Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Elsku amma.
Það er svo margt
sem mig langar að
segja, ég á svo mikið
af dásamlegum minningum sem
hringsnúast í höfðinu á mér.
Hvernig á maður að geta valið úr,
ég þarf mikið meira en 3.000
stafi. Því þú varst engri lík, ég
veit ekki um neina ömmu, ja eða
bara nokkurn sem að skellir sér á
trampólín með langömmubörn-
unum rétt nýskriðin yfir 90 árin.
Það sem ég vildi að ég gæti erft
líkamlega getu þína. Krakkarnir
mínir munu geta skemmt sér yfir
þessari minningu.
Og pönnsurnar mmmm, bestu
pönnsur í heimi, ég er nú orðin
nokkuð lunkin að leika pönnu-
kökubaksturinn eftir þér með
gömlu góðu pönnunni þinni. Ég
minnti mig mikið á þig um daginn
þegar ég var að gera pönnsur og
var að prufa nýja pönnu og end-
aði á að bölva henni í sand og
ösku meðan ég teygði mig í þá
gömlu góðu sem haldið rétt hélst
á (mamma var svo mikið æði að
redda mér nýju haldi eftir þetta),
en ég sá það svo fyrir mér þegar
þú fékkst nýju pönnuna þína og
skildi þig svo vel þarna þegar ég
var í sömu sporum.
Hversu oft skyldi ég hafa birst
í dyrunum hjá ykkur afa og til-
kynnt ykkur að ég væri flutt að
heiman og ætlaði að búa hjá ykk-
Brynhildur
Einarsdóttir
✝ BrynhildurEinarsdóttir
fæddist 13. janúar
1923. Hún lést 27.
mars 2018.
Brynhildur var
jarðsungin 6. apríl
2018.
ur, það var sko aldr-
ei vandamál, þú
bara snaraðist inn
og bjóst um mig í
sófanum og sagðir
að ég mætti vera
eins lengi og ég
vildi, ég var nú ekki
gömul þegar ég
birtist í fyrsta skipti
með töskuna mína.
Ég er svo þakklát
fyrir að hafa átt
ykkur afa að, þið voruð einir af
mínum bestu vinum, hjá ykkur
átti ég alltaf skjól, ég var alltaf
velkomin og þú varst alltaf til í að
bregða á leik. Það var alveg ótrú-
legt hvað þú nenntir alltaf að vera
módelið mitt meðan ég vafði þig
slæðum og þú áttir að leika gamla
konu því fyrir mér varst þú nú
aldrei neitt rosalega gömul. Ég
var auðvitað í leikarapilsinu og
algjör pæja. Konni frændi var nú
voða góður og leysti þig stundum
af sem gamla konan, allur vafinn
slæðum.
Þú varst svo flink í höndunum,
öll sjölin og ponsjóin sem þú hekl-
aðir handa mér og treflarnir svo
við tölum nú ekki um ullarsokk-
ana, alltaf gat ég fengið nýja ull-
arsokka hjá þér.
Og þegar ég var að hjálpa þér
að baka, ja eða svona meira stel-
ast í að borða deigið, alltaf varstu
jafn undrandi á snúðunum sem
hurfu af plötunni.
Það var svo gaman þegar ég
gat farið að hjálpa ykkur og skila
til baka öllu því sem þið höfðuð
gefið mér. Með því að hjálpa þér
við að skrifa á pakkana fyrir jólin
og setja upp alla sálmana þína í
tölvu og prenta út í sem stærstu
letri til að þú gætir séð textann,
þó ég hafi svo sem aldrei skilið af
hverju þar sem þú virtist nú
kunna alla sálmana utan að.
Nú er komið að kveðjustund.
Elsku amma, þú munt ávallt eiga
stað í hjarta mínu og aldrei mun
ég þér gleyma. Ég mun geyma
allar góðu minningarnar okkar á
góðum stað og rifja þær upp með
krökkunum mínum sem ég er svo
þakklát fyrir að hafi getað kynnst
þessari mögnuðu konu sem ég
eyddi svo miklum tíma hjá. Ég
hugsa að það séu engir sem geti
fetað í fótspor þín, þú varst
hreinn og klár snillingur, elsku
amma. Takk fyrir allt, elsku
amma mín, hafðu það gott á
himnum með öllu liðinu þínu sem
þú hefur beðið svo lengi eftir að
hitta aftur. Það eru eflaust miklir
fagnaðarfundir í himnaríki núna.
