Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 37
málum, þeir vilja vernda svæðið og
þykir vænt um þessa ósnortnu nátt-
úruperlu. Þetta er algerlega stór-
kostlegt svæði, við erum t.d. með eld-
vörpin, gígaröð sem er líklega
einstök í heiminum,“ segir Anna.
Hún segir brýnt að bæjar-
stjórnir á svæðinu komi að því að
ákveða hvernig haga eigi aðgengi að
ferðamannastöðum á svæðinu. „Ég
held að það sé skynsamlegra að
vernda með því að auka aðgengi með
vöktun og með því að gera fallega
göngustíga og fallega staði þar sem
fólk getur látið fara vel um sig.“
Anna segist vonast til þess að
áhersla verði á menningarmál í kosn-
ingabaráttunni sem nú fer í hönd.
„Það er mannréttindamál að sem
flestir hafi aðgengi að menningu í
sínu nærumhverfi, ekki síst börn. Það
að fara t.d. á sýningar í sínu bæjar-
félagi sé hluti af daglegu lífi. Þannig
verður mannlífið svo miklu ríkara og
við megum ekki gleyma því að skap-
andi hugsun og list er að finna með
einhverjum hætti alls staðar í sam-
félaginu.“
Steinar Smári Guðbergsson,
meindýraeyðir sem búsettur er í Vog-
um, segir að uppgangurinn á svæðinu
undanfarin ár hafi gjörbreytt
áherslum sveitarstjórna í sveit-
arfélögunum á Suðurnesjum. Sveit-
arfélögin á svæðinu hafi getað greitt
niður hluta skulda sinna, fyrirtækjum
hafi fjölgað í Vogum, atvinnu-
möguleikar séu fjölbreyttari en áður
og talsverðar framkvæmdir standi
fyrir dyrum í bænum. Eitt af því sem
Steinari er hugleikið er hafnarsvæðið
í Vogum sem hann segir ekki sam-
boðið þessu sjávarþorpi. „Það þyrfti
að taka það í gegn. Bryggjan er að
grotna niður,“ segir hann. „Það kæmi
mér ekki á óvart að það yrði eitt af
helstu kosningamálunum hér í bæn-
um. Svæðið hefur verið látið drabbast
niður í líklega 20 ár eða svo.“
Huga þarf betur að öldruðum
Annað, sem Steinar myndi
gjarnan vilja sjá sem áherslumál í
kosningunum, eru málefni aldraðra.
„Hér er ekkert hjúkrunarheimili og
þegar fólk verður ósjálfbjarga er það
flutt hreppaflutningum í annað sveit-
arfélag. Þetta fólk á annað og betra
skilið,“ segir Steinar. „Við stöndum
okkur mjög vel í leikskóla- og skóla-
málunum fyrir börnin, við leggjum
áherslu á atvinnumálin fyrir fólkið á
vinnumarkaði, en þegar kemur að því
að verða gamall, þá er eins og þú sért
fyrir og best að koma þér eitthvað
annað í staðinn fyrir að geta átt
ánægjulegt ævikvöld í eigin um-
hverfi. En þetta er ekkert einsdæmi
hér í Vogum, því miður er staðan
svona víða um landið.“
Annað málefni sem Steinari
finnst að leggja mætti áherslu á í
komandi kosningum er heilbrigðis-
þjónusta á svæðinu. „Núna kemur
hingað læknir einu sinni í viku, við
vorum með heilsugæslustöð, en
henni var lokað fyrir nokkrum árum.
Núna er íbúum að fjölga og það verð-
ur áhugavert að sjá hvort hún verður
opnuð aftur,“ segir Steinar.
