Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018
stöndum hér á teikningunni,“ segir
Helgi og bendir á rúðustrikað form
sem hefur verið sprautað á gólfið. Þá
þurfti ég að taka þrjú þversnið út af
rúmmálinu og byrjaði á grindinni og
að byggja verkið hér upp. Eftir því
sem hún hefur risið hærra hefur
þurft að styrkja hana út frá súlunni í
miðjunni sem heldur öllu saman þar
til höfðinu er lokað. Á morgun ætlum
við svo að fella grindina niður til að
komast að efsta hlutanum, svo við
þurfum ekki að vinna upp fyrir okk-
ur að kúpunni. Það væri ekki vinn-
andi vegur.“
Þegar Helgi er spurður að því
hvað þessi smíðavinna þarna í Gufu-
nesi hafi tekið langan tíma segist
hann hafa byrjað í janúar. „Ég gerði
smá hlé þegar ég fór til Frakklands
og tók smá törn í Kjarvalsstofu í
París, ég hafði fengið boð um að
vinna þar áður en Svíarnir höfðu
samband. Tímann í París notaði ég
til hvíldar frá þesu verki og vann í
smámyndum og teikningum, datt
reyndar aðeins í útfærslu á skúlp-
túrnum – en það var gott að kúpla
sér frá þessu um tíma. En hér var
uppistaðan komin og búið að móta
hugsunina og nálgunina, og því
þurfti bara að halda áfram að vinna
verkið. Ég fékk tvo frábæra smiði
með mér í þetta svo nú erum við þrír
að vinna og þá gengur þetta hratt.
Og nú erum við fyrir löngu hættir
að hugsa um fyrirmyndina – málm-
urinn, þetta efni í þessu, tók bara við
og við fylgjum því,“ segir Helgi og
grípur um eitt rörið sem myndar
höfuðið. „Við að stækka smámynd
upp í stórt verk sem þetta tekur við
alveg ný mynd, með ný viðhorf, nýj-
ar reglur og ný lögmál sem stærðin
útheimtir. Þá fer skúlptúrinn að vaxa
af sjálfu sér. Mér finnst þetta af-
skaplega áhugavert ferli, að fara frá
lítilli hugmynd upp í stórt verk, með
gjörbreytta stærð og rúmtak.“
Enginn heimanmundur
Þegar Helgi er spurður um fyrir-
komulag á pöntun verksins og hver
borgi brúsann þá segir hann, og
hristir höfuðið, að þar standi hnífur í
kúnni. Þegar hváð er segir hann hinn
eilífa höfuðverk íslenskra listamanna
vera fjármögnun verkefna.
„Svíarnir setja í þetta tæpa milljón
króna,“ segir hann. „Flutningskostn-
aðinn, sem er verulegur, það er gám-
urinn undir verkið og flutningur frá
dyrum hér að skúlptúrgarðinum.
Þeir tryggja líka verkið og setja það
saman úti, sem verður hörkuvinna.
En það er erfitt að ná ekki að koma
með neinn heimanmund frá mínu
samfélagi hér heima.
Þegar Svíarnir spurðu hvernig ég
hygðist fjármagna vinnuna við verk-
ið hér heima sagði ég þeim að hér
væri til sjóður sem opinbert fjár-
magn er sett í, til kynningar á ís-
lenskri myndlist erlendis, Myndlist-
arsjóður. Ég myndi reyna að sækja
þar um, það væri möguleiki. Sem ég
gerði – en fékk neitum. Ég veit ekki
af hverju, svarið var ekki rökstutt,
en það verður að hafa það.“
Helgi vill ekki gera mikið úr því en
svarið hefur skiljanlega valdið von-
brigðum, enda framkvæmdin við
verkið dýr; efnið, tíminn og sam-
starfsmenn á launum. Verkið er á
leið á afar góða sýningu, með verk-
um mjög þekktra samtímalista-
manna og samkvæmt starfslýsingu
Myndlistarsjóðs þá er ekki skrýtið
að Helga finnist að hann hefði átt
góðan möguleika á að hljóta styrk en
þar segir: Hlutverk Myndlistarsjóðs
er að efla íslenska myndlist með fjár-
hagslegum stuðningi og kostun verk-
efna … Þannig skal stuðla að fram-
gangi listsköpunar, kynningu og
aukinni þekkingu á íslenskri mynd-
list hérlendis sem erlendis.
Sjóðurinn veitir verkefnastyrki
sem ætlaðir eru til að auðvelda fram-
kvæmd verkefna …
Auðvitað tók ég boðinu
„En ég fékk boðið um að sýna og
gat ekkert beðið eftir því að einhver
umsóknarfrestur liði hjá nefnd sem
úthlutar styrkjum,“ segir Helgi og
bætir við að þátttaka í sýningu sem
þessari sé að sínu mati til ávinnings
fyrir alla íslenska skúlptúrlistamenn.
„Auðvitað tók ég boðinu. Ég er
auðvitað að skapa verk til þess að
sýna – þótt umfangið nú sé slíkt að
það sé varla á færi einstaklings án
stuðnings. Auðvitað hefði verið vel
þegið að fá stuðning frá samfélaginu
hér heima, þótt hann jafnaðist ekki
nema á við stuðning Svíanna. En ég
geri þetta bara með mjólkurpening-
unum mínum. Þörfin til að sýna er
þess eðlis að maður verður bara að
sýna! Þörfin til að taka til máls með
verkunum er mjög sterk og verður
ekki þögguð niður.“ En Helgi þagnar
samt hér, lítur upp eftir verkinu og
segir: „Víst er þetta mjög stórt.
Stundum er maður að gera verk sem
eru bara örfáir sentimetrar og getur
svo allt í einu verið kominn í mónú-
mental verk sem þetta. Það er svo
ríkt hjá okkur myndhöggvurum að
glíma við ólíkar stærðir, ólík rúm-
mál. Og vera að athuga þanþol
stærða og inntaks. Það er ég einmitt
að gera hér og get spurt mig hvort
ég standist áskorunina …“
Persónulegur sigur
Á myndum frá Pilane má sjá að
verkum er dreift um stórt svæði, þar
sem eru klapparásar, trjálundir með
víðum rjóðrum og hæðadrög. Er bú-
ið að ákveða hvar Heimur í huga
manns muni standa?
„Nei, við erum ekki komin það
langt í samtalinu. Ég varð að ein-
beita mér að því að koma verkinu
saman, að sjá hvort það hefðist, en
nú þegar ég veit að það næst höfum
við byrjað að ræða um slíka hluti.“
En mun verkið koma aftur til Ís-
lands eftir að það verður sýnt úti?
„Ég veit það ekki. Þegar ég var
spurður að því hvort ætti að senda
verkið til baka þá sagðist ég ekki
hafa neinn áhuga á því. Það að kosta
flutning og geymslu á verkum sem
þessu hleypur á tugum og hundr-
uðum þúsunda. Ég vil einfaldlega
sýna verkið, ekki hugsa um slík
praktísk atriði. Myndlistarmenn
vilja sýna verkin sín og hafa oft eng-
an áhuga á þeim eftir að því er lokið;
þá taka við ákvarðanir annarra. Nú
sýni ég bara verkið og sé svo til,“
segir hann en neitar því ekki að það
sé til sölu
„Fyrir mig er það mikilvægur per-
sónulegur sigur að þessi hugmynd er
að verða að veruleika; að hugmynd
sem ég hef gengið með lengi sé að fá
þessa þyngd og efniskennd … það er
munurinn á að geta og gera,“ segir
Helgi og glottir. Og hann hafnar því
ekki að það sé spennandi að sýna
verkið í þessum góða félagsskap.
„Þarna koma um 90 þúsund
manns á hverju sumri að skoða –
maður getur ekki sagt nei við boði
um að setja verk upp á slíkum stað.
Og ég verð þarna fulltrúi íslenskra
myndlistarmanna, ég er hluti þeirrar
heildar og hefðar,“ segir hann.
En með verkinu snýr Helgi jafn-
framt á vissan hátt heim, því hann
nam á sínum tíma í fimm ár við
listaháskóla í Gautaborg.
„Það er rétt, og þegar menn þarna
úti sáu í ferilskránni að ég hafði lært
þar varð ég hálfgerður heimamaður
fyrir þeim,“ segir hann. „Þarna var
ég í námi og nýlega heyrði ég þá
kenningu að þó maður haldi aftur
heim, þá tilheyri maður alltaf á
ákveðinn hátt tungumálinu, samtöl-
unum og hugmyndunum sem maður
þroskaðist með í náminu. Mótunar-
árin í námi séu svo áhrifarík að ef
maður á þau í öðru landi þá nái mað-
ur ekki alveg að færa þá reynslu með
sér heim.
Nú get ég komið með þetta verk til
Svíþjóðar og með því þakkað Svíum
fyrir gestrisnina og fyrir að hafa
veitt mér menntun í fimm ár, án þess
að greiða krónu í skólagjöld. Verkið
er afrakstur þess að Svíar menntuðu
mig,“ segir Helgi.
Stórt Nær sex metra höfuðið er að taka á sig mynd;
hér á eftir að loka kúpunni og fjarlægja burðarvirkið.
Byrjunin „Þetta er í raun frummyndin af skúlptúrnum,“
segir Helgi um silfurbjart höfuðið.
Hugmyndin Helgi sá verkið upp-
haflega fyrir sér standa á opnu
svæði við Hvítá á Suðurlandi eins og
sést hér á tölvugerðri myndinni.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s
Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 19/4 kl. 20:30 4. s Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Lau 5/5 kl. 20:30 13. s
Fös 20/4 kl. 20:30 5. s Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn
Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Fös 20/4 kl. 19:30 46.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00
Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 11:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
Barnamenningarhátíð 2018
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?