Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 54
skreytta túlípönum, úr endurunnu
silfri, glæsilega satínsandala úr end-
urunnu pólýester, fallegar, mynstr-
aðar slæður úr tencel-blöndu og netta
handtösku með skreytingum úr perl-
um og pallíettum úr endurunnu
plasti.
„Þegar ég fór að kynna mér þessa
línu hreifst ég mjög af hugmynda-
fræðinni á bak við hana og hönnunin
er ekki síður heillandi. Tíska og sjálf-
bærni eru ekki lengur mótsagnir og
mér finnst ótrúlega mikilvægt að inn-
leiða endurnýtingu og endurvinnslu
við alla tískuhönnun. Það er því gíf-
urlega hvetjandi að sjá svona spenn-
andi og framsækna hönnun sem
byggir á endurvinnslu efnis,“ segir
Christy Turlington Burns,
sem er andlit H&M Cons-
cious Exclu-
sive-
herferð-
arinnar í
ár.
og fólk langar bara að drekka epla-
djús og lifa innihaldsríku lífi þegar
það er komið í þessi föt. Það myndi
enginn sprauta sig með heróíni í þess-
um endurunnu efnum.
Sem sagt, þetta er ekki beint partí-
fatalína heldur lína fyrir þá sem vita
hvað þeir ætla að gera við líf sitt.
Líf í jafnvægi
Kvenleiki og handverk koma við
sögu í þessum fallegu munstrum sem
einkenna línuna og að hluta til er lín-
an gamaldags með sniðum sem henta
þeim sem vilja sýna fallegar línur lík-
amans.
Það sem er merkilegt við línuna er
að hún sjálfbær og búin til úr endur-
unnum efnum. Hluti af flíkunum er
gerður úr endurnýttum trefjum úr
fiskinetum og nælonúrgangi.
Ann-Sofie Johansson hjá H&M
segir að línan marki tímamót hjá fyr-
irtækinu.
„Það er ótrúlega spennandi að
kynna nú til sögunnar tvö sjálfbær
efni. Með því að búa til ótrúlega fal-
legt blúnduefni úr econyl og fallega
skartgripi úr endurunnu silfri höld-
um við áfram að stækka rammann
fyrir sjálfbæra tískuhönnun. Verk
Karin Larsson hafa um leið verið sett
í nýtt samhengi, enda voru stílfærð
mynstur hennar, djarflegar línur og
notkun lita langt á undan hennar
samtíð, svo sem sjá má hvarvetna á
heimili þeirra hjóna. Hún var sterk
og áhrifamikil kona og það er sá andi
sem við reyndum að virkja,“ segir
Ann-Sofie.
Þetta er sjöunda Conscious Exclu-
sive-línan frá H&M. Í þetta skipti er
línan ákaflega rómantísk og söguleg.
Í henni eru til dæmis mjög heillandi
nærföt, skór, skart, kjólar, skyrtur og
buxur sem heilla.
Í línu ársins eru notuð lífrænt
ræktuð efni á borð við hör, bómull og
silki, tencel og endurunnið pólýester,
en auk þessara efna er H&M með tvö
ný efni á boðstólum; endurunnið silf-
ur og econyl, sem eru 100% endur-
nýttar trefjar úr fiskinetum og öðrum
nælonúrgangi.
Í línunni eru falleg munstur og út-
saumur frá Karin sjálfri. Hún lagði
mikinn metnað í heimili sitt og eig-
inmannsins sem var fullt af and-
stæðum. Hönnunarteymi H&M nýtti
sér þennan innblástur til að skapa
gullfalleg mynsturofin efni með
blómamyndum, abstrakt útsaumsefni
og þrykkt efni með mynstri sem
byggir á tilteknum hlutum úr húsinu.
Flíkurnar í línunni eru margar
hverjar eins og listaverk. Þar er til
dæmis hvítur, skósíður, ermalaus
kjóll úr econyl með útsaumi úr líf-
rænum bómullarþræði og grænn,
skósíður kjóll úr mynsturofnu efni
með málmáferð og blómamyndum, úr
endurunnu pólýester.
Þar er líka buxnadragt með mynst-
urofnu svörtu efni með blómum sem
er með klauf aftan á jakkanum og að-
sniðnum buxum með útvíðum skálm-
um, sem gefur henni nútímalegt yf-
irbragð.
Litapallettan er heillandi. Hún er
bæði grá og græn en svartur og hvít-
ur koma líka við sögu ásamt dimm-
bláum og ljósbleikum.
Á meðal fylgihluta má nefna fín-
gerða en djarflega skartgripi,
Allar flíkur í línunni eru úr end-
urvinnanlegum efnum. Silfur-
skartið er gert úr gömlum mun-
um og hefur H&M þróað nýja
tækni til að búa til efni.
Græni kjóllinn er sérlega
klæðilegur og heillandi.
Skórnir eru gamaldags
með lágum hæl.
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
GOTT ÚRVAL
AF UMGJÖRÐUM
Verið velkomin til
okkar í sjónmælingu