Morgunblaðið - 05.05.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Allar almennar
bílaviðgerðir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er gríðarlega mikilvægt að
geta bætt stórvirkjun inn í kerfið án
þess að fjölga háspennulínum eða
bæta við spennistöðvum,“ segir
Guðmundur Ingi Ásmundsson, for-
stjóri Landsnets. Hann ræsti í gær
á táknrænan hátt endurbætt tengi-
virki fyrirtækisins við Búrfells-
virkjun.
Landsnet þurfti að tengja inn á
flutningskerfi landsins nýja aflstöð
við Búrfell sem Landsvirkjun er að
ljúka við að byggja. Hún verður
ræst eftir rúman mánuð. Í stað þess
að byggja nýtt tengivirki var ákveð-
ið að tengja nýju virkjunina inn í
tengivirkið við Búrfell. Þurfti um
leið að endurnýja allan stjórnbúnað.
Tengivirkið við Búrfell er einn
heitasti tengipunktur flutningskerf-
isins. Þangað fer rafmagn frá virkj-
unum í Þjórsá, alls um 400 MW, og
fimm háspennulínur tengjast þar.
Þurfti að endurnýja tengivirkið í
fullum rekstri. Var það mikið vanda-
verk og krafðist góðrar samvinnu
margra aðila. Guðmundur Ingi segir
það gríðarlega mikið afrek.
Tókst að standast tímaáætlun
þótt hún væri stíf og einnig kostn-
aðaráætlun. Þá tókst að vinna verk-
ið án slysa á starfsfólki við þessar
krefjandi aðstæður.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ræsing Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, ýtir á hnappinn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkj-
unar, og Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri voru meðal viðstaddra gesta.
Unnið að endurnýjun
tengivirkis í fullum rekstri
Tenging nýrrar aflstöðvar við Búrfell undirbúin
Í svari Kristjáns Þórs við fyrir-
spurn Þórarins Inga Péturssonar,
bónda og varaþingmanns Fram-
sóknarflokksins, sem dreift hefur
verið á Alþingi, kemur fram að emb-
ættismenn utanríkisráðuneytis og
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytis hafi fundað með fulltrú-
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Þessir fundir voru haldnir til þess
að undirbúa með hvaða hætti best
yrði staðið að því
að ræða formlega
við ESB um nið-
urstöður dómsins
og viðbrögð Ís-
lands við honum.
Á þessari stundu
liggur ekkert fyr-
ir um viðbrögð
ESB við þessum
umleitunum eða
hvert viðræður
kynnu að leiða,“
segir Kristján Þór Júlíusson land-
búnaðarráðherra í skriflegu svari til
Morgunblaðsins, spurður um við-
brögð við dómi EFTA-dómstólsins
um að takmarkanir á innflutningi á
hráu kjöti og fleiri búvörum sam-
ræmist ekki ákvæðum EES-
samningsins.
um framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins til að kanna hvort
hægt væri að breyta þeim samningi
sem íslensk stjórnvöld gerðu við
Evrópusambandið árið 2007 þegar
tekin var ákvörðun um að innleiða
matvælalöggjöf ESB í íslensk lög.
Takmarkanir sem íslensk stjórnvöld
gerðu á innflutningnum, þrátt fyrir
skuldbindingar í matvælalöggjöf-
inni, reyndust ólögmætar, að mati
EFTA-dómstólsins.
Eftirlitsstofnun ýtir á
Í svari Kristján Þórs á Alþingi
kemur fram að í viðræðunum nú er
leitað leiða til að tryggja varnir Ís-
lands gegn salmonellu og kampýló-
bakter. Embættismenn hafi jafn-
framt verið í samskiptum við
Eftirlitsstofnun EFTA sem annast
eftirfylgni með dómum EFTA-
dómstólsins. Stofnunin hefur skrifað
bréf til stjórnvalda hér og fundað
með embættismönnum til að ýta á
stjórnvöld um að breyta reglum.
