Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 55

Morgunblaðið - 05.05.2018, Síða 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útskriftarsýning bakkalárnema Listaháskóla Íslands í myndlist, hönnun og arkitektúr verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum í dag kl. 14. Sýnendur eru alls 68, þar af 23 nemendur sem útskrifast frá myndlistardeild, 44 úr hönnunar- og arkitektúrdeild og einn úr tónlistardeild. Sýningar- stjórar eru Birta Fróðadóttir sem stýrir hönnunar- og arkitektúr- hluta sýningarinnar og Dorothée Kirch sem stýrir myndlistarhlut- anum. Meiri spenna Sýningin hefur hin síðustu ár verið í Hafnarhúsi en snýr nú aftur á Kjarvalsstaði og segir Birta að stemningin sé fyrir vikið allt önnur. „Það er meiri spenna í nemendum og tilhlökkun, þetta sýningarrými er með allt annan karakter,“ segir hún. „Það er mjög langt síðan við vorum hér síðast og hönnunar- og arkitektúrdeildin hefur aldrei verið í vestursalnum þannig að sýningin er svolítið öðruvísi, miklu opnari og deildirnar fá svolítið að flæða sam- an. Þetta er allt önnur rýmisleg upplifun,“ segir Birta. Spurð út í þemu útskriftarverk- anna, hvort greina megi einhverja sameiginlega þræði í verkum út- skriftarnema, segir Birta að sér finnist nemendur vera að líta mikið inn á við eða líta sér nær. „Við er- um að vinna meira út frá okkur sjálfum og okkar nærumhverfi, finnst mér,“ segir Birta. Sýningin sé skemmtileg, lífleg og fjölbreytt og allir muni hafa gaman af því að skoða hana. Þrjú þemu „Hún er alveg stórkostleg,“ segir Dorothée þegar hún er spurð að því hvernig sýning útskriftarnema í myndlist sé að þessu sinni. „Hún er afar margbreytileg og við erum í fyrsta skipti að glíma við öðruvísi rými sem gefur okkur tækifæri til þess að setja hana upp með allt öðrum hætti. Við erum í austursal Kjarvalsstaða sem er skiptur upp í þrjá litla sali og sýningin byggist upp þannig að við erum með þrjú lítil þemu innan sýningarinnar þó svo það standi hvergi opinberlega. Það er áferð og efni, „identity“ eða manneskjan, maðurinn og þriðja þemað er tæki, tækni og gagn- virkni, eitthvað í þá átt. Verkin rað- ast svakalega vel inn í þau þemu,“ segir Dorothée og bætir við að einnig verði framdir gjörningar meðan á sýningunni stendur. Dorothée segir dásamlegt að fá að stýra útskriftarsýningu BA- nema í myndlist, að fá að tengjast grasrótinni. „Og það er svo gaman að sjá hvað þau eru ólík en þó sam- stilltur hópur. Það er enn verið að klára verk og allir að hjálpa til, það er góður andi í þessum hópi sem endurspeglast í því hvað hlutirnir takast vel.“ Morgunblaðið/Eggert Sýningarstjórarnir Dorothée Kirch stýrir myndlistarhlutanum og Birta Fróðadóttir hönnunar- og arkitektúrhluta sýningarinnar. Flæði og fjölbreytileiki Fjölbreytileiki Útskriftarnemendur hönnunardeildar unnu að uppsetningu sýningarinnar í gær. Verk nemenda deildana fá nokkur að renna saman.  Útskriftarsýning BA-nema LHÍ opnuð á Kjarvalsstöðum  „Allt önnur rýmisleg upplifun,“ segir einn sýningastjóra Bandaríski pönkrokkarinn og tón- listarpredikarinn Edward James „Ed“ Hamell, sem kemur fram undir listamannsheitinu Hamell on Trial, mun halda tónleika hér á landi 16.