Knús í klessu og risa skrúfu-
koss.
Katrín Sif.
Ég trúi því varla að það séu
komnar tvær vikur síðan elsku
amma féll frá. Ég held að ég sé
ekki alveg búin að meðtaka það
að hún sé farin, því þó svo að hún
hafi verið orðin 95 ára, þá var ég
viss um að hún ætti enn nokkur
ár eftir því hún var svo ótrúlega
spræk. Það er ekki svo langt síð-
an hún var að hoppa á trampól-
íninu með krökkunum. Á 95 ára
afmælisdaginn var hún svo að
ítreka mikilvægi þess að hugsa
um heilsuna og skellti sér þá á
fjóra fætur og sýndi hvernig ætti
að gera jafnvægisæfingar eins og
ekkert væri og þegar við komum
í heimsókn með krakkana litla, þá
var hún fljót að fara niður á gólf
og leika við þau. Það sem ég vona
að ég verði jafn heilsuhraust og
hún amma.
Það sem við systur vorum
heppnar að eiga ömmu að, við
eyddum endalaust miklum tíma
hjá ömmu og afa að gera fim-
leikaæfingar á snúrustaurnum,
leika okkur með stytturnar henn-
ar og slæðurnar, fara í leikara-
pilsið og setja upp sýningu. Hjá
ömmu og afa mátti næstum allt
og svo voru alltaf til snælur og
hún bakaði pönnukökur, lummur
og vöfflur eftir pöntunum. Þegar
ég varð eldri sagði amma mér frá
æsku sinni, hvernig pabbi hennar
kom fram við hana, þegar hún
var send í fóstur, við hvað hún
vann, frá fermingardeginum sín-
um og fleira. Síðar sagði hún mér
einnig frá því þegar maðurinn
hennar dó í fanginu á henni og
hún varð ekkja aðeins 27 ára
gömul og með þrjú ung börn og
hvað hún óttaðist að börnin yrðu
tekin frá henni. Einnig fékk ég að
heyra söguna af nóttinni örlaga-
ríku þegar hún og afi tóku spjall
saman og enduðu á að kjafta
fram undir morgun eða þar til
bankað var upp á þar sem leitað
var að afa, því óttast var um hann
þegar ljóst var að hann hafði ekki
komið heim um nóttina.
Ég á svo endalaust margar og
góðar minningar og er svo þakk-
lát fyrir allar góðu stundirnar og
svo þakklát fyrir að börnin mín
fengu að kynnast þér elsku amma
mín. Ég er líka ótrúlega þakklát
fyrir það að við fengum smá fyr-
irvara svo ég gat komið og kvatt
þig í hinsta sinn og hlegið með
þér þegar ég kvaddi þig stuttu
áður en þú fórst. Það var svo mik-
ill heiður að fá að bera þig út úr
kirkjunni á föstudaginn og mun
ég halda minningu þinni á lofti og
segja börnunum mínum og síðar
barnabörnum af þér. Ég vona svo
að ég nái að verða jafn hress og
þú á gamals aldri, því þú varst
ekki bara líkamlega hress, heldur
varstu dugleg að sjá spaugilegu
hliðarnar og var jafnan mikið
hlegið þegar við vorum hjá þér í
Vesturgötunni.
Hvíl í friði, elsku amma mín,
við hugsum mikið um þig og lof-
um að passa upp á afa fyrir þig.
Júlí Ósk.
Á dögunum
kvaddi samfélag
okkar vinur minn
Eiríkur Bogason.
Hann hafði í nokk-
ur ár þurft að
kljást við sjúkdóm sem tók æ
meiri toll af daglegri orku hans
og sem á endanum varð úthald-
inu yfirsterkara.
Kynni okkar hófust þegar við
vorum við nám í Tækniskóla Ís-
lands til að búa okkur undir
frekara tækninám. Urðum við
fljótt félagar enda í hópi þeirra
sem vorum í eldri kantinum og
ekki sakaði að Eiríkur átti ætt-
arþræði til góðrar fjölskyldu á
Eiríkur Bogason
✝ Eiríkur Boga-son fæddist 24.
janúar 1947. Hann
lést 23. mars 2018.
