Morgunblaðið - 05.05.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið í dag kl. 11-16
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Kr. 6.900
Str. 36-52
Kvartbuxur
Lokakaffi
Kvenfélagsins Heimaeyjar
verður á Grand hótel Reykjavík sunnudaginn 6. maí kl. 14.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20%
AFÖLLUM
YFIRHÖFNUM
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið LAXDAL.is
Bjóðum glæsilegan
gæðafatnað fyrir alla
ína viðburði og
dagleg störf
Velkomin í
Skipholt 29
BERNHARÐ
LAXDAL
með íslendingum
í 80 ár
þ
30%
afsláttur
af völdum
fatnaði
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reiknað er með að deiliskipulag
Laugavegar 168-176 í Reykjavík
verði samþykkt á næstu vikum. Þar
er svonefndur Heklureitur. Reiturinn
er nefndur eftir höfuðstöðvum bíla-
umboðsins Heklu við Laugaveg.
Samhliða uppbyggingunni mun
Hekla byggja upp nýjar höfuðstöðvar
í Suður-Mjódd í Reykjavík.
Friðbert Friðbertsson, forstjóri
Heklu, vonast til að skipulagsvinna
verði endanlega afgreidd í sumarlok.
„Síðan verður hugað að því að
koma svæðinu í uppbyggingu. Við
gerum ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist jafnvel innan tveggja til
þriggja ára,“ segir Friðbert.
Hann telur að verkefninu verði
áfangaskipt. Gert sé ráð fyrir niður-
rifi allra bygginga á svæðinu.
„Eðli verksins samkvæmt er þó
mikilvægt að svæðið byggist hratt
upp svo það verði ekki mikið ónæði
fyrir nýja íbúa og nærumhverfi,“
segir Friðbert um verkefnið.
Hekla er 85 ára í ár og hefur verið
með aðsetur á Laugavegi síðan 1962.
Friðbert segir að með flutningnum
leitist fyrirtækið m.a. við að bæta að-
stöðuna og þannig bæta þjónustuna
við viðskiptavini.
Fimm fjölbýlishús og hótel
Yrki arkitektar unnu samkeppni
borgarinnar um hönnun ramma-
skipulags svæðisins. Það afmarkast
af Laugavegi, Bolholti, Skipholti,
Brautarholti og Nóatúni. Þeir hafa nú
unnið deiliskipulag á hluta þess.
Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt
hjá Yrki arkitektum, segir svæðinu
skipt í þrjá reiti, A, B og C. Heklu-
reitur sé hluti af deiliskipulagi fyrir
Laugaveg 168-176, eða A-reit. Hekla
og Varmi séu eigendur lóða að frá-
töldum Laugavegi 176 sem sé í eigu
Reita. Það er gamla Sjónvarpshúsið
og eru áform um að breyta því í hótel.
Önnur arkitektastofa hannar hótelið.
Á Laugavegi 168-174 eru áform um
að byggja fjórar blokkir með um 400
íbúðum, atvinnustarfsemi og gisti-
starfsemi. Ásdís Helga segir áskorun
að teikna íbúðarhús sem snúa í norð-
ur. Til að tryggja góða birtu séu húsin
látin stallast frá norðri til suðurs.
Nokkur hæðarmunur er á svæðinu.
Stallarnir skulu vera gróðurvænt úti-
svæði. Á jarðhæð við Laugaveg á að
hafa góða lofthæð til að tryggja bjart-
ar og opnar hæðir. Þar verður rými
fyrir verslun og þjónustu.
Gönguás liggi í gegnum svæðið
Ásdís Helga segir borgina hafa
fylgt eftir markmiðum rammaskipu-
lags fyrir svæðið í heild. Þá meðal
annars varðandi gæði byggðarinnar.
Hugað sé að tengingum milli íbúða-
byggðar. Þá til dæmis með gönguás
frá Brautarholti og í gegnum ramma-
skipulagsreitinn. Á sama hátt sé hug-
að að tengingum frá Laugavegi og
upp hverfið að Brautarholti og Skip-
holti. Hún segir um fjórðung íbúða á
Heklureitnum verða miðaðan við
þarfir þeirra sem ekki vilja eða geta
lagt mikið fé í eigið húsnæði.
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs, segir það
fagnaðarefni hversu langt vinnan við
deiliskipulagið er komin. Það bíði nú
afgreiðslu umhverfis- og skipulags-
ráðs og svo borgarráðs. Hjálmar
kveðst eiga von á að umhverfis- og
skipulagsráð samþykki skipulagið.
Hann segir hluta fyrirhugaðrar
borgarlínu munu liggja meðfram
Heklureitnum á Suðurlandsbraut. Til
að rýma fyrir borgarlínunni verði
göturými fyrir bíla fórnað.
Hjálmar segir að með uppbygging-
unni fái svæðið meiri miðborgarbrag.
„Þetta er lykilreitur nálægt
Hlemmi í jaðri miðborgarsvæðisins.
Hann liggur frábærlega vel við al-
menningssamgöngum. Þetta passar
vel við borgarlínuáformin. Það er gert
ráð fyrir að borgarlínan fari þarna
framhjá og svo vestur Suðurlands-
braut og yfir Elliðaárnar,“ segir
Hjálmar.
Teikningar/Yrki arkitektar
Heklureitur Hér er horft frá Laugavegi 176 og vestur eftir að Hlemmi. Byggja á hundruð íbúða við götuna.
Við Nóatún Hugmyndir eru um eina akgrein í hvora átt og bílastæði.
Heklureitur er langt
kominn í skipulaginu
Formaður skipulagsráðs býst við samþykkt skipulagsins
Drög að hóteli Svona leit Laugavegur 176 út á fyrri stigum hönnunar.