- 19. ágúst á fjórum stöðum: Húrra í Reykjavík 16. ágúst, Frystiklefanum í Rifi 17. ágúst, Havaríi í Berufirði 18. ágúst og í Daladýrð í Fnjóskadal 19. ágúst. „Hamell er þekkt vörumerki í neðanjarðar- og andspyrnusenunni vestanhafs hvar hann hefur verið lengi að og unnið með tónlistar- mönnum á borð við Mike Watt, Ani di Franco og Henry Rollins. Rætur Hamells liggja í síðpönkinu en hann sækir líka mikið í ýmsa aðra strauma bandarískrar tónlistar- hefðar,“ segir um tónleika Hamells á Facebook og að tónleikar með Ha- mell on Trial séu stórkostleg upp- lifun. Þar fari saman gríðarlega öfl- ugt rokk og ról, hárbeittir og flæðandi textar og frábært samband við áhorfendur. Hamell kemur einn fram með hljóðnema og Gibson-kassagítar frá árinu 1937 en á köflum fer hann slík- um hamförum að það er sem heil stórsveit standi á sviðinu, segir á Facebook og að Hamell fari um víð- an völl í textagerð sinni. Textarnir einkennist gjarnan af megnri óbeit á valdi og valdbeitingu, virðingu og samúð með þeim sem minna mega sína og hárbeittum húmor, oftast sótsvörtum, enda kalli Hamell sig frjálslyndan stjórnleysingja. „Hann segir í mörgum lögum sín- um sögur af skrautlegu persónugall- eríi undirheima bandarískra stór- borga. Þá fá stórnmálamenn, fjölmiðlamenn og álitsgjafar gjarnan hressilega á baukinn hjá Hamell, einkum þeir sem sá í og yrkja akur öfgahægris og mannhaturs,“ segir um Hamell. Hamell on Trial treður upp á Íslandi Kraftmikill Hamell on Trial. Selkórinn heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á sunnudag kl. 16 og fagnar því að hafa sungið fyrir landsmenn í fimmtíu ár. Af því tilefni efnir kórinn, samkvæmt tilkynningu, til léttrar tónlistarveislu með lög- um sem hafa sérstaklega verið útsett fyrir kórinn á síðustu árum. Fyrir hlé verða á efnisskránni ýmsar perlur íslenskra dægurlaga, m.a. eftir Gunnar Þórðarson, „12. september“ og Friðrik Karlsson, bæjarlistamann Seltjarnarness árið 2018. Eftir hlé er öll tónlistin eftir Seltirninginn og tónlistarmanninn Jóhann Helgason en hann var kosinn bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2007. Kórinn lét af þessu tilefni útsetja níu lög Jó- hanns fyrir sig, þar á meðal hið fræga lag hans „Söknuð“. Jóhann syng- ur nokkur laganna með kórnum. Úrvalstónlistarmenn koma fram með Selkórnum á tónleikunum og kórstjóri er Oliver Kentish. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Selkórinn Kórinn kemur fram í Seltjarnarneskirkju á sunnudag. Selkórinn fagnar hálfrar aldar afmæli Fyrsta sýning ársins í Verksmiðj- unni á Hjalteyri við Eyjafjörð verð- ur opnuð í dag, laugardag, klukkan 15. Sýningin hefur yfirskriftina Við hlið. Á henni sýna verk sín þau Magnús Helgason, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Erwin van der Werve og Baldur Geir Bragason. Magnús er jafnframt sýningar- stjóri. Í tilkynningu segir að þeir fjórir listamenn sem standa að sýning- unni eigi það sameiginlegt „að vinna með sterka efniskennd, rýmistilfinningu og fagurfræði. Verksmiðjan á Hjalteyri, með sinni sögulegu sviðsmynd, veitir um- hverfi sem myndlistarmennirnir komast ekki hjá að nota sem út- gangspunkt. Listamennirnir munu skapa ný verk þar sem unnið verð- ur markvisst með inngrip listaverk- anna í rýminu. Listamennirnir fjór- ir vinna ekki að sameiginlegum verkum heldur hver í sínu lagi og hver á sinn hátt.“ Sýningin stendur til 10. júní og opið er þriðjudaga til sunnudags kl. 14 til 17. Sýningin Við hlið opnuð í Verksmiðjunni með verkum fjögurra myndlistarmanna Við hlið Hluti eins verka Magnúsar Helgasonar í Verksmiðjunni. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.