Útför Eiríks fór
fram 5. apríl 2018.
Siglufirði. Ég heill-
aðist af viðhorfi
hans til námsins,
vinnusemi og vand-
virkni. Þegar við-
fangsefni námsins
voru annars vegar
linnti Eiríkur ekki
látum fyrr en full-
um tökum var náð,
það var sama hvort
fengist var við
þrautir úr stærð-
fræðinni, setningaskipan mál-
fræðinnar eða hugmyndafræði
samtímans. Oft sátum við tím-
unum saman yfir dæmum þar
sem allt var krufið til mergjar
og síðan æfð alls konar afbrigði
til að búa okkur vel undir yf-
irvofandi próf. Á þessum árum
myndaðist grunnur að þeirri
vináttu okkar sem varað hefur
síðan.
Í kjölfarið komu Danmerk-
urárin þar sem við námum í sitt
hvorum háskólabænum og síð-
an árin eftir að heim var komið
og stjórnuðum báðir litlum
orku- og veitufyrirtækjum en
Eiríkur var þegar kominn með
góða reynslu þegar ég hóf störf
á þeim vettvangi. Var hann ós-
ínkur á góð ráð fyrir vin sinn
og var ætíð tilbúinn að miðla af
þekkingu sinni, skoða viðfangs-
efnin og finna lausnir. Eiríkur
var ætíð áfram um skilvirkni í
rekstri veitufyrirtækja og að
fjármunum væri ekki sóað þar,
sveitarfélögin voru jú eigendur
og þar með hans samferðafólk.
Hann lagði áherslu samrekstur
í orku- og veitugeiranum enda
fór hann fyrir sameiginlegum
rekstri Bæjarveitna Vest-
mannaeyja. Var hlutur hans
áþreifanlegur þegar ný samtök,
Samorka, voru stofnuð á
miðjum tíunda áratugnum. Það
fór líka svo að honum var
treyst til að leiða starf þessara
nýju samtaka sem fram-
kvæmdastjóri. Var það ekki
síst að þakka styrkri stjórn
hans að það tókst að byggja
sterkar stoðir undir þetta sam-
starf innan starfsviða orku- og
veitufyrirtækja. Eiríkur kunni
að stíga ölduna, enda Eyjamað-
ur, og átti mikinn þátt í að sigla
málum sem ágreiningur var um
á lygnan sjó. Hann var glöggur
mannþekkjari og kunni að velja
með sér gott starfsfólk sem
skilaði drjúgu dagsverki. Starf-
inu sinnti hann af einurð og
ósérhlífni uns honum fannst
fyrir nokkrum árum veikindin
taka of mikinn skerf af þeirri
atorku sem hann taldi sjálfur
að þyrfti til að tryggja fersk-
leika í rekstri samtakanna.
Með árunum myndaðist góð
vinátta milli okkar Jóhönnu og
Eiríks og Guðbjargar og áttum
við margar góðar stundir sam-
an í leik og starfi, sumar
ógleymanlegar. Eiríkur var
mikill gæfumaður að eiga Guð-
björgu að sem förunaut og án
umhyggju hennar og liðsinni
systkinanna Kalla og Soffíu og
fjölskyldna þeirra hefðu síðustu
árin og mánuðir orðið öllu erf-
iðari, lífsgæðin minni og lífs-
skeiðið líklegra styttra en raun
varð á. Missir þeirra er stór og
okkar ósk að allt gott hjálpi
þeim yfir sárasta tímann. Ég
kveð góðan vin með söknuði og
þakka honum vinarþelið.
Ásbjörn Blöndal.
Eiríkur Bogason hóf störf
sem framkvæmdastjóri Sam-
orku strax við stofnun samtak-
anna árið 1995 og gegndi starf-
inu til ársins 2013, eða þar til
hann lét af störfum vegna veik-
inda.
