Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 26
Sýning Breytingar á starfsemi Safnahússins í Borgarnesi leiða m.a. til þess
að fastasýningin „Börn í 100 ár“ verður tekin niður.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hugmyndir eru uppi um miklar breyt-
ingar á fyrirkomulagi safnamála í
Borgarbyggð. Til stendur að brjóta
upp þá starfsemi sem nú er rekin und-
ir einum hatti í Safnahúsinu í Borg-
arnesi, en þar eru Byggðasafn Borg-
arfjarðar, Héraðsbókasafn
Borgarfjarðar, Héraðsskjalasafn
Borgarfjarðar, Listasafn Borgarness
og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar til
húsa undir einni stjórn. Rætt er um að
flytja hluta bókasafnið í menningar-
húsið Hjálmaklett, þar sem Mennta-
skóli Borgarfjarðar er einnig til húsa,
og sýningarhald á nokkra staði, m.a. í
svonefnt Grímshús í Brákarey og í
skólahús á Hvanneyri. Núverandi
fastasýning byggðasafnsins „Börn í
100 ár“ og sýning náttúrugripasafns-
ins „Ævintýri fuglanna“ verða teknar
niður ef þetta gengur eftir. Rætt er
um að munir byggðasafnsins og skjöl
héraðsskjalasafnsins fái samastað í
varðveislusetri sem enn er ekki fyrir
hendi.
Áformin voru kynnt á opnum fundi í
bænum í síðustu viku og um þau hefur
verið birt skýrsla sem er aðgengileg á
netinu. Guðrún Jónsdóttir, forstöðu-
maður Safnahússins, lýsti efasemdum
um þessi áform í ræðu á fundinum.
Hún kvaðst ekki geta hugsað sér að
horfa upp á safnahúsið tæmt og selt.
Þá hefur starfsfólkið sent frá sér
ályktun þar sem lýst er áhyggjum af
framtíð safnastarfsins í bænum. „Söfn-
in eru héraðseign og margir hafa kom-
ið að uppbyggingu þeirra og velferð,
bæði félagasamtök og einstaklingar.
Þau eiga sér því djúpar rætur í héraðs-
sálinni,“ segir þar. Fleiri hafa tekið í
sama streng og varað sveitarstjórnina
við að taka skjótar ákvarðanir í mál-
inu.
Hagræðing í rekstri og vilji til að
koma til móts við þarfir ferðaþjónust-
unnar virðast einkum stýra áform-
unum í Borgarnesi eins og víðar um
land þar sem breytingar á safn-
astarfsemi hafa verið innleiddar eða
eru til skoðunar.
Umtalsverður kostnaður
Í skýrslunni kemur fram að rekstr-
arkostnaður Safnahússins í Borg-
arnesi nemur rúmlega 50 milljónum
króna árlega og er að uppistöðu
greiddur af sveitarfélaginu. Rekstur
safna, að bókasöfnum undanskildum,
er ekki lögboðin skylda sveitarfélaga.
Gestir á sýningar í húsinu voru 4 þús-
und árið 2016 og er um helmingur
þeirra erlendir ferðamenn. Um 6 þús-
und til viðbótar komu í bókasafnið á
sama tíma.
Það er víðar en í Borgarnesi sem
sveitarstjórnarmenn velta fyrir sér
hentugu skipulagi safnamála. Eins og
fram hefur komið í fréttum er
Byggðasafn Skagfirðinga að missa
húsnæði sitt í Minjahúsinu á Sauð-
árkróki, en þar hefur verið safn-
geymsla, rannsóknaraðstaða, skrif-
stofur og sýningar. Óbreytt starfsemi
verður þó í höfuðstöðvum byggða-
safnsins í Glaumbæ. Sveitarstjórn hef-
ur samið við hóp fjárfesta um afnot af
húsnæðinu á Króknum undir sýnd-
arveruleikasýningu sem á að laða
ferðamenn til bæjarins. Byggðasafnið
verður í bráðabirgðahúsnæði á nokkr-
um stöðum í bænum, þar til nýtt fram-
tíðarfyrirkomulag verður ákveðið.
Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri,
einn reyndasti safnamaður landsins,
er mjög ósátt við þetta og hefur sagt
upp störfum í mótmælaskyni.
Ekki eru mörg ár síðan sýning
byggðasafnsins á Höfn í Hornafirði
var tekin niður og er nú í geymslu-
húsnæði. Það tengdist því að söfnin á
staðnum voru sett undir nýjan hatt
Menningarmiðstöðvar og aðsetri
byggðasafnsins í Gömlubúð var breytt
í upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk.
„Það er kurr í mörgum safnamönn-
um,“ segir Helga Maureen Gylfadótt-
ir, formaður Félags íslenskra safna-
manna, í samtali við Morgunblaðið.
„Sumir hafa það á tilfinningunni að
það sé verið að ýta þeim út.“ Þetta sé
þó misjafnt eftir söfnum og sveit-
arfélögum. Í stórum söfnum eins og
Borgarsögusafni Reykjavíkur, þar
sem Árbæjarsafn er innan veggja, séu
menn sáttir, en áhyggjufullir og hugsi
í ýmsum minni söfnum á landsbyggð-
inni.
