Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 21
Íbúar í sveitarfélögunum á Austurlandi eru samtals 11.175. Stærsta sveitarfélagið er Fjarðabyggð, en íbúar þar eru 4.777. Íbúar Fljótsdalshrepps eru fæstir, eða 76. Í kosningunum 26. maí munu 47 frambjóðendur taka sæti í 7 hreppsnefndum, sveitarstjórnum og bæjarstjórnum á Austurlandi. Morgunblaðið/Eggert Neskaupstaður Ungur Arsenal-maður og Norðfirðingur á leiðinni heim af fótboltaæfingu á dögunum. gengið hafi ágætlega í kringum höfn- ina. Þar var hins vegar erfið staða í atvinnumálum fyrir um tveimur ár- um þegar niðursveifla varð í uppsjáv- arfiski. „Þá kom Grandi inn, Vopna- fjörður treystir á HB Granda og ég held að menn verði að horfa til þess hvernig þeir renna frekari stoðum undir atvinnulífið þar. Þetta er líka landbúnaðarsvæði og við höfum séð að þau eru viðkvæm.“ Meirihluti sveitarstjórnar á Vopnafirði sprakk í lok nóvember á síðasta ári vegna deilna um sam- starfið við sveitarstjórann þar í bæ, Ólaf Áka Ragnarsson. „Það klofnaði meirihlutinn og nýr var settur saman sem mat það sem svo að það væri ekki gott að skipta um sveitarstjóra sex mánuðum fyrir kosningar. En ég veit ekki hvað þetta ristir þar, en hef kannski trú á að eitthvað því tengt geti komið upp á yfirborðið í þessum kosningum,“ segir Gunnar. Tekist á um fráveituna Íbúar í þéttbýlinu á Fljótsdals- héraði hafa tekist á um fráveitumál – hreinsun og losun skólps út í Lag- arfljótið. Gunnar útskýrði þau fyrir blaðamanni í miklum smáatriðum, en það verður ekki rakið nákvæmlega hér. „Þetta er heitt,“ segir Gunnar og nefnir hann að aðsendar greinar á Austurfrétt um fráveitumálin fái allt- af mikinn lestur. „Þetta mál er rætt og um þetta mál verður spurt,“ segir Gunnar. Hitt stóra málið á Fljótsdalshér- aði segir Gunnar vera skólamál og uppbygging leikskóla. Kurr hefur verið á meðal foreldra ungra barna yfir því að koma börnum sínum ekki nógu snemma í dagvistun. „Mér finnst raunar að í öllum sveit- arfélögum ættu skólamálin alltaf að vera stærsta málið því að þar eru 50% útgjalda, en menn eru frekar að rífast um blómabeðin,“ segir Gunnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2018 „Mér finnst við oft verða meira útundan en hinir byggðarkjarn- arnir og mér finnst alveg að þeir megi leggja meiri áherslu á það að hjálpa okkur að fjölga, það fer alltaf fækkandi hjá okkur,“ segir Ásta Snædís Guðmundsdóttir, sem rekur veitingastaðinn og verslunina Brekkuna á Stöðvar- firði. Hún segir að tryggja þurfi samgöngurnar innan sveitarfé- lagsins Fjarðabyggðar. „Það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að þjónustustigið hjá Vega- gerðinni skuli vera hærra á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar heldur en á milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Ég læt það fara virkilega í taugarnar á mér, þar sem mér finnst mitt líf vera alveg jafn mikils virði og ann- arra.“ Einnig bíður hún eftir að höfnin á Stöðvarfirði verði lög- uð. „Við höfum miklar tekjur hérna af sjómönnum, en ef þeir þurfa að fara héðan vegna pláss- leysis, þá er ég náttúrlega að tapa á því í rauninni,“ segir Ásta. Í sjoppunni á Stöðvarfirði Morgunblaðið/Eggert Stöð Listalíf hefur dafnað í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði. Vill öruggari samgöngur innan Fjarðabyggðar Morgunblaðið/Eggert Brekkan Ásta Snædís segir Stöðvarfjörð verða útundan.  Sameining Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar verður að veruleika eftir sveitarstjórnarkosningar. 85% kjósenda í Breiðdalshreppi kusu með sameiningu í marsmánuði. Gunnsteini Þrastarsyni sjómanni líst vel á að verða íbúi í Fjarðabyggð. „Þessir litlu kjarnar eiga engan séns miðað við alla umsýslu við þetta. Þetta er bara of lítið. Ég man ekki hvað það voru margir sem kusu á móti, 16 manns eða eitthvað. Restin var með,“ segir Gunnsteinn. Væntanleg sameining hefur það í för með sér að grunnskólabörn í Breiðdal sækja skóla á Stöðvarfirði tvo daga í viku og tvo daga í viku koma börnin frá Stöðvarfirði til Breiðdalsvíkur í skólann. „Ég held að það verði allt í lagi. Ég held að það sé búið að tala við Vega- gerðina um að vera með betri hálku- vörn á veturna hérna á milli út af þessu og eins setja upp vegrið í Stöðvarfirðinum og kannski á fleiri stöðum,“ segir Gunnsteinn. Morgunblaðið/Eggert Sjómaður Gunnsteinn gerir út sinn eigin bát frá Breiðdalsvík. Breiðdalshreppur rennur inn í Fjarðabyggð eftir kosningar  Næst verður komið við á Norðurlandi eystra og fjallað um það sem þar er efst á baugi fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í lok mánaðar. Á fimmtudag Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.