Að fá Eirík til samtakanna
var happafengur. Hann hafði
áður verið framkvæmdastjóri
Bæjarveitna Vestmannaeyja og
stjórnað þar bæði rafveitu,
vatnsveitu og fjarvarmaveitu
og auk þess hafði hann setið
stjórn SÍR, forvera Samorku
ásamt SÍH. Eiríkur var þannig
öllum hnútum kunnugur í orku-
og veitumálum.
Hjá hinum nýstofnuðu sam-
tökum voru mörg verkefnin og
ekki síst hvert stefna skyldi
með margt um ólík fyrirtæki,
hagsmuni og væntingar fé-
lagsmanna innanborðs. Hin
fjölbreytta reynsla Eiríks,
ásamt því hversu góður til sam-
vinnu hann var, átti stóran þátt
í að skila Samorku svo vel á
veg eins og raun ber vitni.
Fyrir hönd aðildarfyrir-
tækja, stjórnar og starfsfólks
Samorku þakka ég Eiríki vel
unnin störf þau 18 ár sem hann
gegndi starfi framkvæmda-
stjóra. Eiginkonu Eiríks, Guð-
björgu Ólafsdóttur, og börnum,
þeim Soffíu og Karli, vottum
við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Helgi Jóhannesson,
stjórnarformaður
Samorku.
Þú varst vinur
okkar. Glaður og
góður, skapandi og
skemmtilegur,
fallegur og fyndinn.
Þú söngst í brúðkaupinu, teppa-
lagðir svefnherbergið, mættir í
partí, spilaðir á tónleikum, tókst
upp stuttmyndir, sendir fyndn-
ustu jólakortin, vannst á gisti-
Grétar Magnús
Grétarsson
✝ Grétar MagnúsGrétarsson
fæddist 3. júlí 1974.
Hann lést 12. mars
2018. Útför Grétars
fór fram 27. mars
2018.
heimilinu, ekkert
drama, aldrei vesen,
bara ást, gleði, hlát-
ur og tónlist. Það
var alltaf sönn og
fölskvalaus ánægja
að hitta þig.
Elsku Maggi, þú
varst hlýr sólar-
geisli í lífi okkar
sem nú er aðeins
kaldara og litlaus-
ara. Hlökkum til að
hitta þig aftur hinum megin. Ást-
arkveðjur að eilífu.
Berglind Björk
Halldórsdóttir og
Hannes Þór Baldursson.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON
útgerðarmaður,
Suðurhlíð 38c,
sem lést fimmtudaginn 5. apríl, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitir eða
minningarsjóð líknardeildar Landspítala.
Auðbjörg Ingimundardóttir
Anna Guðmundsdóttir Jörundur Gauksson
Ingi Jóhann Guðmundsson Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FJÓLA ÓLAFSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
þriðjudaginn 10. apríl.
Hún verður jarðsungin frá Þorlákskirkju
laugardaginn 21. apríl klukkan 14.
Friðgerður Pétursdóttir Magnús Þ. Snorrason
Ólafur Pétursson Kristrún Ástvaldsdóttir
Jón Guðni Pétursson Ester Hallgrímsdóttir
Sigurður Pétursson Anna Manikutdlak
Elísabet María Pétursdóttir Jakob H.S. Ragnarsson
Fjóla Pétursdóttir Eriksen Arnulf Eriksen
og aðrir aðstandendur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
tengdaamma og langamma,
SVAVA FELIXDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Grund,
áður Kirkjulundi 8, Garðabæ,
lést laugardaginn 14. apríl á
Landspítalanum, Hringbraut.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 25. apríl
klukkan 13.
Jón Ívars Guðlaug Björgvinsdóttir
Guðrún Ívars Zophanías Þ. Sigurðsson
Svava Zophaníasdóttir Viðar Ben Teitsson
Eva Zophaníasdóttir Sigurjón Hávarsson
Ari Ívars
Rúnar Ívars
og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu mánudaginn 16. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 23. apríl klukkan 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu á
Akureyri.
Stefán G. Jónsson
Jón Viðar Þórisson Stefanía A. Halldórsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir Ármann Helgi Guðmundsson
Kristjana Þórisdóttir Sigurður Gunnarsson
Jón G. Stefánsson Hafdís Inga Haraldsdóttir
Helgi Heiðar Stefánsson Ásdís Ármannsdóttir
Sigurður Örn Stefánsson Sigrún Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn