Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 6
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tækni Það voru eigendur Vélfags í Ólafsfirði sem fengu Hvatningar-
verðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau eru Ólöf Ýr Lárusdóttir og
Bjarmi Sigurgarðsson, hér með Jens Garðari Helgasyni, formanni SFS.
Alls starfa um 1.500 manns eða 0,8%
launþega hjá iðn- og tæknifyr-
irtækjum hér á landi við störf sem
tengjast sjávarútvegi. Áætlað er að
tekjur af þjónustu fyrirtækjanna við
útveginn árið 2016 hafi verið um 47
milljarðar króna. Erlend starfsemi
þessara fyrirtækja, auk þjónustu við
aðrar atvinnugreinar en sjávar-
útveg, bætist við þessa tölu.
Þetta er meðal þess sem fram
kom í erindi Lovísu Önnu Finn-
björnsdóttur, sviðsstjóra fjár-
málaráðgjafar hjá Deloitte, á árs-
fundi SFS í gær. Erindið hafði
yfirskriftina Auðlind vex af auðlind
og fjallaði m.a. um virðiskeðju sjáv-
arútvegs. Lagt var mat á umfang og
hagræn áhrif greinarinnar og miða
niðurstöður við rauntölur 2016, en
byggt er á ársreikningum 45 fram-
leiðslufyrirtækja sem þjónusta ís-
lenskan sjávarútveg.
8.300 störf í sjávarútvegi
Fram kom í erindi Lovísu Önnu að
í sjávarútvegi á Íslandi voru 8.300
störf á síðasta ári og útflutnings-
verðmæti sjávarútvegs alls 197 milj-
arðar króna. Beint framlag sjávar-
útvegs til vergrar landsframleiðslu
var 6,8% í fyrra og að meðaltali 8,6%
frá aldamótum. Jafnframt kom fram
í erindinu að heildaráhrif sjávar-
útvegs til landsframleiðslu væru um-
talsvert meiri ef horft er til óbeinna
og afleiddra áhrifa.
aij@mbl.is
Tekjur tæknifyrirtækja af
sjávarútvegi 47 milljarðar
Störf fyrir um 1.500 manns Auðlind vex af auðlind
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
Ítalíudraumur
sp
ör
eh
f.
Sumar 22
Þessi ferð er sannkallaður Ítalíudraumur, glæsilegir
áfangastaðir í góðum félagskap. Upplifðu fegurð Puglia
héraðsins á suðausturhluta ítalska stígvélsins, töfra
Gargano strandarinnar, magnaðan arkitektúr Trulli húsanna
og svo miklu meira í einstakri Ítalíuferð. Að endingu
heimsækjum við Innsbruck í Tíról.
27. ágúst - 10. september
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 349.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
Tryggja þarf að veiðigjöld sem lögð eru á
sjávarútveg taki tillit til afkomu fyrirtækja eins
og hún er á hverjum tíma og gjöldin séu stöðug
og fyrirsjáanleg. Á þann hátt tel ég að við get-
um sem best tryggt hagsmuni þjóðarinnar allr-
ar til lengri tíma. Þetta
sagði Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegsráðherra í
ávarpi sínu á aðalfundi Sam-
taka fyrirtækja í sjávar-
útvegi í gær.
Ráðherra sagði á fund-
inum frá því að nú væru lög
um veiðigjöld í endurskoðun
og frumvarp til breytinga á
þeim yrði lagt fram á Al-
þingi í haust. Í málum
sjávarútvegsins væri það á
ábyrgð stjórnmálanna að tryggja sjávarútvegi
samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem fælist
m.a. í réttlátri gjaldheimtu.
„Það er jafnframt lykilatriði í þessari vinnu
að búa greininni ráðrúm og tækifæri til þess að
ráðast í fjárfestingar enda undirstaða þess að
íslenskur sjávarútvegur sé samkeppnisfær á al-
þjóðlegum mörkuðum og haldi stöðu sinni þar,“
sagði ráðherra. Viðvíkjandi stöðugleika í sjáv-
arútvegi sagði hann að aflamarkskerfið væri
undirstaða og deilur um það mjög á undanhaldi.
Minnti sömuleiðis á að svipull væri sjávarafli,
eins og máltækið segir. Staða sjávarútvegsins í
dag væri um margt öfundsverð þó víða blöstu
við áskoranir, svo sem vegna sveiflna í gengi ís-
lensku krónunnar sem stundum ynnu með
greininni en í annan tíma á móti.
