Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 78

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 SIGNATURE RAY-BAN LOGO STAMP OF AUTHENTICITY UV PROTECTION UMBOÐSAÐILI RAY-BAN Á ÍSLANDI RAY-BAN með styrkleika fást bæði ólituð eða sem sólgler Vortónleikar Karlakórs Reykjavík- ur verða haldnir í Langholtskirkju á næstu dögum, þeir fyrstu á sunnudaginn kemur kl. 17, á þriðju- dag og miðvikudag kl. 20 og að lok- um laugardaginn 28. apríl kl. 15. Íslensk sönglög eru á efnis- skránni fyrir hlé. Þar á meðal eru tvö verk eftir Pál Pampichler Páls- son, sem var stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í aldarfjórðung. Annað þeirra, „Nei, smáfríð er hún ekki“, við ljóð Hannesar Hafstein, er nýj- asta verkið á efnisskránni og var samið sérstaklega fyrir kórinn á 90 ára afmæli hans fyrir tveimur ár- um. Eldra verkið, „Ár vas alda“, á rætur í sjálfri Völuspá og spanna verkin því sögu þjóðarinnar. Eftir hlé flytur kórinn fjölbreytt úrval erlendra meistaraverka, með- al annars eftir Beethoven, Mozart, Bruckner og Verdi. Með kórnum leikur að vanda Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari og einnig leikur Sigurður Ingvi Snorrason á klarínettu. Stjórnandi er Friðrik S. Krist- insson. Einsöngvari með kórnum á tón- leikunum er fyrrverandi kórfélagi, Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór, sem nú syngur við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Þegar slegið er á þráð- inn til hans segir hann gaman að koma aftur til móts við gamla kór- inn sinn. „Það er langt síðan ég hef sungið með kórnum og það er gaman að hafa tíma til þess núna,“ segir hann. Og þegar spurt er hvort enn séu margir í kórnum sem sungu með honum á sínum tíma svarar hann að vissulega sé svo en hluti þeirra sé kominn í kór eldri félaga, sem sé fyndið. „Það eru líka mörg ný andlit og kórinn hljómar vel og er ferskur. Svo er Friðrik að stjórna og hann þekki ég vel enda byrjaði ég að læra hjá honum. Þetta er eins og að koma heim í stofu.“ Sveinn Dúa segist syngja meðal annars „Draumalandið“, „Heimir“ og „Lullu lullu bia“ eftir Karl O. Runólfsson. „Þá syng ég til að mynda mjög krefjandi ljóð eftir Schubert, „Nachthelle“, allt mjög falleg lög og skemmtilegt að syngja þau öll. Þetta verða fernir tón- leikar, sannkölluð hátíðarvika, og ég er kominn með ný kjólföt af því tilefni.“ Mikið stendur til hjá Karlakór Reykjavíkur í ár. Í ágúst heldur kórinn til Austurríkis og syngur á hátíðartónleikum í Graz og á Beet- hoven-tónlistarhátíðinni í Bad Aus- see, sem í ár er tileinkuð minningu Mariu Callas. Austurríkisferðin er farin til heiðurs Páli Pampichler, en hann býr nú á æskuslóðum í Graz. efi@mbl.is „Kórinn hljómar vel og er ferskur“  Karlakór Reykjavíkur kemur fram á fernum vortónleikum í Langholtskirkju  Sveinn Dúa Hjör- leifsson syngur einsöng með kórnum að þessu sinni  Segir þetta verða sannkallaða hátíðarviku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á tánum Karlarnir í Karlakór Reykjavíkur fylgdust einbeittir með stjórnanda sínum, Friðriki S. Kristinssyni, á æfingu í Langholtskirkju fyrr í vikunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.