Kanna hvort hægt sé að
breyta matvælalöggjöfinni
Embættismenn funda í Brussel um hráakjötsmálið
Morgunblaðið/Kristinn
Grillað Ekki er heimilt að flytja inn
hrátt kjöt þrátt fyrir dóm EFTA.Kristján Þór
Júlíusson
Um eitt hundrað íbúar á Tálknafirði
sóttu sameiginlegan kynningarfund
fyrirtækjanna Arctic Fish og Arn-
arlax í húsnæði Arctic Fish á
Tálknafirði á fimmtudaginn.
Sigurður Pétursson fram-
kvæmdastjóri kynnti fyrirtækin,
stöðu mála og framtíðarsýn fyrir-
tækjanna. Sigurður tilkynnti að íbú-
um yrði boðið aftur að koma og
skoða nýju seiðaeldisstöðina í sept-
ember því þá yrði þar formlegt opn-
unarhóf.
Auk kynningar á seiðaeldi Artic
Fish var kynnt laxeldi Arnarlax á
sunnanverðum Vestfjörðum og það
sem framundan er í framleiðslu á
laxi.
Fram kemur á vef Bæjarins besta
að starfsmaður Arnarlax, Þorsteinn
Másson, hafi lýst framleiðslunni
sem er um 3.000 tonn í Patreksfirði,
3.000 tonn í Tálknafirði og 11.500
tonn í Arnarfirði. Um 18 starfsmenn
vinna við seiðaeldi, 40 í sjóeldi, 45 í
vinnslu og um 70 manns í þjónustu
og verktöku. Verðmæti framleiðslu
er um 14 milljarðar króna. Sam-
kvæmt áætlun KPMG má reikna
með að um 200 eða fleiri starfi við
tengd störf. Gert er ráð fyrir um
10.000 tonna framleiðslu í Patreks-
firði á næstunni, 20.000 tonnum í
Arnarfirði og um 10.000 tonnum í
Tálknafirði. Verðmæti framleiðsl-
unnar verður um 32 milljarðar
króna. Áætlaður fjöldi starfsmanna
er um 350 manns og að annar eins
fjöldi muni vinna við óbein störf.
Mikil umbreyting
„Þetta er mikil umbreyting og
stefnir í meiri verðmæti við eldi en
veiðar og vinnslu. Engum dylst sem
kemur á sunnanverða Vestfirði að
mikil umskipti hafa orðið á sam-
félaginu til góðs, en helsta áskorun
dagsins er skortur á íbúðarhús-
næði,“ segir á vef Bæjarins besta.
Meðal spurninga íbúa til Sigurðar
Péturssonar var hvernig eignar-
haldi væri háttað á laxeldisfyrir-
tækjum á Vestfjörðum og hver væri
hlutur Íslendinga. Sigurður upplýsti
að fyrirtækin væru að mestu í er-
lendri eigu en væru íslensk og ynnu
samkvæmt íslenskum lögum og
reglum, greiddu skatta og skyldur
til íslensks samfélags.
Mikil umskipti
á samfélaginu
Fiskeldisfyrirtækin á Tálknafirði
kynntu íbúunum starfsemina
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Arctic Fish Starfsemin var kynnt á
íbúafundi og fjórðungsþingi.
Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins bs. undirritaði í gær nýja
brunavarnaáætlun og samning um
kaup á fjórum nýjum slökkvibifreið-
um.
Formaður stjórnar slökkviliðsins,
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri,
ásamt Birni Karlssyni, forstjóra
Mannvirkjastofnunar, og Jóni Viðari
Matthíassyni slökkviliðsstjóra, und-
irrita nýja brunavarnaáætlun sem
sveitarfélögin hafa staðfest og er
stefnumótandi til næstu ára.
Þá var samið um kaup á fjórum
nýjum slökkvibílum, sem er mesti
skammtur af nýjum bílum í einu.
Brunavarnaáætlun og fjórir nýir bílar
Ljósmynd/SHS
Brunavarnir Sveitarstjórar á höfuðborgarsvæðinu handsala brunavarna-
áætlun ásamt slökkviliðsstjóra og forstjóra Mannvirkjastofnunar.