Hafrannsóknir verði efldar
Mikilvægt er að efla hafrannsóknir, sagði
ráðherra og minnti á að sú stefna væri mörkuð í
stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Vilj-
inn sæist sömuleiðis í verki í auknum fjárveit-
ingum til Hafrannsóknastofnunar. Nú blasti við
að endurnýja þyrfti skipakostinn, en Bjarni
Sæmundsson RE, sem er annað tveggja rann-
sóknaskipa stofnunarinnar, er hálfrar aldar
gamall og uppfyllir ekki lengur kröfur. Ekki
yrði því hjá því komist að taka fljótlega ákvörð-
un um nýsmíði eða leigu á rannsóknaskipi og í
ríkisfjármálaáætlun væri gert ráð fyrir því
verkefni. sbs@mbl.is
Veiðigjöld
fylgi afkomu
fyrirtækja
Brýn þörf er á endurnýj-
un hafrannsóknaskips
Kristján Þór
Júlíusson
Ágúst Ingi Jónsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Alþjóðleg samkeppni var meðal þess sem Jens
Garðar Helgason, formaður stjórnar Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi, gerði að umtalsefni á
ársfundi samtakanna í gær. Hann sagði að yfir
98% af íslenskum fiskafurðum færu til útflutn-
ings á erlenda markaði í samkeppni við aðrar
fiskveiðiþjóðir.
Samkeppnin væri hörð og því mikilvægt að
íslensk stjórnvöld hlúðu að umhverfi greinar-
innar heima fyrir og sæju til þess að álögur og
gjöld væru ekki úr takti við það sem gerist hjá
samkeppnisþjóðum okkar.
Fyrirtæki að sligast undan veiðigjöldum
Jens Garðar sagði að undanfarin ár hefðu
verið ár framfara, fjárfestinga og nýsköpunar í
íslenskum sjávarútvegi, sem hefði enn og aftur
sýnt að hann væri í forystu á alþjóðavettvangi.
Greinin hefði verið drifkraftur nýrra starfa í
hug- og handverksiðnaði. Forystuhlutverkið
væri þó ekki sjálfgefið eða sjálfsprottið.
Hann sagði það skjóta skökku við að horfa
uppá veiðigjöld sem væru svo úr takti við af-
komu greinarinnar að mörg sjávarútvegsfyrir-
tæki væru að sligast undan þeim. „Veiðigjaldið í
dag er um 11,7 milljarðar – eða rúmar 32 millj-
ónir á dag, alla daga ársins,“ sagði Jens Garðar.
„Má nefna að sjávarútvegur í einu helsta
samkeppnislandi okkar, Noregi, borgar ekki
veiðigjöld. Þess utan þá greiða aðrar atvinnu-
greinar sem nýta auðlindir landsins engin auð-
lindagjöld. Þetta er ójafnræði bæði fyrir okkur
sem þjóð í samkeppni á erlendum mörkuðum og
ójafnræði milli atvinnugreina sem nýta auðlind-
ir landsins.“
Jens Garðar sagði að íslenskur sjávarútvegur
væri eina atvinnugreinin á landinu sem hefði nú
þegar náð markmiðum Parísarsamkomulags-
ins. Hann gagnrýndi hækkun kolefnisgjalds um
síðustu áramót sem hefði haft í för með sér 600
milljóna króna auknar álögur á íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki. og hækkunin væri furðuleg
skilaboð til greinarinnar.
Gæti hófs í gjaldtöku og skattheimtu
Hann sagði að gjaldskrár eftirlitsstofnana
hefðu tekið stökkbreytingum undanfarin ár og í
sumum tilfellum hækkað um nokkur hundruð
prósent. Nefndi hann sérstaklega stimpilgjöld
af skipum sem keypt eru til landsins hvort sem
þau eru ný eða gömul.
Jens Garðar sagði mikilvægt að sjávarútveg-
ur og stjórnvöld gengju í takt. „Hagsmunir
þjóðarinnar eru að Íslendingar eigi atvinnu-
greinar sem sækja fram á erlendum mörkuðum
og auki þar með efnahagslega farsæld þjóðar-
innar. Hagsmunir þjóðarinnar eru því líka þeir
að stjórnvöld gæti hófs í gjaldtöku og skatt-
heimtu þannig að atvinnulífið blómstri og
dafni,“ sagði Jens Garðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ársfundur Stjórnvöld gæti hófs í gjaldtöku og skattheimtu þannig að atvinnulífið blómstri og dafni,“ sagði Jens Garðar Helgason í ræðu sinni.
Útgerðin greiðir 32 milljónir
í veiðigjöld á hverjum degi
Sjávarútvegur og stjórnvöld verða að ganga í takt, segir formaður SFS