„Söfn hafa orðið fyrir ruðn-
ingsáhrifum frá uppbyggingu fyrir
ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýms-
um myndum,“ segja safnstjórarnir
Guðrún Jónsdóttir og Sigríður Sigurð-
ardóttir í grein í Fréttablaðinu í síð-
ustu viku. „Margir sveitarstjórn-
armenn virðast telja að ferðamenn
vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýn-
ingar heldur en upprunalega muni,
sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel
dæmi að grunnsýningar hafi verið
teknar niður og safnkosti pakkað nið-
ur í kassa og hann lent í húsnæð-
ishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta
á þekkingarrofi og skemmdum. Við
þær aðstæður er menningararfinum
hætta búin,“ segja þær.
Safnamenn vilja vita hvort tilfinning
þeirra um að meiri breytingar séu í
vændum eigi við rök að styðjast. Fé-
lagið hefur óskað eftir því að frambjóð-
endur stjórnmálaflokkanna í sveit-
arstjórnarkosningunum í vor útskýri
fyrir safnamönnum hvaða afstöðu þeir
hafa til safna landsins og hver framtíð-
arsýn þeirra sé á rekstur þeirra. Fund
um þetta á að halda í Borgartúni 6 á
miðvikudaginn í næstu viku, 25. apríl.
Merk starfsemi byggðasafna
Byggðasöfn komu til sögu á árunum
eftir stríð. Líta má á þau sem hluta af
þjóðernisvakningu sem fylgdi lýðveld-
isstofnuninni og viðbrögð við miklum
samfélagsbreytingum um þær mund-
ir. Mikill áhugi skapaðist á því í byggð-
um landsins að safna, varðveita og
sýna muni og minjar um gamla sveita-
þjóðfélagið, menningu þess og búskap-
arhætti. Byggðasafn Vestfjarða er elst
safnanna, stofnað fyrir frumkvæði
áhugamanna 1941. Söfnunum fjölgaði
smám saman næstu árin, Byggðasafn
Austurlands var stofnað 1943,
Byggðasafn Skagfirðinga 1948 og
Byggðasafnið á Skógum 1949. Á sjötta
áratugnum komu sjö ný byggðasöfn til
sögu, þrjú á sjöunda áratugnum og
fimm á þeim áttunda og síðan hafa
fleiri bæst við, nokkur með sérhæfða
starfsemi.
Óhætt er að fullyrða að byggða-
safnshreyfingin hafi bjargað sögu-
legum menningarverðmætum í öllum
landshlutum frá glötun. Hreyfingin
var rekin áfram af hugsjónafólki og
sjálfboðaliðum, en naut liðsinnis og
leiðsagnar Þjóðminjasafnsins. Sveita-
stjórnarfólk studdi söfnin og sveit-
arstjórnir og landshlutasamtök sam-
einuðust að standa undir daglegum
rekstri þeirra. Fé kom einnig frá rík-
inu og gerir enn. Úr safnasjóði koma
styrkveitingar til skilgreindra verk-
efna á vegum byggðasafna og annarra
viðurkenndra safna. Þeir styrkir duga
þó ekki til að standa straum af dag-
legum rekstri safnanna, enda ekki
hugsaðir til þess.
Ekki bara sýningar
Hlutverk byggðasafna er ekki að-
eins að standa fyrir sýningarhaldi.
Varðveisla og söfnun gripa og rann-
sóknir á þeim og menningarsögunni er
ekki síður stór þáttur í starfsemi
þeirra og raunar undirstöðuatriði.
Þetta er sá hluti sem er einna kostn-
aðarsamastur en minnst sýnilegur al-
menningi.
„Fólk vill geta kynnt sér söguna og
sjá upprunalega gripi sem tengjast
henni; upplifa hið raunverulega,“ segja
þær Guðrún og Sigríður í fyrrnefndri
grein. „Brottfluttir íbúar vilja heim-
sækja gamlar slóðir og rifja upp gaml-
ar minningar, fræðimenn vilja rann-
saka, skólanemar eiga að fá fræðslu.“
Þær segja að aðgerða sé þörf eigi að
vera hægt að stunda öflugt safnastarf í
landinu. Margra áratuga menningar-
starf sé í hættu. „Land sem missir
tengsl við sögu sína verður fátækt
land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel,“
segja þær.
Í ályktun sem stjórnir Félags ís-
lenskra safnamanna, Félags íslenskra
safnafræðinga og fagdeild safnamanna
innan Fræðagarðs sendu frá sér á
dögunum segir að kröfur um hagræð-
ingu í rekstri valdi því oft að söfn séu
undirmönnuð og skerði það getu
þeirra til að sinna lögboðnu hlutverki.
Ákvarðanir sveitarstjórna um framtíð
safna án fullnægjandi samráðs við
starfsmenn þeirra komi niður á starf-
seminni.
Stjórnirnar minna á að söfn gegni
mikilvægu hlutverki í varðveislu
menningararfsins, fræðslu til skóla og
sívaxandi hlutverki í ferðaþjónustu um
land allt. Þau séu bæði uppspretta
þekkingar og sköpunar, en einnig mik-
ilvægur starfsvettvangur, ekki síst fyr-
ir háskólamenntað fólk með sér-
fræðiþekkingu. Söfn á landsvísu miðli
menningararfinum og varðveiti hann
til framtíðar.
Með djúpar rætur í héraðssálinni
Brjóta á upp starfsemina í Safnahúsi Borgarness Starfsfólk áhyggjufullt Fleiri sveitarfélög
hagræða í rekstri með þarfir ferðaþjónustu í huga Safnamenn segja menningararfi hættu búna
Sauðárkrókur Fjárfestar hafa
fengið Minjahúsið að láni.
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018