar um tíma. Steinunn kom fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Íslands nokkrum sinnum og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu sígildu plötuna árið 1997 ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Hún hefur leikið inn á fjölda geislaplatna sem einleikari og ásamt öðrum lista- mönnum, starfaði sem píanóleikari um árabil og kom fram á fjölmörgum tónleikum hérlendis og erlendis. Þá hefur hún leikið með Karlakórnum Fóstbræðrum í fjöldamörg ár: „Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og verð einmitt að spila með þeim á tónleikum á afmælinu mínu í Hörpu sem er besta afmælisveisla sem ég get hugsað mér.“ Steinunn stofnaði Tónlistarhátíð- ina í Reykholti sem er hluti af Reyk- holtshátíð, og var listrænn stjórnandi hennar þar til hún tók við starfi tón- listarstjóra Hörpu 2010: „Það var ári áður en húsið var opnað og því starfi gegndi ég í fimm ár. Þá tók ég við starfi óperustjóra og hef gegnt því síðan. Það hefur hvort tveggja verið mikil áskorun og lífsreynsla sem ég er þakklát fyrir.“ Steinunn situr í stjórn Alþjóðlegu sviðslistasamtak- anna (ISPA) og er formaður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar þeirra. Hún var tilefnd til þess að taka þátt í þriggja ára eftirsóttu prógrammi fyr- ir listræna stjórnendur, víða að úr heiminum: „Þetta prógramm er á vegum DeVos-stofnunarinnar í Washington og ég lýk því í sumar. Þetta snýst um að gefa stjórnendum listastofnana tækifæri á að kynna sér aðferðir sem hámarka árangur þeirra, styrkja alþjóðlegt tengslanet og efla samvinnu á alþjóðlegum vett- vangi. Þetta er ómetanleg reynsla sem ég bý að bæði í lífi og starfi.“ Fjölskylda Dóttir Steinunnar er Brynhildur Björnsdóttir, f. 27.6. 1977, fram- kvæmdastjóri GG verk ehf. og stjórn- arformaður Sjúkratrygginga Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Helgi Gunnarsson, eigandi GG verk ehf. og eru barnabörnin Ragnar Logi Sigurþórsson, f. 1997, Arent Orri Jónsson, f. 2002, Steinunn Thalía Jónsdóttir, f. 2003, og Gerður Tinna Helgadóttir, f. 2008. Foreldrar Steinunnar: Ragnar Georgsson, f. 27.7. 1923, d. 10.3. 2011, skólastjóri og skólafulltrúi Reykja- víkurborgar, og Rannveig Magnús- dóttir, f. 31.1. 1929, húsfreyja og myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Morgunblaðið/RAX Óperustjórinn Steinunn Birna. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Guðrún Magnúsdóttir húsfr. á Króki, af Laxárdalsætt og Urriðafossætt, systurdóttir Jóns, afa Einars Bjarnasonar prófessors í ættfræði Ólafur Gunnlaugsson b. og ferjumaður á Króki í Ásahreppi Magnús Ólafsson b. á Kambi í Ásahr., síðar í Rvík Sigurveig Jónsdóttir húsfr. í Rvík Rannveig Magnúsdóttir húsfr. og myndlistarkona Guðrún Eiríksdóttir húsfr. í Grindavík Jón Jónsson verkam. í Grindavík Jakob igurðsson b. á Hömrum í Reykholtsdal S Magnús Jakobsson fyrrv. form. Frjáls- íþróttasambands Íslands Sigurður Helgason fyrrv. deildastj. Grunnskólad. menntam.ráðun. Helgi Sigurðsson b. á Heggs- stöðum Guðrún Georgs- dóttir húsfr. í Borgar- nesi Þóra Ragnars- óttir skóla- starfsm. í Rvík d Rúrik Gíslason lands- liðsm. í knatt- spyrnu ón Pálsson b. Fljótstungu í Hvítársíðu J í Bergþór Jónsson b. í Fljótstungu Páll Berg- þórsson rrv. veður- tofustjóri fy s Bergþór Pálsson óperu- söngvari Sigurður Helgason b. á Hömrum í Reykholtsdal, systurdóttursonur Sigurðar á Heiði, afa Valtýs Stefánssonar ritstj.Morgunblaðsins Georg Sigurðsson b. á Skjálg Steinunn Pétursdóttir ljósm.á Skjálg, Kolbeinsstaðahr. Anna Katrín Jónsdóttir húsfr. í Geirshlíð Pétur Þorsteinsson b. Geirshlíð í Flókadal Úr frændgarði Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur Ragnar Georgsson skólastj. og skólafulltr. Reykjavíkurborgar Guðrún Pálsdóttir húsfr. á Hömrum, systurdóttir Halldóru Bjarnadóttur, ömmu Guðmundar Böðvarsson skálds á Kirkjubóli, föður Böðvars rith. ÍSLENDINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Barbara Moray Williams Árna-son fæddist í Petersfield19.4. 