Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 12
Tvöfaldir vettlingar Heiðrún hannaði þessa sem heita Lísa í Undralandi.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þumalína, Lísa í Undralandi, Óli Prik,Stígvélaði kötturinn og aðrir góð-kunningjar barnanna eru í lykil-hlutverkum í Leikskólafötum 2,
uppskriftabók sem fjórar ungar konur í
Prjónafjelaginu prjónuðu af fingrum fram og
Forlagið gaf nýverið út. Í bókinni eru líka
skotthúfurnar Snúður og Snælda, sem að
sögn einnar fjelagskonunnar, Dagbjartar
Guðmundsdóttur, eru einstaklega auðveldar
viðfangs. „Frábært byrjendaverkefni,“ segir
hún og hampar uppskriftum stöllu sinnar,
Evu Mjallar Einarsdóttur, að tveimur skott-
húfum, annarri þunnri, hinni þykkri.
Þrjár til fjórar uppskriftir eftir hverja fé-
lagskonu eru í bókinni,
flestar að vísu svolítið
flóknari en Snúður og
Snælda. Uppskriftirnar
eru samt allar auðskilj-
anlegar og því ættu byrj-
endur hæglega að geta
fitjað upp á öðru, svo sem
sokkum, vettlingum,
peysum eða samfest-
ingum – og spreytt sig í
alls konar mynsturprjóni samkvæmt bókinni.
Auk Dagbjartar, sem er textílkennari að
mennt og eigandi Litlu prjónabúðarinnar, og
Evu Mjallar flugumferðarstjóra eru í Prjóna-
fjelaginu Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir sem
einnig er flugumferðarstjóri og Sigurlaug El-
ín Þórhallsdóttir, menntaður kvikmyndafræð-
ingur, sem þessa dagana er á síðustu metr-
unum að krækja sér í kennsluréttindi í
framhaldsskólum.
Félagsmiðstöð prjónara
„Við erum allar ástríðuprjónarar. Þótt
bakgrunnur okkar og starfsvettvangur séu
ólíkir leiddi prjónaáhuginn okkur saman
hérna í búðinni fyrir nokkrum árum. Við
þekktumst í rauninni ekki mikið áður en
Heiðrún og Eva fóru að tala um að gefa út
prjónabók og við Sigurlaug stungum upp á að
vera með. Ég kom síðust inn í hópinn þegar
við undurbjuggum fyrri prjónabókina okkar,
Leikskólaföt, sem kom út 2016 og síðan höf-
um við verið í stöðugu sambandi, ef ekki aug-
liti til auglitis þá á netinu að ráða ráðum varð-
andi uppskriftagerð,“ segir Dagbjört.
Litla prjónabúðin er hálfgerð félagsmið-
stöð fyrir prjónara og þar er um fátt annað
rætt en prjónaskap. „Flestir kúnnarnir eru
konur, og þeim finnst óskaplega gaman að
spjalla um litasamsetningar, garn, upp-
skriftir, hönnuði og allt sem lýtur að prjóna-
skap. Fyrr en varir eru þær sestar niður og
farnar að bera saman bækur sínar, enda eru
prjónakonur yfirleitt mjög opnar,“ segir Dag-
björt.
Sjálf hefur hún prjónað frá því hún var
smástelpa. Eins og hinar prjónafjelagskon-
urnar gera núna prjónaði hún í eina tíð mikið
á börnin sín. „Undanfarið hef ég verið eig-
ingjarnari og eiginlega bara prjónað peysur
og fylgihluti á sjálfa mig,“ viðurkennir hún og
heldur áfram: „Hinar stelpurnar eiga allar
leikskólabörn, en mín eru orðin 18 og 12 ára
svo ég er farin að prjóna minna á þau en áð-
ur. Hins vegar var ég lengi leikskólakennari
og veit því vel hvaða snið eru þægilegust fyrir
krakkana og hvers konar föt þeir ráða best
við að klæða sig í.“
Hinar sterku hliðarnar
Þær stöllur búa allar til
uppskriftir og prjóna flíkur, en
skiptu með sér ýmsum verkum
í tengslum við útgáfu bókar-
innar. „Við erum allar mjög upp-
teknar í okkar störfum, en
reyndum þó að hafa putt-
ana í sem flestu. Í
stórum dráttum þá er
uppskriftagerð mín
sterkasta hlið, Eva
Mjöll sá um samskipti
við ljósmyndara og
stílista af því hún er
svo skipulögð, Sigur-
laug er með bókhald
fjelagsins á sinni könnu
og sá um samninga og
Heiðrún las prófarkir og
samræmdi orð og orðanotk-
un, sem er gríðarlega mikil-
vægt.“
Spurð hvort prjónaæði
sé yfir og allt um kring hér á
landi, svarar Dagbjört að svo
hafi verið í um áratug, eða allt
frá hruni. „Það er svo erfitt að
hætta þegar maður hefur náð
tökum á þessu og þótt maður
prjóni í hundrað ár er alltaf
hægt að uppgötva eitthvað nýtt.
Okkur í Prjónafjelaginu finnst
prjónaskapur vera eins og að
stunda jóga og hugleiðslu,
óskaplega gefandi.“
Fjórir ástríðuprjónarar
Hvað eiga tveir flugumferðarstjórar sameiginlegt með textílkennara, sem líka er búðareigandi, og kvikmyndafræðingi sem ætlar að verða fram-
haldsskólakennari? Svarið er: Þær eru í Prjónafjelaginu og allar ástríðuprjónarar sem sent hafa frá sér uppskriftabækurnar Leikskólaföt 1 og 2.
Snúður Þessi þykka skotthúfa heitir Snúður, hönnuð af Evu Mjöll. Snælda Þessi er þynnri en Snúður og heitir Snælda. Eva Mjöll hannaði.
Prjónafjelagið F.v. Eva
Mjöll, Sigurlaug Elín,
Dagbjört og Heiðrún Erla.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018