Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
Vestur-Íslendingurinn John How-
ard Johnson frá Görðum í Norður-
Dakóta var nýverið í heimsókn á Ís-
landi ásamt dóttur sinni, Janelle, og
fjölskyldu hennar. John er talinn
einn merkasti núlifandi afkomandi
íslenskra landnema.
Í heimsókn sinni til Íslands heim-
sóttu þau ættingja og vini fyrir
norðan og áttu þau svo fund með
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Ís-
lands. Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðræknisfélagi Íslands fór afar
vel á með John og Guðna, sem setti
sögu fyrstu íslensku landnemanna í
Norður-Dakóta um 1880 í samhengi
við samtíma atburði á Íslandi.
Áður en John og fjölskylda sneru
aftur vestur bauð Þjóðræknisfélagið
til móttöku þeim til heiðurs.
Afkomandi Stephans G.
Langafi Johns var Jón Jónsson
frá Mjóadal inni af Bárðardal og
langamma hans var Sigurbjörg
Stefánsdóttir frá Kroppi í Eyjafirði.
Hún var systir Guðmundar, föður
Klettafjallaskáldsins Stephans G.
Stephansson. Þau fluttu vestur um
haf árið 1873 í 10 manna hópi skyld-
menna úr Bárðardal og víðar.
Þau settust fyrst að í Wisconsin
en fluttu 1880 til Garða í Norður-
Dakóta. Þar bjuggu langafi Johns
og síðar afi hans, Jón „yngri“ Jóns-
son, og þá faðir hans sem hét John
Helgi Johnson, en hann lést 1960.
Síðan hefur John Howard sem
fjórði ættliður haldið uppi merki
fjölskyldunnar á jörðinni við Garða.
Stephan G. Stephansson flutti ár-
ið 1889 til Markerville í Alberta í
Kanada með fjölskyldu sinni en fað-
ir hans, Guðmundur, lést í Görðum
árið 1881 og er grafinn í kirkjugarð-
inum þar.
„John H. Johnson hefur snert
hjörtu margra með hlýju sinni, gleði
og einlægu stolti af uppruna sínum.
Hann á mjög marga aðdáendur á
Íslandi og hefur tekið á móti hópum
Íslendinga við minningarstein
Stephans G. og við gömlu kirkjuna,“
segir í fréttatilkynningu frá Þjóð-
ræknisfélaginu.
John og fjölskylda höfðu for-
göngu um og kostuðu, í samvinnu
við barnabörn Stephans G., þau
Stephan Benediktson og Iris
Bourne, minningarreitinn um
Stephan G. þar sem bær skáldsins
stóð. Steinninn og fánaborgin voru
vígð árið 2003.
Síðan þá hefur John tekið þarna á
móti hópum og heiðursgestum frá
Íslandi, vel á annað þúsund manns.
Bessastaðir John H. Johnson, við hlið Guðna Th. Jóhannessonar forseta, ásamt fjölskyldu sinni; dótturinni Janelle, tengdasyninum Rustin Rekness og
börnum þeirra, Lillian og Noah. Með þeim eru þrír síðustu formenn Þjóðræknisfélags Íslands, Hjálmar W. Hannesson, Almar Grímsson og Halldór Árnason.
Góðir gestir úr Vesturheimi
John H. Johnson frá Gardar í N-Dakóta heimsótti Ísland ásamt fjölskyldu sinni
Formenn John H. Johnson, annar frá hægri ásamt þremur formönnum
Þjóðræknisfélagsins, Almari Grímssyni (2003 - 2011), Hjálmari W. Hann-
essyni (formaður frá 2017) og Halldóri Árnasyni (2011-2017) í móttöku.
Málþingið Danskar og íslenskar
bókmenntir – Gagnvegir í eina öld
verður haldið í Veröld – húsi Vigdís-
ar Finnbogadóttur í dag, sumardag-
inn fyrsta, frá kl. 14 til 16.30.