1911, ættuð úr Hamps- hire í Suður-Englandi. Hún var dóttir A. Moray Willi- ams, vísindamanns og fornfræðings. Systir Barböru var Ursula Moray Williams, teiknari og rithöfundur. Barbara stundaði nám við listaskól- ann í Winchester og síðan við Royal College of Art í London og útskrif- aðist þaðan 1953 á sviði málmristu og tréstungu. Eiginmaður Barböru var Magnús Á. Árnason, listamaður og þúsund- þjalasmiður, en þau bjuggu í húsi sínu, Lækjarbakka, í Reykjavík. Sonur þeirra er Vífill, f. 1938, arki- tekt.. Barbara hafði unnið við bóka- skreytingar og flutti til Íslands 1937. Hún varð snemma með þekktari myndlistarkonum hér á landi. Fyrst vann hún einkum tréstungur og síð- ar vatnslitamyndir. Hún teiknaði auk þess fjöldann allan af bókar- kápum og þá einkum fyrir Ársæl Árnason útgefanda sem var bróðir Magnúsar. Hún vann m.a. mynda- bálk við Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar á árunum 1944-51 en frum- myndirnar eru í eigu Listasafns Íslands. Þá málaði hún barnamynd- ir, einkum á stríðsárunum, hélt sýn- ingu á úrvali slíkra mynda og lét ágóðann renna til norskra og franskra barna. Barbara saumaði einnig myndir úr lopa og klippti síðan og kembdi yfirborðið en slíkar myndir hennar voru sýndar víða í London og París. Þau Magnús dvöldu í París 1952 en við heimkomuna hóf hún að vinna veggmynd í anddyri Melaskólans í Reykjavík. Verkið er þurrmálverk sem lýsir ýmsu úr skólagöngu, leikj- um og sumarlífi barna. Hún vann einnig veggskreytingar í Apóteki Vesturbæjar, altaristöflu í Kópa- vogskirkju og verk fyrir Sundlaug Vesturbæjar. Barbara var heiðruð af Félagi ís- lenskra myndlistarmanna þegar hún varð fimmtug, 1961, með veglegri yf- irlitssýningu á verkum hennar. Barbara lést 31.12. 1975. Merkir Íslendingar Barbara Árnason 80 ára Anna S. Sæmundsdóttir Gyða Valgeirsdóttir Inga K. Guðjónsdóttir 75 ára Auður Sigurðardóttir Ágúst Hjalti Sigurjónsson Guðbjörg Kristinsdóttir Guðmundur A. Óskarsson Gunnar Sigurðsson Ingunn Jónsdóttir Jón Ingi Ingvarsson Margrét Björk Andrésdóttir Ragnhild H. Jóhannesdóttir 70 ára Aubert Störker Jóhann Högnason Daníel Tianchoi Lee Elín Birna Hjörleifsdóttir Guðmundur Gunnarsson Guðmundur M. Johannsen Jóhanna Long Kristinn E. Guðnason Sólveig Róbertsdóttir Örn Bjarnason 60 ára Agnar F. Strandberg Anna Jóna Lýðsdóttir Ásgeir Einar Steinarsson Ásgeir Harðarson Guðjón Heiðar Ólafsson Guðrún Bjarnadóttir Guðsteinn Oddsson Hafsteinn Andrésson Haraldur Eggertsson Hólmfríður Pálsdóttir Inga Jóna Gísladóttir Ingólfur T. Jörgensson Jón Halldór Jónasson Kristján E. Kristjánsson Lára Jóhanna Magnúsdóttir Marek Wisniewski Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Ævarsdóttir Sigurveig R. Agnarsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir 50 ára Alma Axfjörð Ásgeir Geirsson Dagný Hulda Broddadóttir Eiríkur H. Sigmundsson Logi Helgason Margrét Gísladóttir Ómar Björn Jensson Ragna P. Hámundardóttir Sigríður Pétursdóttir Sigurgeir Bragason Stefán Eyfjörð Stefánsson 40 ára Aðalheiður H. Ólafsdóttir Berglind Häsler Brynjúlfur Sigurðsson Dariusz Roman Drífa Guðmundsdóttir Einar P.-Staalskjold Erna Marín Baldursdóttir Guðlaug R. Jónasdóttir Gunnar K. Kristinsson Ingvar Arndal Kristjánsson Ómar Arndal Kristjánsson Ómar Þór Andrésson Unnur M.M. Bergsveinsd. 30 ára Albert Sigurðsson Arndís Eva Jónsdóttir Aron Ingi Óskarsson Árni Reynir Styrkársson Ásdís Þula Þorláksdóttir Baldvin Þór Svavarsson Elínborg Guðmundsdóttir Elísabet D. Gunnarsdóttir Elísa Pálsdóttir Erla Dögg Haraldsdóttir Eva S.M. Victorsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Katrín Viktoría Leiva Sigurbjörg Halldórsdóttir Særún Andrésdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sölvi ólst upp í Borgarnesi, býr þar, lauk BA-prófi í félagsfræði, diplomaprófi í afbrota- fræði frá HÍ, MEd-prófi frá HA og er kennari við Menntaskóla Borgarfj. Maki: Guðríður Hlíf Sig- fúsdóttir, f. 1993, sjúkra- þjálfari.. Sonur: óskírður, f. 14.4. 2018. Foreldrar: Guðrún Vala Elísdóttir, f. 1966, og Arn- þór Gylfi Árnason, f. 1962. Sölvi G. Gylfason 30 ára Elís býr í Reykja- vík, lauk MSc-prófi í um- hverfis- og auðlindafræði og starfar hjá velferðar- sviði Reykjavíkurborgar. Maki: Auður Magnús- dóttir, f. 1977, er að taka við sem framkvæmda- stjóri Landverndar. Börn: Anna Eir, f. 2006; Maggý Nóa, f. 2009, og Sigurður Auðar, f. 2014. Foreldrar: Alvilda Þóra Elísdóttir, f. 1957, og Svavar Jensson, f. 1953. Elís Svavarsson 30 ára Sigurjón ólst upp í Garðabæ, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði og starfar hjá TVG Zimsen- flutningsmiðlun. Maki: Aníta Auðunsdóttir, f. 1988, flugfr. og lögfr.. Börn: Steinunn Kamella, f. 2009, Hafþór Ernir, f. 2016, og Agnes Elva, f. 2017. Foreldrar: Hafþór Þor- bergsson, f. 1961, og Hrefna Sigurjónsdóttir, f. 1959. Sigurjón Hafþórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.