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Margir hér á svæðinu brenna fyrir umhverfismálum,
þeir vilja vernda svæðið og þykir vænt um þessa
ósnortnu náttúruperlu. Þetta er stórkostlegt svæði.“
Berglind Kristinsdóttir
„Fólksfjölgunin og það sem henni fylgir verður
stærsta áskorunin sem mun mæta nýjum meiri-
hlutum eftir kosningarnar í sveitarfélögunum á
Suðurnesjum.“
Jóhann Páll Kristjánsson
„Fjölfarnasti vegur landsins, Reykjanesbraut, ligg-
ur í gegnum sveitarfélagið mitt, honum er ekki
sinnt og það er bæjarstjórnarinnar að þrýsta á rík-
isvaldið að halda honum við.“
Steinar Smári
„Hér er ekkert hjúkrunarheimili og þegar fólk verður
ósjálfbjarga er það flutt hreppaflutningum í annað
sveitarfélag. Þetta fólk á annað og betra skilið.“
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Á Suðurnesjum eru núna fimm
sveitarfélög, sem reyndar verða
að fjórum eftir kosningarnar þeg-
ar Sandgerði og Garður samein-
ast, en það var samþykkt í íbúa-
kosningu í nóvember síðast-
liðnum.
15.305 manns eru á kjörskrá á
Suðurnesjunum og samtals eru 34
bæjarfulltrúar í þessum fjórum
sveitarfélögum; sjö í Grindavík og
Vogum, 11 í Reykjanesbæ og níu í
sameinuðu sveitarfélagi Garðs og
Sandgerðis.
Ef fjölda fólks á kjörskrá er
deilt í fjölda bæjarfulltrúa sést að
afar mismunandi er eftir sveitar-
félögunum hversu mörg atkvæði
eru á bak við hvern fulltrúa.
Þannig væru 115 atkvæði á bak
við hvern bæjarfulltrúa í Vogum,
235 atkvæði í sameinuðu sveitar-
félagi Garðs og Sandgerðis, 284
atkvæði í Garði og 945 í Reykja-
nesbæ.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sandgerði Bærinn mun sameinast
Garði eftir kosningarnar 26. maí.
Fimm
sveitarfélög
verða að
fjórum
Næst verður komið við á Suður-
landi og fjallað um það sem þar er
efst á baugi fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar í maí.
Á laugardaginn
Íbúar í sveitarfélögunum á Suðurnesjum eru samtals 25.770.
Stærsta sveitarfélagið er Reykjanesbær, þar sem 17.805 búa.
Fæstir íbúar eru í Vogum, 1.268.
Í kosningunum 26. maí munu 34 fulltrúar taka sæti í
bæjarstjórnum á Suðurnesjum.
ið. „Ég myndi líka vilja það,“ sagði
Arndís og Þórbergur sagðist líka
vel geta hugsað sér að stjórna
bænum. „Ef ég væri bæjarstjóri
myndi ég segja öllum að það mætti
bara hlaupa í bænum,“ sagði Þór-
bergur. „Það myndi enginn labba,
enginn keyra, enginn vera á hjóli
– bara hlaupa.“
Spurður um hvað felist í starfi
bæjarstjóra stóð ekki á svörum hjá
Þórbergi: „Hann ræður bænum.“
Viktor sagðist ekki hafa
áhuga á að gegna stöðu bæj-
arstjóra en gæti aftur á móti vel
hugsað sér að verða fótboltamað-
ur. Er ekki hægt að verða bæði
bæjarstjóri og fótboltamaður?
spurði fávís blaðamaður. „Nehei!“
var svarið.
Arndís, Bergrún og Þórberg-
ur voru sammála um að Sandgerði
væri góður bær, líklega sá besti í
heimi en Viktor taldi að ekki væri
síðra að búa annars staðar: „Það
er miklu betra að búa í Argentínu.
Og í Portúgal.“ Spurður um hvað
hann teldi betra þar en í heima-
bænum nefndi hann veðurfarið.
„Þar er alltaf sól,“ sagði Viktor.
En ræður bæjarstjórinn því?
spurði blaðamaður. Eftir nokkurn
umhugsunarfrest og umræður var
hópurinn sammála um að kjörnir
fulltrúar hefðu lítið vald yfir veðri
og vindum.
Talið barst síðan að öðrum
verkefnum bæjarstjóra og bæjar-
stjórnar og nokkrar umræður
spunnust um hvort valdsvið bæjar-
stjóra næði yfir óþekk börn. „Bæj-
arstjóri má ekki skamma krakka,“
fullyrti Þórbergur og hópurinn
tók undir það fullum hálsi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á leikskóla Krakkarnir á leikskólanum Sólborg í Sandgerði hafa ýmislegt
til málanna að leggja í umræðunni um sveitarstjórnarkosningarnar.
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is