Erik Skyum-Nielsen, lektor í
dönskum bókmenntum við Kaup-
mannahafnarháskóla og einn helsti
þýðandi íslenskra bókmennta á
danska tungu, er kominn til landsins
og mun fjalla um aðdráttarafl ís-
lenskra bókmennta.
Þá mun dr. Sveinn Einarsson,
fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, fjalla
um dönsk verk á íslensku leiksviði
og Una Margrét Jónsdóttir, fræði-
maður og dagskrárgerðarmaður hjá
RÚV, mun fjalla um revíur.
Ragnheiður Steindórsdóttir leik-
kona mun að lokum flytja nokkur
revíulög við undirleik Helgu Bryn-
dísar Magnúsdóttur píanóleikara.
Málþingið er það fyrsta af sjö
undir yfirskriftinni Á mótum
danskrar og íslenskrar menningar,
en viðburðirnir eru haldnir í tilefni
af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
Fjallað verður um efni sem borið
hefur hátt í samskiptasögu landanna
á síðustu öld í fyrirlestraröðinni. Það
eru dönskudeildin við Háskóla Ís-
lands og Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttur í erlendum tungumálum
sem standa fyrir fyrirlestraröðinni,
en hún er meðal þeirra 100 verkefna
sem hlutu styrk og valin voru á dag-
skrá fullveldisafmælisins.
Gagnvegir bóka
í hundrað ár
Fundað í Veröld Vigdísar í dag
Una Margrét
Jónsdóttir
Erik
Skyum-Nielsen
Sveinn
Einarsson
Ragnheiður
Steindórsdóttir
Hvalfjarðargöng
verða lokuð fimm
nætur í næstu
viku vegna við-
halds og þrifa.
Lokað verður
frá miðnætti til
kl. 6 að morgni
aðfaranótt mánu-
dags 23. apríl til og með aðfaranætur
föstudags 27. apríl.
Þetta eru árleg verkefni að vori,
viðhald tækja og búnaðar og þrif,
segir í frétt á heimasíðu Spalar.
Þetta verður jafnframt í síðasta
sinn sem Spölur stendur fyrir þessu
verki, sem fyrirtækið hefur annast
allt frá opnun ganganna árið 1998.
Eins og fram hefur komið í fréttum
mun ríkið taka göngin yfir í haust
þegar kostnaður við þau verður að
fullu greiddur. Það kemur því í hlut
Vegagerðarinnar að sjá um við-
haldið í framtíðinni, en Vegagerðin
mun sjá um rekstur þeirra fyrir
hönd ríkisins. sisi@mbl.is
Göngunum
lokað að
næturlagi
Sumri verður fagnað í dag í Garð-
yrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Reykjum í Ölfusi og verður
skólinn opinn frá kl. 10 til 17. Gest-
um og gangandi er boðið að kynna
sér nám og störf í gróðurhúsum
skólans.
Sumarið er komið í garðskál-
anum og hægt verður að heimsækja
hitabeltið í bananahúsinu og potta-
plöntusafninu, segir í tilkynningu.
Verkefni nemenda í skrúðgarð-
yrkju verða til sýnis í verknámshús-
inu og við inngang skólans. Kaffi-
veitingar og markaðstorg með
garðyrkjuafurðir verður sett upp.
Ýmiss konar afþreying verður í
boði fyrir börnin, s.s. andlitsmálun.
Hátíðardagskrá með tónlistar-
atriðum verður kl. 14-15 þar sem
afhent verða garðyrkjuverðlaun
LbhÍ, umhverfisverðlaun Hvera-
gerðis og umhverfisverðlaun
Ölfuss. Ráðherrarnir Kristján Þór
Júlíusson og Sigurður Ingi Jó-
hannsson afhenda verðlaunin.
Sumrinu fagnað á
Reykjum í Ölfusi
Meira til skiptanna